Þjóðviljinn - 08.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVmiNN — Þriöjudagiur 8. Beptamlber 1OT0. — MáTgagn sósíaTTsma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Otgefandb Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Bitstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson SigurSur GuSmundsson Fréttaritstjóri: SigurSur V, FrlSþjófsson Ritstj.fulitrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Ölafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiSsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — AskriftarverS kr. 165.00 á mánuSi. — LausasöluverS kr. 10.00. Sjálfan sig selur enginn nema með tapi Jjað vakti almenna furðu þegar Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, ri'fstjófri Morgunblaðsins, lýsti í sjónvarpsþætti í vor þeirri draumsjón sinni að næstu árin risu hér á landi ein tuttugu erlend iðju- ver, jafngild álbræðslunni í Straumi. Samt var þessi málflutningur hans ekki neinir einstaklings- órar, heldur opinber stefna ríkisstjómarinnar og ekki sízt þeirra onanna sem nú ráða Sjálfstæðis- flokknum. Þannig hefur Morgunblaðið að undan- förnu haft uppi miklar bollaleggingar um það að íslendingum beri umfram allt að leggja fjármagn og vinnuafl í nýjar stórvirkjanir — þar á meðal er ræft um einhverja stærstu virkjun á jarðríki! — og eftirláta orkuna erlendum auðfélögum. Jslendingar hafa nú þegar fengið reynslu af því- líkum samningum. Staðreyndir hafa sannað að samningamir við álbræðsluna í Straumsvík eru svo óhagkvæmir, að því fer imjög fjarri að eðli- legur arður fáist af fjárfestingunni í Búrfellsvirkj- un, heldur verður að jafna metin með stöðúgri hækkun á raforku þeirri sem landsmenn nota sjálfir. Áframhald á slíkum viðskiptum __ myndi gera vatnsorku okkar að gróðalind erlendra auð- félaga sem flytja arðinn mestmegnis úr landi. Jafnframt myndi einbeiting að slíkum fram- kvæmdum gerbreyta efnahagskerfinu; í stað þess að íslendingar réðu atvinnuvegum sínum sjálfir myndu erlend stórfyrirtæki öðlast æ meiri völd, efnahagsleg og síðar stjómmálaleg. Ef draumsjón- ir Morgunblaðsritstjórans rættust yrði ísland fyrst og fremst selstaða erlendra auðfélaga; lands- menn réðu ekki atvinnuvegum sínum sjálfir nema að óverulegu leyti, heldur yrðu þeir að beygja hagsmuni sína undir ákvarðanir erlendra gróða- manna. Jslendinga hefur lengi dreymt um þau auðæfi sem þeir ættu í afli fossa og hvera. Sú orka onun hins vegar verða þjóðinni að litlu efnahagslegu gagni ef hún verður aðeins seld útlendingum við lágmarksverði; orkan hefur fyrst og fremst gildi sem forsenda íslenzkrar iðnvæðingar. Við höfum aðeins stigið fyrstu skrefin á því sviði, en sú nauð- syn er orðin mjög brýn að stórefla iðnvæðinguna. Vafalaust geta íslendingar haft gagn af margs- konar samvinnu við útlendinga viðaðkomauppnú- tímalegum iðnaðarfyrirtækjum, en þá samvinnu ber ævinlega að meta í samræmi við íslenzka hags- imuni og hafa það sem ófrávíkjanlega meginreglu að íslendingar haldi úrslitayfirráðum yfir atvinnu- lífi sínu. Slík þjóðleg stefna kann vissulega að verða örðugri um skeið en sú einfalda aðferð að bjóða erlendum fyrirtækjum að hagnýta auðlind- ir okkar, en hvorki einstaklingar né þjóðir ná nokkrum árangri án þess að vinna fyrir honum. Verði hins vegar fylgt leiðbeiningum Eyjólfs Konráðs Jónssonar og félaga hans mun um síðir ásannast sú alkunna regla að sjálfan sig selur eng- inn nema með tapi. — m. íslandsmótið 1. deild: ÍA — Fram 2:0 Skagamenn halda sínu stríki En Fram er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilínn □ Með tapínu fyrir Skagamönnum sl. laugar- dag, er Fram endanlega úr leik um íslandsmeist- aratitilinn og einungis ÍBK og ÍA eiga nú orðið möguleika á honuim. Skagamenn hafa nú 2ja stiga forskot fram yfir ÍBK, en hafa leikið einum leik mejra, og getur þetta forskot orðið dýrmætt