Þjóðviljinn - 12.07.1970, Síða 7
Sunnudagiur 12. júlí 1970 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA J
kvikmyndip
Næsta tnánudagsmynd Há-
skólabíós verður Lord of Flies
og hefjast sýningar á morgun.
Myndina gerði Peter Brook ár-
ið 1963 eftir snilldarlegri skáld-
sögu Williams Goldings, sem
kom út í íslcnzkri býðingu s. 1.
vetur.
Ég sá myndina erlendis fyrir
nokkrum árum og hafði þá ný-
lokið að lesa söglina. Ég undr-
aðist stórum hversu vel tekizt
hefðj að kvikmynda þessa
óvenjulegu sögu, sem maður
hefði haldið að eldd væri unnt
að filma.
Hópur ungra, brezkra skóla-
drengja kemst af er flugvél
nauðlendir á lítilli eyju langt
frá allri siðmenningu. Þeir eru
einir síns liðs, verða að sjá
fyrir sér sjálfir, þeir skipu-
leggja nýtt samfélag. Hvernig
fara þeir að bjarga sér, komast
þeir af? Ekki skal þráðurinn
rakinn hér til þess að spilla
ekki spennunni.
Sagan um litlu drengina á
eyðieyjunni er auðvitað dæmi-
saga um aðra og stærri hluti.
Þama eru stóru þjóðféiögin í
hnotskum. Hvað er siðmenn-
ing? Golding tekst í magnaðri
og spennandi frásögn að sýna
ótrúlega marga þætti mann-
legra samskipta, stjómmála o.
s. frv., og við lestur hennar
gleymir maður á köflum að
söguhetjumar eru aðeins kom-
ungir skólastrákar. Það er ein-
mitt þess vegna sem hægt væri
að ímynda sér að sagan kæmi
ekki rétt út á kvikmynd þar
sem strákamir væru bara
strákar. En strákarnir hans
Peters Brooks em stórkostlegir.
Þótt sögunni sé nákvæmlega
fylgt í öllum orðsvörum og að-
alatriðum þá er margt fundið
upp af strákunum sjálfum, þeir
em eðlilegir, ólíkir, sjálfstæðir.
Ef ég ættj að nefna einn öðmm
fremur kysi ég Piggy, þann
feita.
Á síðuistu ámnum fyrir 1963
hafði leikhúsmaðurinn umdeildi
Brook verið niðursokkinn í
rannsóknir á verkum Artauds
og kenningum hans um
„Grimmdar-leikhúsið“, og hefði
kannski enginn verið betur
fallinn til að kvikmynda sögu
Goldings. Lord of Flies er
kynngimögnuð kvikmynd.
Það er vonum seinna að ís-
lenzkir kvikmyndahúsagestir fá
að sjá mynd eftir Brook. Ekkert
bólar á meistaraverki hans
Marat/Sade (1966), sem auð-
vitað hefði átt að sýna meðan
sýning Þjóðleikihússins var enn
í fersku minni og notfæra sér
þannig hina mifclu umræðu er
fram fór þá um leikritið. Þá
hefur aldrei komið hingað
Lord of Flies (Flugnaliöfðingjnn) Petcr Brook (1963) Háskólabíó á morgun, mánudag.
myndin sem Brook gerði í
Frakklandi 1960, Moderato
Cantabile, eftir skáldsögu
Marguerite Duras, með Jeanne
Moreau og Jean-Paul Belmondo
í aðalhlutverkunum. Nýjasta
kvikmynd Brooks er Lér kon-
ungur, með Paul Soofield, en
hennar hefur áður verið ýtar-
lega getið hér í blaðnu.
Ég vona að aðsóknin að
„Flugnáhöfðingjanuim" verði svo
V,
mildl að mánudagamir einir
nægi ékki til sýninganna. Hér
er á ferðinni afbragðsmynd, sem
ætti það sannarlega skilið. Þ.S.
