Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.07.1970, Blaðsíða 7
Ijaugaaidiagur 18. júW 1970 — ÞJÓÐVILJTNN — SlÐA g Bylting hinna ódýru bóka Eitt af því sem hefur haft mest áhrif á samanlagrda bóka- útgáfu í hciminum er tilkoma pappírskilja — ódýrra bóka og um leið vandaðra, scm gefnar eru út í stórum upplögum. Ný- lega er látinn í London sá mað- ur sem öðrum fremur hefur verið talinn uppliafsmaður pappírskiljubyltingarinnar, AU- en Lane, stofnandi Penguin Books. ÞAÐ VAR 30. JÚLÍ árið 1935 að í verzlaniir Englands kom fyrsta sendingin af bókaflofcki eftir góða höfundia, unddr vötru- merki mörgæsarinnar og með lágu verði: sex pens bókin. Kollegum Lanes úr íorlogigjara- stétt leizt ekki á blikuna — ennþá var hoimskreppan ; full- um gangi og sízt virtist túni til tilrauna í bótoaútgáfu. Lane flokfcaði bætoumar í skáldsögur, leynilögreglusögur og ævisögur, og gaí hverjum flokki sinn kápulit. Meðal tíu fyrstu bókanna voru verk oftir Hemingway, Maurois, Dor- othy Sayers og Agöthu Christie — allt góð nöín á sínum stað, og þeirri línu fylgdi Laine síð- an. Árið 1937 tók fyrirtækið að gef,a út Pelican-flofckinn — þekktir fræðimenn storifuðu á alþýðulegan máta um vísindi sín — um líffræði, sögu, Freud- isma og hvaðeina. Smám sam- an var ekki látið við það sdtja að prenta l>egar útkomin verk upp aiítur í ódýrum útgáfum, heddur voru nýjar bækur prent- aðar beint hjá sívaxandi hópi rithöfunda til kiljuútgáfu. ÞAÐ SANNAÐIST á Englandi að óróatímar eru miklir lestrar- tímar. Pen,guin-útgáfian írarn- leiddi mikið lesrtajrefni fyrir hormenn á stríðsárunum, og þá urðu að vetruleika ýmsar huig- myndir um bótoaflokka — bamabækur. Penguin skáld, Penguin Shakespeare, Penguin New Writing, sem gaf ungum rithöfundum áður óþekktat* möguleika til úthreiðslu. Saigt er að dr. E. V. Rieu hafi not- að leiðintlogar næturvaktir i háskóla sínum á tímum loft- árásanna til þess að þýða upp á nýtt Hómerskviiður. Þýðing hans á Odysseifiskviðu, sem kom út árið 1946, seldist í milj- ón eintaka á fjórtán dögum og lagði girundvöll að ágætiri útgáfu Penguins á klassískum riburn — þar hafa t.d. íslend- ingasögur vorið að koma út fyrir skömmu. í fyma hafði fyrirtækdð gef- ið út u,m 6009 bækur, og Lane gat hiatdið þvi fram með rétti, að „næstum því hver einasli núlifandi höfundur sem máli skiptdr" ætti þar bók, jofnvel heildarsafn ritvorka. Bækur þessar höfðu selzt í meira en 300 miljónum eintaka. Mest varð salan á „Elskhuigi Lady Chatterlay" eftir D. H. Lawr- ence. Bókin leiddi til flókinna réttiarhalda, en hún soldist lítoa í fjórum miljónum eintaka. MIKIÐ AF FRAMLEIÐSLU Penguinútgáfunmar hofur selzt Allen Lane, hinn nýlátni stofnandi Penguin-útgáfunnar erilendis. Sú Hið málsins er alls ekki einföld: oft bafa útgefend- ur á smærri málsvæðum bölv- að hátt og rifið hár sitt, þegar ný kilja frá fyrirtæki Lanes hefur skotið upp kollinum fyrir tfunda hluta þess verðs, sem þedr treystu sér til að gefa sömu bók út á eigin máli. Allen Lane varð ekki fyrstúr mianna til aö gefa út bækur iTyr- ir sex pens, né heHdiur til aö gofa út góðar bætour með ódýrum hætti. En framlatg hans til miála er ekki rminna af þeim sötoum: Það er ekiki fyrr en hann tekur til starfa að bóka- markaðurinn breytist verulega, svo og útgáfuvenjur allar. Og fordæmi hans hefur haft áhrif langt út fyrir landiamæri Eng- lands, þótt ýmisiogt af því sem hann bryddaði upp á megi að- eins íramkvæma á mjög stóru málssvæði, sem tryggir sölu á stórum upplögum. Norðurlönd hafa íyrir löngu byrjað sína kiljubyltingu — oll nerna ís- land. Lane gekk ú-t frá þvú, að lesendahópuirinn gæti verið miklu stærri en sá sem hafði ráð á að kaupa bækur í venju- leguim útgáfum (sam eru dýr- ar jafnt á íslandd sem Englandi — sósíalisk ríki hafa hinsveg- ar sérstöðu í þessum efnum). Hann taldj að tíl væru mdklu fleiiri lesendiur, sem ekká þekktu enn