Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVHaJtNN — liaugiairdasur 18. júlí 1970. — Málgagn sósialisma, verkaiýSshreyfingar og þjóðfrelsls — Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýslngastj.: Ölafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuð). — Lausasöluverð kr. 10.00. Náms/aun Jjegar námsmenn hófu baráttu fyrir bættum kjör- um sl. vor, lögðu þeir áherzlu á þjóðfélagslegt samhengi bará’ttu sinnar; hún væri ekki barátta fyrir sérhagsmunum stúdenta, heldur fyrir efna- hagslegu jafnrétti til náms og betra þjóðfélagi. Sú áherzla sem stúdentar lögðu á þetta atriði varð til þess að greiða þeim braut að samúð og stuðningi annarra þjóðfélagshópa. Þannig var í á- varpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna 1. nnaí í vor fekið undir kröfuna um efnahagslegt jafnrétti til náms og Dagsbrún samþykkti yfirlýsingu um þessi mál auk ýmissa annarra aðila. Þessi víðtæka skírskotun námsmannanna til annarra þjóðfélags- hópa bar árangur: allt í einu var fekið eftir kröf- um þeirra eftirminnilega; það var ekki rætt um annað þar sem menn hittust á förnum vegi og nú loks hefur menntaimálaráðherra látið til skarar skríða og stigið skref til móts við íslenzka náms- menn erlendis og hérlendis. Hin nýju ákvæði um lánakjör íslenzkra námsmanna eru vissulega fram- för frá því sem áður var, einkum að því er varðar fyrstu námsárin. En þegar dæmið er skoðað nið- ur í kjölinn sést greinilega að það kerfi um náms- stuðning, sem er við lýði- hér á landi, hrekkpr ákaflega skammt til þess að tryggja efnahags- legt jafnrétti til náms jafnvel: þó. að námsmenn erlendis. ættu kost á að fá allt nauðsynlegt fram- færslufé að láni. Það er útilokað að ná settu marki öðruvísi en að taka upp virkf námslaunakerfi. Sjálfsagt er einhver spölur eftir að því marki, en hann verður þeim mun styttri sem barátta náms- mannanna verður harðari og einbeittari. í þeim áfanga verða námsmenn einnig að skírskota 'til annarra hópa í þjóðfélaginu og fá fraim viðurkenn- ingu þeirra á því að nám er mikilvæg þjóðfélags- leg vinna sem ber að launa að verðleikum eins og önnur störf. Það er ekki minnsti vafi á því, að launafólk á íslandi mun veita námsmönnum stuðníng upp á sömu býti og þá næst árangur innan: skemmri tíma en menn órar fyrir í dag. Tekjuöfíun sveitarfélaga r [ nýlegu hefti „Austurlandsí£ málgagns Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi er’fjallað uim tekju- möguleika sveitarfélaganna. Þar er m.a. sagt að „á undanförnuim árum hefur jafnt og þétt verið stefnt að því af alþingi að losa atvinnurekstur- inn við útsvarsgreiðslur og er nú svo komið að launamenn bera nær öll útsvör hér í bæ (TNTes- kaupstað) og mun svo vera víðast hvar.“ „Eigi sveitarfélögin í landinu að vera þess megnug að rækja sitt mikilsverða hlutverk, verður alþingi að láta af þeirri stefnu að þrengja stöðugt hag þeirra með því að auka jafnt og þétt byrðar þeirra og takmarka jafnframt þá möguleika, sem þau hafa til tekjuöflunar.