Þjóðviljinn - 06.12.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1970, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTI/JINN — Sunnudagur 6. diesieimlber 1970. — Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: SkólavðrðusL 19. Sími 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12.00. Breyting í utanrikismálum Jjað vekur jafnan athygli þegar þingmenn úr ó- líkum flokkum flytja saman tillögur um þjóð- mál sem mikill ágreiningur er um. Svo er líklegt að verði imeð tillögu Magnúsar Kjartanssonar og Framsóknarþingmannsins Sigurvins Einarssonar um breytta stefnu í utanríkismálum. Hér er þó ekki um að 'ræða tillögu um „breytingu á þeim grundvallarsjónarmiðum sem ríkisstjóimin kveðst miða heildarstefnu sína við“, svo vitnað sé í orð greinargerðar tillögunnar, heldur er tillagan mið- uð við breytta stefnu íslenzkra stjómarvalda á þrem tilteknum sviðum alþjóðastjórrumála, en öll eru þau þannig að afdrifaríkt hlýtur að reynast fyrir þróun alþjóðamála hvemig úr rætist. 'Jhllaga Magnúsar og Sigurvins er á þá leið, að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að ríkisstjórninni í Peking verði íalið að fara með umboð Kína hjá Sameinuðu þjóðunum og í öðrum alþjóðasamtök- um; að bæði þýzku ríkin fái aðild að Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðasamtökum og hljóti sömu aðstöðu að alþjóðalögum og tíðkast í eðlileg- um samskiptum ríkja; og að Bandaríkin hætti styrjaldaraðgerðuim sínum í Indó-Kína og kalli heri sína heim svo að landsmenn fái sjálfir aðstöðu til þess að leysa vandamál sín. í greinargerð þing- mannanna er lýst því óeðlilega ástandi að stjórn Sjang-Kajséks skuli fara með umboð stórveldis- ins Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar er minnt á, að tillaga um aðild Peking-stjómarinnar hafi nú í fyrsta sinn fengið einfaldan meirihluta á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna, og að meðal ríkja sem nú styðja aðild Pekingstjómarinnar séu Natóríkin Bretland, Danmörk, Frakkland, Ítalía, Kanada og Noregur. ísland fylgir hins vegar bandarískri forskrift í þessu máli, og sat hjó við atkvæðagreiðsluna á allsherjarþinginu, enda þó'tt heyrzt hafi að sendinefnd íslands hjá Sameinuðu- þjóðunum hafi verið því hlynnt að jákvæðari af- staða yrði tekin; en ríkisstjómin sker úr og ræður atkvæði íslands. Um Þýzkalandsmálið minna flutningsmenn á að það er eitt erfiðasta vandamálið í Evrópu frá loikum heimsstyrjaldarinnar. Nú loks virðist sem öll þróun hnígi að því marki að menn viðurkenni þá óhjákvæmilegu staðreynd, að þýzku ríkin em tvö. Loks iminna flu'tningsmenn á, að styrjöld Bandaríkjanna í Indó-Kína séu nú alvarlegustu á- tökin í heiminum og hafi verið svo árum saman. „Styrjöld Bandaríkjanna í Víetnam stenzt hvorki siðferðilega né þjóðréttarlega dóma og enn er hætta á því að hún geti leitt til mun stórfelldari átaka, sem ógnað geti heimsfriði. Með þingsálykt- uninni er lagt til að ríkisstjóm íslands beiti áhrif- um sínum á alþjóðavettvangi 'til þess að styðja þau öfl innan Bandaríkjanna og utan sem beita sér fyrir friði í Víetnam“, segir ennfremur í greinar- gerðinri. — s. Starfs- og tæknimenntun: grundvöllur verkmenningar Rafiðnaðarsamband Islands var stofnað fyrir nokkru eins og getið hefur verið í fréttum Þjóðviljans. Meðal ályktana stofnþingsins er svofelld sam- þykkt um starfs- og tækni- menntun: „Starfs- og taeknimenntun í víðtæikiustu meríkingu, er einn af hornsteinum nútima menn- íngariþjóðfélags og grundvöllur allrar veorikmenningair. EÆ unnt á að verða að tryggja i framkvæmd þá iönþróun sem er nauðsynleg forsenda þess að íslendmgar geti öðlazt sam- bærileg lífskjör við það sem bezt gerist í iðnvæddum lönd- um, verða ekki aðedns stjóm- vöild heldur og þjóðariheildin að gera sér þessar staðreyndir ljósar, og móta raunhselfa stefnu á þessu mikilvæ'ga sviði. Rafiðnaðarsamband íslands telur brýnustu viðfangsefnin, sem skjótrar úrlausnar krefjast, vera efitii-talm meginatriði og vill sambandið vinna að fram- gangi þeirra: 