Þjóðviljinn - 19.09.1971, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 19.09.1971, Qupperneq 5
Sunnudagur 10. 6«pte«ibMS 1071 — 5‘JÓÐ'VTUTWN — SlÐA g HugléiSingar um íslendingasögur i tilefni af nýútkominni bók eftir danska gagnrýnandann Thomas Bredsdorff, ,,Kaos og kœrlighed" Um hvað fjalla íslendingasög- urnar? í»að er naumast hægt að segja, að þessi spuirning hafi verid áleitin við fræðimenin. A.m.k. hefur hún alveg horfið í skuggann af öðru vandamáli, sannleiksgildi sagnanna, þannig að skoðun manna á því hvort þær hafi sögulegan sannleik að geyma hefur ráðið skoðuninni á því hver kjarni þeirra væri. Á nítjándu öldinni var svarið við þessari spurningu einfalt. Fræðimenn trúðu þá á sann- léiksgildi íslendingasagnanna og töldu að þær hefðu orðið til i munnmælum skömmu eftir að atburðirnir gerðust og geymzt þannig unz þær voru skrásett- ar næstum því orðrétt. Höf- undar sagnanna (a.m.k. hinna be^tu) hefðu ekki ætlað að gera annað en skrá eins nákvæm- lega og unnt var sögur sem þegar voru til og þeir trúðu á. F/fni sagnanna var þvi frásögn raunverulegra atburða, og upp- bygging þeirra og gerð mótaðist af formi munnmælanna, sem gátu verið mismunandi ýtarleg og e.t.v. brengluð á köflum, einkum þegar líða tók á rit- unartímann, og dýpstu rætur formsins voru atburðirnir sjálf- ir og rás þeirra. Á þessari öld hafa flestir frasdimenn fallið frá þeirri skoð- un að sögumar hafi verið til alskapaðar áður en þær voru skráðar. í staðinn sfcýra þeir tilurð þeirra og þróun með togstreitu milli tveggja afla, til- hneigingu til fræðimennsku og tilhneigingu til skáldskapar. Þessar tilhneigingar hafi verið missterkar, þanng að saga haíi ýmist orðið vísindaleg skráning ' munnmælasagna, ættartalna o.þ.h. eða hrein söguleg skáld- saga, og allt þar á miUi.Saimkv. þessari skoðun stafar uppbygg- . ing sagnanna og gerð af því hverr.ig blöndunni var háttað og hvernig hún tókst í hvert skipti: höfundar höfðu misjafn- an efnivið (sagnir), unnu mis- jafnt úr honum og voru mis- jafnlega mikil skáld. Báðar þessar kenningar eru merkilegar og hafa komið af stað frjóum rannsóknum. Þó hefur þeimi báðum mistekizt að festa hendur á einu atriði máls- ins: gerð1 Islendingasaignanna sem bákfnenntagreinar. Frá sjónarmiði grísk-rómverskrar bókmenntahefðar eða frá sjón- armiði rómantískrar og raum- sæirar skáldsagnahefðar síðustu aldar eru íslendingasögurnar nefnilega mjög undarleg bók- menntagrein. Þær hafa sjaldn- ast skýra byggingu, þ.e.a.s. rök- réttan og heilsteyptan söguþráð, heldur falia sundur í þætti, sem eru sumir mjög stuttaraleigir og virðast hreinir útúrdúrar, en aðrir hins vegar svo ýtarlegir að þeir nálgast það að vera sjálfstæð saga innan verksins. Stundum eru þessir þættir ein- ungis tengdir saman á losara- legan hátt með ýmsum ytri fonmsatriðum eins og ættar- tengslum eða sögusviði og eng- in innri nauðsyn virðist ráða skipulagi sögunnar, sem spann- ar oft yfir margar kynslóðir. Við þetta bætist svo að fjöldi persómamna er oft ótrúlega mik- ill, og tengsl þeirra, ættartölur og slíkt, svo flókin að það er mjög erfitt að fá yfirsýn yfir