sin vitjunartíma, og venjulegt dreifingarkerfi na>ði efcki til, og þessir lesend- ur gætu trygigit söiu jafnvel á sérhæfðustu ritum, ef þau væru í nógu aðgengilegum búningi. Hann hafði rétt fyrir sér. Og fyrirtæki hans reynd- ist það og mikil stoð, hve háar kröfur voru frá upphafi gerðar til vandaðnar vinnu við text- ann, við þýðingar, við allan frágang. ÞEKKTIR SÉRFRÆÐINGAR í „íélagsffæði bókmenn,tann,a“ eins og Raymond Williams og Richard Hogart hiafa farið viðurkenningarorðum um það fordæmi sem Penguin skap- aði. Þeir tengja það við hinn garnla draum um að sfcapa sameinaða menningu, þvert á hindranir sem tengdar eru stéttiun, mismuniandi uppruna og menntun. Geria sem minnst út mismuni á lesninigu ungra og gamalla, á nýjum bókum og sígildum, skoða ailt þetita sem samtíðarbókmenntir. STJÓRNMÁL OG FRAMÚRSTEFNA Frá æfingu lijá Gropo doce í Ilavana Fyrir nokkru sögðum við lítil- lega frá gerð pólitísfcra og áleitinna hoimildarkvdkmynda á Kúbu. Biaðið Spiegel kann írá því að sagja, að í leik- húsmálum sé einnig ýmislegt forvitnilegt að gerast á eyju Castros, þótt ekki bafi þau tíð- indd flogið eins víða og það sem gerist í kvikmyndaiheimin- um — af eðlilegum ástæðum. Berlínarbúiar hafia nú sett á svið hjá sér tvö leikrit frá Kúbu og eru bæði talin til fjar- stæðuleitohúss og leifchúss „grimmdarinnar“ — reyndar sé það algengana miklu á Kúbu sjálfri, að sjá þarlenda höf- unda draga sína lærdóma af Beckett, Arrabal og Albee en bera fram sósíalistíska bjairt- sýni. Hinsvegar er sá pólitiski leikflokkur á Kúbu sem beztur er talinn, „Leikhús þriðja heimsins" sagður fremur and- vígur slíkri þróun. René de la Cruz, sem stjórnar þessum flofcki. þar sem strangir sdðir ríkja ag drytokja, dóp og kvenhafar er útlægt, kvartar yfir því að leikhúsið á Kúbu sé „efcki orðið samgróið þjóð- félaginu". Hann bætár því við, að með- an ekiki séu til pólitóskir leik- ritahöfundar á Kúbu í orðsins fylistu merkingu, verði flokkur sinn að semja sýningarnar sjálfur. Hópurinn staðfærir efni úr ýmsum áttum, tekur fyirir aitriði úr glæpasögu bandairísku leyndiþjónustunnar CIA eða samtíðarpersónur eáns og blökkumonmaiEoringjainn Mal- oolm X, býr úr öíMiu samain á- leitnar pólitískar sýningiar, sem Fraimlhiald á 9. siðu. STAÐREYNDIR UM HUNGUR [FD©TQ[L[L Fyrir skömmu kom út bók- arkorn eftir ungan mann, sem er nú við nám í París, Ffiðrik Pál Jónsson. Ritið heitir „Hungur“, undirtitill hennar er „Það eru miannrétt- indi að fá að borða“. Það hafa aldirei verið ó- venjuleg tíðindi að ungir menn sendi frá sér bækur. E-n venjulega hafa þeir viðburðir orðið af ómótstæðilegiri (eða misskilinni) þörf fyrir að láta að sér kveða á sviði fagur- bókmennta. Friðrik Páll fer aðra leið: hann fjallar um eitt þeirra mála scm brýnast er í samtóðinni, það hiungur, sem herjar á fátækt fólk af þeirri grimmd, að fiestar styrjaldar- sögur verða smáar. Og hann gerir sig reyndar líklegan til að halda átfrarn aö skrifa fleiri rit um svipað efni. Við skulum vona að þetta sé tákn nýrra tíma: að við séum, eins og margar þjóðir aðrar, að eignast hóp ungra manna sem tekur að sér að koma á fram- færi við landa sín,a stað- reyndum um merkilega og al- varlega hluti öllum þeim, sem ekkj kjósa sér hlutskipti strútsins. Ekki verðuir Friðriki Páli Jónssyni hrósað sérstak- lega fyrir persónuleg, sérstæð tak á viðfangsefninu; hitt er jain víst að á um 60 bls. í riti hans er að finna mikinn og að öllum líkindium traust- an fróðleik um bungur, bæöi næringairefnaíræðilega skýr- ingu og þjóðíélagslega. Það er til að mynda vikið að ýmsum lífseigum fordómum, eins og hugmyndum, algengum meðal vel stæðra þjóða um „leti“ og „vaniþroska" annarra kyn- þátta, það útskýrt fyrir hverj- um, sem heyra vill, að skortur í uppvextí ræður meira um „gáfnafar" en flesitir gera sér grein íyrir. Þá er og minnzt á jafn alvarlega hluti og þá, að í ríkum