Þjóðviljinn - 24.09.1970, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.09.1970, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐ'VULJHNN — Ptentntaidlagiar 24. sapteunibec 1070. Félag fjórtán hreppa: Festir kuup á þrem slökkvibitreiðum í Skagaf/arðarsýslu Á &1. áiri var stofnað Bruna- varrLafólag Skagafjairðarsýsilu, og standa að þvi öll 14 hrepps- félög sýslunnar Svo sem nafn félagsdns bendir til er tilgangur þess að kom>a á sem fullkomn- ustum bruniavömum í Skaga- fjarðarsýslu og aiQa í því sikyni naiuðsynlegra tækja. Hefir félag- ið nú í samráði við brunavama- eftirlit rikisins keypt þrjár slökkviliðsbifreiðir og látið útbúa þser fullkomnum slökkvitasikjum. Stærsta og öflugasta bifreiðin er Intematicmal slökkvibifreið, og mun hún verða höfð á Sauð- árfcróki, þar sem aðalsetur bruna- vamanna verður Hinar tvær bifreiðamar eru yfirbyggðir Rússajeppar, og verður önnur þeirra höfð á Hofsósi og hin í Varmahlíð. Til greina kemur að hafa einhver léttari brunavama- tæki í Haganesvík í Fljótum og e. t. v. víðar í sýslunni. Stofnkostnaður við að koma upp þessum brunavamatækjum nemur rúmum þrem miljónum króna. Hafa Brunabótafélag Is- lands og Sairmnnutryggingar lánað samtals tvær miljónir króna til tækjakaupa þessara með hagstæðum kjörwm gegn ábyrgð sýslusjóðs Skagaffjarðar- sýslu Jafnframt vedta sömu fé- lög 15% afslátt af iðgjöldum sikyldutryggðra húseigna í hlut- aðeigandj hreppum. Innkaupa- stofnun ríkisins hefir annazt inn- kaup á brunavamatækjum þeim, sem hér um ræðir. Vélsmiðjan Logi á Sauðárkróki hefir annazt lagfæringu á bifreiðunum og að setja á þær ýmis nauðsynleg tæki, eftir að þær komu hingað á staðinn. Samkvæmt sérstöku samkomu- lagj tefcur slökkviliðsstjórinn á Sauðárkróki Guðbrandur Frí- mannsson að sér yfirstjóm brunavamanna í Skagafjarðar- sýslu og hefir til taks í þessu skyni hluta af slökkviliði Sauð- árkróks. Jaffnframt verða sveitir manna í hreppunum þjálfaðar til brunavamastarfa. Stjórn Brunavamafélags Skagafjarðar- sýslu skipa nú þeir Jóhann Sal- berg Guðmundsson sýslumaður, Sauðárkróki, Þorsteinn Hjálmars- son póst- og símastjóri, Hofsósi, og Bjami Halldórsson bóndi, Uppsölum. Með kossi Pátt er ógeðfelldara 1 sam- bandi við átökin innan Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæð- isflokksins en rógburðurinn og illmælgin sem móta valda- baráttuna. Sú skipulega iðja getur haft mjög háskaleg áhrif á affstöðu landsmanna til stjómmála almennt. Vammlausit og heiðarlegt fólk vffl að vonum forðast að komast í þvílíkan félagsskap: mönnum finnst þeir óhreinka sig með þvi að koma nálægt átökum af slífcu tagi. Þetta ástand getur komið í veg fyrir það að ýmsir þeir menn, sem mestur fengur væri að. geS kost á sér til stjómmálastarfa og magnað það viðhorf al- mennings að þjóðmálastarf- semi sé óþverraiðja og engum sæmandi nema persónulegum valdastreitumönnum og frama- gosum. Þurfa þó alþingi og ríkisstjóm sannarlega á því að halda að viðíhorf lands- manna þróist í allt aðra átt. Bakhliðin á rógburði og ill- mælgi er tvöfeldni og hrassni. Glöggt dæmi um það birtist í Tímanum í gær. Þar sfcriifar Tómas Karlsson, þriðji mað- urinn í prófkjðrinu, lofgerðar- klausu