þau, nema með því að kynna sér'verkið alveg niður í kjöiinn. Augljóst er að báðum kenn- ingunum hefur mistekizt að skýra rök þessa sérstæða forms — enda ganga þær báðar út frá því sem gefnu. „Sagnfestukenn- ingin‘‘ sem hélt því fram að sögurnar hefðu fyrst skapazt í munnmælum, gerði ekki ann- að en flytja vandamálið til: hún svipti skrifarana því hlut- verki að hafa skapað bók- menntaiformið og fékk jafn- óþekktum „sagnamönnum" það, en reyndi ekki að gera grein fyrir þeim lögmálum, sem réðu sköpuninni. „Bókfestukenningin" sem heldur því fram að íslendinga- sögurnar séu blanda úr fræði- mennsku og skáldskap, virðist þó standa sagnfestukenningunni framar að þvi leyti að hún reynir að nokkru leyti að gera grein fyrir þessum lögmálum. Hún hefur hins vegar verið gagnrýnd fyrir það, aðandstæð- an milli sagnfræði og skáld- skapar, sem hún byggir skýr- ingar sínar á, sé 20. aldar hug- mynd og hafi ekki gilt á rit- unartíma sagnanna. Höfundar þeirra hafi ekki gert mun á því að skrifa „sagnfræðirit" og „skáildrit“. Þesisi giaiginirýinii er sennilega röng í því fomii, sem hún er sett fram, því að nú voru íslendingasögur og forn- aldarsögur (lygisögur) tvö mis- munandi bókmenntaform. En þessi gagnrýni leiðir þó í Ijós hinn veika blett bókfestukenn- ingarinnar: hún gengur út frá hugtökunum „sannfræði“ og „skáldskap" sem gefnum og reynir hvergi .að skiigreina þau. Það er nefnilega margt, sem bendir til þess að bæði þessi hugtök — og þá einnig and- stæðan milli þeirra — hafi ver- ið byggö allt iiðru vísi upp á 13ndu i' , er nú er (enda væri annað mjög ósennilegt, því að í núverandi formi er þessi and- stæða sköpunai-verk raunsæis- stefnu og pósitívisma síðari hluta 19ndu aldar). Þá er það hlutverk vísindan-na að skil- greina sannleikshugmynd 13ndu rldai mianna og rannsaka síðan afstöðu sag.ianna seni bok- menntafomr.s til þess. Aðal- Vopuaðir hermenn i skipi. vandamálið er því þetta: hvers vegna var það nauðsynlegt á vissu tímabili að byggja sögur á sannfræði og fella þær í form hennar? Hvers vegna var það nauðsynlegt að gera sogurnar þannig úr garði (með söguleg- um persiónum og ættartölum og raunveruílegu sögusviði) að þær væru í nánum tengslum við sögulegan og landfræðilegan sannleika? Þegar íslendingasög- urnar voru ritaðar voru hrein- ar skáldsögur, fomaldarsögur, til, þótt þær væru e.t.v. ekki skráðar fyrr en seinna. Það heföi því verið eðlilegt, að mað- ur, sem vildi skrifa ástarsögu, nolaði efni úr þeim (eða úr Eddukvæðum) eða a.m.k. form þeirra. Slíkt gerðist á sama tíma erlendis. Hvers , vegna hafnaði hann þeirri lausn en kaus í staðinn að skrifa um Kjartan og Guðrúnu, með löng- um og að. því er virðist ó- skyldum formála ættartölum og öðru ívafi? Eða var áformhans e.t.v. annað en skrifa beina ást- arsögu? Gallinn á bókfestukenning- unni er nefnilega sá, að hún lítur ekki á sögurnar nema frá einum punkti, þar sem „litróf“ þeirra brotnar í tvo andstæða liti, sannfræði og skáldskap, en veltir því ekki fyrir sér hvað sé handan við þennan punkt, hvað- an .,ljósið“ komi og hvað valdi því að það geti brotnað einmitt á þennan hátt. Hún rannsakar m.