löndum er bænd- um bongað fyrir að rækta ekki matvæli, að „viðskipta- kjör“ (þ.e. arörán) sem fátæk- ar þjóðir búa við fara versn- andi. Og að efnahagsaðstoð auðugra þjóða er venjulega miklu minni til snauðra þjóða en nernur tapi þeirra vegna lækkaös verðs á út- fluttium hráefnum og hœkk- aðs verðs á innflttum iðn- aðarvörum. Urjdir lokin er rætt um ýmsar tilraiunir til að skerða veldi hungursins, hjálparstofnanir ýmiskonar eins og FAO, Matvæla- ög landbún'aðarstofnun Samein- uðu þjóðanna, bent á já- kvæða og neikvæða þætti í starfi hennar. Heildarsvipur þessa ritlings er sem sagt viðfelldinn — hér er um góðviljaða fræðslustarfsemd að ræða, er gleymir ekk; heldur ábyrgð ríkra þjóða á þeirri neyð sem meirihluiti mannkyns býr við. En auðvitað geta m-argir saknað þess, að ekki sé tekið fiastar, ákveðnar á málum. Það er t.d. fróðlegt að bera bækling Friðriks Páls saman við ailllýtarlega greinargerð um „kortlagningu eymdarinnar“ etftir Albert-Paul Lentin, sem birtist í tímaritinu Tricontin- ental. 10. hefti, en það er gef- ið út á Kúbu. Friðrik Páll segir t.d. írá ráðstöfunum gegn „offram- leiðslu“ á miatvælum (bls. 49): „Sannleikurinn er sá, að landbúnaðarvörur eru ekki lengur á „frjálsum" markaði nema að litlu leyti. Framleið- endur halda m-eð scr fundi og skipta með sér maifkaðinum'‘ Lentin gengur miklu ákveðn- ar til verks, þegar hann fjallar um þessa hluti. Hann segir að helztu útflytjendur korns, Bandaríkin, Kanada, Ástralía, Argentína, Frakkland, kjósi heldur að safna auði af sí- vaxandi komsölu til þróunar- landanna (sala á heimsmark- aði nam 60 milj. smál. árið 1967 en 5 miljónum árið 1938) en hjálpa löndum þriðja heiimsins til að eflla fram- leiðslu sína. „Þau hafa sett upp sannkajlaða kommafíu tíl að hækka verðið á „heims- markaði" (Með samkomullagi frá 1. júli 1968 hækkaði með- alverð á útfluttu korni um 13%) og þar cð fimm sitærstu útflytjendurnir hafa aukið verulega hagnað sinn af þvi að selja korn til hungurlanda eru þau ánægð með að land- búnaðarfiramleiðsla jx?irra sé áfram á lágu sti'gi“. Lentin bætir því við, að Bandaríkin beri stærsta ábyrgð í þessum efnum og hafi t. d. hvað eftir annað notað umframbirgðir sínar af hveiti til pólitiskra þvingunaraðgerða gegn f á- tækum og skuldugum þjóð- um. ■^riðrik Páll minnir á það að Jl AO haifi „verið legið á hálsi ad vera ekki annað en taaki í höndum ríkra þjóða til jæss að þær gæti haft eftirlit með þróun landbúnaðar í löndum þriðja heimsins sér í bag“ (bls. 53). Lentin herðir mjög á slíkum íullyrðingum. Hann talar sér í lagi um það, að Bandaríkin ráði í raun yfir FAO að 8/10 og einnig um að tólf nýlegustu áætlanir FAO (um áramót 1969) hafi átt að koma til hagsbóta sjö ríkjum sem öll eru sérstaklega hjart- fólgin Washington — For mósu, Suður-Kóreu, Ecuador, Kólumibíu, Qhania, Túnis og Tyrklandi. „Samúð þeirra sem vel stæðir eru með þeim, sem líða neyð, kemst aldrei yfir mjög lágan þröskuld“. — Lentin. Fleiri dæmi má nefna um mismunandi áherziur í túlkun vandamála, sem ráðast sjáif- sagt af því fyrst og fremst, hvert menn hatfa trú á al- þjóðlegu hjálparstarti til lausnar vandamálum hung- urs, eða hvort menn tdja. eins og Lentin og byltingar- sinnaðir félagar hans í Tri- continental, að bezt sé að út- skýra það fyrir mönnum strax, að kapítalisminn sé ó- fær um að leysa þennan vanda, Hitt er svo annað mál, að hver sem blæbri'gðd sikoð- ana manna eru, þá er auð- velt fyrir þá að sameinast um það hve lítið er í raun og veru gert. Fjárlög FAO fyrir starisárdð 1970—71 nema að- eins röstoum 70 miljóinum dollara, segir í ,,Hungri“ Lentin bætir þvi við, að stríðið i Víetnam hafi kostað Bandiaríkin 30.000 miljónir dollara árið 1967. Og eins og einn reiknimeistari Penfcagons segir: „Það toostar 320.000 dollara að drepa einn einasta hermann Víetkong“. Á.B. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.