1. Að starfs- og tasknimennt- un verði endurskipulögð með það sem meginmarfcmið að skipa slikri menntun eigi lakari stöðu í kkólakerfinu en öðrum menntastigum, og að þeir sem þetta nám stunda njóti fiulls jocfnréttis á borð við aðra nem- endur. Jafnframt verði komið á eðli- legum tengslum starfe- og tæknimenntunar innbyrðis og við önnur stig fræðslukerfisins, þannig að þeir sem helfja slíkt nám eigi jafnan kost annarra námsbrauta, hvort heldur sem er á námstímanum eða að námi loknu, eftir því sem óskir og hæfileikar hvers og eins standa ta. 2. Að stárfandi verknámsskól- ar iðnaðarins verði efldir og sMkum skólum komið upp hið fyrsta a. m. k. í hverjum lands- fjórðungi. Námsefni skólanna verði endurskoðað og þeim gert kleift að einskorða kennslu að mestu við fag- og sérgreinar, en skólum gagnfræðastigsins gert að veita nemendum fullnægj- andi kennslu í almennum náms- greinum. Jafnframt verðd kerfishundið. verknám í skólum aukið veru- lega og stefnt að því að þeir sem hyggja á reglubundið íðn- nám, geti lokið námstíma sín- um í verknámsskóla. 3. Að komið verði á skipu- legri endurmenntun þeirra sem lokið hafa starfs- og/eða tækni- menntun. Markmið slíkrar fræðslustarfsemi sé í senn að fullnægja þörfum samfélagsins ■-------------------------------—<•> Hiutu viðurkenningu fyrir snyrtilegu umhirðu ú lóðum A miðvikudag fór fram að Skúlatúni 2 afhending á við- urkenningarskjölum fyrir smekklegar gluggaskreytingar verzlana I Reykjavík oig fyrir snyrtilega umhirðu á lóðum fyrirtækja og stofnana. Slíkar viðurkenningar hafa veríöveitt- ar í f jögur ár af Fegrunarnefnd Reykjavikur, og síðan í fyrra í samvinnu við Félag íslenzkra iðnrekenda og Kaupmannasam- tökin. Efti-rtaJtdír að€ar hJutu við- urkenningu. í gær: Fyrirtæk:: Verksmiðjain Öpal Skipholti 29, Osta- og smjörsaílan Snorra- biraut 54, Föndx Suðuirgötu 10, Heildiverzlun Ásibjöms Ólafe- sonar Borgartúni 33. Verzlamir: Tízkuskemiman Lauigavegi 36, Herrabúðin Austursitræti 22, Guðlauigur Magnússon skart- gripaverzlun Laugiaivegi 22A, Vil- hdlm Norðfjörð úrar- oig skart- gripaverzlun Laiugavegi 5, Loft- leiðir Vesturgötu 2. Stotfnanir: Elliheimilið Grumd Hringbmaut 50, Slokkvistöðin við Reykja- nesbraut, Landsfoanki Isiands, Laugavegi 77 og Menntaskólinn í Reykjavík. Voru fulltrúar frá fflestum þess;ara aðila mættir til að talka á móti viðurkenningar- skjölunum. Dómnetfnd var skipuð til að kanna hverjir sOgyfldiu hljótavið- urkenningu þessa oig er nefnd- in þannig slkipuð: Gestur ÓlaiEs- son, airkitdkt, fiormaöur, Ragn- hilöur Kr. Bjömsson, frú, Gísii B. Björnssom, auglýsingateiknari tilnefnd af fegiunamefnd, en auk þeirra; Hreinn Sumarliða- son kaupmaður, tilnefndur af 'Kaupmannasiamtölkum ísJamds og Oddur Sigurðsson, framkvstj. tilnefndur afi Félagi ísl. iðnrek- enda. vegna breyttra atvinnuhátta, mæta aukinni þekkingarþörf einstakiingsins og gera þeim kleift að fylgjast með tækni- þróuninni eftir að reglulegu námi er lokið. 4. Að gerð verði áætlun um framkvæmdir á sviði starfs- og tæknimenntunar nokkur ár fram í tímann, þar á meðal um skólabyggingar, staðsetningu skóla og framkvæmdaröð, jatfn- framt því sem tryggt verði nægjanlegt fjármagn tál nauð- synlegra framkvæmda og end- urbóta í þessum mikilvæga þætti skólakerfisins. 5. Um leið og þingið lýsir fyllsta stuðningi sínum við framangreind atriði, felur það miðstjóm sambandsins að fylgja eftir við rétt yfiirvöld þessari meginstefnu Rafiðnaðarsam- bands Islands í menntunarmál- um, og leggur jafnframt áherzlu á nauðsyn skipulegrar samvinnu yfirstjómar menntamáJanna, fuiltrúa atvinnuliífs og hags- munasamtaka um þessi mikil- vægu mál. Hvetur þingið til þess að komið verði á fót föstum sain- ráðsvettvangi þessara aðila um maikmið og leiðir á sviði starfs- og tæknimenntun ar. II. IÞingið teliur nauðsynlegt að fram verði haJdið þeirri stefnu að auka starfshæfni rafiðnaðar- manna, 11. a. með þvi, að þeim gefist jafnan kostur á að sækja sérstök námskeið, þar sem kynntar séu þær tækninýjungar sem ryðja sór