Þjóðviljinn - 13.09.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiINN — Summdiaigur 13. septemlber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — i ■ • Útgefandt: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórli EiSur Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður GuSmundsson Fréttaritstjórl: SigurSur V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur lónsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. Komast ekki hjá ábyrgð ^lþýðublaðið og Tíminn hnotabítast nú daglega vegna þeirra hrikalegu verðhækkana á land- búnaðarafurðum sem koma til framkvæmda um þessar mundir. Reynir hvort blað að firra sinn flokk ábyrgð, en kenna hinum um;. hins vegar eru bæði blöðin sammála um ábyrgð Sjálfstæðis- flokksins. Bæði hafa blöðin rétt fyrir sér í gagn- kvæmum ásökunum sínum, en ekki þegar þau reyna hvort fyrir sig að katra flokka sína. það er vissulega rétt hjá Alþýðublaðinu að það blað og forsprakkar Alþýðuflokksins hafa marg- sinnis gagnrýnt í orði stefnuna í landbúnaðarmál- um, stundum af takmörkuðum skilningi og lít- illi vinsemd í garð bænda. En orðin ein skipta litlu máli. í meira en áratug hefur Alþýðuflokkur- inn borið ábyrgð á landstjórninni ásamt Sjálf- stæðisflokknuim, þar á meðal stefnunni í landbún- aðarmálum. Allar tillögur um ráðstafanir í land- búnaðarmálum hafa verið fluttar á þingi af ríkis- stjórninni í heild, og þær hafa verið samþykktar af öllum þingmönnum Alþýðuflokksins. Alþýðu- flokhurinn ber í verki fulla ábyrgð á útflutningi landbúnaðarvara og útflutningsuppbótum, á hrika- legum verðhækkunum og offramleiðslu, á smjör- fjalli og ostadyngju. Það stoðar ekkert fyrir Al- þýðublaðið að segja að þingmennimir hafi í hjarta sínu verið andvígir þeim athöfnum sem þeir fram- kvæmdu þó. Á þessu sviði sem öðrum em það verkin sem tala. jþað er einnig rétt hjá Tímanum að Framsóknar- flokkurinn hefur verið iðinn við að flytja til- lögur um landbúnaðarmál á þingi. I þessum til- lögum hefur þó ekki verið fólgin nein ný stefna, frábmgðin viðreisnarstefnunni í meginatriðum, heldur hafa Framsóknarmenn elt Ingólf Jónsson og reynt að komast fram úr honum með yfirboð- um. Þeir hafa verið ósparir á að bjóða bændum upp á fögur orð og flírulæti, án þess að kanna vandamálin af raunsæi. Því getur Framsókn ekki heldur umflúið ábyrgðina af þeirri sjálfheldu sem blasir nú í senn við bændum og neytendum. Ekki kaupgjaldið því er nú mjög haldið fram af ríkisstjórninni að hátt kaupgjald, m.a. af völdum vísitölubóta, sé að gera útflutningsatvinnuvegi okkar ósam- keppnisfæra. Þetta umtal um hátt kaupgjald á íslandi er þó fjarri öllum sanni. í Danmörku, þar sem einnig er verðtrygging launa, sýna nýjustu skýrslur að kaup faglærðra verkamanna er um þessar mundir 155-334 krónur íslenzkar um tím- ann, og er þá eftirvinnukaup ekki meðreiknað. Því ættu íslenzkir útflutningsatvinnuvegir kaup- gjaldsins vegna að vera mjög vel samkeppnisfær- ir við danska. Sé um vanda að ræða hlýtur hann að stafa af öðrum ástæðum. — m. Hamingjuóskir til Þjóðviljans. — Högg- myndir eftir forsetafrúna. — Konur og skattar. Fyrsta bréf Bæjarpóstsins í dag er komið alla leið frá Svíþjóð, og enda þótt bréf- ritari hdrði ekki uan, að geta um nafn og heimilisfang, sem þó er florsenda fyiir því, að Bæjarpósturinn taki biréf til birteingar, kamn hann elkki við að stinga þessu undir stól, þvl að höfundi er mikið niðri fyrir. 