“ Hér er drepið á viðkvæmt og vandasairht mál sem verður ekki lengur undan vikizt að leysa. — sv. Sextugur í dag Eðvarð Sigurðsson formaður Verkamannafélagsins Dagsbrunar ’f Eðvarð Sigurðsson, forimiað'jr Verikamannafélagsins Dagsbrún- ar, er sextugur í dag, og í því tilefni sendi ég honum kveðju miína og ámaðaróskir, sem ég veit að þúsunddr verkamianna og -kvenna taka undir af heil- um hug. Og kveðjan er þessd: Láfðu heill, Eðvarð, þar sem þú ert í dag að skoða landið þitt, sveitir, fjöll og fossa og sækja til þess styrk og ferslc- leik. Og lifðu heiil þegar þú kemiur af hálendinu, heim í borgina til þess að vinna að fjölbreyttum mállefnum verk- lýðshreyfingarinnar og þjóð- arinnar aHrair, og sannarleiga ósfca ég þér velfamaðar í þeim störfum og í Mfli þínu. Eðvarð Sigurðsson er einn , af þeim mönnum sem fremstir standa í menningarsókn ís- lenzkrar alþýðu og hefur getið sér þar svo góðan vitnisburð, að efcki er hægt að mdnnast einstafcra verfca hans nerna sfcrifiað sé áigrip af sögu verk- lýðssamtafcanna síðast liðin fjömtíu ár, þar sem störf hans öli, opinber og í kyrrlþey unnin, eru samofin liffi og störfum verkafólksins; með sjálfri lífs- kjara- og menningarbaráttunni er nafn hans skráð skýtu .letri. Frá ungdómsárum heifiur Eö- varð helgað llfsstarf sitt hug- sjónum verkl ýðsh reyfi ngari n n - ar og sósíaiismans og verið ör- uggur málsvairi þeirra hug- sjóna og stefnt að því með störfium sínum að daegurbar- áttan ákvarðist af langsýnni sjónarmiðum veirklýðsstéttar- innar. I aldarfjiórðung hefur Eðvarð verið starfsmaður Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og í reynd allrar verMýðsihreyfingarinnar á IsHandi. Hann hefur verið og er vökumaður og skipuleggja.ri samtakanna, þar sem hann stendur í miðjum verfcamanna- hópnum, sjáíifikjörinn til fórustu vegna hæfileika sinna. Að Eðvarði er mikils vænzt í þeirri sókn, sem nú er hafin um allan hinn breiða vang verk- lýðsmála og þjóðmiála, sókn sem hefja verður með hverjum nýj- um degi, sókn sem stefnir að ákveðnu marki mieð langsýnum sjónanmáðum verklýðsstéttar- innar, „unz brautin er brotin til enda“. Og ég tilfæri hér að loikium orð Eðvarðs sjalfs á fjölmenn- um Dagsbrúnarfundi 20. júní s.l.: „Engir siigrar vinnast án fióma, og það sem gerzt hefur er aðeins áfangi að því marki að við bætum kjör verkamanna enn meira og bebur en nú hefur tekizt. Viö þurfium enn að sækja fram. Við höfum hafið sóknina, Við þurfum að halda henni áfram.“ Og verkamennimir tófcu und- ir þessi orð formannins með kröftugu lófataki og fertöldu húrrahrópi fyrir Daigsbrún. Tryggvi Emilsson. ☆ Vinur minn, leiðsö'gumaður og saimlherji í félagsmálum, Eð- varð Sigurðsson, er sextugur í dag. Af því tilefni skrifa ég honum hér nokkrar línur. Það kom mér að vísu ekkert á óvart að þú værir orðönn sextugur, því ég mundi að þú hafðir orðið fknmtugur fyrir tíu árum og það á fyrir fllest- um okikar að liggja að eldast að árum, en við berum það að vísu misjafnlega vell. Á sumum okkar, þeirra á meðai þér, sem hileypur gjaman á fjöll eða í önnur lönd við svona tímaimót, verða árin ekki talin eftir út- liti, athöfn eða fasi, En það sem sérstaklega olii því að það kom mér efcki á óvart að þú værir orðinn sex- tugur, var það að fyrir um tuttugu árum, þegar ég fyrst, sem aiger græningi, hóf opin- beriega störf að verkaiýðsmál um, þá varst þú J>egar orðinn aðalleiðtogi verk-amanna í Reykjavík og lengi búinn að