Þjóðviljinn - 24.10.1971, Blaðsíða 3
(
Surmud&gur 24. oiktóber 1971 — ÞJÖÐVI3LJINN — SlÐA J
kvlKmyndlr
GAMAL T
„Á heimleið". Ungiverska myndin sem M.R.-klúbburinn sýnir í vetur.
OG
NÝTT
Fyrra misseri 7. starfsárs
Kvikmyndaklúbbs Mennta-
skólans við Lækjargötu hefst
n.k. föstudag og laugardag
með sýningum á ítölsku
myndinni, Kraftaverkið i
Mílanó.
Á síðustu árum hafa mennta-
skólar sýnt sífellt fleiri og fleiri
nýjar myndir, en eins og áhuga-
menn rekur kannski minni til,
var á fyrstu árunum lögS áherzla
á að kynna ákveðna höfunda og
ákveðin tímabil. Það er mörgum
vandkvæðum bundið að koma
saman sýningaráætlun; hér er
ekkert kvikmyndasafn og hinar
ýmsu myndir ekki fáanlegar er-
lendis frá á hvaða tíma sem er.
Það er því erfitt að koma fram
með einhverja ákveðna stefnu í
myndavalinu, en það er greini-
lega stefna þeirra menntaskóla-
nema að halda klúbbnum í fullu
f jöri, óg það er stórkosdegt. Rétt
er að taka fram að allir fram-
haldsskólanemendur í Rvík eiga
kost á að sækja sýningar klúbbs-
ins. Áskriftarkort verða seld svo
Iengi sem þau endast, gegn fram-
vísun skólaskírteina.
Á þessu fyrra misseri verða a.
m.L niu sýningar og iistinn er
forvimilegur að vanda: Fyrsta
vildi ég telja ungversku myndina
,yÁ heimleið" gerða af Miklós
Jancsó árið 1964. í fyrra sýndi
klúbburinn mynd Jancsó The
Round-Up (1965), og er það
eina ný-ungverska myndin sem
sýnd hefur verið hérlendis (sjón-
varpið sýndi jú á ánmum „Hanni-
bal prófessor"). Það er í rauninni
furðulegt hvernig bíóin hér hafa
komizt hjá því að sýna ný-img-
versku myndirnar, svo mjög sem
þær hafa verið í hávegum hafðar
hjá öllum nágrannaþjóðum okk-
ar. Ungverjar eru ein elzta kvik-
myndaþjóðin í heiminum, kvik-
myndagerð hófst þar fyrir alda-
mótin og hefur verið óslitin síð-
an. Á árunum 1957:—61 var unn-
ið að því að koma upp fullkomn-
um kvikmyndaháskóla og kvik-
myndaveri og þar hafa allir hinir
ungu höfundar hlotið þjálfun sína
og menntun. Nú eru framleiddar
árlega 25 kvikmyndir af fullri
lengd í Ungverjalandi, auk mikils
fjölda heimildarmynda og smærri
mynda. Almennt er nú talið að
ungverskir kvikmyndahöfundar
njóti mesta frjálsræðis allra starfs-
félaga sinna í Austur-Evrópu.
Miklós Jancsó, Istvan Szabo og
Andras Kovacs hafa orðið einna
þekktastir utan heimalandsins
og hafa myndir þeirra verið fastir
liðir á kvikmyndahátíðum síðustu
árin. Jancsó er þó þeirra stór-
brotnastur og hefur honum verið
líkt við Bergmann og Eisenstein
og fleiri góða menn. í þríleik sín-
um The Round-Up (1965),
„Rauðir og hvítir" (1967) og
„Þögn og öskur" (1969) sækir
hann efni í sögu Ungverjalands
og ræðst heiftarlega á ruddaskap
hersins og lögregluríkis. En í
myndinni „Confrontation" (1969)
snýr hann ádeilunni beint að nú-
verandi valdhöfum. Myndin olli
óneitanlega mikilli spennu meðal
ráðamanna, en stjórnin tók þá
skynsamlegu ákvörðun að leyfa
sýningar myndarinnar jafnt
. heimafyrir sem erlendis. Er það
mál manna að þetta sé harðasta
ádeilumynd sem gerð hefur verið
á seinni árum í kommúnistaríki.
„Á heimleið", sem klúbburinn
sýnir í vetur fjallar um imgversk-
an stúdent sem er tekinn fastur af
rússneska setuliðinu á seinni
stríðsárunum. Hann er sendur
upp í sveit tii að gæta nautgripa
ásamt særðum rússneskum her-
manni. Þeir verða hinir mestu
mátar er yfir lýkur. Jancsó segir
söguna án alls boðskapar eða
predikunar; myndin er skemmti-
leg og markar þáttaskil á ferli
höfundarins, þótt þar gæti ekki
þeirrar hörku og myndrænu snilli
sem einkennir seinni myndir hans.
Næst vildi ég nefna ítölsku
myndina „Félaga", eftir Bernardo
Bertolucci, en það var einmitt
M.R. klúbburinn sem kynnti hér
Bertolucci með sýningum á fyrstu
mynd hans, „Fyrir byltinguna."
Þetta sérstæða kvikmyndaljóð
hlýtur að vera öllum er sáu það
ógleymanlegt: Það liðu 4 ár á
milli þessarar fyrstu myndar
Bertolucci og „Félaga", sem varð
sú næsta í röðinni. „Félagi" er stór-
kostleg litafantasía um Iistina og
byltinguna. Aðalsöguhetjan,
Jakob (Pierre Qementi) er að-
stoðar-leiklistarkennari í Róm.