1 annan stað vetour H.J. aithygli á kostu- legri kiausu úr Politiken og XXX rekur lestina með greinarkornd um skattamál kvenna. Kæri bæjarpóstur! Mig langar til að óska Þjóðviljanum til hamingju. Oft hefur betta málgagn ís- lenzkra sósíalista staðið sig með sóma, en aldrei eins og nú. Oft hefur fróðleikur þess um heimsástandið verið frá- bær, en aldrei eins upplýs- andi og síðustu vitour. Ég á við þáttinn „Sín ögnin af hverju". Ef hann fær að halda áfram, ég tala nú ekki um ef hann veröur daglegur við- burður, þá er ég þess full- viss að bráðum kemur betri tíð, landsmenn allir munu á skömmum tíma skilja eðli kapítalismans og heimsvalda- stefnunnar til fulls, grfpa til sinna ráða, steypa rikisstjórn- inni og taka óskiptir tii við uppbyggingu sósíalismans. Ég sit og bíð og hlakka til. Sunnudaginn 30. ágúst mátti t.d. lesa afbragðsklausu um „hina iillkynjuðu storknunair- veiki eða hæmofili". Reyndar gleymdlst alveg að geta þess, hvað margir deyja úr þessum sjúkdómi í vanþróuðum lönd- um og hversvegna fleiri deyja úr honum þar en í ríkaheim- inum, en hvaða máli skiptir það, þegar lesa má að þessi sjúkdómur hafi á sínum tíma verið „landlægur í konungs- fjöiskyldum Evrópu‘‘. Aum- ingja fölkið! Og ékki er ástandið betra nú: þó læknar hafi fundið ráð til að halda sjúkdómnum í skefjum, þá er samt „næstyngsti sonur Elísa- betar Bretadrottningar, And- rew, sem er 10 ára gamall, haldinn af hionum“. Efcki trúi ég öðru en íslenzkur verka- lýður móttaki. þessar upplýs- ingar með þakkllæti. Fátt er eins afhjúpandi fyrir órétt- lætið í veröldinni og einmitt þetta. Ég vona að Þjóðviljinn láti nú ekki hér við sitja, heldur hvetji íslenzka aliþýðu til að hefja fjársöfnun handa howum Andrew litla, fyrst hann fékk þennan hræðilega sjúkdóm, eirin allra barna. Bkki skal standa á ndkkrum krónum úr pyngju minni. Og þá var ekki ónýtt að heyra eitthvað af fólki i Suður-Afríku, því landi þar sem flarið er með svertingja edns og skepnur. Og hvað var nærtækara en eyðslusemi hjartaskurðlæknisins Christ- ian Bamard, sem er á góðri leið með að gera olíukónginn, tengdaföður sinn, gjaldlþrota? Það eru ekki bara blökkumenn sem lifa í eymd, olíukóngur- inn Fritz Zoellner á ekki fyrir salti útí grautdnn. Allt að kenna óráðsáumni í hon- um Qrristian. Vonandi að Þjóðviljinn telji ekiki eftir sér að hafa frumkvæði að samskotum handa vesalings Fritz. En miestur fengur var að fréttinni um samdrátt ítalska leikarans Marcello Mastroi- annis og Dunaway þeirrar som lék í Bonnie og Clyde. Ég er höfundi þáttarins — hvaða snilldarandi sem það kann að vera — hjartanlega sammála: ekkert er eins örv- andi fyrir sósíalska vitund Islendimga og ástamál leikara. Ekkert. Sam sagfc til hamingiju! Hittuimst svo heólir í bylt- ingiunni, Kári. Bæjarpóstur: Við Islendingar erum ofltar en ekki flurðu slegnir yfir því, hvemig ýmsar aiugllrjósar staðreyndir gieta skcdazt til, þegar erlendir blaðamenn skriía um eitthvað sem land okkar varðar, og skiptir þá persónuleg velvild eða ill- gimi þeirra ekki höfuðmáli. En þó tetour steininn úr, þeg- ar stórblað í landi, þar sem menn þekkja bezt til okkar, hefiur í framimá' léttúð eins og þá, sem nú skal bent á. 3. september birtist svo- felld . klausa í þætti þeim í Kaupmannahafnarblaðánu Politiken, sem nefnist Dag til dag: „Asta Nielsen, stjama þöglu kvikmyndanna verður „gyðja gæfunnar“ á laugairdag þegar efnt verður til happdrættis um sex eða sjö listaverik á listáverkasýningunni Den Nordiske. FYjrseti Islands, Kr. Eldjám, sem kom til Kaupmannaihafn- ar í gær, veröur væntanlega gestur sýningarinnar, en kona hans, Ólöf Pálsdóttir, tekur þátt í henni, og sýnir þar sex höggmyndir.“ H.J. í „Velvakanda“ — þaetti Morgunblaðsins 4. sept. er af einhverri „G. Ö.“ rætt um sjónvarpsþátt þann, er þau ræddust við Vilborg D&g- bjartsdóttir og Kristján Sig- unðsson. Etoki mun ég blanda mér í umræður um þann þátt, því ég heyrði hann ekki né sá. En eitt atriði í „Velvak- anda“-bréfi „G. Ó.“ finnst mér gefa ástæðu tdl umræðna: „G. Ö.“ segir: „Einstæðar mæður hafa hingað til gengið út í atvinnullífið jafnt á við karlmenn, til aö berjast fyrir sér og bömum síniúm. Það væri ástæða fyrir konur að berjast fyrir því, að einstæðar mæður fengju fnádnátt til bálís á stoattiim sinn, eins og við giftu bonumar fáum, ef við höfum tekjur.