vera það þá. Kynni otakar bófust fyrst að marki í hinum hörðu stétta- átökum upp úr 1950 og þá sér- stakiega í deilunum 1952 og 1955, þegair Dagsbrún, eins og jafnan áður og síðan, hafði for- ystu í verkallýðsbaráttunni. Þau kynni haifa orðið mér bæði ánægjuleg og til mikils þrosika á félagsmálasviðinu og í al- mennum mannlegum samskipt- um. Framundir þann tíma höfð- um við byggingariðnaðarmenn lítið samstarf haft við flólög hinna ófaigiærðu verkamanna í kjara- og samningaimálum og þær raddir voru þá enn uppi í Trésmiðafélaiginu, að við gæt- um ekki átt neina samieið með þeim. Trésmiðir gengu þá lika enn nokfcrir með tommustofckinn í utanábrjóstvasanum á sunnu- dagajakkanum sinum, sem stöðutákn. Þau ár, sem síðan eru liðdn, hafa mikllu breytt i samskipt- um ofckar félaigs, trésmiðanna, við önnur verkalýðsfélög og þá ekki sízt Dagsbrún. Þá breyt- ingu vil ég hvað helzt þakka þinni ósérhlífni, skilningi og langlundargeði. sem þú hefur svo oft sýnt oktour trésmiðum, þegar við átturn við einhver þau vandamál að etja, sem við sáum ekki sjálfir á hvem hátt bezt yrðu leyst. Þeirar bannig stóð á kom það eklki sjaildan í minn hlut, heldur ráðlítils sjálfs, að leita ráða hjá þér. Sjaldan hef ég gengið bónleið- ur úr sJfkri för og hafa þan ráð giaman gefizt oktour tré- smiiðum vel og það veit ég að muni vera mat starflsim&nna annairra verkalýðsfélaga, sem til þín hafa Jeitað ráða, en þeir munu ekki vera fáir. Það eru nú orðnir nokkuð margir. þeir flundir, sem við höfum setið samian, bæði við samningaigerð og annað, hvor fyrir sitt félag, en bar hefur bín næ'rverá, náfcvæmni oig at- hygli oft á tíðum faert mín- um félagsmönnum betri árang- ur én ef við trésmiðir hefðum verið þar einir að starfi. Fyrir þetta aíllt og margar aðrar sameiginlegar stundir í stríði og friði, vil ég við þessi tfmamót asvi þinnar færa þér beztu þatokir mínar og félaga minna. Jafnframt vil ég rnega óska þess að eiga eftir að starfa mikið með þér enn að okkar sameiginlegu hugðarefnum, því að með engum öðrum mundi ég fremur vilja starfa, enda efckí í vafa um að það sem þú telur til heilla horfa okkar stétt, því er vert að vinna að. Difðu heiPJ, félagi. Benedikt Davíðsson ★ Það er óumdedlt, að áhrifa- mesta verkalýðsfélag landsins er og hefur verið Verkamanna- félagið Dagsbrún, Ákvarðanir og aðgerðir Dagsbrúnar varðandj kjara- samninga félagsmanna sinna hafa haft bein áhrif á launakjör nær allra annarra launþega. Það að Dagsbrún er fjöl- mennasta verkamannafélagið og að starfssvæðið er sjálf höf- uðborgin á að sjálfsö'gðu veiga- mikinn þátt í áhxifamætti Dagsbrúnar. En þessi atriði ráða þó ekki úrslitum um áhrif Dagsbrúnar í kjarabaráttu is- lenzkrar alþýðu. Það sem fyrst og fremst skapar áhrif Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar eru félaigs- mennimir, félagsþroski, bar- áttukjarkur og róttækni þeirra, ásamt traustum forustumönn- um úr röðum hinna róttækari félagsmanna. Það eru Dagsbrúnairmennirn- ir sjálfir og róttækir forustu- menn sem gert hafa Dagsbrún svo áhrifamikla sem »aun ber vitni um. Einn þeirra Dagsbrúnar- manna sem staðið hefur í fylk- inigarbrjósti stéttarbaráttunnar s.l. þrjá áratugi, Eðvarð Sig- urðsson, núverandi formaður og áður ritari Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnax er sextíu ára í dag. í stöðuigu starfi að óþrjót- andi verkefnum hjá verkalýðs- félögum gleymist oft hve tím- inn líður hratt. Þvi býst ég við að margur hrökkvi við að heyra að E.