Þjóðviljinn - 03.11.1970, Side 10
10 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 3. nóvemlber 1970.
Harper Lee:
Að granda
söngfugli
7
Ungfrú Carólína stirðnaði upp,
svo tók hún í hnakkadrambið
á mér og dró mig upp að
kennaraborðinu.
— Nú er ég næstum búin að
fá nóg áf þér, Jean Louise, sagði
hún. — Þú hefur dæmalaust ó-
heppileg áhrif hér í bekknum.
Eéttu fram höndina!
Ég hélt hún ætlaði að spýta
í hana, því að fólkið í Maycomb
rétti bara fram höndina til þess:
Það var gamall og héfðbundinn
siður að takast í hendur að
loknum samningi. Mér var ekiki
vel Ijóst hvers konar samning
við tvær áttum að gera, og ég
leit um öxl til að aðgaeta, hvort
hinir krakkamir gætu ef til vill
upplýst það, en þau horfðu á
mig hikandi og ringluð. Ungfrú
Carólína tók reglustiku sína,
dan-glaði svo sem tíu sinnum í
höndina á mér og sagði að ég
ætti að fara í skammatorákinn.
Bak við mig kvað við sannkall-
aður tröllahlátur, þegar nemend-
unum varð loksins ljóst, að ung-
frú Carólina hafði verið að refsa
mér.
ffUo&ae
EFNI
fs/ SMÁVÖRUR
\ TÍZKUHNAPPAR
HÁRGREIÐSLAN
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu og Dódó
.augav. 188 in. hæð (Iyfta)
Simi 24-6-16.
Perma
Hárgreiðslfu- og snyrtistofa
G-arðastræti 21 SÍMl 33-9-68.
Þegar ungfrú Carólína hótaði
hinum sömu meðferð, skelltu þau
uppúr aftur og linntu ekki lát-
unum fyrr en ungfrú Blount
birtist í dyrunum, dimm. og
skuggaleg. Ungfrú Bount var
fædd og uppalin í Maycomb og
ennþá ókunnug leyndardómum
desímalkerfisins, og nú studdi
hún höndum á mjaðmir og sagði
hvössum rómi:
— Bf ég heyri nokkurn hóvaða
frá yktou-r framar, þá er mér að
mæta! Ungfrú Caróiína, ég verð
að segja yður, að sjötti bekkur
getur ekki einbeitt huganum að
flatarmálsfræðinni, í öllum þess-
um hávaða frá yður.
Dvöl mín í s-kammarkróknum
varð ekki löng. Klukkan hringdi
og bjargaði ungfrú Carólínu, sem
stóð og horfði á nemendur
streyma út á leið í matinn.
Ég fór síðust út og sá að hún
lét fallast niður í stóli-nn við
kennaraborðið og huldi andlitið í
höndum sér. Ef hún hefði verið
ögn mildari við mig, hefði ég
vorkennt henni. Hún var svo
ljómandi nett og snotur.
3
Ég fleigði mér yfir Waltðr
Cunningham úti í skólaportinu
og ég hafði næstum nautn af að
taka hann til meðferðar, en ein-
mitt þegar ég var að reka nefið
á honurn niður í sandinn, birt-
ist Jemmi og sagði mér að hætta
þessum látum.
— Þú ert stærri en hann, sagði
hann.
— Hann er næstum eins gam-
all og þú, sagði ég. — Og það
var honum að kenna að ég hafði
óheppileg á'hrif.
— Svona, slepptu honum nú,
Skjáta. Hvað kom eiginlega fyr-
ir?
— Hann var ekki með neitt
nesti, sagði ég og úts-kýrði síðan
hvernig mér hafði verið blandað
inn í næringarvandamál Walters.
Walter var staðinn upp og stóð
nú grafkyrr og hlustaði á okkur
UNGUNGAR OSKAST
til sendiferða hálfan eða allan daginn.
Þurfa að hafa hjól.
DMIIINN
Volkswageneigendur
Höfum fyrirliggjandi BRETTI —• HUKÐXR — VÉLALOK
og GEYMSLTJLOK á Volkswagen i allflestum Iitum. —
Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið
verð. — REYNIÐ VIÐSKIRTIN.
Bílasprautmi Garðars Sigmundssonar.
Skipholti 25. — Simi 19099 og 20988.