fyr- ir þá í endasprettinum. Leikur lA og Fram s.l. Biaiug- ardaig var fremur slakur og ón efa sá íaikasti seim ÍA-liðið hef- uir leikið á Akranesii í sumar, og hað var heppið að hljóta bæði sitigin í leiknuim. Þetta er í fyrsta sinn sem Slcagaimenn vinna Fram hér á Akranesi i rnörg ár og getur verið að edn-^- hver hjátrú um að j>að myndi ekki taikast nú fremur en endra- nær ha£i validið því hve silakan lejk tA-liðið átti; í það minnsta Jék liðið margfalt undir gietu. Fram átti öilllu mieina í leiku- um framian af fyrri hálfleík, en ÍA-vörnin með Þröst Stefáns- son sem bezta maimn stóð a£ sér allar sóknarfotur Fram, t>ó að oft mtunaði ekiká miklu að skor- að yrði, Það leit út sem fyrri hálfleikur ætlaði að verða marldaus, en áhonfendum til mi'kils léttis sá Guöjón Guð- mundsson meö aðstoð Þorbergs markvarðar Fram um að svo Varð ekki. Þegar um það bil 5 mínútur voru eftir af hálfleiknum átti Guðjón hörkuskot að marki, sem Þorbereur hálfvarði, en boltinn hrökk í brjóst eins varnarmanns Fram og þaðan í markið og staðan var því 1:0 í lcikhléi. : Það er vissulega hvetjandi fyrir lið að fá miairki svona rétt fyrfr leikhlé, enda sást það á leik ÍA-liðsdns í síðari hálfledk, , sem var ööliu betri en sá fyrri hjá ÍA-liðirau, erada jafn niður- drepandi fyrir Fram að £á hetta sjáJfemark ó sig. Bæði liðin áttu nú ágætar sóknarfotur og fyrir Skag'amienn bar edn sllík áraragur á 25. miínútu. Eyleifur skoraði glæsilegt mark eftir að ÍA-framlínan hafði prjónað sig mjög fallega í gegnpm Fram-vömina og þar með má segja að hann hafi innsiglað sigurinn við mjög mikil fagnaðarlæti áhorfenda, sem voru allt annað en vissir um að eitt mark dygði til sig- urs. Eins og að frarnan segirhefði jafnteEIi verið sanngjömustu úr- sllitin mdðað við giang leiksins og má segja að þetta sé fyrsti heppnissdgur IA í siumiar, en óiheppið hefúr liðið veirið í nokkrum leikjum. Leikurinn var aldred vel leiikinn og einkennd- ist af taugaspennu, enda mjög þýðingarmikill, ednkum fyrir Skaigamenn. Skaigamenn gera sér nú góð- ar vonir um IsJandsmeisitara- titilinn, enda hefur lið þedrra ekkd verið betrn sJl. 10 ár, en einmitt 10 ár eru liðin síðan þeir urðn síðasit Islandsmeist- arar. Vömin stóð sig mjög ved í 'þessum leik, einltoum og sér í lagi Þröstur Stefánsson, sem leik eftir leik stendur edns og klettur uppúr vöminni og á honum brotnaði hver sóknarfota Fram á fætur annairri. Þá áttu þeir Teitur og Guðjlón báðir mjög góðan leik, en aðrir léku undir getu. Fram er með þessu tapi end- aniega úr sögumni í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn að þessu sinni. Xiðið lék ágætlega þennan leik og bezti maðurþess var Marteinn Gedrsson máðwörð- ur, eins var Baldur Scheving, vinstri bafevörður, mjög góður í sinni stöðu. FramMnan var daruf og vantar hana tilfinnan- lega beáttan sóknarmann til að rífa hana upp. Dómari var Valur Benedikfe- son og stóð sig ekki ved. Hann var bæðd ósamfevæmiur sjálfum sér og eins slleppti hann aug- ijósum brotum. Eins voru línu- veröirnir illa á verði og of mákll- ir áhorfendur leiksins. Bj.H./S.dór. U-landskeppnin í frjálsíþróttum: Bjarni Stefánsson sigraoi í öllum spretthlaupunum Og árangur íslenzka landsliðsins betri en við var búizt Arangur unglingalandsliðsins I frjálsíþróttum I landskeppn- ínni við Dani, sem fram fór sl. sunnudag í Danmörku, var mun betri en menn þorðu að vona fyrir fram. Danir unnu að vísu, en aðeins með 9 stiga mun eða 59 stigum gegn 50, Arangur Bjama Stefánssonar hins bráð- efnilega spretthlaupara vakti hvað mesta athygli enda frábær. Hann sigraði I öllum sprett- hlaupunum og var langt á undan mótherjum sinum. Annars varð árangur ísdenzku piltanna sem hér segir. Bjami sdgraðd í 100 m hlaupi á 10.8 sek., í 200 m hlaupi á 22.0 sek. og í 400 m hlaupi á 49.3 sek. Borgþór Magnússon sigraði bæði í 110 m og 400 m