Þjóðviljinn - 27.08.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.08.1970, Blaðsíða 8
0 SlÐA — ÞJÓÐVIUTNN — Fimimtudagur 27. ágúst 1970. JULIUS BARK: SEM LINDIN 33 — Ég veit ekki hvort ég á að hafa fyrir að svara þessum stað- hæfingum þínum, Peter. Þetta er alltof fáranlegt. En tökum nokk- ur atriði. Ef ég hefði í raun og veru gengið frá þessu á þennan hátt eins og þú vilt vera láta, af Iwerju fór ég þá á göngu út í skóg? Aleinn. Án þess að nokkur sæi miig og gaeti borið vitni um það? Af hverju fór ég ek'ki inn í Hindr- unames í staðinn? Og útvegaði mér fjarvistarsönnun. — Nei, Öli. Fyrst og fremst vildirðu ganga úr steugga um, að Cæsar hefði í raun og veru dáið. Og auk þess gaztu veitt þér að labba dálítið um Skóg- inn. Staðbæfa meira að segja að þú hefðir sbfnað. Þú, ein- mitt þú. Sem rithöfundur. En auk þess vildirðu endilega liggja undir grun í upþhafi! Þessvegna skrifaðirðu á blaðið. — Ég skrifaði ekkert á blað. Ég var að byrja á leynilögreglu- sögu. — Þetta var reyndar heldur ómerkdlegt bragð. Þú skrifaðir ÉG ÆTLA AÐ MYRÐA CÆSAR sagði Peter og tottaði pípuna ákaft. — Slangan í bílnum. Þegar ég fékk vott af kolsýringseitrun og ók í skurðinn. Og þegar ég tók sjáifur inn klóramíntöfluna. — Hið síðarnefnda tel ég nú ekki með, sagði Peter. — Ég var að dauða kominn. Það var mjög alvarlegt. — Nei, Óli. Þú halföir tryggt þig bak og fyrir. Þú tókst að- eins eina töÆlu og henni kyngd- irðu með sódavatui — já, þú vissir að klóramínið verkar að- eins ef mikil sýra er í magan- um, það sagðirðu sjálfur Og þú vissir að sódavatn vinnur gegn magasýmnni. Auk þess gættirðu þess að Strömpóli væri viðstadd- ur til öryggis. Til þess að hann gaeti hringt á hjálp. Þetta hefur áreiðanlega verið óþægilegt, ekki skal ég draga það í efa, en á graifarbafckanum varstu ekki. Og þú náðir tilætluðum árangri: hylkið með klóramín- töflunum kom í leitirnar. Vegna þess að Lísbet dröslaöi Cæsari út að tjöminni hafði þér ekki til þess að lögreglan héldi að morðinginn hefði skrittað það. í þeim tilgangi, að gmnur félli fremur á þig. Ekki annað en smó ledkbragð. Þú varst aiveg ömggur — í fyllingu tímans mynduð þið koma upp um sekt Adrian, þú og Mimd. , Óli ypptí öxlum. — Þú mótt halda það sem þé sýnist, Peter, sagði hann. — Þú virðist geta gert hvítt að svörtu. Og ég dáist raunar að þér! Þú ert að getfa mér lexíu í hugsanagangi glæpasagnahöf- unda. En einu hefurðu gleymt! Er ekki svo? Mikilvægu at- riði. Óli hélt á skörungnum, lék sér að honum dálitla stund. Hann brosti til Peters. __ Er það ekki rétt, Peter? Ég varð fyrir tveim morðtilraun- um í viðbót. — Tveimur? — Já, tveimur. __ Ég veit aðeins um eitt, tekizt fyrr að láta lögregluna finna hylkið á eðlilegan hótt. Og auk þess hafði þessi heima- tilbúna morðtiiraun annað gott í för með sér: Bemhardsson fékk tækifæri til að egna fyrir Adri- an. Með því að segja að þú værir dáinn. Því að Bemhards- son trúði þér — eftir þennan atburð. Þú várðst sýkn sáka f augum hans — og um leið lagði hann snöru fyrir Adrian Kling- felt. Þetta var skynsamlega út- reiknað, Óli. Svo skynsamlega að áformið tókst. Hjá ykkur Mimi. Ólí spratt uppúr sófanum og fleygði frá sér skörungnum í arininn. Öskumökkur þyi-laðist upp. — Það var þá