Þjóðviljinn - 06.02.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1971, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugairdagur 6. flebmiar 197L Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Framkv.stjórl: Ritstjórar: Ritstj.fulltrúi: Fréttastjóri: Útgáfufélag Þjóðviljans. EiSur Bergmann. Ivar H. fónsson (áb.), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Svavar Gestsson. Sigurður V Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarssoa Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingai, prentsmið|a: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 195.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 12.00. Verður að afgreiða J>að va'kti að vonum mjög mikla athygli þegar flestir hérlendir líffræðingar birtu yfirlýsingu, þar sem sýnt var fram á að svokölluð mengun- amefnd, sem starfar á kostnað álbræðslunnar í Straumi, hefði farið rangt með staðreyndir og komizt að blekkjandi niðurstöðuim í skýrslu sinni um flúormengun frá álbræðslunni. Þessi niður- staða hinna íslenzku sérfræðinga hefur nú ver- ið viðurkennd af iðnaðarráðuneytinu sem játar að álbræðslunefndin hafi gert sig seka um mistök og ónákvæmni. Fer iðnaðarráðuneytið þess á leit að Rannsóknarráð ríkisins skipi sjálfstæða sér- fræðinganefnd til þess að komast að niðurstöðu um skaðleysismörk flúormengunar við íslenzkar aðstæður. Felst í þessum viðbrögðum algert van- traust á álbræðslunefndina. yissulega er það anjög þarflegt að könnuð verði skaðleysismörk flúormengunar hér á landi. Slík rannsóknarstarfsemi, sem taka mun langan tíma, breytir þó í engu um nauðsyn þess að tafarlaust verði sett upp hreinsitæki í álbræðslunni 1 Straumi. Við þurfum ekki að framkvæma neina sjálfstæða rannsókn á mengunarmagni frá ál- bræðslum; þau áhrif eru alkunn og raunar einfalt reikningsdæmi að komast að niðurstöðu um það hversu rniklu eitri bræðslan spýr yfir umhverfi sitt. Nú þegar nemur flúorvetnið frá álverinu í Straumi yfir 100 kílóum á hverri klukkustund, og það magn eykst eftir því sem bræðslan stækk- ar. Mengunaráhrifin magnast eftir því sem fram- leiðslan heldur lengur áfram, eitrið hleðst upp í jarðvegi og gróðri og veldur keðjuverkunum. Deilur um það hvort þessi mengun sé nú þegar komin yfir skaðleysismörkin eða hvort enn megi halda áfram að eitra umhverfi álbræðslunnar um skeið áður en komið verði að hættumörkum eru fáránlegar; verkefni okkar er að sjálfsögðu það að takmarka mengunina áður en alvarlegt tjón hefur hlotizt af henni. jgngin rök hafa komið fram gegn þeirri tillögu sem Magnús Kjartansson og Geir Gunnarsson lögðu fram í upphafi þings í haust þess efnis að svissneska álhringnum verði þegar í stað skipað að setja upp fullkomin hreinsitæki í Straumsvík. En þegar rökin skortir er gripið til annarra ráða. Tillaga þessi hefur nú legið í iðnaðamefnd neðri deildar í þrjá tmánuði án þess að hún hafi verið tekin til umræðu! Ríkisstjómin hagnýtir sér þ^ð að hún hefur forrnenn allra nefnda á þingi til þess að leggjast á stórmál sem hún óttast. Slíkri valdníðslu mega menn ekki una. Tillagan um