“ (Lbr. mín XXX). Þama veður VG.Ó.“ reyk. Gift kona fær engan frádrátt á skatt sinn, þó hún hafi tekj- ur, gift kona fær engan skatt. Hún er sem skattþegn ekki tll. Þar er hún réttlaus. Maður hennar fær tekjur þær sem hún vinnur fyrir utan heimilis stoattlfrjálsar að hálflu. Gagnvart skattalöggjöf- inni nálgast ednlhleypa könan (ekki einstæðingsmóðirin) það, að hafa sarna rétt cg karl- maðurinn, mótsett við giftu konuna, sem þar hefur engan rétt. Svo lítils er hún metin gagnvart skattalögum, að vinna hennar utan heimilis telst manni hennar etoki skattskyld nema til hálfs. Svo lítilsigld hefur barátta „kvenfrelsiskvenna" verið fyr- ir rétti konunnar (ég vona, að rauðsokkur falli þar ekki í sömu gryfju) að þær telja stórsigiur unninn með því réttindaalfsali, sem felst í lögunum um skattfrelsi edg- inmanna á hálfum tekjum konu sinnar, unnum utan heimilis. Um rétt einstæðingsmæðra gagnvart skattalöggjöf og flleiri lögum væri þörf að skrifa rætoilega, þó það verði ekki gert hér. Enda er þar um svo stórt og margþætt mál, að ræða, að því verður etoki gerð skil í einni stuttri blaða- grein. XXX y Væri sæmra að veita aðstoi Sjúkrabúðir í síðustu kólerufarsótt í Evrópu Undanfarnar vitour hafa borizt fregndr af kólerufarsótt og hafa Vesiturlandaibúar máög reynt að verja sig, þótt þeim sitafi reynd- ar litil hætta af þessari sótt, því a’ð hún getur ekki breiðzt út meðal þjóða, þar sem hreinlæti er á háu stigi. Heilbrigðisstofn- un Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að Vesturlandabúum sé sæmra að veita aðstoð til þess aið vinna bug á fátæktinni, sem er aðalorsök þessarar farsóttar, heldiur en reyna einungis að bjarga eigin skinni. Tilraunir Vesturlandabúa til að verja sig hafa hingað til einungis leitt til þess a’ð lönd í Áfríku og Asíu eru tregari til þess en ella að viðurkénna að menn hiafi sýkzt þar af kóleru. Hægt er að vinna bug á þessari farsótt með hreinlæti og læknisaðstoð, B ’ Bóíusetning gegn kóleru en það kostar taisvert fé, og; hinar „auðugri þjóðir“ hafa haft meiri áhuga á Því að setja þau* lönd, þar sem kólera er landiæg í sóttkvi, heldur en að veita þeim aðstoð vi'ð að út- rýma sjúkdómnum. Fuiitráar ÆFR á sambandsþingi JFF í okt. Á aðalfundi ÆFR á fimmtu- dagskvöldið voru kosnir full- trúar á sambandsþing ÆF sem haldið verður uppúr mánaða- mótum. Einnig voru samþykkt- ar lagabreytingar. Sem aðalfulltrúar voru kosn- ir: Ágúst Péturssbn, Ámi Sveinsson, Amiþór Einarsson, Ása Ölafsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Bima þóröardóttir, Eyjólfur Emilsson, Friðrik Kjarrval, Gestur Ólafsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Har- aldur S. Blöndal, Kristín Bene- diktsdóttir, Kristján Linnet, Leifur Jóelsson, Magnús Þor- grímsson, Páll Halldórsson, Rafn Guðmundsson, Ragnar Ragnarsson, Ragnar Stefánsson, Rannveig Haraldsdóttir, Rúnar Björgvinsson, Sigurður Þórðar- son, Slgvaldi Ásgeirsson, Sól- Vedg Hauksdóttir, Tómas Ein- arsson, Tryggvi Þór Aðalsteins- son, Vernharður Linnet, Þuríð- ur Stephensen, öm Friðriksson, Öm Ólafsson. Þá voru kjörnir 15 varafulltirúar: 1. Ursúla Sönnenfeld, 2. Bjami Guð- björnsson, 3 Sigurjón Tryggva- son, 4. Sæmundur Hafsteinsson, 5. Jóhann Þórhallsson, 6. Jón Válur Jensson, 7. Jón Stefáns- son, 8. Eyjólflur Halldórsson, 9 örn Elíasson, 10. Guðrún Mar- grét Guðjónsdóttir, 11. Franz A. Gíslasun, 12. Gísli Már Gíslason, 13 Benedikt Hjartar- son, 14. Eiríkur Brynjólfsson, 15. Þorsteinn Marelsson. Á aðalfundinum var gengið frá endanlegri lagalegri stað- festingu þeirrar endurskipu- lagningar félagsdeildarinnar, sem hafin var í sumar. Voru numin úr gildi ákvæði um félagsráðstefnur og aðalfund. Æðsta úrskurðarvald í félags- deildinni verður nú allsherjar- fundur stn’-fsbóna. en allsherj- Framhald á 9. síðu *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.