Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 10
JQ SÍÐA — Þ.TÓÐVILJINN — Laugardagur 18. júM 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN TÆR... i I Hindrunarnesi er merkur hlutur, brjóstmyndin af Eugén Mánsson Klingfelt. Hún stendur í járnbrautargarðinum, eins og grasflötin milli brautarstöðvar- innar og ráðhússins er kölluð. Þvert yfir grasflötina liggur mal- arstígur og við enda hans stend- ur brjóstmynd, umkringd rósa- runnum. Að vísu er styttan ekkert sér- stakt augnayndi. Yngra fólkið í Hindrunamesi tekur aldrei eft- ir þessu skeggjaða höfði sem starir á gafl stöðyarhússins. Þeg- ar það gekk í bamaskóla stóð það ef til viil einlhvern tíma umhverfis brjóstmyndina og hlustaði á kennslukonuna segja frá náunganum sem hafði verið þingmaður og skrifað bækur á málýzfku staðarins. En nú kemur sjaldan fyrir að nokkur doki við og horfi á stórgert karlmanns- höfuðið sem hvílir á rauðyxjótt- um granítstöpli. Þess vegna var ekki fráleitt að draga þá ályktun að maður- inn sem stóð hjá styttunni og var að lesa áletruinina á skilt- inu undir bronshöfðinu væri ekki heimilisfastur í Hindmnar- nesi. Hann var nýkominn út úr lestinni, eini farþeginn þetta síð- degi og á eftir honum höfðu flotið nokkrir kassar og blaða- pakkar út á pallinn. Hann hafði sett stóm töskuna sína á bekik- inn hjá brautarstöðinni, gengið þring umhverfis húsið og horft í kringum sig, og síðan hafði hann rölt í hægðum sínum að brjóstmyndinni með hendur á baki. Nú stóð hann og las áletmn- ina á svartmálaða skiltinu, sem skrúfað var fast á granítstöpul- inn: — Eugén Mánsson Kling- felt, þingmaður, könnuður, 1843- 1921. HÁRGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó Laugav. 188 in. hæð (lyfta) Sími 24-6-16. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. Svo sneri hann sér við og horfði yfir veginn. Frú Lind- berg, gamla konan sem hafði tóbaksbúðina á torginu, kom að- vífandi á sendiferðahjóli. Hún beygði í áttina að stöðvarhús- inu, hjólaði út á brautarpallinn og lagði síðan hjólinu upp við stólpa. Síðan gekk hún að blaða- pökkunum og dröslaði þeim að hjólinu. Það vom fjórir pakk- ar, tveir með kvöldblöðum og tveir með vikublöðum, það sá maðurinn sem stóð við brjóst- myndina af Eugén Mánsson Klingfelt. Frú Lindberg lyfti pökkunum, setti tvo þeirra á fremri böggla- berann og festi þá niður með þykkri gúmmíteygju. Þá fór hjólið að renna til, hjólin fengu ekki lengur viðnám í lausamöl- inni, hnakkurinn rann niður með stólpanum og hjólið kollsteypt- ist vegna slagsíðunnar. Maður- inn sem stóð við styttuna í garð- inum, gekk hratt af stað. Frú Lindberg togaði og ýtti, en gat ékiki af eigin ramleik náð hjól- inu upp. — Leyfið mér að hjálpa, sagði maðurinn. — Þetta virðist þungt. — Þaikk fyrir, saigði frú Lind- verg. — Þetta bjargast venju- lega, en hjólið var víst illa skorð- að. Frú Lindberg var dálítið gröm. Hún hafði sótt blöðin á hverj- um degi áratugum saman. Það gekk alltaf vel, á sleðanum á veturna og hjólinu á sumrin. Dg svo þurfti hjólið endilega að velta um koll, einmitt þegar ó- kunnugur maður stóð og horfði á. Hún virti manninn fyrir sér. Hann hafði reist við hjólið henn- ar, stillt því upp við stólpann og laut nú niður eftir blaðapökk- unum sem eftir lágu. — Nú, get ég bjargað mér sjálf, sagði frú Lindberg. — Ég verð að ganga úr skugga um ' að frúin komist af stað heilu og höldnu. Frú Lindberg lyfti upp fjaðra- klemmunum á aftari bögglaber- anum, svo að maðurinn gæti stungið pökkunum undir þær. Svo festi hún hitt gúmmíbandið niður. Nú virtist allt rígfast. — Afsakið, sagði maðurinn. — Ég er aðkomumaður .... — Ég skil, sagði frú Lind- berg. — Ég á við, að ég þekki alla sem eiga heima í Hindr- unamesi. — Ég var að horfa á brjóst- myndina þama í garðinum, hélt maðurinn áfram. — Það er kannski kjánalega spurt, en hver var hann eiginlega þessi Eugén Mánsson Klingfelt? — Hann var skólakennari héma. Hann kenndi mér síðasta árið sem hann starfaði. — Einmitt það. Og þingmaður var hann víst lífca? — 1 tvö ár. í neðri deild, hljóp í skarðið eftir dauðsfall. — Jæja. Og könnuður? — Það var hann sem stofn- aði byggðasafnið. Safnaði «am- an haug af gömlu drasli og fékk bæinn til að kaupa gamalt hús- skrifli í nánd við torgið. Nú orðið kemur varla nokkur mað- ur á safnið. — En þetta hlýtur að hafa verið merkur maður, fyrstminn- ing hans er heiðruð á þennan hátt. Frú Lindherg greip fast um stýrið og fór að teyma hjólið í áttina að veginum. Hún vildi ekki hoppa upp í hnakkinn fyrr en hún var komin bakvið stöðv- arhúsið. Ef hún ylti um koll með blaðapakkana