hreinsitæki í álbræðsluna í Straumi verður að koma til endanlegrar afgreiðslu á þessu þingi. Reynist einhverjir alþingismenn fylgjandi því að svissneski auðhringurinn fái áfram að láta ál- bræðsluna spýja háskalegum eiturefnum yfir um- hverfi sitt má ekki minna vera en að þeir imenn standi fyrir máli sínu andspænis landsmönnum áð- ur en kosið verður í sumar. — m. Merk nýjung í Laugarnesskóla: Skáfobókasafn þar sem börn- in læra aS vinna sjálfstætt Frá því f október í haust hef- ur Borgarbókasafn Reykjavíkur starfrækt eiginlegt skólabókasafn í Laugamesskólanum. Er þetta einskonar tilraunasafn og erstarf- semi nemcnda í safninu skip- lögð í þágu námsins og venjast bömin þannig á að vinna sjálf- stætt t.d. að vinna ritgerðir og fyrirlcstra upp úr fræðibókum og öðrum gögnum. Br blaðamönnum var bodið að sikoða tiiraunasafnið voru þar sjö böm að undirbúa fyfir- lestra um Tyrikjaránið og einoli- unarverzlunina, áttu þau síðan að fllytja fyrirlestrana fyrir af- ganginn af bekknum, sem seinna meir kemur í safnið til að sinna öðrum verkefnum Bókavörður í Laugamesskófla er Ragnhildur Heilgadóttir, bóka- vörður úr Borgarbókasafni Reykja- víkur. Hún er kennari að mennt- un otg hefiur kynnt sér skólabóka- söfn í Danmöiku um eins árs skeið, Sagði hún blaðamönnum að safnið væri vinsselt af nem- endum Laugamesskólans, sem eru um 1.000 talsins. Frjáls útlán bóka hafa verið á hverjum legi síðan safnið tók tifl starfa og hafa útilánin verið 6.637 bækur frá því í október og til janúar- lóka. Gestir safnsins hafa verið 5616. Frá safninu hafa veriðlán- uð bekkjarbókasöfn f 8 bekkjar- deildir og eru það einkum yngstu bekkimir, sem slík söfn flá. Hið eiginlega skólabókasafn tók til starfa í október sem fjrrrseg- ir. Bókaeign var þá 5.259 bœkur. En árið 1948 var stotfnað til les- stofu í skóranum með bókakosti frá Borgarbókasafnl. Starfsemi skóflaibókasafnsiins í þágu keninsilunnar er nú hagað þannig að kgnnarar sklóllans hafa ákveðna tíma í safninu og koma þeir þá með nemendur sána í safnið til ákveðinna starfla eða senda nokkra nemendur sem bókavörður leiðbeinir þá, og kenna á meðain hinum nemend- unum í beklcjardeifldinni. Hejl- mikið nám er fólgið f því að nota bókasafn, eins og Eiríkur Félag íslenzkra bifreiðaeigenda: UmferSarráSiS fái nægilegt rekstrarfé Félag ísienzkra bifreiðaeig- endia hefur sent Alþingi eiftir- farandi áskorun: „Umferðarráð vair sett á stofn með regluigerð, útgefinni af dómsmólaráðherra 24. janú- ar 1969. Var ráðið sett á stofn í beinu framhaldi af starfsiemi írámkvæmdanefndiar hægri umferðar, sem lét formlega af sitörfum sama dag. Lög um ráðdð voru samþykkt af Al- þingi í maá 1970. Verkefni ráðsins bafa verið fjölbreytt. — Meðal annars: 1. Athugun á umferðarfræðslu í skólum. 2. Styrkur til Ríkisútgáfu námsbóka vegna útgáfu kennsflubókar úm umflerð- armál fyrir 7-9 ára skóla- böm. 3. Ötgiáfla á flræðslubseklingi handa 7 ára bömum „Ledð- in í skólann**. 4. Jólagetraun fyrfr 7-12 ára böm, sem send var til 30 þúsund bama. ennfremur spum i ngakeppn i meðal 4 þúsund barna flrá 119 skól- um. 5. Umferðarfræðsla fyrir böm undir skólask.aldiri „Ung- ir vegfiarendiur.