Þjóðviljinn - 19.09.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.09.1970, Blaðsíða 2
2 SlDA — ÞJ<M>VliIJniKrN — iÆiugairdaöuir 19. septemlber 1970. Reykjavíkurmótinu í handknattleik frestað: Sum félögin hafa ekkert getað æft enn vegna húsnæðisskorts G Sá fáheyrði atburður hefur gerzt að Reykja- víkurmótinu í handknattleik hefur verið frestað vegna þess að meirihluti félaganna, er þátt 'taka í mótinu, hafa ekkert húsnæði fengið til æfinga og félögin treysta sér því ekki í keppnina. Auk þess sem Þróttur hefur til athugunar að taka alls ekki þátt í mótinu, þar sem félagið sér ekki fram á að það fái húsnæði til æfinga í haus't. Margt hefur verið rætt og rit- að um hið attgera slnnuleysi borgaryfirvalda í garð fþrótta- hreyfdngarininiar, en nú finnst flestum keyra usm þverbak, þeg- ar svo er komið að fþróttafé- Knattspyrnu- menn heiðraðir Knattspyrnuráð Rvíkur heiðraði leikmenn 5. 4. 3. og 2. ílokks í knattspymu, er voru í Reykjavíkurúrvalinu Á íþróttáhátíð ISÍ í sumar, í samsæti er haldið var pilt- unum til heiðurs. Þar af- henti Einar Björnsson, for- maður KRR, hinum ungu leikmönnum leíkmanna- merkí KRR og boðið var uppá súkkuíaði og rjóma- kökur. AIIs voru það 80 leik 'menn, sem heiðraðir voru og ríkti mikíl ánægja í röð- um hinna ungu Icikmanna í boðinu, enda ekki á hverj- um degi sem þessum ungu piltum" er sýndur svona heiður. lögin geta ekki fengið húsnæði til æfinga og fresta verður R- víkurmeistaramótinu í hand- knattleik þess vegna. Þarna er þó uim að raeða þá íþróttagrein, sem við Isflendingar stöndurn hvað bezt að vígi í á heims- mælikvarða þrátt fyrir þennan aðbúnað. Aðeins tvö félög hafa edgið húsnæði til að æfa í, en það eru KR og Valur. Hin félogin hafa undanfarin ár ýmist æft í fþróttahúsinu að Hálogalandi, sam nú er búið að rífa án þess að nokkurt an,nað kæmi í stað- inn, eða þá í íþróttahúsum stoóí- amna, en þau opna ekki fyrr en skólarnir byrja eða uim þessar mundir. Það er yfirlýst stefna ráðainanna í Reykiarvík að leysa húsnæðisleysi íþróttafélagamna með því að samrænia byggimgu íþróttahúsa fyrir skólana og í- þróttafélögin. Flestuim hefur þótt þetta góð lausn, en hún er lít- ils virði ef félögin eru útilokuð frá íþróttahúsuim skolanna allt sumarið og fyrst á haustin, en það er ednimitt sá tími sem handknattleiksmenn stunda sinn undirbúndng fyrir komandi keppnistímabH. Þvi rnlður hefur ekkert heyrzt í handknattleiksforustunni vegna þessa máls, en að s.iálfsögðu er það hún sem á að hafa fbrustu uin að þessuni rnóluim verði kippt í Oag og þá fyrst og fremst HKRR en frá því hefur ekkert heyrzt um máHið og hlýtur stjórn ráðsins að hafa verið þetta Ijóst fyrr en nú að ósk kemur frá félögunum uim frest- un á mótinu vegna húsnæðds- leysis til æfinga. Hvers vegna gerði HKRR ekkert í því að leysa húsnæðisvandræði félag- anna með því að fá íþrióittahús skólanna opnuð fyrr þar sem búið var að rífa Hálogaland? Vissi stjórn HSl ekkért uni þetta mál? Þetba eru spuming- ar setm verður að fá svar við. Eða teilur stjórn HKRR að þessi vandi félaganjia hafd ekki verið eins mikiQil og þau vilja vera láta og hversvegna var þá R- víkunmiótinu frestað? S.dór. 1. deildarkeppnin um helgina: Islandsmótinu að Ijúka ¦ f dag og á morgun fara fram þrír leikir í 1. deild ís- landsmótsins í knattspyrnu og mætast í dag KR og Fram á Melavellinum og ÍA og ÍBV í Vestmanmaeyjum. Á morg- un loika svo Valur og Víkingur á Melavellinum. Að þess- um leikjum loknu'm er aðeins einum leik ólokig í 1. déild, en það er leikur Vals