Þjóðviljinn - 30.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1970, Blaðsíða 4
4 SÍDA — PJÖÐVTliJMN — Fimimtudagur 30. júli 1970. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. iónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ólafur iónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Þessu verður uð breytu ■ Um þessar mundir eru liðnir þrír áratugir síðan þrjú Eystrasaltsríkjanna, Eistland, Eitháen, eða Lithaugaland eins og það er stundum kall- að, og Lettland gerðust sam bandsríki innan Sovétríkj- anna. Þessir atburðir, sem þarna gerðust fyrir 30 árum, hafa löngum verið tilefni mikilla hattirsskrifa borgara- blaða um allan heim gegn sovétstjórninni, en minna hefur farið fyrir æsingalaus- um skrifum um lönd þessi og þjóðirnar sem þau byggja. ■ Þjóðviljinn birtir í dag og næstu daga stuttar greinar frá APN-fréttastofunni um sovézku sambandslýðveldin við Eystrasalt. I dag verður getið nokkurra staðreynda um Eistland, næsta grein verður um Litháen og loks sagt frá höfuðborg Lettlands, Riga, og einkum skipulagi borgarinnar. Útsýni frá Visgorod í Tallinn, kastali og virki frá miðöldum. pyrir nokkru var greint frá því hér í Þjóðviljan- um að rafmagnsverð í Reykjavík hækkaði frá og með 1. júlí um 19%. Þetta þýðir að rafmagns- reikningur, sem var 2.500 krónur verður 2.975 og Staðreyndir um Eistland svo framvegis — enn er vegið í sama knérunn og stefnt að því með öllum verðhækkununum að undanfömu að rýra sem mest gildi þeirra kjara- bóta sem almenningur fékk í vor með harðvítugri verkfallsbaráttu. Verðhækkanir eru alvarlegt mál, sem ástæða er til þess að gagnrýna miskunnar- laust, enda hefur á því borið að vara og þjón- usta hefur hækkað umfram tilefni sem tilgreind eru almennt til verðhækkana. Hins vegar er raf- magnsverðhækkunin í Reykjavík af nokkuð sér- kennilegum toga spunnin; hún er ákveðin eftir sérstökum hlutfallsgrundvelli sem er settur sam- an úr hinum ýmsu kostnaðarliðu Reykjavíkur. Þar er tekið tillit til efnishækkana, launahækkana og síðast en ekki sízt til á orku frá Landsvirkjun, en sú hækkun vegur þyngst í þeirri hækkun sem varð á rafmagni til neytenda í Reykjavík nú um síðustu mánaða- mót. Þessi hlutfallsgrundvöllur Rafmagnsveitu Reykjavíkur er hins vegar svo haganlega gerður að hann tryggir Rafmagnsveitunni mjög stórfelld- an hagnað. Á síðasta ári skilaði Rafmagnsveita Reykjavíkur 75 miljónum króna í tekjuafgang! Heildartekjur á reksfrarreikningi Rafmagnsveit- unnar námu 366 miljónum króna, þannig að fimmti partur tekna Rafmagnsveitunnar er hreinn tekjuafgangur, gróði! Þætti sjálfsagt mörg- um gott að ge'ta lagt til hliðar fimmta part tekna sinna. Um það eru að sjálfsögðu engar deilur að fyrirtæki eins og Rafmagnsveitan verða að skila ágóða til eðlilegrar endurnýjunar í því skyni að tryggja viðunandi þjónustu borgarbúum. Hins vegar verður það að teljast í hæsta máta óeðli- legt að Rafmagnsveitan hafi rekstrartekjur sem 'tryggi henni allt að tugmiljónagróða og hækki svo rafmagnsverðið um fimmtung til þess að geta haldið þeim gróða eða grætt enn meira. Jþað er nauðsynlegt að láta það koma fram að eft- ir settum reglum heyra hækkanir á rafmagns- verðinu ekki lengur undir borgarstjórn Reykja- víkur, hækkanirnar eru sjálfkrafa eftir kostnaðar- grundvelli Rafmagnsveitunnar. Þannig hefur mikilvægt vald verið dregið úr höndum rétt kjör- inna borgarfulltrúa og valdið afhent embættis- mönnum og sjálfvirkum verðhækkunarreglum. Hér er því alvarlegt mál á ferðinni: Rekstrar- grundvölur Rafmagnsveitunnar tryggir henni ó- eðlilega mikinn gróða og lýðræðislega kjörnar stofnanir geta ekkert við því sagt. Þessu verður að breyta. —'sv. 3 EISTNESKIR TÓNUSTARMENN menn í Eistlandi 230 þúsund tonn af fiski við strendiurnar og í úthöfunum. Nú eru í landinu 518 meiri- háttar samyrkju- og ríkisbú, Að meðaltali er árleg aiukning i kjötframleiðslu 7,6 prósent, 6,8 prósent aukning í mjólkur- frarnleiðslu, 15,8 prósent aukn- ii.g í