grindahi.aupi og setti bæði drengjamet og ungliragamet í báðum grednun- um. Tímd hans í 110 m grinda- hlaupi var 15.1 sek. og hnekkti hann þar 15 ára gömlu meti Péturs Rögnvaldssonair og í 400 m hlaupinu hnekkti hann 21. árs göttnlu mieti Sigiurðar Bjöms- sonar er hann ihljlóp á 55.9 sek. Þessir tímar sýna hvíldkt hlaiup- araefni er þama á ferðinni. Friðrife Þór Öskarsson sigr- aði í laragsitökfei á nýju drengja- meti, sitökk 6.99 m en hann varð 2. í þrístökfci, stökk 14.14 m. Guðmundur Sigfússon sigr- aði í kúluvarpi, kastaði 13.39 m en varð 2. í kringlufcasti, kastaðd 34.65 m. Það skai tekið fram að notast var við kastá- höJd fyrir funiorðna. Sigfús Jónsson varð á eftir Dananum bæði í 1500 m. og 3000 m hlaupi. I 1500 m. hlaup- inu hljóp Sigfús á 4:06,9, en í 3000 m. hlaupinu hljóp hann á 9:19,6 mín. Sigvaldi Júlíusson varð einnig að láta í minni pofcann fyrir Dananum í 800 m. hlaupi á 1:58,2 mán. Ágúst Ásgeirsson tapaðj í 2000 m. hindrunarhlaupi á 6:30,2 en þetta er nýtt imgliragamet, þar sem aldrei hefur verið keppt í þessari grein fyrr af Islendingi. Elías Sveinsson gekk ekki heill til skógar í þessari keppni, íslandsmótið 1. deild: Valur — ÍBA 2:2 Valur slapp ekki úr fall- hættunni með jafnteflinu En það gerðu Akureyringar aftur á móti Enda þótt Valur næði 2ja marka fomstu í leiknum gegn ÍBA á Akureyri s. 1. sunnudag, dugði það ekki til sigurs og urðu Valsmenn að láta sér nægja jafnteflið, 2:2. þar sem Valur hlaut aðcins edtt stig úr þessum Icilc, cr liðið ekki enn úr fallhættu, því aö það hefur aðcins hlotið 10 stig, en aftur á móti er ÍBA-Iiðið sloppið yfir markið með 11 stig. Leikurinn á Akureyri var jafn og noktouð vel leikinn, enda skilyrði til knattepyrnu- keppni eins góð og framast mega verða, logn og hlýtt. Eins og áður segdr náði Vadur 2ja marka forustu í fyrrl hálfleik. Ingvar Elísson skoraði fyrra markið á 15. rnínútu eftir að hafa leikið á Samúel Jóhanns- son markvörð ÍBA, og Alex- ander Jónsson skoraði síðara markið með skotl af stuttu færi og gerðist þetta á 40. mínútu. Hermann Gunnarsson laigaði síðan stöðuna fyrjr ÍBA á síð- ustu sskúndum fyrri hálfleiks með ágætu marki, skoruðu af stuttu færi. I síðari hálffleik drógu Vals- menn sig í vöm og ætluðu að reyna að halda fengnu forskoti, en það tókst þeim ekki, því að á 25. mínútu skoraði Kári Ámason jöfnunarmarkið fyrir IBA. Stuttu áður hafði Sfcúli Ágústsson átt sknt í stöng og munaði því ekki miklu að Ak- ureyringum tækist að krækja í bæði stigin. Annare var síðari hálfieikurinn jafn og nokkrum sinnum munaði ekki nema hársbreidd að Valsmönnum teekist að skora. Sem fyrr báru þeir Jóhannes Eðvaldsson og Sigurður Dags- son a£ i Vals-liðinu, en þessir tveir menn hafa i undanförnum leikjum verið máttarstoðir liðs- ins. Helgi Björgvinsson hafði það vandasama hlutverk að gæta Hermanns Gunnarssonar og gerði það vel. Kári Ámason og Þormóður Einareson voru beztir Akureyr- iraganna en einnig átti Skúli Ágústssom góðan leik. Her- rraanns var vel gætt eins og áður segir og hefur svo verið í hverjum einasta leik sem ÍBA- liðið hefur leikið í sumar, að sérstaku-r maður er hafður til að elta hann. Dórnari var Hal-ldór B Haf- liðason. Bjarni Stefánsson sigraði í 100, 200 og 400 m hlaupi í lands- keppninni við Dani og var langt á undan sínum keppi- nautum. en varð þrátt fyrir það að keppa í fjórum greinum. Hann varð á eftir dönsku keppend- unum í hástökki. stökk 1.80., í sleggjukasti með 37,58 m. í spjótkasti með 53,90 m og í stangaretökki stökk 3,20 m. Alls settu íslenzku keppénd- umir 7 met í keppninni, 4 drengjamet og 3 unglingamet. Þessi fyreta uraglingalands- keppni íslendinga í frjálsíþrótt- um varð íslenzku keppendunum til sóma og þeir sýndu að við áettum ekki að þurfa að kvíða framtíðinni í frjálsfþróttum — S.dór. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.