ö.o. ekki þá grundvallarhugsun. sem skapar einingu bókmenntagreinarinnar. ákveður efni hennar og ræður því sérkennilega formi, sem það birtist í. Þessi grundvallarhugs- un er í raun og veru kjarni sagnanna, það sem þær fjalla um. Ef íslendingasögurnar virð- ast vera undarleg bókmennta- grein, stafar það af því að það hefur elcki enn tekizt að skil- greina þessa hugsun í sérleika hennar og gera grein fyrir þeim rnun, sem er á henni og grund- vallarhugsun t.d. rómamtískra og raunsærra bókmennta, sem við mótumst emn af í ríkum mæli. Það hlýtur að verða verkefni bókmenntafræðinnar nú að beina rannsóknum sín- um í þessa átt. En til þess að það taikist verða menn að kasta fyrir borð hugmyndum um „lýsingar á sammannlegum tilfinningum“ og „vilja til að segja sögu“, sem íþyngja nú mörgum bókmenritafrseðingum og sagnfræðingum (þótt þær hafi reyndar verið mjög frjó- ar áður og nauðsynlegar fyrir þróun íræðimennskunnar). Þeir verða í staðinn að ganga út frá því að tilfinningar rnanna á mismunandi tímum séu ólíkar og lýsingar þeirra fylgi því alls ekki sömu mynsti'um, og einnig að hugtakið „vilji til að segja sögu“ er merkingarlaust, þangað til búið er að skilgreina þann vilja, ástæður hans ogþað áform, sem hann birtist í. II Kveikja ofanskráðra huglei’ð- inga er nýútkomin bók eftir danska gagnrýnandann Thomas Bredsdorff. ,,Kaos og kærlig- hed“ (í flokknum Gyldendals Ugleböger), sem fjallar um nokkrar þekktustu íslendinga- sögurnar frá nýjum sjónar- miðum. Markmið höfundar er, eins og undirtitill bókarinnar gef- ur til kynna („en studie i is- lændingesagaers livsbillede“), að skilgreina og skýra lífssýn þessara sagna, það mynstur sem liggur bak við þær. Upp- runi sagnanna (heimildir, mót- un o.þ.h.) skiptir hann því engu máli. heldur aðeins sög- urnar, sem fullburða heildir. Hann tekur það þess vegna fram þegar í upphafi að hann taki enga afstöðu í deilum milli fylgismanna sagnfestukenning- arinnar og bókfestukenningar- innar. Síðar skilgreinir hann verkefni sitt svo: „Einhvern tíma hefur maS- ur skrifað sögu, sem myndar heild — hvaðan sem hann hef- ur fengið iorm sitt og efni — og þessar skipulögðu heildir hljóta að hafa verið svar við einhverjum þáttum í samtíð skrifaranna, fyrst þær fengu þann hljómgrunn. sem fjöldi sagnanna og afskriftanna ber, vitni um. Hver sem tilurð ís- lendingasagnanna hefur verið, hafa þær veri’ð bókmennta- verk, sem gegndu vissu hlut- verki á sínum tíma. Spuming- in er því, hvernig hafa þær getað gegnt þessu hlutverki? Við hvað eru höfundar að ganga á hólm? í hverju er sam- spilið milli sagiianna og ritun- artima þeirra og þjóðfélagsað- stæðna bá eiginlega fólgið?