Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 7
Sumnrudagur 19. september 1971 ,— Þ.JÓÐVILJINN — SlöA "J Ævimenntun verður ekki aðeins efnahagsleg nauðsyn, ''l'i heldur og persónuleg nauðsyn hvers einstaklings í nútíma- þjóðfélagi Viðtal við JÓHANN S. HANNESSON mikið af slíku fólki á góðum námsaldri, bæði vegna þess að Af hverju er menntun full- orðinna ofarlega á dag- Jóhann S. Hannesson: Það er svo margt sem við Iátum ógert skrá? — Það eru sjálfsagt efna- hagslegar kröfur fynst og fremst sem ýta slíkri umræðu af stað, og ég á þá við það hve hratt tæknivæðingin breyt- ir vinnuháttum manna, sem svo krefst þess að þeir séu sífellt að læra ný vinnubrögð. En þær breytingar eru aðeins hluti af meiriiháttar heildar- breytingum á þjóðfélaginu, sem verður einnig að aðstoða fólk til að fylgjast með. Efna- hagslegir og félagslegir þættir þessa máls verða ekki að skild- ir. Við höfum getað virt fysrir okkur að undanfömu, hivað hefur verið að gerast í þróuðum iðnaðarþjóðfélögum: mörg störl ófagiærðra manna og hdnna faglærðu reyndar líka hafa horfið eða breytzt mjög mikið, og þetta hefur skapað gífurleg vandræði fyrir þá sem á miðj- um aldri eða síðar hafa neyðzt til að leita sér að nýjum starfs- vettvangi eða nýrri starfskunn- áttu. Við, sem erum ekki langt komnir í iðnvæðingu, höfium aðstöðu til að verða fyrri til, bíða ekki eftir því að vand- kvæðin dynji yfir okkur. Það er miklu betra að menn hafi vanizt að læra, að nám sé eðli- legur þáttur í lífi þeirra, áður en atvinnuleysi neyðir þá til viöbragða í þá átt. ★ — 17'ullorðinnanám gerir yfir- l1 leitt ráð fyrir því, að menn fómi frístundum, skemmt- unum, og þá þeirri frægu ís- lenzku yfirvinnu. Er ekki hætt við því, að sá hugsunarháttur sem ríkir hjá okkur í þessum efnum verðj slíkri fórnfýsi þungur í skauti? — Það mætti reyndar halda, en reynslan af námsflokkunum bendir samt í aðra átt. þangað kemur fjöldi fólks, bæði vegna persónulerga - áhugamála og. til að hressa upp á atvinnumögu- leika sína. En það er auðvitað rétt, að við. höfum huigsað til skólanna fyrst og fremst sem lokaðra stofnana. á þann vett- vang vilja menn yfirleitt ekki hverfa afturf — nema þá þeir sem af einhverjum ástæðum hafa orðið útundan að því er skólagöngu varðar. Og það er víða í dreifbýlinu hafa mögu- leikarnir vérið svo naumir og eins vegna þess, að lönig og um leið almenn skólaganga er svo tiltöliulega nýtt’ fyrirbæri. Það mætti líka benda á árangur kvöldskólá þess, sem reikinn var í Laugalækjarskólanum síðast- liðinn vetur, en þar var bein- línis stefnt að gagnfræðaprófi. Það er hinsvegar ekki í náms-’ flokkunum, og því er meira af fólki þar af persónuilegum á- stæðtum, en að menn séu að undirbúa sig undir tiltekin próf, sem er svo víða spurt eiftir í sambandi við atvinnu. Æskileg skipan á þessum hlutum er sú, að menn geti hvenær sem er snúið sér að því að læra tittefcna hluti og fá með því móti áfcveðin réttindi. Mér er reyndar persónulega meinilla við þetta orð, réttindi. sem tröllríður öllu okkar menntun- artali, en hugmyndin er rétt: að menn geti snúið sér að til- teknum störfum og lagt fram heimildir um að þeir séu færir um það. — IT'f við nú snerum okkur að Hj hinni félagslegu Mið á menntun