Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 5
r Fimirrtudagur 7. októbar 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA g AF ERLENDUM VETTVANGI Landnemí Vegnrinn mikli Landnemahús í Amazonhéruðunum: auðn innan fárra ára? Þjóðvegur um Amazonhéruð og hugsanlegar afleiðingar Brasilíska herforingjastiórnin er um þessar mundir að reyna að æsa landa sína til stolts og hrifningar á miklu mannvirki: verið er að leggja mikinn þjóð- veg þvert yfir frumskóga Am- azonfljótsins, allt frá hafnar- borgum á strönd Atlanzhafs til landamaera Bolivíu og Perú — og máske verður haldið áfram með veg þennan allt til Kyrra- hafsstranda. Framkvaemdimar munu standa í þrjú ár enn, og þá verður vegur þessi orðinn um 15 þúsund kílómetrar á lengd. Yfiiiýstur tilgangur er sá, að opna leiðir að áður lítt nýttum saðœfum Amazonsvæðisins, en það er að flatartnáli á staerð við Bandaríkin að Alaska frá- skildu. Ennfremur er vísað til þess, að í norðausturhéruðum landsins búi miljónir manna við hungurkjör og landleysi — er áformað að flytja um 500 þúsund manns af því fólki inn í land og setja það niður á um 150 km. breiðu belti meðfram hinum nýja þjóðvegi. Land- nemar fá í sinn hlut 250 ekrur lands, lítið timburhús og lán til jarðarbóta, — en eins og að lifcum lætur hefur gengiðrmjög misjaínlega að standa við þau loforð til þeirra sem freistast láta til búferlaflutninga. Mörg mótmæli eru uppi höfð gegn þessum áformum stjórn- arinnar. Bent er á það, að þessar framkvsemdir muni hafa mjög truflandi áhrif á hina sérstseðu náttúru Anuz- onhéraðanna. Jarðvegur er þama þynnri en menn skyldu ætla. og því mikil hætta á þvi að land það, sem rutt verður, breytist á fáum árum í auðn — nema notaðar séu nútíma- aðferðir eins og sáðskipti og áburðargjöf, sem mun hvorugt á færi nýbyggjanna. 1 öðru la.gi er talið, að þessar framkvæmd- ir hafi hin alvarlegustu áhrif á líf um 8000 Indíána af þeim 50.000 sem eftir hjara í BraS- ilíu eftir svívirðileg manndráp og grimmdarverk hvítra manna (þegar Portúgalir komu á vett- vang um 1500 voru Indíánam- ir um tvær miljónir). I þriðja lagi óttast margir að vegarlagn- ingin verði til þess eins, að opna bandarískum auðhringum leiðina að málmauðæfum þessa svæðis — en þar er m.a. að finna mestu járnbirgðir í heimi. NEW YOBK 6’8 — Ful'ltrúi Pakistans réðst í gær harkalega á indversku stjórnina í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og ásakaði hana um að heyja leynilegt stríð gegn Þakistan. Mahmoud Ali formaður pakistönsku sendinefndarinnar á alls- herjarþinginu hélt því fram, áð Indverjar sendu reglulega her- menn yfir landamærin til Austur-Pakistan og styddu skæruliða- sveitir Bangla Desh. , Forsetínn nemnr wh fétskör þegnn sinms □ Foísaétisráðherra Svía, Olof Palme, er um þessar mundir í norðurhéruðum Tanzaníu, til að kynna sér einkar athyglisverða tilraun í sarnfé- lagsþróun. Þar íeynir nú á áætlanir stjómar Nyererés forseta til að koma á sósíalisma í landinu. Nítján mdnuðir eru liðnir síðan Nyerere forseti ferðað- ist um hrjóstrugar syéitir Dodomahéraðs í nórðurhluta landsins og hvatti aéttkvíslir Wagogoþjóðar, sem er rösk- lega hálf miljón talsins, til að flytjast búferlum frá dréifð- um smáþorpum sínum og setjast þess í stað að á litl- um samyrkjubúum, svonefnd- um Ujamabóéjum. Ekki virð- ist bó annað sýnt, en að for- setinn hafi tailað fyrir dauf- um eyrum Wágogomanna,, því aðeins örfáir þeirra sinhtu hvatntaigu hans, og fluttu til samyrk j ubú ann a. En svo kom skriðan. 