“ (bls. 119). \ Thomas Bredsdorff svafar þessum spurningum með því að kanna mynstur nokkurra helztu sagnanna. Hann telur að raun- verulegt efni þessara sagna sé ekki einstaklingurinn, sálarlíf hans, tilfinningar og innri bar- átta. heldur. íslenzkt þjóðfélag. þróun þess og innri spenna, og lausn þessarar spennu. Höfund- ur Laxdælu hafi t.d. ekki mik- inn áhuga á innrí tilfinningum Kjartans og Guðrúnar (sem franskur samtímarithöfundur hefði sennilega haft mikinn á-. huga á að lýsa og kanna) en, því meiri áhuga á þeim at- burðum, sem hlutust af ástum þeirra í Laxárdalnum. Hann kallar því þetta efni sagnanna „myten om landet". Aðalefni sagnanna eru við- sjár innan lítils félagshóps eða byggðar. Þessar viðsjár geta, að sögn Bredsdorffs, verið tvenns konar og af tveimur róturn runnar. Á yfirborðinu er driffjöður þeirra venjulega fé- gimd, valdafíkn og framagimd innan þjóðfélagsins, sem leiða til árekstra. Þeir magnast vegna viðkvæmrar sómatilfinningar söguperspnanna og endalok þeirra og miðpunktur er hefnd- : in. Þetta „sagnmynstur" (sem . Bredsdorff kallar „fyrra mjmstrið") er gamalkunnugt. því að það var skilgreint fyrir löngu og því hefur oft verið lýst. En bak við það er ann- að „mynstur" (,.hitt mynstrið") sem kann að koma ýmsum les- endum sagnanna meir á óvart. Driffjöður þess er kynhvöt. sem hlýðir ekki reglum þjóðfélags- ins heldur flæðir yfir bakka og veldur óförum og upplausn. oft miklu síðar og á allt öðrum stað í þjóðfélaginu. Bredsdoi-ff telur að þegar harmleikurinn verður mestur í sögunum stafi það af því að þessi tvö mynst- ur falla saman og virka í sömu átt. Bredsdorff skilgreinir seinrta mynstrið fyrst í forleik E.gils sögu, sögunni af Þórólfi Kveld- úlfssyni. Efni hennar eru deil- ur Þórólfs og Haraldar hár- fagra og þær hafa verið skýrð- ar á ýmsa vegu. Bredsdorff s>m- ir fram á a'ð breytni beggja aðila er rökrétt út frá sjónar- miiði hvors um sig: Hvor lifir í sínum heimi og það eru eng- in innri rök sem gera árekst- ur ómflýjanlegan. Undirrót deilnanna er hvorki valdafíkn Þórólfs né öfund konungsins heldur rógur Hildiriðarsona. Og hann stafar af því að Þórólfur situr uppi með föðurarf þeirra. Björgólfur faðir þeirra, kynnt- ist móður þeirra á gamals aldr:- og gerði til hennar „lausabrúð- kaup“. Hildiriðarsynir voru því taldir óskilgetnir og arfurinn eftir Björgólf féll í hendur Þór- ólfs við kvonfang hans. Þannig leiða ótímabærar ástir Björg- ólfs, sem falla ekki inn í, ramma þjóðfélagsins. til falls Þórólfs löngu síðar samkvæmt miskunnarlausum rökum. Bredsdorff finnur samskonar mynstur í ýmsum öðrum sög- um, einkum Laxdælasögu, Gísla sögu og Njáls sögu. og er rök- semdafærsla hans of flókin til að unnt sé að endursegja hana hér í smáatriðum. En þegar hann rannsakar þessar sögur, leggur hann þó mesta áherzlu á annað: „þjóð- söguna um ísland". Hann bend- ir á það að afleiðingar ,,hins mynstursins“ í Laxdæla sögu séu ekki þær sömu alls stað- ar. Sagan spannar yfir þrjár kjmslóðir, og í fyrstu kynslóð- inni eru viðsjárnar ektki al- varlegi-i en svo, sð góðgjamir rnenn geta jafnað málin. En þær aukast síðan með hverri kynslóð unz þær leiða að lofc-' um til blóðugs harmleiks sem enginn fær spomað við. Á sama tíma veriður breytni manna sífellt verri og mátt- leysi laga og reglna þjóðfélags-, ins til að ráða bót á því æ augljósara. En sjóndeildar- hringur Laxdæla sögj nær yf- ir stærra svæði en þessa sið- ferðilegu hnignun. Sagan hefst með hinni heilsteyptu land- Framhcld á 13 síðu 0G UPPLAUSN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.