fullorðinna? — Það er mest aðkaUandi að hún sæki beint inn á hið fé- lagslega svið, að slík menntun fræði menn um möguleika á félagslegu framtaki óbreyttra á- hugamanna. Við eigum allgóðan arf í persónulegu sjálfsnámi, Það hefur alltaf verið algengt að menn lyftu sjálfum sér and- lega, tileinki sér t.d. bók- menntir, og á síðari tímum myndlist eða tónlist. En að þvi er varðar félagslegt framtak eru venjur okkar allar miklu óþroskaðri en raunveruieg tæki- færi. Það er svo margt sem við getum í borgaralegum sam- skiptum, en látum ógort. Ég á m.ö.o. við „borgara>nám“. sem er annað og meira en fræðsla um fundarsiköp eða yfirlit yfir stjórnarfar landsins, og miðar að því að menn af- hendi ekki atvinmustjórnmála- mönnum samanlögð félagsmál eða sérfræðingum. Ég held að það sé ókaflega lítið brot af vitinu í fólkinu sem kemst á framfæri með einni saman þátt- töku í kosningum fjórða hvert NÁM VERÐI EÐLILEGUR ÞÁTTUR AF LÍFI MANNA Síðasta hefti tímaritsins Menntamála fjallar um stórmerka hluti: Vandamál tengd því, að bæði efnahagsleg nauðsyn tækniþjóðfélags og persónuleg nauðsyn hvers einstaklings í hrað-breytilegum heimi krefjast þess, að nám verði ekki lengur takmarkað við reglulega skóla. Heldur verði .margvíslegt nám þáttur af lífi manna öllu, vegna þess að ekki er unnt að gera allt í skólum, og vegna þess að til þess að skilja umhverfi, sem sífellt er að breytast, þarf ævilanga menntun — eins og í þessu hefti stendur. i j Við höfum beðið Jóhann S. Hannesson, um j árabil skólameistará á Laugarvatni | og nú starfandi að undirbúningi tilraunaskóla á gagnfræða- og menntaskólastigi, að ræða við okkur um menntun fullorðinna. ár. Það vantar ekki að fólk taki gagnrýna afstöðu til valdhafa og stofnana, en það hefur ekki komizt á sú venja, að menn láti sjálfir mikid til sín taka. Ég man í svipinn ekki eftir öðrum aðila en Hundavinafélag- inu, sem hefur látið að sér kveða nýlega án þess að hafa beinna efnahagsiegra hags- muna að gæta. Á hitt er að líta, að í Reykjavík til dæmis eru margir ágætir möguleikar í þessum efnum, sem skapast m.a. af þvi að borgin er byggð upp í hverfum og því er unnt að hafa þar viðráðanlegar ein- ingar — þar sem hverfisskólinn er miðpúnlkturinn. Það væri einmitt gott, að menn æfðu sig á að fjalla um þennan hálfa dag, sem börnin þeirra eru í skólum. önnur forsenda fyrir þvi að það ætti að vera fremur auð- velt að nýta skynsemi almenn- ings á íslandi til virkra áhrifa á framvindu mála er sú að við erum blátt áfram í kallfæri hver við annan. Málnotkun okkar er ékki eins stéttaskipt og víðast annars staðar, menn úr ólíkustu þjóðfélagshópum geta vel skýrt frá viðhorfum sínum. Það eru bara skólabörn- in sem eru mállaus. ★ — Iivað er nú þegar á sviði n fullorðinnamenntunar? — Það hefuir verið svo til þessa, að það em þeir sem mesta menntun hafa fyrir, sem liklegastir em til þess að bæta við sig þekkingu — læknar til að mynda, verkfræðingar, kennarar, Þetta er að sjálfsogðu tenigt þvi, að í þessum greinum em gerðar tilteknar kröfur. Að öðm leyti er varla um annað að ræða til þessa en wáms- flokkana, svo og einkaskóla eins og málaskólana, sem amnast til- tekinn þátt sem vissulega er orðinn mjög áríðandi. Eitthvað er um starfsþjálfun á vegum