Þjóðviljinn - 02.10.1971, Page 7

Þjóðviljinn - 02.10.1971, Page 7
'Ijaugardagur 2. október 1971 — I>JÓÐVILJINN — SÍÐA ^ Gluggað í gamla grein: 18FUNDIRUM HAGKERFI OG ÞJOÐFELAG Nokkur sýnishorn af hægri hugmynd afræði í ungmennafélagi Heimdalli Heimdallur, félag ungra Sjálf- staeðismanna, gaf út bækling í tilefni 40 ára afmælis félagsins árið 1967. í bæklingnum er grein eftir Bjarna Braga Jónsson hagfræðing, „Hagkerfi og þjóðfélag". Ég hef tekið þaðan 18 glefsur, úr sam- hengi textans í heild, þó þannig að það ætti ekki að koma að sök. Greinin er of löng til birtingar í heild. Tilgangur er aðallega að sýna dæmi um kímnigáfu í ungmenna- félagi borgarastéttarinnar (því stætsta), en jafnframt eru glefs- urnar svolícil sýni af hægri hug- myndafræði. Ég hef leyft mér að gera ýmsar athugasemdir, þar sem við á. Svigamál, gæsalappir, undir- strikanir allar og málsgreinar merktar Aths. eru frá mér komn- ar. Mér þótti nægja að velja glefs- urnar með hliðsjón af íslenzku bjóðfélagi, en vil taka fram, að ég cúlka skrifin oft sem vörn fyrir núverandi íslenzku hagkerfi eða sem hvatningu um að færa það enn frekar í „frjálslynda" átt, jafn- vel þótt það sé ekki einhlít túlk- un. Margir hafa ef til vill áður les- ið svipaðar setningar og skornar eru úr greininni, t. d. í Morgun- blaðirvu. En góð þula er aldrei of oft þulin. ★ 1. „Oft eru skoðanir einstakl- ingsins svo fast reyrðar í mótuð hugsunarkerfi, að hann á ekki kost umþóttunar, þegar sögulegar og félagslegar aðstxður hreytast!' Aths. Hér er ef til vill átt við stóran hluta landsmanna. Líklega þó ekki flesta Morgunblaðslesendur cða t. d. mennina, sem skipuleggja ?s- lenzkt menntakerfi. Annars er hvergi rætt um í greininni, hvers vegna skoðanir einstaklingsins eru mótaðar í fast form og þá auð- vitað ekki heldur, hvernig félags- Iegt umhvcrfi mótast og hver móti „menntakerfi" einhvers lands og í þágu hvers. Auk þess má benda á, að það er ekki mót- aða hugsunarkerfið, sem veldur að einstaklingur á ekki kost (?) á að breytast. Heldur eru það einhliða upplýsingar og tilbúið glidismat, sem einstaklingnum er gert að renna í gegnum „hugsunarkerfið". 2. „Félagsleg samtök, sem hyggja á lengra líf en (líf) ein- staklmgsins, hljóta hins vegar og verða að taka nýjar og síbreytileg- ar aðstæður til meðferðar og sam- hcefa þcer skoðanakerfi sínu." Aths. Líklega átt við Heimdall og önnur álíka farsæl samtök, en ekki vinstrisinnuð samtök (því þeim er nefnilega stjórnað „utan- að"). Hér eru svo félagslegar aðstæð- ur samhæfðar skoðanakerfi, ekki öfugt. 3. „. . ., enda örðugt á móti að mœla, að hugmyndafrxði og hug- sjónabarátta hafa fremur leitt til bölvunar en blessttnar." Aths. Hér er svo sérstök túlkun á mannkynssögunni. Sjálfstæðisflokkurinn, svo við snúum okkur að íslandssögu, virð- ist berjast fyrir hugsjónum sbr. síðustu kosningabarátm svo sem „Eflum einstaklinginn" og „20 ál- ver". En hér er líklega átt fremur við kommúnisma og svoleiðis. Svo eru „bölvun" og „blessun" af- stæð hugtök. 4. „Menn vilja geta byggt lifs- skoðun sína á bjargi. Almennt viðurkenndar grundvallarskoðanir (?), reistar á þekkingu og víðsjni, reifaðar og reyndar í opinskáum umræðum, veita fólki þýðingar- mikið samfólagslegt öryggi". Aths. Hér er skírskotað til öryggis- kenndar einstaklnigsins. Erich Fromm, þýzkur heimspekingur, hefur til dæmis bent á, hvernig hægt sé að veita og jafnvel lofa fólki tilbúnu „öryggi", sannfæra það um nauðsyn þessa, vekja hjá fólki öryggisleysi gegn „illum öfl- um" (geta verið hvað sem er, til- búin eða ekki) og með því ná fram pólitískum áhrifum. Og svo: Stefna Sjálfstæðis- flokksins er stefna meirihlutans, þegar allt kemur til alls og stjórn- ast af almennt viðurkenndum sannindum, þekkingu, víðsýni, varkárni o. s. frv. Hún er reifuð í opinskátim, almennum viðræð- um. „Vor guð er borg á bjargi traust". 3. „Vel alinn maður . . .