Jemrna. Litlu hnefarnir hans
voru krepptir til hálfs, eins og
hann vænti nýrrar árásar. Ég
hjólaði í hann til að reyna að
reka hann burt, en Jem þreif
til mín. Svo stóð hann stundar-
kprn og horfði fhugandi á Walter
áður en hann spurði:
— Ert þú sonur Walters
Cunningham frá Oid Sarum?
Walter kinkaði kolli. Hann leit
út eins og hann hefði aldrei
fengið neitt að borða nema fisk:
augu-n í honum sem voru alveg
eins blá og augun í Dill, voru
fljótandi og hvarmamir rauðir;
andiitið var litlaust að undan-
skildum nefbroddinum sem var
rauður og rakur. Hann var að
fikta við axlaböndin sín, fitlaði
við málmspennumar. Allt í einu
brosti Jem breitt framan í hann:
— Komdu bara heim með okk-
ur að borða, Walter, sagði hann:
— Þér er það velkomið.
I fyrstu ljómaði andlitið á
Walter, en svo dimmdi aftur yfir
svip hans. Jem sagði: — Pabbi
okkar er vinur pabba þíns. Og
hún Skjáta þarna, hún er bara
svo vitla-us — hún ætlar ekkert
í slag við þig aftur.
— Ég mundi nú ekki vera of
viss um það í þínum sporum, en
á hinn bóginn gekk ört á mat-
arhiéið og ég sagði: — Ég skal
lóta þig í f-riði, Walter. Finnst
þér góðar vaxbaunir? Hún Kalla
okkar heima býr til voða góðan
mat.
Walter stóð bara eins og áður
og beit á vörina. Við Jem gáf-
umst upp og við vorum næstum
komin að Radleyhúsinu, þegar
við heyrðum Walter hrópa fyrir
aftan okkur:
— Hæ, bíðið þið. ég er að
koma!
Þegar Walter náði Pkkur, byrj-
aði Jem að spjalla við hann í
bróðemi.
— Þarna inni á hei-ma draugur,
sagði hann alúðlega og benti á
Radleyhúsið. — Hefurðu nokk-
urn tíma heyrt um hann, Walter?
— Það er nú líkast til, sagði
Walter. — Ég var næstum dauð-
ur fyrsta árið í skólanum, af því
að ég át valhneturnar — fólk
segir að hann hafi sett í þær
eitur og óþverra og -fleygit þeim
inn fyrir girðinguna.
Jem virtist ekki sérlega hrædd-
ur við Boo Radley, þegar við
Walter vorum honum samferða.
Það lá næstum við að hann
gortaði:
— Ég hef einu sinni komið
alveg upp að húsinu, sagði hann
við Walter.
— Þá ætti nú að vera óþarfi
að taka á rás í hvert skipti sem
maður fer framhjá húsinu, sagði
ég sakleysislega við sumarskýin
sem liðum um himininn fyrir
ofan okkur.
— Hver tekur á rás, litla
skræfa?
— Það gerir þú, þegar enginn
er með þér, og víst!
Þegar við vorum komin að
útitröppunum okkar, var Walter
búinn að steingleyma því að
hann var af Cunninghamfólk-
inu. Jem skauzt fram í eldhúsið
og bað Calpumíu að setja auka-
disk á borðið — við værum með
gest í matinn. Atticus heilsaði.
Walter og þeir hófu samræður,
sem hvoruigt okkar Jems gat
botnað í.
— Ástæðan til þess að ég
kemst aldrei lengra en í fyrsta
bekto, herra Finch, er sú að ég
verð að hjálpa pabba í bómull-
inni allt vprið, en einn af torökk-
unum heima er bráðum orðinn
nógu stór til að taka við.
— Borguðuð þið bá skeffu
af kartöflum fyrir hann? spurði
ég full af áhuga, en tók þá eftir
því að Atticus hristi höfuðið að-
varandi.
