Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 8
1 g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 7. október 1971. A: Lí Cassius Clay hættur við að hætta „Mesti hnefaleikari allra tíma“ Classius Clay cða Mu- hameð AIi eins Og hann kall- ir sig í dag, hagði sagt, að hann ætlaði að draga sig í hlé frá hnefaleikum cftir að hann tapaði einvíginu um hcimsmeistaratitilinn gcgn Joe Frazier í fyrra. Hann keppti þó einn Icik gegn fyrrum æfingafélaga sínum Jimmy Ellis og sigraði á rothöggi í Einn sá efnilegasti Þessi ungverski spjótkastari hefur vakið á sér mikla athygli í sumar og er talinn einn efnilegasti spjótkastari heims í dag. Hann heitir Ferenc Boros og náði að kasta yfir 80 m í sumar. Ungverjar eygja í honum von á næstu Olympíuleikum 12. lotu. Eftir það bjuggust flestir við að Clay myndi hætta. ★ Nú hefur hann ákveðið að vinna sér rétt til að mæta Joe Frazier aftur og fyrsti á- fangi hans á þeirri leið verð- ur leikur við ungan og mjög efnilegan hnefaleikara Buster Matthis að nafni. Munu þeir keppa 12 lotu Ieik í Houston í T'exas hinn 17. nóvember n. k. -V- Buster Matthis hefur unnið 29 af þeim 31 leik er hann hcfur kcppt sem atvinnumað- ur, en annar leikjanna, sem hann hefur tapað, var gcgn núverandi heimsmeistara Joe Frazier og það á rothöggi. Mjög vcrður að tclja það ólíklcgt að Cassius Clay tak- ist að cndurheimta heims- mcistaratitilinn er var af hon- um dæmdur ólöglcga á sínum tínra. Það hefur engum hnefa- Icikara tekizt að endurheimta hcimsmeistaratitilinn eftir svo Iangan tíma, sem liðin er síð- an Clay missti hann. Bikarkeppnin á folla ferð Bikarkeppni KSf fer á fulla ferð um næstu helgi og verða þá Ieiknir 4 leikir. Dregið hcf- ur vcrið um alla Ieikina i næstu umferð, og leika þessi lið saman: Fram—KR ÍBK—Breiðablik fA—Þróttur (R) Víkingur—fBA fBV (sigurvcgara úr Ieik Fram —KR) Valur (sigurvegara úr leik ÍBK—Breiðablik). Leikur Fram og KR fer fram á MelaveUinum á laug- ardaginn kemur ag hefst kl. 15. Leikur IBK og Breiðabliks fer fram í Keflavík einnig á laugardag og hefst kl. 15. Á sunnudag leika svo IA og Þróttur á Akranesi og Vík- ingur og ÍBA á Melavellinum og hofst lelkurinn kl. 15 en loikurinn á Akraniesi kl. 16. // Túberíngin" út i veður og vind Kvenlegur yndisþokki og íþróttir geta vel farið saman og gera Það raunar oft. En þegar út í keppni er komið getur sitthvað farið úr skorðum eins og þessi mynd af v-þýzku langstökks- konunni Heidi Schúller sýnir glöggt. Úrslitaleikur 2. flokks: Úrslitaleikurinn milli KR og Fram verður leikinn í kvöld í kvöld kl. 20.30 hefst á Melavellinum úr- slitaleikurinn milli KR og Fram í íslandsmóti 2. flokks í knattspyrnu. Leikurinn fer að sjálf- sögðu fram í flóðljós- um og er fyrsti móta- leikurinn, sem leikinn er í flóðljósum á ís- landi. Eins og áður hefur verið sagt frá, fór Islandsmótið í 2. flokki fram í þremur riðlum í sumar. KR og Fram urðu sigu-rvegarar hvort í sínum riðli, en Akureyringar urðu sigurvegarar í Norðurlands- riðli. Um síðustu helgi kom svo ÍBA til Reykjavíkur og lék hér gegn KR og Fram. KR sigraði ÍBA 3:1 en Fram 1:0 og leika þvi þessi tvö lið til úrslita. KR-ingar eru óneitanlega líklegri til sigurs í kvöld. Lið þeirra er mjög sterkt, enda Skipað piltum sem flestir hafa leikið marga meistaraflokks- leiki í sumar. Menn eins og Atli Héðinsson, Árni Steins- son, Ölafur Ólafsson, Sigurður Indriðason og Bjöm Ottesen, svo nokkrir séu nefndir eru allir orðnir mjög leikreyndir menn og góðir knattspyrnu- menn og það hlýtur að vera nokkuð gott veganesti í svonia úrslitaleik að hafa leikið heilt sumar í- meistaraiflokki. Enginn leikmaður 2. flokks Fram hefur verið fastur leik- maður í meistaraflokiki í sum- ar en nokkrir hafa þó leikið leik og leik. Undirritaður sá leik Fram og IBA um síðustu helgi og það var langt frá því að Fram- liðið væri sannfærandi í þeim leik. Þó má- vera að liðið hafi þar leikið undir. getu, ef svo er ekki, þá ætti KR að Sigurður Indriöason einn ai hinum ungu og efnilegu leik- mönnum KR. sigra auðveldlega í kvöld, en hafi svo verið þá getur leik- uriran í kvöld orðið nokkuð skemmtilegur — S.dór. i i 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.