og ÍBK. og hann tók til orða. Báðir hin- ir leikirnir, Fram — KR og Vakir — Víkingur, verða án efa jafinir og skeirwmtilegir þar eð ghmuskjálftinn vegina falls eða sigurs er farinn úr mönn- um. — S.dór. litil spenna er í kringum þessa lediki, þar eð miótinu er raunveruleiga lokið með sigri ÍA og falli Víkángs. En þó er eitt ---------------------------------------------------«, »3 iBiiiimii Ó- heilindi Morguinblaðið birör 1 gær mikið viðtal við leiötoga sdnn Jóhann Hafstedn í tdlefni þess að hann fer senn að kweðja dómsmáiaíráðuneytið. 1 viðtaUnu skyggnist hann um á þessu verksviði sínu og honum fer líkt og öðrum leiðtoga; hann „leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott." En manna- skiptin í ráðuneyti þessu eru ekki eina tilefni viðtalsins. Und- ir lokiin spyr blaðaimaðurinn: „Fyrir nokkru var saimþykikt ályktun hjá Alþýðuflokks- mönnum á Norðurlandi eystra, þar sem því var haldið fram, að meðferð dómsmála í landinu væri „þióðarskömm". Hvað viljið þér segja um þá álykt- un?" Og ráðherrann svarar: „Ég hef fátt eitt um sla'ka ályktun að segja, engar skýr- ingar' hafa verið gefnar á henni. Ég hef í þessu viðtali aðeins farið fljótt yfir sögu og stikilað á stóru, en ég vona, að þeir góðu Alþýðuflokks- menn, sem að þessari sam- þykkt stóðu, gefi sér tíma til að lesa það sér till huggunar." Svo sem sjá má hefur Jóhann Hafstein nú fellt nið- ur þau hva/tskeytislegu heim- delMnigsviðbrögð sem hon- um voru lengi töm og iðkar í staðinn milt og umburðar- lynt orðalag hins ljúfa lands- föður. En er slík mildl ekki næsta óviðeigandi í þessu til- viki? E>eir sem ályktunina gerðu í Norðurlandskjördæmi eystra voru engir ómerkingar, heldur trúnaðarmenn úr öðr- um stjórnarfiokknum. Á fundinum var Bragi Sigur- jónsson, einn af þingmönn- um Alþýðuflofciksins. Á fund- inuim var einnig Gylfi Þ. Gístoson, formaður Alþýðu- flokksins og nánasti sam- verkamaður Jóhanns Haf- steins í ríkisstiárninni. Báðir þessir leíðtogar lðgðu blessun sfna yfir allar samþykktir kjördæmisþingsins; sumdr telja meira að segja að Gylfi Þ. Gíslason hafi sjálfur orðað samþykktina um þjóðar- skömmina. Er það ekki til marks um siðferðilega spill- ingu, - ef ráðherrarnir láta samþykkja botnlausar svívirð- ingar hver um annan í flokk- um sínum, en þykjast síðan vera elsku vinir þegar þeir hittast í stjórnarráðinu? Væri það ekki ótökt hreinlegra og drengilegra ef Gylfi Þ. Gísla- son rökstyddi opinberlega dom sinn um þjóðarskömm Jóhanns Hafsteins, en hlnn síðarnefndi svaraði síðan full- um hálsi eins og hann teldi sig hafa rök til? — Austri. atriði, sem þarf að útMjá, en hefur ekki sikipt máli fyrr, það er annað sætið í mótinu. Með þeirri siamlþykkt stjórnar KSÍ, að það lið er verður í 2. sæti í ísdaindsmótinu. skuli fá rétt til þátttöku í Evrópukeppni kaup- stefnuborga, verður þetta sæti ailllit í einu mijög mdfcilvæg'.. Sem stendur eru Keflvíkingar í 2. sæti, en bæði Fraim og KR, sem leika í dag, geta imeð því að sdgra í leikinum náð Keflvíking- um að stiguim, en hinsvegar edga Keflvíkingair möguleikia á 1!) stigum með því að sigra Val í síðasta leik mótsins. Ef KeiQ- víkingar tapa fyrir Val og ann- aðhivort Fram eða KR ná þeiim að stigulm verður að öMum lik- indum að Heifca aufcaJedk, vegna þess að marffatala hefur ekki verið látin gilda í 1. deild hing- að til, ef stig eru jölfln. Hvemig þessdr leikir fara er ómögulegt að spá um. Þó verð- ur að áætla Qð IBV verði ekki Þnándur f Götu hinna nýböik- uðu Islandsmeistara. Einn leik- manna ÍA sagði að hann hlakk- aði til að fá að leika ein,n leik í deílddnni „afslappaður" eins ®- Hanna Aðal- steinsdóttir sigraði í kvenna- keppni GR Nýlega er lökið keppni kvenna hjá Golfklúbbi Reykjavikur. Leiknar voru 12 holur og varð hlutskörpust Hanna Aðalsteins- dóttir með 69 högg nettó (98-f-29). I öðru sæti varð Ólöf Gedrsdóttir með 72 högg nettó (98-^29). I dag, lauigardaginn 19. sept., hefst hjá G.R. keppmi eldri flokka og nýliðakeppni. 