SVONA ER LÍFIÐ
Ungur piltur að leggja út
í lífsbaráttuna, einn og óstudd-
uir. Hann getur ekki lengur ver-
ið heima, bömin eru mörg og
faðirinn veikur. Hann kemur
sér í vinnu, stritar við hlið
fullorðinna, kynnist lífsskoðun-
um eldri t>g reyndari manna og
nýju umhverfi. Hann mannast,
fyrsta lyfting hans er ek!d
langt undan, hann verður rót-
tækur í sfcoðunum. En líf hans
er þó varla byrjað er mynd
Jans Troells „Svona er lífið"
endar. Samt hefur áhorfandinn
séð svo mikið líf að enzt gæti
í mannsaldur.
Það er efcki oft að maður
verður bergnuminn í bíó, en
það varð ég að þessu sinni. Hin
ljóðræna frásögn Troells er
laus við alla viðkvæmni, hún
FERÐAFOLK!
Yerzlunin Brú, Hrútafirði, býður yður:
fs, öl, gosdrykki, pylsur, sælgæti, tóbak, dagblöð,
tímarit og margs kyns ferðavörur. Verði stillt í
hóf. — Benzín, olíur. — Snyrtiklefar.
Opið kl. 9 til 23.30.
yerið velkomin.
er hrein og tær, einlæg á
allan hátt. Svo fjölskrúðugt
persónusafn er sjaldgasft að sjá
í nokkurri kvikmynd, enda val-
inn leikari í hverju rúmi. En
eitt er það, sem ef til vill
ræður úrslitum, að Tmell er
sjálfur myndatökumaðurinn og
heiiur þannig allt í hendi sér,
myndstjóm og leikstjórn. Hann
leikur sér líka óspart með
myndavélina og beitir ýmsum
brögðum án þess að rjúfa
heildarmyndina, t. d. hin bráð-
skemmtilega kennslustund á
reiðhjólinu og óhugnanlegur
draumur konunnar í frásögn
gamila mannisins við fljótið.
Jan Troell hóf feril sinn sem
Ijósmyndari. Árið 1962 kvik-
myndar hann fyrstu mynd Bo
Widerbergs „Barnavagninn“ og
tók síðar nokkrar heimildar-
kvifamyndir fyrir sjónvarp,
þangað til framleiðandinn
Bengt Forslund (einn af siJDfn-
endum tímaritsins Chaplins)
bauð honum að stjórna einum
kafla í mynd þriggja annarra
leikstjóra. Og Troell heimtaði
Max von Sydow og engan ann-
an í aðalhlutverkið. Þessi mynd
Tnoells „Heimsókn í mýramar“
(eftir sögu E. Johnsons) var
síðan sýnd sérstök og verðlaun-
uð sem bezta stuttræma ársins.
Har har du ditt liv varð svo
fynsita langa mynd hans, sagt
var frá viðtökunum sem hún
hlaut hér í blaðinu s. 1. sunnu-
dag.
Næsta mynd Troells Ole dole
doff fékk talsvert misjafnar
móttökur í Svfþjóð, en hlaut
silfurbjörninn í Berlín 1968
Og nú fcvikmyndar hann
Vesturfarana eftir skáldsögum
Wilhelms Mobergs.
Undanfarna daga hafa marg-
Svona er lífið, Jan Troell (1966) Bæjarbíó.
ir komið að máli við mig og
þafckað fyrir hina „rækilegu
viðvörun“ sem gefin var hér í
blaðinu s. 1. þriðjudag. Tileíni
hennar var sú hörmungar-
aðsókn sem þetta ágæta kvik-
myndaverk hlaut fjrrstu dag-
ana (Bæjarbíó auglýsir aðeins
í Mbl.): myndin var frumsýnd
á laugardegi; áhorfendur á 5-
og 9-sýningum samtals tólf. Á
5-sýningu sunnudaginn eftir
þrír áhohfendur, ■ samtals 15
manns á þrem sýningum. Sem
betur fór komst verulegur
skriður á aðsókn s. 1. þriðju-
dagskvöld sem varð metkvöld
hjá bíóinu í langan tíma.
Er það kannski vafasamur
sparnaður bíóstjóranna að aug-
lýisa einungis í Mogganum? Þ.S.
Húsráðendur!
Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa,
leka á ofnum og hitaveituleiðslum.
STILLI HITAVEITUKERFI.
HILMAR J. H. LÚTHERSSON
pípulagningameistari.
§ími 17041 — til kl. 22 e.h.