Þjóðviljinn - 22.11.1970, Síða 3

Þjóðviljinn - 22.11.1970, Síða 3
Sunnudagur 22. nóvemiber 1970 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Samtök hægrivinstrimaima tvískmnungsflokkurmn Dœrhl I I síðustu vlku var í sjónvarp- inu þáttur um verðstöðvun. Þar voru mættir til leiks talsmenn stjómmálaflofckanna og þar voru leiddir fram á sjónarsviðið nokkrir fulltrúar verkalýðssam- takanna og atvinnurekenda. Meðal fulltrúa verkalýðssam- takanna birtist á sjónvarps- skermi Guðmundur H. Garð- arsson. Hann er formaður eins stærsta verkalýðsfélags lands- ins, Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Hann er í mdð- stjórn Alþýðusambands Islands. Guðmundur er ennfremur einn af helztu forustumönnum at- vinnurekenda, eða a. m. k. talsmaður þeirra; hann er blaðafulltrúi Sölumiðstöðvar hraðfrysti'húsanna. Þessi sami maður er varaþingmaður og liklega einn af frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í alþingis- kosningunum í vor. Þegar þessi maður — í scnn pólitíikus 1- haldsins, talsmaður atvinnurek- enda og formaður í stóru verkalýðsfélagi — var spurður um afstöðu sína til skerðingar- ákvæða verðstöðvunarfrum- varps ríkisstjórnarinnar, svar- aði hann m. a. á þessa leið: „Vegna umbjóðenda okkar höf- um við fleiri skyldum að gegna en að standa í einhliða kaup- gjaldsbaráttu. Það þarf ekki síður að leitast við að tryggja varanlegan kaupmátt launa, betri aðstöðu fyrir eftirlauna- fólk og aldraða, fulla atvinnu og samkeppn'ishæfni útffilutninigsat- vinnuveganna. Það er óæskilegt að samningum milli aðila vinnúmiárkáðsins sé breytt með lögum á alþingi, ef þeir stríða ek'ki gegn almenningsheill. Að mati forráðamanna þjóðarinnar fela verðstöðvunaraðgerðimar, þar á meðal frestun á fram- kvæmd tveggja vísitölustiga, meðal annars það í sér að tryggja heildarhagsmuni þjóð- arinnar í atvinnu- og efnahags- málum i nánustu framtíð. Al- þingi er til þess valið að hafa endanleg ráð vegna allra lands- manna i þessum efnum sem öðrum. Síðan er það fólksins að taka afstöðu til þess í almennum þingkosningum hvort ákvarð- anjr meirihluta alþingis hafi reynzt réttar eða rangar“. „Umbjóðendur“ eru væntan- lega þeir sem kjósa Guðmund H. Garðarsson formann Verzl- unarmannafélags Reykjavikur. Þeir kjósa Guðmund H. Garð- arsson formann til þess að hann fylgi eftir málefnum verzlunar- fólks, til þess að hann tryggi kjör þess. Nú vita allir hvemig kjarabarátta verzlunarmannafé- lagsins undir forustu íhaldsins hefur verið háð: VR hefur hirt upp þann árangur sem Dagsbrún og önnur félög hafa barizt fyrir. Dagsbrúnarverka- mennirnir, trésmiðimir, jám- smiðirnir hafa fært fórnina í verkföllunum. VR hefur hins vegar látið sér nægja að hirða árangurinn af baráttu annarra. Það er vitað að fjöldi verzlun- arfólks er óánægður með þessar stanfsaðferðir VR-forustunnar, en því miður hafur þessi ó- ánægja ekki enn brotizt út í beinum aðgerðum gegn þeirri íhaldsfomstu sem þannig talar í sjónvarp um kjaramál verka- fólks að það er engu líkara en að kcwninn sé talsmaður at- vinnurekenda. En það eru ekki aðeins al- mennir félagsmenn í VR sem hafa verið deigir við að ráðast gegn þessum tviskinnungi sem kemur fram hjá Guðmundi H. Garðarssyni — (hann er aðeins nefndur hér til dæmis): Á síð- asta þingi Alþýðusambands Is- lands var fulltrúahópur Lands- sambands fal. verzlunarmanna sá stærsti á þinginu. I þeim hópi vom forstjórar, fasteigna- salar, formenn skattanefnda og starfsmenn stjórnmálaflokka. Þar vom sárafáir almennir verzlunar- eða skrifstofumenn. Þessi hópur stóð að því að fellt var að taka tillögu um Vietnamstríðið á dagskrá. Formaður VR stóð upp og flutti langar dómadagsleiðinlegar ræður sem hæfðu betur á þing- um atvinnurekenda og Sjálf- stæðisflokksins, en á fundum verkafólks. En hvað gerðizt? Stóðu þeir ekki upp andstæð- ingar íhaldsins og töluðu gegn slíkum málflutningi? Kom ekki hver á öðmm í ræðustólinn til þess að hneykslast á mál- flutningi íhaldsmanna? Svarið við þessum spurningum þekkja allir. Enginn svaraði Guðmundi H. Garðarssyni. Þannig er tvf- skinnungurinn, falsið og yfir- drepsskapurinn liðinn, enda var Guðmundur H. Garðarsson kos- inn í miðstjóm Alþýðusam- bands íslands og þar situr hann enn. Þar em líka Hannibal Valdimarsson og Björn Jónsson og er þá komið að dæmi tvö um pólitíska tvöfeldni. Thsileiizkt herlið frá S-Víetnam SAIGON 20/11 — Fréttir frá Saigon herma, að stjórn Thali- lands hafi tekið ákvörðun um að kalla heim frá Suður-Vietnam alla thailenzka hermenn fyrir áramótin. Yfirmaðui' ■ herafla Thaillands kom til Saigon í dag til að ræða við stjómvöld í Suður-Vietnam og siamkivæimt heimáldum, sem taldar em áfeiðanlegar, er þessi ákvörðun einkum til umræðu. Áður hafði þvi verið lýst yfir. að heimflutningum thailenzkra henmanna frá Suður-Vietnam, yrði ekki iokið fyrr en í júní 1972. Thailenzkir hermenn hafa barizt í Suður-Vietnam undan- farin þrjú ár. Munu þeir vera um 12 þúsund í landinu. Dœmi II -'v Karl Guðjónsson er nú í læri hjá hannibalistum í póhtískri tvöfeldni. Hann er furðu næm- ur á óknyttina. Þannig hefur hann nú sagt sig úr þingflokki Alþýðubandalagsins vegna þess að Alþýðubandalagið væri nei- kvsett gagnvart vinstrisam- vinnu. En sjálfur hefur Karl STJORNMÁL A SUNNUDEGI neitað að ræða vinstrisamvinnu við Alþýðubandalagið eftir að viðræður komust á milli þess og Alþýðuflokksins. Hér er sannarlega ekki gamanmál á ferðinni, enda þótt Karl og hannibalistar hatfi reynt að gera allt til þess að láta líta svo út. Vinnubrögð af þessu tagi eru svívirðilegur loddara- leikur. Nefndir þremenningar em ekki þeir einu sem leika þenn- an leik tvöfeldninnar, í flokki tvískinnunga er einnig Guð- mundur H. Garðarsson. Og þar er líka Gylfi Þ. Gtfslason og ■MHVPPtÉfHf Hannibalistar segjast boða vinstri stefnu, en þeir em þó fylgjandi aðild að EFTA. Hannibalistar segjast vilja sam- eina vinstri menn, en Hanni- bal hefur haft þá aðaliðju síð- ustu árin að kljúfa stjóm- málaflokka. Hannibal Valdi- marsson segist stundum vera róttækur verkiýðsleiðtogi — en hann hlaut vegtyllur sinar hjá Alþýðusambandinu fyrir náð i- haldsins; það vom íhaldsfull- trúarnir á þinigi ASI, sem kusu Bjöm og Hannibal forseta og varaforseta ASl. Hannibalistar segjast vilja yngja upp stjóm- málin — þingflokkur þeirra hefur elztan meðalaldur allra þingflokka. Eftir að þeir Hanni- bal, Bjöm og Karl yifirgáfu þingflokk Alþýðuiblandalagsins hetfur meðalaldur þingmanna