1 ný- liðaikeppninni hafa þeir félagar þátttökurétt sem verið hafa í Múbbnum í tvö ár eða skernur, hvort sem þeim hefur verið reiknuð forgjöf eða ekki, og munu þeir leiika af fremri teig- um. Báðir þessir leikir hefjast í dag kl. 13.30. Á morgun verður háð for- gjafarkeppni hjá fullorðnum, konum og körlum, og hefst sú keppni kl. 14.00. Bítlaháríð hannaí? Eins og áour hefur verið greint frá í Þjóðviljanum, cr ákveðið að íslenzka unglinga- Iandsliðið í knattspyrnu (18 ára og yngri) taki þátt í Evr- ópiimeistarakcppni unglinga nú í haust. LandSliðshópurinn faefur þegar verið vailinn og menn geta sjálfsagt gert sér í hugarlund, að í þcssum hópi eru margir hárprúðir menn, þegar hafður er í huga aldur leikmanna. Nú mun unglinga- nefnd KSl hafa í huga að fyr- irskipa þcim leikmönnum, er í liðið vel.iasí, að snyrta hár sitt áður en haldið verður utan til keppni. Hve langt unglinga- nefndin ætlar að ganga í þessu efni er ekki vitað, en alla vega mun hún þó ætla að koma í veg fyrir, að hópurinn liti út eins og stúlkur um hárið. Ekki skal lagður dómur á það hér, hvort nefndin er að gera rétt eða rangt. Hinsvegar er óhætt að fullyrða, að mót- staðan verður mikil í hópnum gegn þessari ákvörðun, ef af henni verður. Að því leyti er hægt að vera samimála ung- linganefndinni í þcssu máli, að skemmtilegra er að sjá leik- menn þannig útlits, að maður sé öruggur um að ekki sé um kvennalið að ræða. — S.dór Reykjavíkurmótinu í handknattleik hefur verið frestað vegna þess að handknattleiksmenn í Reykjavík hafa ekki húsnæði til að æfa í. Myndin hér að ofan er úr leik í íþróttahúsinu í Laug- ardal en þar hafa handknattleiksmenn ekki getað «ft að und- anförnu sökum þess að þar hafa staðið yfir kaupstefnur og sýningar. I. DEILD Melavöllur kl. 14. í dag, laugardaginn 19. september, leika-> - Fram — KR Mótanefnd. Utboö Tilboð ósikast í standsetningu hluta lóðar við Fells- múla 14-22. í verkinu er innifalin undirbygging bílastæða, malbikun, steyptar stéttir o.fl. Útboðsgagna má vitja á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f., Ármúla 4, frá mánudegi 21. sept. kl. 13,00 og tilboðum sé skilað á sama stað fyrir kl. 11,00 miðvikudaginn 30. sept. — Skilatrygging er 1.000,00 kr. Auglýsing um sveinspróf. Sveinspróf í löggiltum iðngreinum (haustpróf) fara fram í október og nóvember 1970. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa námstíma og burtfararprófi frá iðnskóla. Enn- fremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sem eiga ininna en 2 mánuði eftir af námstíma sínum þegar próf fer fram, enda hafi' þeir lokið burtfararprófi frá iðnskóla. Umsóknum ber að skila til formanns hlutaðeig- andi prófnefndar fyrir 10. október n.k., ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi. Skrá um formenn prófnefndar liggur frammi í skrifstofu iðnfræðsluráðs svo og hjá iðnfulltrúum og á bæjarfógeta- og sýsluskrifstofum. Athygli er vakin á því, að sveinspróf mega aðeins fara fram á auglýstum tíma. Reykjavík, 18. sept. 1970. Iðnfræðsluráð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.