víst ég sem kom fyrir slöngunni láka! hróp- aði hann og hadlaði sér fram á borðið. — Það var víst ég líka! Peter sat hinn ródegasti og horfði á hann. — Nei, sagði hann. — Adri- an kom slöngunni fyrir. I ör- væntingu sinni þegar honum varð ljóst að það var Cæsar sem hafði tekið klóramíntöiflu í þinn stað. Og þá varðstu hrædd- ur. Logandi hræddur. Þá varð þér ljóst að Adrian var til alis vis. Að þú varst í raun og veru í lífsihættu. — Þalkka þér, fyrir, sagði Öli hæðnislega. — Þér tókst. ekiki að afskræma þetta. Óli hafði róaat og nú settist hann aftur í sófann. Hann sýnd- ist næstum ánægður. — En það var líka eftir þetta atvik með slönguna sem þú gerð- ir þér ljóet að þú máttir til með að finna upp á einhverju. Og þá undirbjóstu þetta litla at- riði, sem ég minntist á áðan — þegar þú tókst inn klóramín- töfluna. Og allt heppnaðist full- komlega. Adrian Klingfelt var tekinn fastur fyrir morðtilræði við þig — og fyrir það að Cæs- ar hafði dáið af misgáningi. Jó, Óli. Ef ég ætti að skrifa sög- una, myndi ég skrifa hana þann- ig. Óli saup á glasinu. Hann brosti og var allsendis rólegur. — Ég öfunda þig af hugmynda- fluginu, Peter, sagði hann — En af ég segi nú að ma'n út- gáfa sé hin rétta? Hin sanna. Og þetta sé etoki annað en í- myndun hjá þér? Peter sló úr pípunni oghreins- aði hana með pípuhreinsara. — Þá yrdi ég að segja þig ljúga, Óli, sagði hann loks. — Það getur verið álitamál hvor okkur lýgur, sagðj Óli og brosti. — En þú gleymir þvi að málið er þegar afgreitt. Dómur hefur verið kveðinn upp — Það er ekki víst að ailt hafi komið fram. Ymislegt smá- legt í frásögn þinni til dæmis. Óli hreyfði sig ekki. — Þú lýstir því mjög greini- lega hvernig Cæsar leit út, þar sem hann lá þarna við bláa skápinn. Er það ekki, Óli? Að flibbinrt var fráhnepptur og slifsið hálf- laust og dálítill slefupollur hefði lekið úr munnviki hans. — Það var Lísbet sem sagði mér þetta. Ég gerði ekki annað en endurtaka orð hennar Það vottaði fyrir taugaóstyrk í rödd Óla. — Þú sagðir það, já. En ég trúi því eikki. Þegar Lísbet fann Cæsar hér í stofunni, varð hún oifsahrædd, frávita af skelfingu. Ég held að hún hafi ekki tekið eftir slíkum smámunum. Og jafnvel þótt hún hefði gert það, efast ég um að hún hefði sagt þér frá því. Nei, Óli. Þegar þú minntist á þetta, þá gizkaði ég einmitt á að þú hefðir farið til baka og gægzt inn um glugg- ann. Áður en þú fórst í göngu- ferðdma inm í skóginn. Þú vissir á hverju þú áttir von. Þú varst rólcgur og hafðir auga fyrir smá- atriðum. Því miður erum við rit- höfundar þannig gerðir, Óli. Stundum sjáum við of mikið. Við gelfum gaum að öllu. Óli reyndi að segja eitthvað, en Peter stöðvaði hann. — Og svo er annað. Óli: Kvöld- ið eftir lát Cæsars tókstu inn tvær höfuðverkjartöflur áður en þú fórst að sofa, eða svp sagð- irðy, .mér. En svo sagðirðu við Bernhardsson í sambandi við þína éigin eitrun, að þú hefðir ékki tgkið inn töflur ,í lapggfl tíma. Þú komst í mótsögn við sjálfan þig. — Mig hefur trúlega rang- minnt — Nei. Þú hefur átt tvöhylki. óli. Eitt með ósviknum, hættu- lausum töflum, — annað með klóramíninu hans Adrians. Ef gengið er út frá smáatriðum: að þú hafir séð Cæsar látinn í hjá- leiigunni áður en þú fannst hann í