til rúms á hverj- um tíma. Feiur þingið miðstjóm sam- bandsins að kanna möguleika á þvi að koma upp reglulegum námskeiðtum á þessu sviði fyrir raifiwélavirkja, raifvirkja og aðra rafiðnaðarmenn, meðan skóla- kerfið svarar ekki slíkum menntunarþörfum. Jafnframt verði kannaðir möguJleikar á stuðningi stofn- ana og fyrirtækja í rafiðnaði við þessa fræðslustarfsemi. III. Þingið felur miðstjóminni að hefja þegar undirbúning að útgáfiu fræðslurits, þar sem á aðgentgilegan hátt sé gerð grein fyrir þeim tælminýjungum, sem hæst ber hverju sinni. Verði í því sambandi leitað eftir leyfi til þýðingar úr erlendum tæitni- tímaritum. Slík útgáfa þarí að vera í formi smápésa, s. s. tvi- blöðungs, sem auðveJdlega megi safna saman og mynda þannig smátt og smátt hagnýtt upp- sláttarrit í ýmsum tækninýjung- um. IV. Þingið telur með ölJu óviðunandi, að einstakar opin- berar stofnanir, s. s. Landsími Islands, starfræki einkaskóla sem ekki Jýtur meginreglum skólakerfisins, o-g : brautskrái nemendur sem siðan leita á almennan vinnumarkað. Það er eindregin skoðun þingsins, að allt starfsnám edgi að fa-ra fram innan marka skóla- kerfisins, án tillits til þess hvort þeir sem námið stunda, starfa síðan í þágu opinberra eða einkaaðila á vinnumarkaði. V. Þingið ítrekar þá skoðun, að nýstofnuð raftæknideild við Tækniskóla íslands brjóti, hvað skipulag snertir, í bága við viðurkennd grundvallarsjónar- mið hvað snertir möguleika nemenda til að velja náms- brauitir sem möguleika til frek- ara náms. Telur þingið nauð- synlegt að nú þegar verði ráðin bót í þessu efni og skipulagi og uppbyggingu deildarinnar breytt þannig, að hún gefi nemendum tækifæri til áframhaldandi tæknináms, en leiði ék’ki í blindgötu, eins oig nú á sér stað, auk þess sem deildin þarf að falla með eðlilegum hætti inn í námsbrautir rafiðnaðarins. Stríðsbók Sven Hazels komin it í annað sinn „Hersveit hinna fordæmdu" eftir Sven Hazel, er hefur af sumum verið talin ein sterkasta stríðsbók, scm skrifuð hefur verið, er nú komin út í annað sinn í íslenzkri þýðingu Baldurs Hólmgeirssonar. Það er Prentsmiðjan Prentrún sem getfur bókina út nú, en áður kom hún út 1959. „Her- sveit hinna foirdæmdu“ er frá- sögn atf austurvígstöðvunum í heimsstyrjoldinni ,,frá víglínu Þjóðverja. Höfundurinn, danski ríkisbnrgarinn Sven Ha- zel, var kallaður í þýzka her- inn af þvf að faðir hans var þýzkur og samkvæmt þýzkum lögum taldist Sven því Þjóð- verji. Hann varð hermaður í slcriðdrekafylki, en strauk úr hemum er auigu hans opnuðust fyrir tilgangsleysi stríðsins, og var settur fyrst í fangélsi og síðan í refsisveit. Það eam or- usibur þedrrar herdeildar og mennimir þar sem hann lýsir í bókinni, einnig lífinu að baki víglínunni, vonleysi Þjóðverja er hrunið nálgaðict og draum- órum þeirra fáu sem á mörk- um brjálæðis héldu út til enda- lolcanna. Safna í Kópavogi s dag fyrir Mæðra- styrksnefndina Mæðrastyrksnefnd Kópavogs hefur hafið startfsemá sana og er gjöfum og fatnaðd veátt móttaka í húsnæði nefndarinnar að Digra- nesvegi 10, kjallara, á mánudög- um kl. 14—17 til 9. des. Sörnu daga fer etanig fram úthlutun á fatnaði. Einnig immu nefndar- konur veita móttöiku og sækja framlög ef óskað er. Sérstaklega er mæðrum bent á lögfræðilega aðstoð á vegum nefndarinnar. Skátar munu heimsækja bæj- arbúa fyrir nefndina í dag, sunnudag, og taika á móti fjár- framilögum og er vonazt til að þedm verði vel tekið sem fyrr. ■Þessar konur skipa Mæðra- styrksmtfnd Kópavogs: Þorgerður Kolbeinsdóttir form. sími 40982, Ingibjörg Ölatfsdóttí-r ritari sími 42915, Unnur Jaírobsdóttír gjald- keri skni 42324. Lítii inn á á annarí hæí Fjölbreyft' úrval af bílum, allar stærðir, gerðir og verðflokkar. Bílabrautir frá kr. 625,00. Margskonar kubbar til að rað'a saman og byggja úr. Labb-rabbtæki — Brúður — Bangsair — Model í úrvali. Bökun- arsett — Bollastell — Úrval af allskonar spilum. i Gefið yður góðan tíma og vandið valið á leikföngunum. UVERPOOL |||^|g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.