Meðan Walter hrúgaði á disk-
inn sinn, töluðu hann og Attieus
saman eins og tveir fiullorðnir
menn — okku-r Jem til ólýsan-
legrar undrunar. Atticus lét
móðan mása um landbúnaðar-
vandamálin, þegar Walter trufl-
aði ræðu hans til að spyrja,
hvort til myndi vera síróp í hús-
inu. Atticus kallaði á Calpurníu,
sem birtist eftir andartak með
sírópsfötuna. Síðan stóð hún og
beið meðan Walter fékk sér af
réttunum: hann jós sírópi á
grænmetið sitt, hellti því yfir
kjötið; hann hefði sennilega fyllt
mjólkurglasið sitt af því líka,
ef ég hefði ekki fundið hjá mér
hvöt til að spyrja, hvem fjand-
ann sjálfan hann væri eiginlega
að gera. Það glamraði í silfur-
skeiðinni þegar bann setti hana
í fötu-na aftur og hann lagði
hendumar í gaupnir sér. Svo
varð hann undirfeitur. Atticus
hristi hölfuðið aftur aðvarandi.
— En hann er búinn að ata
allan matinn sinn út í sírópi!
andmælti ég. — Hann hefur
makað því á...
Einmitt á þessari stundu ósk-
aði Calpurnía eftir nærveru
minni í eldhúsinu. Ég rölti fram.
Calpumía var í uppnámi og þeg-
ar Calpumía er í uppnámi er
tilgangslaust að múðra. Hún gaut
til mín augunum og litlu hrukk-
umar umhverfis augun urðu
dýpri og hvassari.
— Margt fólk borðar ekki eins
og við, hvíslaði hún illilega, en
þú átt ekkert að skipta þér af
því. Þessi drengur er gestur
ykkar og ef hann langar til að
éta borðdúkinn, þá láttu hann
gera það óáreittan — skilurðu
það?
— Hann er enginn gestur,
Kalla; hann er bara einn af
Cunninghömunum.
— Viltu gæta tungu þinnar,
krakki! Það er svo hjartanlega
sama hver í hlut á; sá sem kem-
ur hingað í húsið sem gestur,
verður meðhöndlaður sem gest-
ur, og gættu þess nú að ég standi
þi-g ekki að neinu slíku framar!
Það getur vel verið að þið séuð
fínna fólk en Cunningha-mfólkið,
en ég gef ekki fimmeyring fyrir
það, þegar þið getið ekki komið
kurteislega fram við aðra. Og ef
þú getur ekki hagað þér skikk-
anlega við borðið, geturðu borð-
að hér frammi í eldhúsi.
BLAÐ-
DREIFING
Þjóðviljann vantar
blaðbera í eftirtalin
borgarhverfi:
HÁTEIGSHVERFI
HVERFISGÖTU
KLEPPSVEG
IIÁSKÓLAHVERFI
TJARNARGÖTU
Sími 17500.
Tökum að okkur
breytingar, viðgerðir og húsbyggingar.
VönduB vinna
Upplýsingar í síma 18892.
GLUGGATJALDASTANGIR
FORNVERZLUN
og
GARDÍNUBRAUTIR
Laugavegi 133 — Sími 20745.
WILLIS JEEP
Til sölu er Willis jeppi árgerð 1962, með
Egils húsi. Góður bíll. Hagstæft verð ef
samið er strax. Upplýsingar í síma 25283
eftir kl. 19,00.
FYRIR SKÓLAFÓLKIÐ:
Buxur, skyrtur. peysur, úlpur, nærföt. sokkar og
margt fleira. — Fjölbreytt og fallegt úrvaL
PÓSTSENDUM.
*
^^•Xa« — Laugavegi 71 — sími 20141.
SÓLÓ-eldavélar
Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum stærðum
og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita-
bæi, sumarbústaði og báta.
VARAHLUTAÞJÓNUSTA.
Viijum sérstaklega benda á nýja gerð einbólfa
eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði.
j. t
ELDAVÉLA VERKSTÆÐI - *
JÓHANNS FR.
KRISTJÁNSSONAR h.f.
Kleppsvegi 62 - Sími 33069
Hver býður betur?
Það er hjá okkur sem þið getið fengið
AXMINSTER teppi með aðeins 10%
útborgun.
AXMINSTER — annað ekkL
I ii i
ANNAÐ EKKI 9. '
Grensásvegi 8 — sími 30676.
Laugavegi 45 B — sími 26280.
BILASKOÐUN & STILLING
Skúlagötu 32.
MOTORSTILLINGAR
HJOLflSTILLINGAR LJÚSflSTILLINGAR
LátiS stida i tíma.
Flfót og örugg þjónusta.
13-10 0
ROBIXSON^ ORANOE SCJfJASII
má blanda 7 sinnnin vneð vatni
Auglýsingasíminn er 17 500
ÞJÓÐVILJINN