ðvarð sé orðinn sex- tuigur. Eðvarð Sigurðsson hefiúr ver- ið einn virkastj félagsmaður ís- lenzkrar verkaiýðshreyfingar í a.m.k. þrjá áratugi og verið beinlínis mótaindi á lífskjör launafólks síðusitu 10—20 ár. Reynsia hans. vandvirkni', samvizkusemi og órjúfandi trúnaður hans við málstað verkamannsins hefux fært Dagsbrúnarmönnum og allri ís- lenzkri alþýðu margan verð- mætan áíanga í baráttunni fyr- ir bættum lífskjörum. Eðvarð er að sjálfsögðu fyrst og fremst Dagsbrúnarfélagi Og því mun Dagsbrún krefjast áfram krafta hans á ókomnum árum. Allt róttækt verkafólk vænt- ir þess, að einnig það fái not- ið árangurs af áframhaldandi starfi Eðvarðs, sem eins mikil- hæfasta forustumanns verka- lýðshreyfingarinnar. íslenzk verkalýðshreyfing er í dag öflug og virt. Eðvarð Sig- urðsson er einn þeiirra er skap- að hafa henni afl og virðingu. Verkafólk þakkar Eðvarð Sigurðssyni öll hans . ágaétu störf í þess þágu og óskar hon- Um heilla. Undirritaður þakkar Eðvarð ágætt samstarf sem félaga og samherja, og færir honum árn- aðaróskir i tilefni þessara tímamóta í sevi hans. Guðjón Jónsson, járnsmiður. ★ Efitir nær 40 ára vináttu Eð- varðs Sigurð'ssonar er margs að minnast og væri raunar efni í heila bók, en hæfileifcann skort- ir till að færa þær hugljúfu miinningar í letur og læt ég mér því nægija að ylja mér við þær. Þótt mér hafi ætíð verið til- hlökfcunarefni að eiga þess von að hitta Eðvarð að méli, hvort sem það hefur verið í önn dags- ins eða á hvíidarstundum, er mér þó jafnan efst í huga ferða- félaginn Eðvarð Sigurðsson. Etokert sumarleyfi hefur þótt vel ráðið, nema Eðvarð væri þar með. Við höfum víða fiarið um landið ásamit vinum okkar og þó mesd) um öræfin. Eðvarð er óviðjafnanlegur ferðafélagi, enda náttúruunn- andi svo af ber og traustari ferðamaður er fágætur hvort sem farið er gangandi, ríð'andi eða aikandi. Þar sem ég veit að Eðvarði er ilfa við að skrifaður sé lang- hundur, þar sem hann er aðal- maðurinn, ætla ég aðeins að minnast atburðar á einu sumar- kvöldi í öræfum, sem lýsir Eð- varði betur en mörg orð. Við féiagamir vo'ruim ,í sumarleyti við Veiðivötn fyrir mörgum árum. Þennan dag var véður faigurt og höfðum við ákveðið að skjóta til marks um kvöld- ið að loknum snæðingi. Er við komum út úr tjafldinu var veðr- ið unaðslegt, aílgert logn, heið- skírt og hiti í lofti. Eðvarð hafðj þá orð á því, að útilokað væri að spilla svo fagurri kvöldstund með byssuskotum. Þetta var strax samiþykkt enda var kyrrðin slfk að með ólífc- indum var. Ákveðið var að vafca alila nióttina og ganga á Hádegisöldu og sjá sóJarupprás. Aldrei höfum við séð eftir þessari vökunótt. Alla nóttina var ailgjör kyrrð og himinn og jörð runnu saman í óviðjafinan- legri og ólýsanOeigiri litadýrð við sólarfag og sólaruppkjömu. Mér. eru þessi viðbrögð Eð- varðs ætíð í minni og er öllum hollt að eiga slíkan mann, að vini. Halldór Jakobsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.