1 vor byrjuðu Waigogomenn að flykkjast til sámyrkjubúanna, svo að tugum þúsunda skipti, og loks höifðu tvö hundruð þúsund þeirra setzt að í Uj- amabæjunum, en samkvæmt áætlun stjórnartanar áttu bæ- irnir aðeins að rútaa fimm- tíu þúsund manns. Einstaklingshyggja er afar ríkur þáttur í skapgérð Wag- ogcfólksins. Þar reynir hver að tfyggja lífsviðurværi sitt með því að sanka að sér.etas mörgum nautgripum og hægt er og þeir hafa til þessa tekið hugmyndum forsétans um sameignarbúskap og stórfjöl- skyldur víðsfjarri. Það voru þvi tæpast hugsjónir sósíal- ismans, sem réðu hópflutn- Nyerere er ekki hræddur við að chreinka hendur sínar ingum beirra til samyrkjubú- anna, heldur var meigiinástseð- ah sú, að þeir vildu fá að- stoð htas opinbera til þéss að hafa í sig og á, en skæðir þurx'kar og hungursneyö hafa hérjað á þá um langan. aldur. Nú voru góð ráð dýr fyrir stjómina, það varð að sanna ættkvíslunum í vérki, að samvinnan væri sigurstrang- legri en samkeppnta. Nyérére brást hárt við, hann fór til éins samyrkjubúsins, settist þar að og vann baki brotnu, Framhald á 9. síðu. OSKA- STUND Kæni skraddarinn Framhald af 3. síðu. anda í búrinu um kvöldið, þá hélt hún að björninn væri að rymja af gleði yf- ir því. að hann hefði nú gert út af við skraddarann. Hún fór því allshiw- ar glöð á fætur um morguninn; en þegar hún gægðist inn í bjarnarbúrið, sá hún skraddarann standa þar ljós- lifandi; varð hún þá svo skelkuð. að hún gat engu orði uop komið. En hún ?at ekki lengur neina undanfærslu haft. bví að hún var búin að lofa því opin- berlega að eiga hann. Lét nú konung- ur aka fram viðhafnarvagni sínum og kóngsdóttir varð að setjast í hann hjá skraddaranum oö fara til kirkjunn- ar til hjónavígslu. En þegar þau voru pvstígin upp í vatninu, þá sáu þau þiöminn koma á eftir sér bálreiðan og rvmjandi. Kóngsdóttir varð dauðskelk- uð og hrópaði: „Björninn er á eftir okkur og ætlar að taka þig!“ Hinir skraddaramir höfðu bá af öfund og illsku farið inn í búrið og skrúfað töngina af biminum, svo að hann losnaði, og síðan hl-eypt honum út. En hvað gerði litli skraddarinn nú? Hann stóð á höfði og stakk fótunum út u’m vaengluggann og kallaði: „Sérðu skrúftöngina? Hafðu þig burt, annars skaltu fara í hana aftur.“ Þegar biörninn heyrði þetta bá sneri hann við óðara og hljóp leiðar sinnar. en skraddarinn og kóngsdóttir óku í kyrrð og ró til kirkjunnar og voru gefin saman, og hann ltfði með henni sæll og glaður eins og fugl á kvisti. Kisuþula Hér er gömul þula um hana kisu. Óskastundina langar til að biðja ykkur að teikna mynd við þuluna og senda henni til birtingar. Ætlar hún að velja úr þá mynd sem henni fmnst bezt til að birta. Þið munið hvað þið eigið að skrifa utaná: ÓSKASTUNDIN, Þjóðviljanum, Skólavörðustíg 19. Hér kemur svo kisuþulan: Kisa fór á lyngmó, rjúpurnar elti, setti hún upp sinn daggahatt og dynfjaðrabelti. Utan eptir tröðunum dindilinn dró, með ■ fattan hnakkann og flókana þó, býsna mikinn brceddi snjó, svo lœkir runnu ofan i sjó. Hún var í rauðum skarlatsstakki á berjamó með tinbelti föður síns og tvenna skó. Svör við bréfum Óskastundina langar að þakka Sig- ríði Stefánsdóttur í Ólafsfirði fyrir fallega mynd. Eins þakkar hún Lillý Halldóru og Sigrúnu Jónu í Hafnar- firði fýrir litlar snotrar myndir. Hún getur ekki birt þær að sinni. en er þakklát að hafa fengð þær og ætlar að geyma þær vel. OSKA- STUND „Sagan um litlu rykhnoðrana” hræðslu. Þar uppi hékk hann fastur í gardínunni, en til allrar hamingju datt hann niður á gólf aftur. Þegar hann hafði komið handleggjum sínum í röð og reglu, hrópaði hann: Framhald á næstu síðu. „Hann hefur áieiðanlega sofnað hnoðra- svefni“, sagði annar. Nokkrir gráir ryk- hnoðrar flugu nú yfir gólfið og alla leið útí hornið við borðið. Þar lá mjög stór rykhnoðri og svaf miðdegislúr. Hann var kallaður hnoðrakóngurinn, af því hann var stsersti og elzti ryk- hnoðrinn í herberginu. Hann hafði fæðst á ermj á ullartreyju einni, á- samt nokkrum öðrum hnoðrum. Ryk- sugan hafði oft reynt að ná honum, en alltaf hafði hann getað skotizt burt og falið sig. Allir rykhnoðramir, se’m höfðu fæðst með honum voru nú horfn- ir. Ryksugan hafði náð þeim, eða kannski höfðu þeir fært sig eitthvað annað. „Hnoðrakóngur, hnoðrakóngur, rvk- sugan kemur!“ hrópuðu tvenr af ryk- hnoðrunum. „Hvað segið þið?“ hrópaði hnoðra- kóngurinn og flaug hátt uppí loft af i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.