Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 6
g SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. ofctdber 1971. Frá Helsinki. Borgþór S. Kjærnested skrifar frá Finnlandi Stefna Finnlands í Þýzkalandsmálum Þegar litið er á stefnu Finn- lands í Þýzkalandsmálinu er rétt að draga upp nókkrar lín- ur í þeirri þróun sem orðið hefur áður í skiptum Finnlands og Þýzkalands. Tímar náinna samskipta hófust með fyrri heimsstyrjöld. Þegar stríðið brauzt út sáu margir sér leik á borði, sérstaklega meðal ungra þjóðernissinna í Finn- landi, að berjast við erkifjand- þjóð sína. Rússa. Ungir menn fóru í hundraða tali á laun úr landinu til Svíþjóðar og þaðan til Þýzkalands. Ætlunin var að verða sér úti um hernaðar- þjálfun fyrir komandi frelsis- baráttu gegn Rússum. En áður en stríðinu lauk hafði gerzt mikilvaeg þróun í Rússlandi keisarans, honum hafði verið steypt af stóli og alþýðan tek- ið völdin undir forystu bolsé- vikka og Leníns, sem þ 6. des. 1917 lýsti landið úr tengslum við keisaradæmið. Bylting f ársbyrjun 1918 var ger@ bylting í Finnlandi og hin lög- lega stjóm landsins (lögleg samkvæmt lögum borgarastétt- arinnar) flúði til Vasa, borgar á vesturströndinni, og þar landsteig sá hópur Finna sem hlotið hafði herþjálfun í Þýzkalandi á stríðsárunum, nokkrum dögum síðar. Þessir menn voru settir undir yfir- herstjióm aðaismannsins og hershöfðingjams Carls Gustafs Mannerheims. sem þá var ný- kominn til heimalands síns eftir þrjátiu ára þjónustu í her Rússakeisara, síðast sem hershöfðingi í hirð hans há- tismar. Þessir menn voru sem sagt sameinaðir undir stióm manns sem barizt hafðj Rúss- landsm»(rin við víglínuna í stríðinu. Bankar Bankamir voru ósparir á fé sitt til vopnakaupa, tveir stærstu bankar landsins veittu greiðan aðganff að hirzlum sín- um. Þeir menn sem komu i'ir herþjónustunni í Þýzkalandi urðu til þess afí mynda uppi- stöðuna í þeim hvítliðaher iragnbyltingarmanna sem barði niður frelsishugsjónir verka- lýðsins og batt hann aftur við framleiðslutæki auðvaldsins. og þetts gerðist með b°mað- arlegri aíisfoð og herliðssend- ingum Þjóðverja í lokin. Þró- unin fram að anmarri heims- styrjöld gerðist öll í góðu sam- læti við Þjóðverja og með hemaðarlegri aðstoð Þýzka- lands gátu Finnar dregið stríð- ið fram á haust 1944. f þeim friiðarsaimningum siem gerðir voru við ráðstjómina 1944 skuldbundu Finnar sig að vísa öllum þýzkum herafla úr land- inu innan ákveðins tíma. Þjóð- verjar kváðust ekki geta orðið við þessum kröfum, tíminn væri of naumur og þá hófu Finnar hemaðaraSSgerðir gegn þeim. með þeim afleiðingum að Þjóðverjar brenndu allt land og alla byggð á eftir sér, borgin Rovaniemi var svo að siegja lögð í rúst og annað eft- ir því Gjörbreytt stefna Eftir strið gjörbreytti Finn- land um stefnu í utanríkismál- um. hafin var virk hlutleysis- stefna. Þýzkalandsmálið heÞur stöðugt verið þrætuepli stór- veldanna og það er aðalástæð- an fyrir þeirri stefnu í Þýzka- landsmálinu sem Finnland hef- ur fylgt. engin stjómmálasam- bönd við hvorugt landanna. Af Finnlands hálfu er reynt að komast hjá eldfimum svæðum