um fylgi Einars Ágústs- sonar og Þórarins Þórarins- sonar. Segir hann að í próf- kjörinu hafi þeir hlotið „mik- ið og almennt traust. Einar Ágústssbn var kosinn á 97,4% gildra atkvæðaseðla og Þórar- inn Þórarinsson á 91,1% gildra seðla. Þetta er óvenjulega al- mennur stuðningur og sýnir svo vel sem frekast er unnt hve mikið traust Framsóknar- menn í Reykjavfk hafa á þingmönnum sínum, þeim Þórami Þórarinssyni og Ein- ari Ágústssyni". Þessar reikn- ingskúnstir Tómasar standast engan veginn. Aðeins tvö eftstu sætin á lista Framsóknar- flofkiksins geta veitt vonir um þingmennskú. 1 þessi tvö efstu sæti fékfc Einar Agústs- son 90,4% gildra atkvæða, og vissulega er það há atfcvæða- tala. Þórarinn Þórarinsson féfck hins vegar aðeins 71,6% atkvæða í þessi tvö sæti — nærri 30 af bundraði vildu alls efcki hafa hann á þingi. Þessi andstaða er svo öflug að hún getur ekki staffað aff öðru en skipulögðum mót- blæstri; það hafa verið sam- antekin ráð hjá tilteknum hópi manna að veikja stöðu Þórarins Þórarinssonar í Framsóknarflofcknum. Um þetta veit Tómas Karls- son að sjálfsögðu flestum mönnum befur. Framganga hans í prófkjörinu beindist ekki sízt gegn Þóramd Þórar- inssjmi. Það geffur auga leið að menn sem vilja búa til álítlegan framnboðslista láta sér ekki til hugar koma að láta ritstjóra elta ritstjóra í effstu sætunum. Með hama- gangi sfnum var Tómas Karls- son fyrst og fremst að graía undan Þórami, kollega sínum; þeir sem studdu Tómas höfn- uðu um leið Þórami. Hamagangur Tómasar Karls- sonar bar hins vegar ekki bann árangur sem hann gerði sér vonir um. 1 þrjú efstu sæti listans fékk hann aðeins 41,7% gildra atkvæða; miklu meira en helmingur þátttak- enda var andvígur því að Tómas væri í þriðja sætinu. Á meðan svo er ástatt er sjálfsagt að koma sér vel við þá sem hærri eru með blíð- mælum og sfcjalli. Síðan koma ný tækiifæri. — Austri. Námskeið í eðlis- og efna- fræði haldið á Hallormsstað Frá kennaranámskeiðinu að Hallormsstað. Þátttakendur sitja, en leiðbeinendur standa, Örn Helgason lengst til hægri á myndinni. (Ljósm. sibl.). Hallormsstað. — I siðustu viku var effnt til námskciðs á vegum Skólararannsókna í effna- og cðlisfræði fyrir kennara á Aust- urlandi. 15 kennarar sóttu nám- skeiðið, sem haldið var í Barna- og unglingaskólanum hér á Hallormsstað. Þetta var eitt af sjö nám- skeiðum, sem Skólarannsóknir effna til vegna breytinga sem nú taka gildi á námsskrá eðlis- Nýtt verð hefur verið á- kveðið á rækju og hörpudisk Yfimefnd Verðlagsráð sjávar- útvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á rækju frá 1. september 1970 til 31. ágúst 1971 og hörpudiski frá 1. október 1970 til 31. ágúst 1971. Rækja, óskelflett í vinnslu- hæfu ástandi: Stór rækja, 220 stk. í kg. eða færri (4.55 gr. hver rækja eða stærri), hvert kg. kr. 15.80 Smá rækja, 221 stk. eða fleiri, hvert kg. kr. 13.75 Hörpudiskur, f vinnsluhæfu ástandi, 7 cm a hæð og yfir, hvert kg. kr. 7.00 Verðið er miðað við að seljandi skili rækju eða hörpudiski á flutningstæki við hlið veiðiskíps. Fulltrúum í Verðlagsráði er heámilt að segja upp lágmarks- verði á rækju og/eða hörpudiski fjrir þann 15. desember 1970, og