í annað sinn, þá var eins gott að aðkomumaður- inn sæi það ekki. En maðurinn gekk rólega samsíða henni út af pallinum. — Kannski var það fremur vegna þess að hann átti' bróð- ur og tvo mága í bæjarstjóm- inni um þetta leyti, sagði frú Lindberg. Maðurinn hló, tók af sér sól- gleraugun og nuddaði þeim við jakkaermina. Fni Lindberg stanz- aði og virti hann fyrir sér gaumgæfilega, rétt eins og hún hefði þekkt hann aftur. Svo spurði hún dálítið varfærnis- lega: — Mér finnst maðurinn koma kunnuglega fyrir sjónir? — Jæja, sagði maðurinn. — En ég ef efcki komið til Hindr- unarness alla mína ævi. — Nú veit ég það, sagði frú Lindberg. — Ég hef séð mynd af yður einhvers staðar. — Hvar gæti það svo sem verið? sagði maðurinn og brosti dauflega. ið mitt í bækumar yðar. Þér eigið væntanlega einhverjar af sögunum mínum í bókaskápn- um yðar. — Ég les ekki bækur herra Ullmans, sagöj frú Lindberg hreinsikilnislega. — Jæja, sagði Peter Ullman. — Jæja, en segið ekkert samt. — Frú Lindberg vildi ekki lofa neinu. Þetta var óneitanlega dálítið fréttnæmt Að geta tekið fram bók, bent á myndina á baksíðunni og sagt: — Ég hitti hölfundinn í dag. Hann er i heimsókn í Hindmnamesi. Einginlega var það skylda frú Lindberg að segja fréttir. Hún miðlaði þeim fréttum sem ebki stóðu í blöðunum, það var orð- inn snar þáttur í starfsemi henn- ar. — Gei'ið svo vel, kvöldblað sígarettupakki, tveggja mínútna slúður. — Er hei'ra Ullmann hér í ieynilegum erindum? spurði hún. — Já og nei. Ég er ekki með neitt laumuspil á prjónunum. — Ég held ég sé að byrja að skilja, sagði frú Lind'berg huigsi. — Það gleður mig. — Ég er að byrja að skilja hvei's vegna herra Ullman er hir.gað lípminn. Er það út af..? — Getur frúin ekki einfald- lega gleymt því að ég sé stadd- ur í Hindrunamesi? Fi'ú Lindberg hugsaði sig um. Hún hafði séð myndina marg- oft. Jafnvel nú í dag, áður en hún hjólaði af stað niður að bx-autarstöðinni. Já, hún var viss um að hún sæi hana oft. Og allt í einu mundi hún það. Bókagrindin í búðinni hennar, myndin alf höfundinum aftan á þessari þarna bók sem hún hafði selt svo mörg eintök af. Hvað hét hann nú aftur? — Maðurinn skrifar bækur, sagði hún og það var staðhæf- ing, efcki spuming. — Það getur hugsazt, sagði maðurinn. — Ég hefði víst ekki átt að taka af mér gleraugun. — Nú veit ég það, sagði frú Lindberg hárri röddu. — Peter Ullman. Þér heitið Peter Ullman. Ég hef selt heilmargar bækur eftir yður. Já, ég er bara með tóbakshúð, en það er engin bóka- búð í Hindrunarnesí og þess vegna panta ég stundum dálítið af ódýi'um bókum, einkum saka- málasögum — Það var gaman að heyra, sagði Peter Ullman og andvarp- aði. — Ég hef oft verið að velta fyrir mér, hvers konar fólk það væri sem skrifaði bækur, sagði frú Lindberg. — Það hef æg líka gert, svar- aði Peter Ullman. — En má ég biðja frúna um eitt. Segið eng- um að ég sé staddur hér í Hindrunarnesi. Ef þér lofið því skal ég koma inní búðina til yðar á morgun og sbrifa nafn- — Hex-ra Ullman er trúlega að bíöa eftir herra Lindell, sagði frú Lindberg. Peter Ullman kinkaði kolli. Hvað gat hann annað gert? Hann hafði farið til Hindrunar- ness frá Stokkhólmi til að hitta Óla Lindell, og Óli hatfði ekki getað tekið á móti honutn þegar urogskartgiipir iKORNEUUS JONSSON sk^avördostig 8 □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUÐHUSIÐ SNACK BÁR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. Síwii 24631. (grB □ DDci}[rad]o carmen með carmen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. txfÆc*?. Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. b ú ð'i n og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. p) Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. iíiíiíiiiiiíiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiíiiiíiiiiiiiiiíiiiínííiiíiiiiiiiiiiíiíiiiíííiiiiíiniiiiiiiíiíiiiiiiíiiiaiiiiíiíiiiiiiiigiiiiiíiíiiií m " r'.'f HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS BRAUT 10 * SÍMI 83570 1SSÍfHÍÍ!l!!IÍÍfÍ?SS!S!HHililHiiinHiiHUn!!lHÍÍ?ÍÍÍÍiÍ!íi!njiiHllÍ!fSISIÍÍiSiSÍSÍÍÍÍÍÍÍ!ÍIÍÍI{fiÍÍjiíSiÍÍÍiUÍtííÍ!ÍU?|ÍiÍÍÍlÍI1ÍI BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MÚTORSTILLINGAR Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L • — Laugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V AR AHLUT AÞ J ÓNUST A. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAyÉLAVERKSTÆÐI JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 . Sími 33069 HARPIC er ilMiaiifli efni sein Iireinsar salernisskíiliiia og drejinr sýkla Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.