Þjóðviljinn - 02.10.1971, Qupperneq 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVXLJINN — Laiuganda®ir 2. október 1971.
J5
Asgeir Elíasson bczti maður ÍR-liösins um árabil hefur ekki leik-
ið meft liðinu ennþá. Ekki er ótrúlegt aft hann komi inní liðið
um næstu helgi.
Þrír leikir í bikarkeppninni
eiga að fara fram um helgina
Tveir til vidbótar í næstu viku
□ Þá hefst bikarkeppni KSÍ fyrir alvöru um þessa
helgi. Eiga þrír leikir að fara fram og eru 1. deild-
ar lið frá því í sumar þátttakendur í tveim þeirra.
Tveir leikir, sem þegar er búið að draga í fara
ekki fram nú, en gera má ráð fyrir að þeir verði
leiknir í næstu viku og um næstu helgi.
1 dag maetast á Neskaup-
stað Þróttarliðin tvö. Lið Þrótt-
ar frá Reykjavík og Þróttar
fná Neskaiupstað. Þessi lið haía
tvívegis leikið saman í sumar
og hefur Þróttur (R) unnið
báða leikina með nokkrum
muin. En máltæki segir — allt
er þegar þrennt er — og verð-
ur fróðlegt að sjá hvort það á
við í þetta sinn.
★
Þá mæta Akureyringar, liðið
sem féll niður í 2. deild í sum-
ar, liði Isfirðinga, á ísafirði.
Eitthvað mun vamta í lið Ak-
ureyringa vegna þess, að 2.
flokks lið þeirra ér að leika
í úrslitakeppni 2. flokks um
þessa helgi, en þrátt fyrir það
hafa Akureyringar ekki séð á-
stæðu til að fá leiknum frest-
að. Sjálfsagt telja Akureyriing-
ar sig nokkuð örugga um sig-
,ur enda ætti svo að vera, mið-
að við frammistöðu Isfirðinga
í 2. dcildarkeppninni í sumar.
Reykjavíkurmótinu i handknattleik hatd-
iS áfram annaS kvöld
Annað kvöld kl. 19 heldur
Reyk.javikurmeistaramótið i
handknattleik áfram og fara
þá fram tveir leikir í mfl.
kvenna, en strax á eftir þrir
leikir í mfl. karla.
Fyrri leikurinn í mfl. kvenna
verður á milli Ánnanns og
Víkings og getur sá leikur orð-
ið mjög jafn og skemmtilegur.
Ármann er að eignast gott lið
í mfl. kvenna, sem er til alls
líklegt í vetur Um Víkings-lið-
ið veit miaður minna en þess
má geta, að það varð Reykja-
víkurmeistari í fyrra og var þá
skipað leikreyndum stúlkum
og mun svo vera enn.
Hinn leikurinn er á milli
Fram og KR. Fram-liðið hef-
ur misst tvær af beztu leik-
konum sínum frá í fyrra. Sér-
staklega mun liðið sakna hinn-
ar frábæru handknattleiks-
konu Sylvíu Hallsteinsdótlur,
en hún er hætt iðkun hand-
knattleiks. Það ætti þvi að
geta orðið jafn leikur milli
Fram og KR,
Sírax að kvennaleikjunum
loknum hefst keppni í mfl.
karia og leika Víkingur og ÍR
fyrsta leikinn. Þetta verður
sennilega jafnasti oS skemmti-
legasti leikur kvöldsins. Vík-
Hörður Kristinsson sterkasti
leikmaður Ármanns.
ings-iiði'ð hefur verið mjög
sannfærandi í tveim fyrstu
leikjum sínum og verður að
öU)Um líkindum sterkt í vetur.
ÍR-liðið hefur hinsvegiar ekki
sýnt það ennþá, sem búizt var
við af því fyrir fram. Þeiss ber
þó að geta að það hefur ekki
enn gelað stillt upp sínu sterk-
asta ii’ði ýmissa orsaka vegna.
í öðrum leik kvöldsins mæt-
nst Valur og Ármann og er
hætt við, að þar verði um leik
kattarins aö músinni að ræða.
Þess ber þó að geta, að Ár-
rmann kom mjög á óvart á síð-
asta leikkvöldi er liði’ð sigr-
aði ÍR, en þó verður að telja
hæpið að því takist að sigra
Val.
Síðasti leikur kvöldsins verð-
ur á milli KR og Fram og má
fullvíst telja að þar verði það
sama upp á teningnum og í
leik Vals og Ármanns að um
auðveldan sigur Fram verði að
ræða. KR-liðið virðist alger-
lega æfingalaust og ólíklegt að
þa’ð veiti hinu ágæta Fram-
liði nokkra mótspyrnu, sem
talandi er um. — S.dór.
Róbert Eyjólfsson einn af hin-
m mörgu ungu og efnilegu
leikniönnum Vals-liðsins eT á
morgun fer til Húsavíkur og
mætir Völsungum
Þv'i má skjóta hér inn! aðf'
A'kureyringar hafa enn ekki
tekið endanlega ákvörðun um
hvort þeir leika undir merki
IBA næsta sumar, eða hvort
KA og Þór leika sitt í hvonu
lagi.
Halldór Björnsson, þjálfari og
bezti leikmaður Völsunga.
Tekst honum að leiða lið sitt
til sigurg gegn Vai á morgun?