þess lækkað mjög, en Hannibal er nú með elztu mönnum þings- ins, tæplega sjötuigur. Hanni- balistar segjast vilja heiðar- leika i viðskiptum, þeir segj- ast berjast gegn hvers konar spillingu — en hafa verið at- hu-guð öll fjármál prentsmiðju Bjöms Jónssonar, eða hefur það verið athu-gað hve mörg bændabýli á Islandi bafa bæði flugvöll og höfn? forusta Alþýðuflokksins. Það er dæmi III um pólitíska tvö- feldni. Dœmi III Gylfi Þ. Gíslason boðar til viðræðna um vinstrasamstarf. Sömu dagana hefur hann for- ustu um að skerða kjör launa- fólks. Það ber að benda á það, að Alþýðuflokkurinn er sprott- inn upp úr verkalýðssamtök- unum, en svo langt er fomsta hans leidd í íhaldssamvinnunni að einn helzti talsmaður Al- þýðuÆlökksins, Bragi Sigurjóns- son, segir á opinberum vett- vangi um verðstöðvunarfrum- varpið, að það skipti ekki mestu máli hvað verkalýðs- hreyfingin segi. Hún sé eins konar þrihöfða þurs! Þannig er orðinn óravegur milli upp- hafs Alþýðuflokksins og nú- tímans, enda er skilningur vaxandi á því meðal kjósenda Alþýðuflokksins að bezta leið- in til þess að styðja verkalýðs- hreyfinguna á stjómmálasvið- inu, sé að efla Alþýðubanda- lagið. Það er að verða slitinn brand- ari að unnt væri að gefa út bók með öllum skoðunum á öllu þar sem einungis væm tilvitnanir í Gylfa Þ. Gísla- son. En þetta er ekki einungis brandari — heldur líka stað- reynd. En Gylfi Þ. Gíslason er ekki einn um að hafa efnivið til slíkrar bókar. Veigamikið fram- lag gæti einnig verið frá forustumönnum Framsóknar- flokksins. Það er dæmi IV. Matthías: Að fela það sem er „óþægilegt" Gylfi: Hægri- eða vinstrimaður Hannibal: Frjálslyndur eða vinstrisinnaður Guðmundur H. Garðarsson: Talsmaður VR eða SH Dœmi IV Förmaður Framsóknarflokks- ins kom fram í sjónvarpi á dögunum og var m.a. spurður um afstöðu Framsóírnarflokks- ins til samvinnuhreyfingarinn- ar. Formaðurinn sagði að Fram- sóknarflokkurinn byggði m.a. á grundvélli samvinnustefnunnar og þess vegna hlytu að vera góð samskipti milli flokksins og samvinnusamtakanna. Hann viðurkenndi að tforustumenn úr Framsáknarflokkmim ættu sæti í farustu samvinnusamtakanna og að forustumenn Sambands ísl. samvinnufélaga ættu sæti í tforustusveit Framsóknar- tflokksins. En ákvarðanir þess- ara tveggja aðila eru — þrátt fyrir sömu menn á báðum stöðum — gjörsamlega and- stæðar. Samband fal. sam- vinnufélaga er til að mynda á móti því að greiða laiuna- fólki vísitölubætur á laun. Samband islenzkra samvinnu- félaga er á móti þvi að hækíka kaup launafólks. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga stend- ur við hlið atvinnurekenda- samtakanna. En þegar þeir sömu menn, sem taka ákvarð- anir um þessa stefnu Sambands ísl. samvinnufélaga, skipta um fundaiherbergi, er allt annað uppi á teningnum: Framsókn- arflolkkurinn þykist standa með launafólki, ritstjórar Tímans, tala um að verkalýðsforustan sé máttlaus, að hún gangi ekld nógu langt í kröfum sín- um. Þetta skrifa ritstjórar Tim- ans — en Tíminn er málgaign Framsóknarflokksins, en hann er líka gefinn út af Samband- inu — óbeint að vísu. Um svona fyTirbæri má lesa í bók Símonar Jóhannesar Ágústsson- ar „Hagnýt sálarfræði“, ekki sizt kaflanum um kleitfhuga