* Aths. Hér er lfklega átt við félags- Iegt uppeldi, jafnvel frjálslyndan eða „róttækan" hægrimann. „Á íslandi ríkis jafnrétti" (sbr. Morgunblaðið). Hér eru flestir vel aldir. Þeir sem eru illa aldir geta sjálfum sér um kennt og mega laxera í friði .og spekt. 6. ,)Sé hugmyndafrœðilegu hungri manna ekki svalað (sjá lið 3 um hugmyndafrceði), sam- félagslegri öryggisþörf ekki full- nccgt og lífinu gefið nokkurt hug- ' sjónalegt (hugsjóna-) inntak (sjá lið 3) er jafnan hastta á, að fólk sé varnarlaust og berskjaldað (ör- yggisþörfin á ný) fyrir áróðri of- stcekismanna, sem „gefa þvt steina fyrir brauð." (sítat: Grétar Fells, Fjallið eina, Ijóð). Aths. Mótsögn við 3. lið. Þótt illa hafi til tekist, er hugmyndafræði nauðsyn. Með öðrum orðum: Hugmyndafræðisnautt fólk — , samfélagslega óöruggt fólk — nokkuð hugsjónasnautt fólk — þ. e. a. s. fólk flest, við erum auð- veldusm fórnarlömb ofstækisins (Iíklega átt við sósíalisma). Og meðtalið, kæm fórnarlömb, gegn „hinu illa" er auðvitað brauð í stað steina, þ. e. a. s. Sjálfstæðis- stefnan. 7. „Helztu vatnaskil í viðhorf- um ..." Aths. Heraklít sagði: „Állt flýmr" eða eins og kerlingin sagði: ,JMú blotnar í, maður". ^ 8. „Að sjálfsögðu skirskota grundvallarviðhorf stjórnmála- skoðana í lýðrœðisþjóðfélagi að jafnaði (með undantekningum þó) til heildarhags þjóðfélagsins". Aths. Gott dæmi um ofanskráða stað- hæfingu, er sósíalískt þjóðskipu- lag. Líklega er þó ekki átt við það hér. Enda: Eflum einstaklinginn". Hér er því sennilega átt við „vestræna lýðræðislega stjórnar- hætti". Kapítalismi hefur alltaf verið varinn sem „hagsmunir helidarinnar". 9. „Menn vilja sem emstakling- ar njóta fullra mannréttinda, þar á meðal njóta hins fyllsta frjáls- rœðis í stöðuvali, neyzluvali cg arrnari ráðstöfun fjármála sinna. Þeir telja sig eiga rétt á að njöta þeirra tœkifœra, sem hcefileikar þeirra búa þeim, þannig að mann- legt skipulag stcmdi ekki í vegi fyrir þeim mögideikum, sem nátt- úran sjálf býr yfir (!)". Aths. Mikil eru náttúrulögmálin. Lík- lega er þá áníðsla náttúrulögmál. Líklega eru hæfileikar verðondi láglaunafólks endanlega ákveðnir við fæöingu. Þrjátíu og sex teg- undir tannkrems, líka það er nátt- úrulögmál. Er launamisrétti sjálf- sögð mannréttindi? Benda flokkspólitískar stöðu- veitingar og fjölskylduklíkur til frjálsræðis í stöðuvali? Bendir fáránleiki auglýsinga og framboð / eftirspurn / gróði- stefnan til frjálsræðis í neyzlu- vali? Miðast mannréttindi við pen- inga? Bendir yfirborðskennt (ég lærði fimm tungumál), þvingandi (kennarar em alvaldar, námsefni skipað, ásmndun skilyrði) og óþroskandi (hvað lærðr þiú t. d. í sálfræði og sögu?) skólakerfi til þess að börn (það er líka fólk) fái að njóta hæfileika sinna? Hvert er þetta mannlega skipu- lag, sem ekki má standa í vegi? Líklega yrðu svörin þessi: Á íslandi er ekki launamisrétti, heldur réttlætanlegur launamis- munur, miðaður vð i„menntun" og „hæfileika". Á íslandi fá menn stöður eftir „hæfileikum" í þágu „heildar- innar". Auglýsingar eru nauðsynleg kynning vörunnar. Fólk velur svo eftir innsm sannfæringu. Enginn gerir neitt í þágu heild- arinnar, nema að græða samtímis. Skólakerfið er fullnægjandi, varðveitir menningu voru og ávallt er reynt að endurskipu- Ieggja það í þágu „heildarinnar" (sbr. lið 8). Mannlega skipulagið er sósíal- ismi og og stétthyggja. 10. „Fólk er ófúst að þola ójöfnuð og eymd hið næsta sér." Aths. Við virmmst þola óheyrilega lág ellilaun, og 15—20 þús. kr. mánaðarkaup fjölskyldufólks án þess að blikna. Við virðumst þola Höfðaborgirnar og skólakerfi, sem gerir böm að ósjálfstæðum leik- brúðum og þar sem kennarinn er skilyrðislaust einvaldur í kennslu- stund. Við virðumst þola að sjá lögreglu misþyrma fólki (sbr. setu í menntamálaráðuneytinu vorið 1970). Við emm í hernaðarbandalagi við fólk, sem myrðir annað fólk í Indókína og Mósambík. 