eggjaframleiðslu. Og korn- uppskeran hefiur vaxið um 39 prósent á síðastliðnum fjórum árum. Að undanfömu hefur um 160 þúsund hektara landsvæði ver- ið ræst fram. Á síðastliðnum árum hefur kaup hækkað um 43 prósent og vöruvelta auikizt um 47 prósent Frá 1966 til 1969 hafa 2,4 miljónir fermetra íbúóarhús- næðis verið byggðir í landinu og bamaheimili og skólar fyTir 15 þúsund böm. Árið 1970 verða 740 þúsund fermetrar íbúðarhúsnæðis byggðir, en það er um 50 þúsund fermetrum meira en árið 1969, Nú starfa 96 prósent allra fyrirtækja í landinu eftir nýju kerfi í áætlunargerð og efna- haigsdegri örvun. Meðallársvöxtur þjóðartekna varð 9,6 prósent á árunum 1966 til 1969, en var 7,5 prósent á árunum 1961 til 1965. Framleiðni vex nú örar en áður. Frá árinu 1964 hefur Eistland verið mesta raforkuframleiðslu- land í Sovétrfkjunum miðað við íbúafjölda og eitt af fremstu löndum heims. Árið 1970 fram- leiddi Eistland 50 sinnum meira rafmagn en árið 1940. Gustaf Ernesaks er bæði tón- skáld og frábær stjómandi. Frá árinu 1945 hefur Emesaks stjómað hinum akademísiita karlakór Eistlands, sem hann stofnaði, og er nú einn atf vin- sælustu kórum í Sovétríkjun- um. Ernesaks fæddist hinn 12 desember 1908. Tónlistarmennt- un sína hlaut hann í tónlistar- skólanum í Tallinn, en hann útskrifaðist úr honum árið 1934 Nú er Ernesaks þjóðlistamaður Sovétríkjanna og prófessor við tónlistarskölann í Tallinn, bar sem hann kennir kórstjórn. I tónskáldskap sínum hefur Ernesaks fengizt mikið við kór- lög. Einkennandi dæmi er hið ljóðræna sönglag: „Kvöld f ströndinni“ (sem samið er vir kvæði hins þekkta eistnesk-" skálds I. Smuula). >á hefur Ernesaks útsett eistnesk, ljóð- ræn þjóðlög af mikilli hug- kvæmni. 1 júlí 1946 var fyrsta ópera Ernesaks frumsýnd í Tallinn. Hún heitir „Pju!hkajarv“ og verðmæt efni em unnin úr olíu- leir. Ein miljón tonna af tilbún- um áburði er árlega fraimleidd í Eistlandi. Á árunum 1966 til 1969 óx iðnframleiðslan í landinu um 37,5 prósent miðað við árið 1965 og árlegur vöxtur var rúm átta prósent, en átti samkvæmt áætlun að verða 7,5 prósent. Á síðastliðnu ári veiddu fiski- á eyjuni Hiiumaa á fyrri hluta 19. aldar. Alþýðan, sem rís tii baráttu gegn landeigendanum, leikur aöalhlutverk í óperunni. Emesaks er höfundur nokk- urra gamanópera: „Hönd í hönd“, sem gerist í sveit í Eistlandi nú á tímum og „Brúðguminn frá Mulgimaa“. 1 óperunni „Eldskírn'1 snýr höf- undur sér að atburðum áranna 1905 til 1907. Þar er hátíðleiki harmleiksins samþættur djúp- stæðri einlægni. Sterka hliðin á tónskáldskap Ernesaks er laglínan og frábær bekking á sönglist. Lög hans em þjóðleg, en höfundur grípur bó sjaldan til þess að „vitna í“ bjóðlög. Eistneskar þjóðsögur og sagnir em óþrjótandi upp— spretta innblásturs fyrir tón- skáldið. Eistland varð sósíalískt lýð- veldi hinn 21. júlí 1940 og hinn 6. ágúst sama ár sambandsríiki í Sovétríkjunum. Eistland er 45.1 þúsund ferkm. að stærð og fbúar vom hinn 15. janúar 1970 ein miljón 357 þús. manns. f höfuðborginni, Tallin, búa 363 þúsund fbúar. Véla- og málmsmíði er helzta iðnaðargrein í Eistlandi. Fram- leiddir em rafmagnsíhreyflar, vinnuvélar, nákvæm mælitæki og vinnsluvélar fyrir olíu- vinnslu, námugröft og efnaiðn- að. f Eistlandi er mest iðnaðar- framleiðsla á hvem íbúa af öll- um sambandslýðveldunum sov- ézku. Eistland er auðugt að orku, — auk vatnsorku er mikið magn af olíuleir í landinu og er árleg vinnsla hans allt að 17 miljón tonnum. Bensín, gas, málning og sápuefni og önnur Georfr Ots. Eistneski söngvarinn Georg Ots, ■ sem sæmdur hefur verið heiðursnafnbótinni þjóðlista- maður Sovétríkjanna héfur ó- Framhald á 7. síðu. Eistneski söngvarinn Georg Ots ásamt konu sinni. fjallar um uppreisn eistnesku þjóðarinnar árið 1841, sem er þekkt undir nafninu „Stríðið í Pjulhkajarv“. Hinn 29. september 1949 var ópera hans „Stormaströnd“ fmmsýnd í Tallinn. Öperan fjallar um uppreisn fiskimanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.