og í nýrri þýðingu á bókinni „Um sá1greiningu“ etftir Sigmund blygðast sín. En í þeim sögð- um eða skrifuðum orðum hafa þeir skrifað i blað sitt að Þjóð- viljinn styddi ekiki aðeins inn- rásina, sem væri þó út af fyrir sig ærin hneisa, Þjóðviljinn fagnaði og legði blessun sína yfi-r slíka innrás. Morgunblaðsritstjórar fara ekki einungis með fals og yfir- drepsskap að þessu leyti: Þeir breiða yfir staðreyndir með því að þegja um þær eða að geta þeirra í litlu einu. Þannig birti Morgunblaðið en.gar frétt- ir um eitmnina frá álverinu fyrr en skætinginn í bréfi iðn- aðarráðuneytisins vegna rann- sóknar Ingólfs Davíðssonar og síðan gerði Morgunblaðið stór- frétt úr skýrslu álversins Og Péturs Sigurjónssonar um flú- ormengun frá álverinu, enda þótt ekkert sé að marka þá skýrslu. Morgunblaðið faldi eins og það gat skýrslur um atvinnuleysi meðan það var mest í fyrra og hitteðfyrra, o. s. frv. o. s. frv. Hverju á að trúa? Og hverju á svo fólk að trúa í tvískinnungsþjóðfélagi? Er Gylfi vinstrimaður eða hægri? Er G-uðmundur H. Garðarsson talsmaður VH eða SH? Er Framsóknarilokkurinn aðeins róttsekur í orði en afturiialds- flokkur á borði? Em hannibal- istar frjálslyndir eða vinstri menn? Vill Karl Guðjónsson vinstrasamstari eða vill bann aðeins losna við Alþýðubanda- lagið og þingflokk þess? Segir Morgunbiaðið sannleifcann eða lýgur það? Hverju á fólkið að trúa í slíku tvískinnungssanpf clagi ? Þar gólar hver á annan sömu slagorðin, meinandi sitthvað með þeim: Ég er A segir einn, annar segir ég er A, en meinar B, þriðji segir ég er B, en meinar A. Stjómmálaumrasða sem þannig einkennist af tví- skinnungi og útúrsnúningi vek- ur ekki áhuga almennings heldur andúð. Tillaga Ólafur Jóhanncsson: Framsókn eða SlS Freud, sem fjallar um tvískipta meðvitund, — bls. 52 s. o. áfr. Dœmi V Það má taka ótal dæmi fleiri. Til þess er hvorid tóm né á- stæða að rekja þennan ömur- lega kaíla islenzkra stjómmála öllu nánar. Nefnum þó að lok- um eitt dæmi til þess að gera öllum jafnt undir höfði: Rit- stjórar Morgurublaðsins segja að þeir ástundi heiðarlega fréttamennsku. Þetta hafa þeir ekiki einungis skrifað í blaði sinu — þetta hafa þedr líka isagt í útvarpinu án þess að En þegar menn hafa gagn- rýnt og rifið niður, eiga þeir að vera uppbyggilegir Mka, „jákvæðir“ edns og það er kall- að. Þess vegna verður hér að síðustu sett fram tillaga til athugunar: Stofnaður verði nýr stjórn- málaflokfcur Samtök haegri- vinstrimanna — tvískinnungs- Slokkurinn. Aðaflstjóm samtak- anna skipi Hannibal Valdi- marsson, formaður, Gylfi Þ. Gislason, varaformaður og gjaldkeri, Ólafur Jófhannesson, talsmaður flofcksins í sjónvarpi, Guðmundur H. Garðarsson, blaðatfulltrúi tflokksins. Rit- stjórar málgagnsins „Tvi- sldnnu“, Matthías Jöhannessen, Bjöm Jónsson og Karl Guð- jónsson — nefndir „tvískinn- ungsklikan“. —sv. Tilboð óskast í nofekrar fólíksbif!reiðar er verða sýndar að Grens- ásvegi 9 miðvikudaginn 25. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd vamarliðseigna. Vólvirkjcr — Vélvirkjar! Okkur vantar vélvirkja nú þegar. Þarf að vera vanur logsuðu og rafsuðu. Upplýsingar í sílna: 66300. ÁLAFOSS H.F.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.