stórveldanna um leið og land- ið reynir að gera það sem lít- illi þjóð er fært að gera til vemdar heimsfriði og vinsam- legri sambúð ríkja. Hcildarlausn Nú þegar stórveldin eru í aðalatriðum búin að ná sam- komulagi hvað varðar Þýzka- land, sér Finnland sér leik á borði og vill ná heildarlausn þeirra vandamála sem stríðið skildi eftir og sem ástæður hafa ekki leyft umræður um fram til þessa. Aðalatri'ðið þessari lausn er ekki einungis stjómmálasamiband við þýzku ríkin, heldur fer saman viður- kenning á hlutleysisstefnu Finnlands, afneitun valdbeit- ingar eða hótana um valdbeit- ingu — bvort sem slíkt kæmi frá einhverjum hlutaðeiganda eða öðrum aðila sem starfar á landsvæði einhvers hlutaðeig- anda og sömuleiðis samkomu- lag um lögfræðilega og efna- hagslega heildarlausn til þess að staðfesta þá eyðileggingu sem hersveitir þýzka ríkisins ollu Finnlandi á árunum 1944 —45 og lausn annarra mála sem orðið ha-fa til vegna styrj- aldarinnar eða styrjaldará- standsins. Eins og fram kemur af þessum tillögum er hér ekki á ferðinni neitt sem hefur með öryggisráastetfnuna í Bvrópu að gera, heldur einungis finnskt-þýzkt ednkamál. Fréttasendingar brátt aftur í danska útvarpinu KAUPMANNAHÖFN 6.10. — Búizt er við að skjótlega takist að leysa deilu þá sem staðið hefur milli fréttamanaia við danstoai útvarpið og sjónvarpið og yfirvalda þessara stofnana. Deiluaðilar náðu í gaarkvöldi samkomulagi um meginheigíLur fyrir nýjum samningi um hötf- undarrétt að dagskrám sem starfsfólkið gerir og nú á að- eins eftir að semja um hvem- ig greiðslum verði hagað.-. Vaxandi sala á fíösku va tni Sala á flöskuvatni eykst jafnt og þétt í Bandríkjunum, enda verður það vatn æ ólystugra scm úr krönunum kemur. Sala á flöskuvatni hefur tvöfaldazt á sl. fimm árum og eykst nú um 10% árlega. Aðeins helmingurinn af vatninu er í raun og veru „ferskt lindarvatn" eins og það er auglýst, afgangurinn er aðeins vel síað leiðsluvatn, og er upp kömin deila meðal framleiðenda um reglugerð um sölu á vatni. — Aðeins eitt prósent af flöskuvatninu (eða plastbrúsavatninu) er innflutt. — Myndin sýnir Iindarvatn sett á brúsa. í» „Hvar eru hinir rykhnoðrarn-ir ? “ „Þeir liggja í smáhópum undir rúmi“, svaraði einn rykhnoðrinn. „þeir eru svo hræddir. að þeir skjáifa." „Komið nú hér og haldið ykkur fast!“ hrópaði hnoðrakóngurinn, og svo tóku þeir allir utan um hver annan og urðu að einum stórum rykhnoðra. í sa*ma bili kom vindblástur innum gluggann, og þeir flugu hátt uppí loft- ið. Þeir náðu í lampann uppi í loftinu og voru alveg að detta hver frá öðr- um. en til allrar hamingju eru rvk- hnoðrar sterkir í öllum örmum, svo ekkert slíkt gerðist. Frá lampanum duttu þeir mjög hægt niður aftur vegna þess að stór ryk- hnoðri dettur ekki hratt. Loks komu þeir á gólfið og þeir flýttu sér að hnoðrast til hinna rykhnoðranna. „Hvað eigum við að gera?“ hrópuðu litlu rykhnoðrarnir. „Ryksugan kemur. Hún getur komið á hverrj stundu.