fyrirtækja, en mér er því mið- ur fátt eitt kunnugt um hana; allavega held ég að lítið sé um samstarf mdlli fyrirtækja í þeim efnum. Þar verður iðnnám eins og við þekkjum að líkindum dragbítur, því það er úrelt orð- ið, ekki kamnski sú kunnátta sem menn fá, heldur er það félagslega úrelt — það hæfír ekki nútíma atvinnuháttum að iðnnám sé bundið samningi við tiltekinn verkstjóra. — En hverjar gætir þú hugsað þér framtíðarhorfur, hvað væri nærtækast að ráðast i? — Það er Ijióst, að menntun fullorðinna er erfið í fram- kvæmd. En grundvallarhug- myndin væri sú, að skólarnir gerðu sér það ljóst að innan þeirra er ekki lokið við neitt nóm, og snúi sér fyrst . og fremst að þvi að undirbúa menn undir þáð að halda áfram að læra síðar. Ég á þá ekki aðeins við það, að hægt sé að halda áfram námi frá einum skóla til annars, heldur sé á- framhaldið ekki sízt bundið við möguleika á að taka upp þráð- inn hvenær sem er, læra tiltek- ið námsefni, tileinka sér vissa hluti. hvenær sem þeir telja sig þurfa á því -að halda. ★ — ÍT'ift af því sem gerir mönn- J-i um erfitt fyrir um að ná tökum á þessari hugmynd, er sá greinarmunur sem við erum vanir á að gera á almennri menntuin og hagnýtu námi, verkmenntum. Sá mumur er að verulegu leyti tilbúningur, alla- vega ekki eins algjör og við höldum. Það er hluti af al- mennri menntun að kunin® að gera eitthvað. Og það er hins- vegar hluti af verkmenntun að maður viti, hvað maður er að gera — en það er meginþáttrur almennrar menntunar að færa mönnum skilning á þvi, sem yfir þá genigur. Ástandið er þamnig nú, að sá sem lærir eitthvert starf fórnar þar með möguleikum á háskólanámi — oftast er það svo, þótt til séu núna vissar krókaleiðir. Þar með eru menn tiltölulega snemma á ævinni knúðir til að veja á milli lang- skólanáms eins og það heitir og starfsmenntunar. Þetta er oft mjög eðlilegt val en engiinn ætti að vera neyddur til þess. — Þú átt við það, að til að fullorðinnamenntun verði virk og fjölþætt, þurfi sjálfir þeir reglulegu skólar að breytast að miklum mun? — Já. Og það þætti mér sem skólamanni ágætt, því að þá fengju skólamir meira frelsi. Það væri mikill ávinningur ef við fengjum eitthvað í staðinn fyrir þetta fyrrskipaða innihald, sem við eigum mjög erfitt með að kenna öllum jafnt. Ég á við námsskrár, sem sníða okkur þröngan stakk — ekki svo að skilja að í þeim sé nokbuð það sem óþarft er að vita, en spum- ingin er, hvort menn þurfa endilega að vita þetta fyrir fimmtán ára aldur. Það væri miklu auðveldara að fara frjáls- lega með námsefnið ef við ætt- um von á öflugri fullorðinna- menntun í framhaldi af skól- unum. ★ — TT’in er nauðsyn slíkrar J-i menntunar sem við hlaupum yfir áðan: Ef við horf- um í raun og v*ru fram til styttri vinnutíma og aukinna frístunda, þá er það áreiðanlega takmarkað hvað hægt er að fylla þann tíma með skernmt- unum sem ekfci gera neinar kröfur til þeirra sem skemmt er. Á hinu eru svo engin tak- mörk hvað hægt er að gera úr skemmtun sem krefst einhvers af mönnum — eins og námi á sviði persónunlegra áhugamála. Það er ekkert líklegra en að slík skemmtun verði mönnum persónuleg nauðsyn ef þeir vilja ekki drepast úr leiðindum. Fmmhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.