“ í þess-^ um skóla eru innrituð 13 þúsund böm I 20 sveitar- íélögum. 6. Umfer'ðarfræðsla í Ríkisút- varpi. 7. Ljósaathugun bifreiða. 8. Reiðhjólasfcoðun. 9. Upplýsiingamiðsitöð í sam- vinnu við lögregluna um verzlunarm ann ahelgaxnar 1969-1970. 10. Útgáfustarfsieimi á Öku- manninum. 11. Fræðsla um gildi öryggis- belta. 12. ÁróðUT um notkun endur- skinsmérkja. 13. Athugun á hættuilegum vegræsum. 14. Slysarannsóknir ásaimit mörgum öðmm verkefnum. Samkvæmt fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 1971 var á- ætluð fjárþörf 6,8 miljónir króna. í Alþdngi var ákveði'ð að veita ráðinu 900 þúsund krón- ur. Með þessu er látið það álit í ljós að Umferðarráð sé gaignslítið og öll starfsemi þess lögð ndður að mestu. Hér hafa greinilega áitt sér stað mikil mistök og er l>a’<5 . láigmarkskrafa, að af þeim hundruðum miljóna króna, sem ríkisvaldið tekur af umferð- inni í tolla, sé haldið uppi lágmarks umferðarfræðsiu fyr- ir almenning, er þegar hefur sýnt að skilar m>argföldum bagnaði fyrir þjóðina í heild. Ótrúlegt er, að Alþingi meti öryggi vegfarenda svo lítils, að 6,8 miljónir króna sé of mik- il fjárfesting til að koma í veg fyrir stys. Fjárveiting Alþingis til Um- ferðarráðs árið 1971 var 900 þúsund kirónur, eins og áðux er getið. Árið 1989 var áætlað, að kostnaður vegna siysa væcri 330 miljónir króna eða rúm- ar 27 miljónir króna í hverj- urn mánuði eöa daglegia 900 þúsund krónur. F.Í.B. skorar á Alþingi að veita Umferðarráði nægilegt rekstrarfé úr ríkissjóði og með því leggja sitt af mörkium til að tryggja líf og liini borg- aranna. Hreinn Finnbogason benti á. — Möguleikamir em margir, hvem- ig verja skuli námstámum í safn- inu og skuflu hér nefndir nckkrir þeirra: 1. Æfing í að nota bækuma.r í safninu tiil úriausnar ákveðins verkefnis. 2. Bðkmenntakynning- ar. iTólif ára , börn tafea prófl í bófcmenntum og kvæði em á kennsJuskrá. hjá fllestum bekkj- um. Má örva bókmenntaáhuga bamanna með bví að sýna þeim í safninu önnur verk höfundanna, en þau sem um er fjalLað í kennslustundum. 3 Bömin afla sér efnis til ritgerða i békum safnsins. 4, Börnin koma í safn- ið til að fá upplýsingar úr hand- bókum þess. 5. Upplestur í safn- inu fyrir óflæsa bekki. Margt fleira mætti telja. í bókasafninu hatfa verið ævintýrastundir fyrir 6 ára börn og annast útlærð fóstra þá starfsemi, segir böm- unum sögur og syngur meðþeim. Þetta er fyrsta skélabófcasafn í Reykjavík sem skipulagt er á þennan hátt Borgar’ vka&afnið hefur lesstoflur í 2 öðurm skióiium, Mela- og Austurbæjarskéllai. í Hagaskóla er hókasafn með upp- undir 1.000 bindum, er það á vegu.m skóilans. Jónas B. Jónssom fræðsdustjóri sagði blaðamönnum að stefnt væri að því að kama upp bókasöfnum og lesstofum í þremur öðrum skóílum á þessu ári í Reykjavík. í nýju frumvarpi um grunn- skóla, sem nú liggur fyrir Al- þingi er gert réð fyrir skóla- bókasöfnum, eins og þvi í Laug- amesskófla nema í stærri húsa- kynnum í grunnskólum. Eræö- azt til að með safijinu í Laugar- nessllcóflanum