11. „Þær stjómmálastefnur, sem leggja hvað mesta áherzlu á frelsi og syigrúm einstaklinganna (þeirra „hcefu"), miða einnig mjög ákveðið að því að efla heild- arhagsmuni (þeir eru einhcefir), halda almannatryggingum mjög á lofti (almannatryggingar eru lcegstar á íslandi miðað við Norð- urlönd) og viðurkenna heildar- stjórn á meginþáttum (hverjum?) efnahagsmálanna". Aths. Líklega átt við „vestræna frjálsa Iýðræðisstefnu", eins og er á ís- landi. Hins vegar er öll setningin marklítil, enda hefur reynzt erfitt að útskýra hvernig eigi að efla einstaklinginn í þágu heildarinnar og stjórna heildinni í þágu ein- staklingsins og um leið halda við arðráns- og áníðslukerfinu, sem □ Líklegra eru hæfileikar láglaunafólks endan- lega ákveðnir við fæðingu. Þrjátíu og sex teg- undir tannkrems, líka það er náttúrulögmál. ★ □ Hugtökin framboð, hagnaður og eftirspum ná greinilega ekki aðeins yfir framleiðsluvörur, heldur einnig yfir einstaklinginn. ★★ □ Maðurinn fæðist inn í stórfenglegt athafna- kerfi til þess að framleiða, verzla og hagnast. Hann erfir heilbrigða eignarhvöt, heilbrigða verzlunarhvöt, heilbrigða sjálfselsku og heil- brigðan metnað. margir kalla demókratí hvursdags- ins. 12. „Menn hallast því ce meir og ce víðar að þvl, að varðveita það hvatningarkerfi, er byggist (enn ein byggingin) á heilbrigð- um (?) metnaði og framtaki ein- staklingsins (þeir „hcefustu" ná lengst). En jafnframt ráða hin samfélagslegu viðhorf (einkum og sérílagi, þegar viðhorfin eru til- búnir frasar) því, að til þess að laða (?) fram atorku og fram- tak, sé ekki kostað til meiru, í formi hagnaðar og hálauna, en nauðsynlegt er", (að dómi auð- valdsins). Aths. Hér er líklega átt enn einu sinni við ,/iinn frjálsa heim". Mér sýnast þessi „vestrænu lýð- ræðisríki og brjóstvamir frelsis- ins" mörg riða að falli vegna innri þjóðfélagsmótsagna og áníðslu valdastétta á láglaunastéttum og minnihlutahópum, jafnvel þótt þau stofni til pólitískra styrktar- bandalaga, t. d. EBE, eða grípi til innanríkisfasisma, t. d. eins og Bandaríkin og Frakkland. Svo er það þessi margumræddi „heilbrigði memaður". Það virðist sem menn ædi aldrei að hætta að reyna að rétt- læta falska meðvtiund og þatil- mótaðar „dyggðir", sem þjóðfél- agið neyðir upp á þegnana strax í æsku, með því að lýsa yfir að ástand einstaklingsins sé heilbrigt. Auk þess: Hugtökin frambóð, hagnaður og eftírspurn ná greini- lega ekki aðeins yfir framleiðslu- vöru, heldur einnig yfir einstakl- inginn. Rolluna sem hægt er að hagnast á ef einhverju er kostað í fóður og aðhlynningu. „En fólk er ófúst að þola ójöfnuð og eymd hið næsta sér". 13. ,„ . ., heldur látið (þ. e. menn hafa . . .) stjórnast af arf- teknum venjum, sem samfélagið hefur gefið meira eða minna laga- gildi". Aths. Ágæt greining á íslenzku þjóo- félagi. 14. . bins algera ácetlunac- búskapar, hinnar ofstcekisfullu samfélagshyggju, er hirðir ekki (bara alls ekki) um óskir og þarf- ir einstaklinganna út frá því við- horfi, að þeir séu eða þeim beri að vera steyptir allir í sama mót". Aths. Og svo er það kommúnistagrýl- an. Hver gæti bezt talað um of- stæki? Auk þess em alhæfingar mjög auðveldar í notkun. „Steyptir í sama mót" á raun- verulega við um íauna og aðstöðu- jöfnun. Það er nefnilega til annað en fé og efnahagur, sem gerir fólk að starfandi félagsverum, með félagslegan þroska og sjálf- stæða skapgerð, líka þegar allir hafa jafnt til að bíta og brenna fyrir störf sín. Til dæmis ham- ingja. 15. „Aðferð markaðarins á að bera það með sér að enginn (þetta hefði átt að liggja innan gcesa- lappa) finna til persónulegrar þvingunar, en samt sé öllum nauðsynlegum (?) störfum sinnt og í aðalatriðum (undantekningar leyfðar) gangi allar virkar (?) óskir og þarfir upp á móti efnis- legum möguleikum til að upp- fylla þcer. Þetta er því grund- vallaratriðum eina hagkerfið, sem hentar þroskuðu (?) fólki". Aths. Umhverfið (uppeldi, skóli, fjöl- Framíhald. á 9. sídu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.