Hann dreymir um að geta fært
kenningar „grimmdarleikhússins"
yfir í veruleikann, og að hans
mati þýðir það ekkert annað en
byltingu. En í reyndinni er hann
feiminn og lítill karl og smám
saman verður til hjá honum í-
myndaður tvífari hans, sem er bú-
inn öllum þeim krafti og fram-
kvæmdasemi sem Jakob skortir
sjálfan ....
Hinir yngri ítölsku kvikmynda-
höfundar hafa alls ekki verið
sýndir hér frekar en þeir ung-
versku og eru því þessar myndir
sérstaklega kærkomnar.
Klúbburinn hefur frá upphafi
sýnt allmargar japanskar myndir
og bætir nú einni við, Tókíó-sögu
sem Ozu gerði árið 1953. Myndin
greinir frá rosknum hjónum sem
koma utan af landsbyggðinni í
heimsókn til bama sinna í Tókíó,
en unga fólkið hefur ekki tíma
eða nennu til þess að sinna þeim.
„Tókíó-saga" er sígilt verk eftir
einn af meisturum japanskra
kvikmynda.
Tvær myndir eru frá ítalska ný-
raunsæistímanum, Kraftaverkið í
Mílanó, (De Sica 1950) og Paisa
(Rosselini 1946) sem reyndar
hefur verið sýnd áður í Húbbn-
um fyrir nokkrum árum. Báðar
eru myndirnar þýðingarmiklar frá
þessu tímabili, þó einkum rnynd
Rosselinis, sem er mikið stór-
virki; fjórar sögur úr stríðinu á
Ítalíu.
Þá er í ráði að sýna 2 ,&nder-
ground-prógrömm" frá Banda-
ríkjunum, en ekki er unnt að
segia nánar frá þeim.
Ótaldar eru svo tvær myncfir
danska meistatans Carls Dreyers,
Orðið og Gertrud, en báðar hafa
bær verið sýndar í klúbbmim
áður. — ÞS.
irleitt meiri kátínu en aðalatriðín.
Svo maður þvæli nú svolítið fyrir
Iesandanum, þá er oft á tíðum
erfitt að segja, hvað eru aukaat-
riði og hvað aðalatriði. Þannig
fléttast inn í frásögnina ýmis at-
riði, sem ekki koma efninu bdn-
línis við eða eru til þess gerð að
að varpa ljósi á heildarfrásöguna.
Ég tiltek hér tvö dæmi.
Fyrra „dæmið" þjónar að vísu
ákveðnum tilgangi út af fyrir sig.
Ungu hjónin búa í fjölbýlishúsi,
þar sem allir þekkja alla (óvenju-
legt fyrirbæri!?). Eina undan-
rekningin er ungur maður, sem
jafnan fer einförum, og þykir
hann harla dularfullur. Hann
þekkir engan í nágrenninu og
enginn hefur minnstu hugmynd
um hvað hann hefur fyrir stafni.
Leyndardómurinn, sem umlykur
þennan mann er undirstrikaður
með músík, ámóta þeirri, sem að
jafnaði er notuð í spennandi saka-
málamyndum. Áhorfandinn er
jafn nær um athafnir þessa manns
og manneskjumar í kringum
hann. Kvöld eitt birtist svo bessi
Ieyndardómsfulli maður í sión-
varpinu og kemur þá í ljós, að
hann er leikari að atvinnu. Og
þá er ekki að sökum að sovrja;
daginn eftir flvkkiast nágrann-
arnir í krinmim hann. fullir að-
dáunar. til að láta í Ijós hrifningu
sína ,.Ég aá þig í sjónvarpinu í
gærkvöld "
Framhald á 13 síðu.
Ljúf gamanmynd
eftir TRUFFA UT
Það er vissulega ánægjulegt að en eins árs gömul. Það telst lík-
fá hingað til lands glænýjar lega til undantekninga, að mynd-
myndir eftir þekkta kvikmynda- ir athyglisverðra kvikmyndale.ik-
höfunda. Mánudagskvikmynd stjóra skuli berast svo fljótt til
Háskólabíós, Haettur hjónabands- landsins.
ins (Domiéíle conjugal) eftir Truffaut fjallar hér, á gaman-
Francois Truffaut, er varla meira saman hátt, um nýstofnað hjóna-
band ungra elskenda, fyrsta af-
kvæmi þeirra, um sambúð þeirra
við nágrannana, svo og náttúr-
Iega þá erfiðleika, sem á vegi
verða, þegar annar aðilinn fer að
halda framhjá. Mynd þessi stend-
ur nokkuð nærri hversdagsleik:
anum; hvaða ung hjón, sem eru
að hef ja búskap, myndu ekki, að
einhverju leyti, finna 'samstöðu
með þeim ungu hjónum, sem Iýst
er í myndinni? Líklega sjá ýmsir
eiginmenn sjálfa sig í anda um
Ieið og þeir horfa á húsbóndann
í myndinni, þá er hann er nýorð-
inn faðir.
Einhvern veginn er það svo, að
aukaatriði myndarinnar vekja yf-
Antoine (sem Jean-Pierre Leaud leikur) er ekki viss um
hans Christine (Claude Jade) grunar hann um ótrúnað.
Það,
hvort
kona
Antoine reynir að öðlast hlutdeild í áhuga eiginkonunnar á tðnlist
t t.
*