fáist reynsfla sem gefi vísbendingu um hvemig haiga beri fyrirkomuilagi annarra skólabóksisafna sem koma munu á næstu árum í aðra girunnskóla í borginni. Þýzkt listafólk skemmtir á Loft- leiáahátelinu Naésta mánuð sýnir þýzkt listafólk listir sínar á rúlluskaut- um að Hótel Loftleiðum — í Víkingasál og Blómasal flest kvöld. í>au nefna sig Hvirfil- vindinn og spila jafnframt á harmonikku. Undanfarin tvö og hálft ár hafa þau váikið athygli sem skemmtikraftar á Norður- löndum. Er hér á ferðinni þraut- þjáifað sirkusfólk á evrópskan mælikvarða. ■ Aður en þau komu til Islands skemmitu þau í Zúrich í Sviss, voru snemma í vetur á Malaga á Spáni og hafa raunar skemmt í fllestum löndum Evrópu. Þau hafa mikinn áhuga á því að komast til Bandaríkjanna og Japans. Hvirfilvindinn mynda Ursula Remibikowski og tvíburarnir Jim Og Jacques Stetza og hafa unnið saman í 9 ár. Að lífcum fara þau og til Akureyrar og skemmta þar í Sjálfstæðishúsinu. PrentvillupúLlnn í versta ham í gær Prentvillupúkinn lék hefldur betur lausum hala á síðum Þjóðviljaus í gær og olli ó- skunda. Við ledðréttum hrikaleg- ustu villurnar, sem sluppu í gegn: Á forsíðu er birt mynd frá skólabókasafni í Reykjavík og sagt að það sé í Laugariækjar- skófla, en á auðvitað að vera Laugarnesskóla. Undir teikningar á 7. sáðu — í frásögn af frumvarpinu um Kennaraiháskóla íslands — hafa slæðst myndatextar sem eiga aflfls ekki heima þar, hvorugur, eins og afllir geta séð. Á baksíðu er bflaðaskókin og þar eru á barðinu fjórir hvítir riddarar, ein enginn svartur! Rétt er að taka það fram, að fnamanigreind mistök eru dkki sök hins ágæta prófarkalesara Þjóðviljans, héldur af öðrum toga spunnin. Bák um gerS préfa „Gerð prófa" nefnist bókný- útkomin á íslenzku eftir 'Nor- man E. Gronlund, prófessor í uppeldisfræðilegri sálarfræði við Illinois-háskóla. 1 formála höfiundar segir að bókin sé skrifuð handa kenn- urum og kennaranemum á öll- um skólastigum, svo og fyrir aðra þá, er þurfa að semja kunnáttupróf. Henni er ætlað að vera handbók við samn- ingu kunnáttuprófa, sem gerð eru til að prófa vel skýrgreinda þætti . náms og námsefnis í samræmi við námsmarkmiðdn. „Meginstefna bókarinnar er sú“, segir í formálanum, „að kunnáttupróf eigi að styðja og effla þá aðra þætti skóflastarfs- ins er stuðla að bættum náms- árangri. ! Höfuðáherzla var lögð á að bókin yrði prófhöf- undum hagnýt handbók. Mál- ið er því einfalt og auðskilið, fjölmörg dæmi fylgja þeim leiðbeiningum, sem gefnar erú, og þær aðferðir, sem sýndar eru við tölulega úrvinnslu eink- unna, eru það einfaldar, að einföld reikningskunnátta næg- ir til að beita þeim“. ★ Þuríður J. Kristjánsdóttir þýddi bókina „Gerð prófa“, sem er 123 síður, en útgefénd- ur eru menntamálaráðuneytið, Skóflarannsóknir og tímaritið Menntamál. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaðd. Þeir7 sem aka á BRIDGESTONE snjódekkjum, negldum ' með SANDVIK snjónöglum, komasf- leiðarsinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl 22 GÚMMIVNNUST3FAN HE SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.