gildir þá lágmarksverðið til 31. desember 1970. Verðákvörðun rækjunnar var gerð með atkvæðum oddamanns og fullltrúa kaupenda í nefnd- inni gegn aifcvæðum fulltrúa seljenda. I yfimefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri sem var oddamaður nefndarinn- ar, Ámi Benediktsson frkv^tj. Rvík. og Marías Þ. Guðmunds- son, frkv.stj., ísafirði, af hálfu kaupenda og Kristjún Ragnars- son, frkv.stj., Rvik og Tryggvi Hélgason form. Sjómannafélags Afcureyrar af hálfú seljenda. og efnafræði bama- og ungl- ingaskólanna. Þessi breyting þýðir, að nú hefflst kennsla í þessum greinum 2 árum fyrr en áður hefur tíðkazt í lang- flestum skólum dreifbýlisins og að aufci verður nú stuðst við nýjar kennsluhandbækur. öm Hélgason lektor, náms- stjóri í eðlis- og efnafræði, hef- ur sMpuiagt námskeið þessi og stjómað, en á þeim hefur verið farið yfir námsefni 11—13 ára bama í þessum greinum. Tvö námskeiðanna sjö voru haldin í Reykjavík, en hin í Leirár- sveit, Núpi í Dýrafirði, Hall- ormsstað, Akureyri og Selfossi. Er ætlunin að fylgja nám- skeiðum þessum nokikuð efftir í vetur með sjónvarpskennslu Dg mun nú þegar vera búið að ganga frá slíkum þáttum. Þeir sem kenndu hér á Hall- ormsstað voru Loftur Magnús- son og Ólafur Guðmundsson, en þeir hafa unnið með Emi Helgasyní að undirbúningi námsefnisins og gerð kennslu- handbókanna Námskeiðið á Hallormsstað var haldið í samvinnu við stjóm Kennarasambands Aust- urlands, en formaður þess er Kristján Ingólfsson, kennari á Hallormsstað. — sibi. Ráðstefna biblíu- félaga haldin í Vínarborg Á mánudag hóffst ráðstefna Biblíutfélags Evrópu í Vínar- borg og lýkur henni á föstu- daginn. Er fulltrúi fslands á ráðstefnunni sr. Jónas Gíslason, sem á sæti í stjórn Hins ísl. bibltfuifélags. Ráðsteffnan mun einbedta sér að þvi' að marfca steffnu í út- gáfumálum biblíuffélaga nassta áratoginn. Er í því skyni fyrir- hugað að framleiða kvikmynd til að glæða áhuga manna á boðskap Biblíunnar. Kjörprð ráðsteffnunnar er: „Biblían í veröld framtíðarinnar“;- Vinnur ráðstefnan í hópum til að kom- ast að niðurstöðum um þetta efni, eins og segir í fréttatil- kynningu sem blaðinu hefur borizt. Ætla evrópsku biblíu- félöigin að breyta um aðferð, svo að dreifing Biblíunnar verði ekfci eingöngu í höndum sér- hæffðra manna, heldur taki allir kristnir menn einhvem þátt í henni. Þáttt-akendur í ráðsteffnunni eru 70, frá 25 löndum. Nýjar skýringar við Lestrarbók Rfkisútgáfa námsbófca hefur nýlega gefið út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu Skýringair við lestrairbók hamda gagn- fræðaskóium, IV. hefti. Höf- undar eru Ámi Þórðarson. Bjami Vilhjálmss-on. oig Gunnar Guðmundssion. f hefti þessu er reynt aðskýra þau orð og orðasaimibönd, seim talið er vaffasamt, að umglingar skilji og sums staðar sfcotið inn stuttum greinum til að tengja efnisþráð og auðvéldia skilning á lesköfflunum. Þá er einni-g í heftinu fjöldi teikninga til að skýra merk- ingu þeirra orða, seim óhaept er að skýra rnieð orðum einum. Enn fremur eru stuttar grei.nar um hvem þeirra höfunda, sem verfc eiga i IV. liefti Lesbófcar, ásamt myndium aff þeim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.