“ Og fekntri slegnir hoppuðu þeir um allt gólfið og upp í loftið. Einn þeirra varð svo reiður að hann hoppaði upp og festist í dýnunni í rúminu hans Óla. Þar hékk hann og hrópaði: HJÁLP! HJÁLP! Hann vemaði og hristi sig, en losnaði ekki frá dýnunni. „f öllum bænum. hjálpið þið honum niður svo við losnum við þessi vein,“ sagði hnoðrakóngurinn. Og samstundis flaug hópur rykhnoðra upp í einni hala- rófu. Framhald. Tvær gátur Héma koma svo tvær gátur: Allir vilja eiga mig og að mér henda gaman, niður við unig að setja sig, og sýna mig þá að framan. Á hjörtum degi ei birtist lýð, bragnar sjá þá eigi, en um nœtur alla tíð, er hún Ijós á vegi. Svar við gátu Hér er svar .við gátu sem kom í síð- ustu Óskastund: SINN LÍKA. Kæni skraddarinn Framhald af 1. síðu. Jafnskjótt sem kvöldið kom var far- ið með skraddarann ofan í búr bjam- arins. Bjöminn ætlaði óðara að ráð- ast á hann og bjóða bann velkominn tneð hramminum. en skraddarinn sagði: „Hafðu þig hægan, vinur minn, hafðu þig hægan. Ég skal koma vitinu fyrir þig.“ Síðan tók hann með mestu ró, eins og ekkert væri um að vera. hnet- ur nokkrar upp úr vasa sínum, braut þær og át kjarnana. Þegar bjöminn sá þetta, þá fór hann líka að langa í hnetur. Skraddarinn fór þá ofan í vasa sinn og rétti honum hnefafylli sína; en það voru ekki hnetur, heldur stein- ar. Björninn tók þá í munn sér og beit á eins og hann gat, en það kom fyrir ekkj, hann gat ekki brotið þær. „Ég hlýt þó að vera mun sterkari“ hugsaði hann, „get ég þá ekki einu sinni þrotið hnetur?“ „Brjóttu þær fyrir mig,“ sagði hann við skraddarann. „Þama sérðu hvað þú mátt þín mik- íls“, sagði skraddarinn; „þú hefur nógu stórt ginið, en getur ekki einu sinni brotið eina hnot.“ Hann tók þá stein- ana og hafði skipti í snatri á þeim og hnetum og braut þær. hverja af ann- airi. „Þú lofar mér að reyna aftur,“ sagði bjöminn, „fyrst þú getur það. þá er svo að sjá sem það sé hægðarleikur." Skraddarinn fékk honu'm þá auðvitað steina og bjöminn var að og beit á af öllum kröftum; en eins og þú getur nærri þá vann hann ekki á þedm. Nú tók skraddarinn upp fiðlu og fór að spila danslag. Þegar bjöminn heyrði það, þá réð hann sér ekki og fór að dansa. Þegar hann var búinn að hoppa smástund, sagði hann: „Er erfitt að læra að spila?" „Nei, þvert á móti, maður styður bara með vinstri hendi á strengina og dregur bogann með hægri hendinni yf- ir þá. Sjáðu bara, hvað mér gengur það ágætlega.“ „Hopsasa, fallerallera“. „Mér þætti gaman að læra að spila,“ sagði bjöminn, „því þá gæti ég dansað, þegar ég vildi. Viltu kenna mér það?“ „Já, hjartans gjama“, sagði skradd- arinn. „Allt er undir því komið. að þig skorti ekki hugvitið. En lofaðu mér að sjá á þér hrammana, því að klærnar eru allt of langar. Það má til að klippa dálítið framan af þeim.“ Nú útvegaði hann sér skrúftöng og bjöminn varð að stinga klónum inn í hana; en hann iðraðist þess brátt, því að sferaddarinn sferúfaði hana svo fast. að hann gat ekki hreyft sig úr stað. „Bíddu við, þangað til ég keín, með skærin," sagði skraddarinn, lét svo bjöminn rymja svo mikjð sem hann vildi, og lagðist fyrir á hálmbindinu úti í skoti og sofnaði þar. Þegar kómgs- dóttipinn heyrði hinn ógurlega rymrj- FTamhalid á 4. síðu. 3 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.