tjöminni, og að þú halfir átt tvö töflulhylki, já, þá stendur kennimgin mín þýsna vel heima. — Huigarburður. Engar sann- anir. — Það er til óræk sönnun, sagði Peter. Umlhverfislýsingam- ar sem þú leyfðir mór að lesa. Sem þú sagðist hafa skrifað þegar þú sazt undir eikinni, ein- mitt í þessari göngu. Ég trúi ekki á þær! Það kom spurningarsvipur á Óla. — Á það að vera einhver sönnun? — Já. Eitt atriðd í þessum lýsingum þínum sannar að það er óhugsandi að þú hafir setið úti og skrifað það sem fyrir augum bar. Eitt af því sem þar kemur fram, hefði ómögulega getað átt sér stað þann daig. — AUt sem stendur í vasa- bókinni hef ég séð með eigin augum — Það efa ég ekki, en ekki þennan dag, ekki á þessari göngu, sagði Peter. — Veiztu ekkj hvenær elgirnir eðla sig? — Auðvitað á vorin, sagði Óli gremjulega. — Eins og öll önn- ur dýr. — Nei, á haustin, sagði Pet- er. — Elgirnir eru undantekning; það hefirðu átt að athuga. Óli hvíldi andlitið í höndum sér. Peter settist í stóUnn; nú var þögnin býsna djúp — Hittirðu Mimi? spurði Pet- er varfæmislega. Óli sat kyrr og hélt grönnum höndunum fyrir andiitinu. — Nei. Rödd hans var fram- andleg. Síðan leit hann upp. Peter mætti biturlegu au.gnaráði hans; vonbrigðunum sem honum hafði áður tekizt að leyna. — Þér skjátlaðist um eitt, sagði hann lágri röddu. — Mimi elskaði mig ekki. Ég var aðeins verkfærið í höndum hennar. Á eftir þurfti hún ekki lengur á mér að halda. Hún fékk skilnað og átti gildabankainnstæðu. Adr- ian hafði skrifað töluvert á hennar nafn. Peter kinkaði kolli. Hann lét Óla halda áfram. — Hún hataði hann svö mik- ið að hún vildd ekki láta sér nægja að koma upp um fjársvik hans. Hún vildi koma honum undir lás og slá. — Hvefs vegna? ■— Ég veit það ekki. Ég hélt þaö ‘ væri af því að hún élskaði mig. Vindurinn blístraði við hús- hliðina. Það glitti í tunglið gegrt- um glutggann, daufgrátt og hálf- hulið þunnu skýi. Ef til vill var snjókoma í nánd. — Ég hefði viljað að sann- leikurinn væri allur annar, sagði Peter. — Og nú? — Nú fömm við í rúrnið, sagði Peter. Hann reis á fætur, gekk til Óla og lagði höndina á öxl honum. — Og á morgun? ÓU leit upp til hans. — Við látum hverjum degi nægja sína þjáningu. ENDIR. @ntinental ONNUMST ALLAR VIÐGERÐIR Á DRÁTTARVÉLA HJÓLBÖRÐUM Sjóðum einnig í stóra hjólbarða af jarðvinnslutækjum SENDUM UM ALLT LAND GUMMIVINNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 HARPIC er ilmandi efni sem hreinsar salernisskálina og drepur sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLT HITAVEITUKERFI HILMAR J. H. LÚTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. MÓTORSTILLINGAR HJOIASTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR LátiS stilla í tíma. n.m n Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur O.L. — Laugavegi 71 — sími 20141. Frá Raznoexport, U.S.S.R. Aog B gæðaflokkar MarsTradingCompanyhf Laugaveg 103 stmi 1 73 73 Volkswageneigendur Höfum fyrfrUggjandi BRETTl - HURÐIR — VÉLALOR og GEYMSLULOK á Volksrvagen i allflestum titum - Skiptum á einum degj með dagsfyrirvara fyrir ákveðið veo-ð - REYNIÐ VIDSKIPTIN Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholtí 25 — Sími 19099 os 20988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.