Loks mun 1. deildarlið Vals
saskja Húsvíkinga heim á
morgun og leika gegn Völs-
ungutn, liðinu er kom upp úr 3.
deild í sumar. Eftir öllum sól-
armerkjum að dæma, ætti Val-
ur að vera nokkuð öruigigur um
sigur, en þó er bezt að fara
varlega í alla spádóma, ekki
sízt þar eð Völsungar eru
þekktir fyrir mikla keppnis-
hörku og þeir eru þar að auki
á heimavelli. — S.dór.
J. .■:v.i'Bi;V.jViiV:Víí\íVá«iáiV.Vi^siVáiiii\íiií^ÍiVÚ:iiVtjiis,úSi5^i*iSÍtiiV.:i;;.i;;,.Vát'.'Á^siV,jáVÍiV^\iii;.v...- .... ................... ............ .
Úrsliialeikir
2. flokks
um helgina
Úrslitaleikirnir í íslands-
móti 2. flokks fara fram í
Reykjavík um þessa helgi. Til
úrslita leika KR Fram og
IBA. Mun keppnin væntan-
lega hefjast í dag en ráð-
gert er að Akureyringarnir
leiki háða sína leiki hér syðra
um helgina.
Þá fer einnig fram á morg-
un úrslitaleikurinn í Islands-
móti 5. flokks og leika til
úrslita KR og Fram.
:VV\V;VV\\UV\VnV:V:MvV;v\V:\\\Ú\VU\V\\á\VV\V\V:VvVV:'Ú\\:VVV:VV'ÚV:\VvV:VV:V'nV:VVVvV:ViVVV\\VæV:--
Þér gat feilaS eins og öSrum
Nokkur orð um réttan fréttafluttnin Klp. og fleira
Mér datt í hug þessi ágæta
heilræðisvisa þegar ég las á-
sakanir Klp. í Tímanum í gær,
um sífelldar missagnir sann-
leiksviðsnúning og ósannsögli
mína á íþróttasiðum Þjóðvilj-
arts.
Vart má heilum fljúga fjöðrum
fullur af veilum maðurinn.
Þér gat feilað eins og öðrum
enginn deila skyldi á hinn.
Það vill nefnilega svo til, að
einn af daglegum samnleiks-
viðsnúningum Klp. í frétta-
skrifum sínum er á sömu
síðu og níðslkrifin um mig. Þar
segir hann af sinni alkunnu
fyndni, að Þróttarliðið frá
Reykjavik fari til Norðfjarðar
í 3 litlum fflugvélum, þar sem
liðið sé svo dýrt að það fari
ekki í ' einni vél. Sé þetta í
annan stað vegna þess, að
Þróttur (R) þurfi að kosta sig
algerlega sjálfur til Neskaup-
staðar og sé þetta ódýrara. Nú
vill svo til að í reglugerð um
bikarkeppni KSl segir orörétt:
auglýsingakostnaður, gjald til
KSÍ ferða- og uppihaldskostn-
aður fyrir allt að 15 manns,
greiðist að jöfnu arf báðum lið-
unum.
Ekki það, að þetta skipti svo
mitalu máli, Kjartan minn, það
er bara þetta heilræði að „vart
má heílum fljúga fjöðrum/
fuillur af velkim maðurinnM.
Um persónuileigt skítkast í
minn garð hirði ég etaki um að
sviara þér öðru en þessu; það
lýsir bara þinum innri manni.
En hvað viðvíkur því að ég
hafi fyrstur gagnrýnt íslonzk
lið fyrir að lei'ka báða sína
leiki erlendis í EB vil ég segja
þetta. Það eru liðin þrjú ár
síðan ég fyrst gagnrýndi þetta
hjá islenzku liöunum en þá ták
en,ginn undir þá ga-gnrýni. En
um það hvort einlhver Alfreð
Þorsteinsson hafi skrifað í
Tímann um þetta, má vel vera,
ég las ekki íþróttasíðu Tímans
svo vel, nerna þá helzt grínið
þitt
En hitt er mér ljúft að leið-
rétta að mig misminnti um
nafn belgíska liðsins er Val-
ur lék báða leikina við ytra.
Það var ekki Standard Liege,
heldur Anderledht og í Ev-
rópukeppni sýningarborga, en
ég fæ ekiki séð að slíkt mis-
minni geti breytt höfuðatriði
málsins, gagnrýninni á að leifca
báða leikina úti nema þá í
smástrákalegri hártogun.
Ásökuin um það að ég hafi
ekki gagnrýnt ÍA vegna ástar
minnar á liðinu visa ég á bug.
Ég gagnrýndi þá alveg jafnt
og aðra, en ég sagði að það
hafi ef til vill oftar verið á-
stæða .fyrir harðri gagnrýni en
að þessu simni, þar eð öll ís-
lenzku liðin áttu heimaleikinn
á undan og það sama daginn
15. sept. sl. En þessu sleppti
Klp. að sjálfsögðu úr sinni til-
vitnun.
Um kvörtun þína yfir því að
vera kallaður ritstjóri íþrótta-
síðunnar er það að segja að ég
vissi ekki betur og ekki held—
ur að það væru til einhveriar
viðkvæmar sálir, sem vildu
taka þenman titil af þér, varla
máttir þú nú við þvi að tapa
skrautfjöðrunum. Ég verð hins-
vegar að játa það. að persónu-
skítkaist þitt í minn garð
olli mér vonbi-igða vesna þess,
að ég hafði alltaf álitið þig á-
gætlega innrættan, eða eins og
á einum stað stendur . . . en
hjartað það var gott. — S.dór.
/
i
i