Þjóðviljinn - 11.11.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1971, Blaðsíða 5
ESmamfwtíagar 1£. wówearíber tra7l’ — EyCÐVDEJINN — SlöA g M bækur Frásagnir bandarískra lið- hlaupa úr Víetnamstríðinu Komin er út ný pappírskilja hjá Máli og menningu. Nefnist hún „Og svo fór ég að skjóta“ eftir Mark Lane, og geymir samtöl við bandaríska her- menn sem barizt hafa í Víet- nam f bókarkynningn segir á þá leið, a® hér sé um að ræða miskunnarlausa lýsingu á villi- mennisfcunni sem svo köUuð siðuð þjóðfélög geta af sér. Hún er í mesta máta tímabær um þessar mundir þegar vold- 'Jgasta herveldi heims er að bíða ósigiur í stríði í fyrsta skipti í sögu sinni. í bókinni lýsa bandariskir hermenn reynslu sinni í Víetnam, Þó þeir bafi flestir gerzt liðhlaup- ar þá er ekki þar með sagt að augu þeirra allra bafi „lok- izt upp“ fyrir samhengi þess sem gerzt hefur í Vietnam, en styrkur bókarinnar felst i þvi, a@ þessir stríðsmenn lýsa hisp- urslaust því sem var hvers- dagslegt líf þeirra í stríðinu. Mark Lane er þekktur banda- rískur lögfræðingur, sem er þekktur bæði fyrir gagnrýni sána á málarekstrinum út af Kennedymorðinu og sem verj- andi bandarískna liðblaupa og andmsalenda Víetnamstríðsins. Bókin er 14o bls. þýdd af fé- löigum úr SÍNE-deildinni i Osló og gefin út að tilhlutan SINE. Næsta bók í kiljuflokki Máls og menningar er ritgerðasafn eftir Þórberg Einum kennt — öðrum bent. Ný skáldsaga ár síð- arí heimsstyrjöMinni Um þrjátíu bækur frá Hlað- búð, Skálholti og Iðunni í ár Maður er nefnöur Colin For- bes. Hann er bandarískur að uppruna og tók þátt í síðari heimsstyrjöddinni. Þar varð hann, sem margur annar mað- urinn reynslunni ríkari og hef- ur undanfarin ár vakið á sér athygli fyrir snjallar stríðs- sögur. Fyrsta bók hans nefnist á frummálinu TRAMPS IN AR- MOUR og er nú komin út á íslenzku í þýðingu Björns Jónssonar, skólastjóra, og ber nafnið STÖÐUGT í SKOT- MÁLI Útgefandi er Bókaútgáf- an Öm og Örlygur h.f. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli sá. að brezkur skriðdreki lend- ir að baki víglínunnar og berst einn við ofurefli liðs. Afburða- snjall stjómandi hans og þriggja manna áhöfn eiga í vök að verjast. Forlögin Iðunn, Hlgðbúð og Skálholt, sem rekin eru undir einni stjórn. gefa út á þessu ári rúmlega þrjátíu bækur, þegar með eru taldar nýjar prentanir eldri útgáfubóka. Auk þess eru í undirbúningi, en misjafnlega langt á veg komnar, allmargar bækur, sem koma út á næsta ári. Varðandi nýjar baskur, sem út koma á þessu ári, fórust Valdimar Jóhannssyni útgef- anda orð m.a. á þessa leið: í tilefni af sextugsafmæli dr. Halldórs Halldórssonar pró- fessors gáfum við út ritgerða- safn eftir hann, sem ber nafnið íslenzk málrækt. í bók þessari eru tíu ritgerðir sem allar fjalla um íslenzka mál- rækt og íslenzkt mál frá hag- nýtu sjónarmiði fremur en fræðilegu. f bók þessa munu margir sækj a gagnlegan fróð- leik. svo sem stúdentar i ís- lenzku, kennarar, kennimenn og blaðamenn. Þá er komin út bók eftir ungan fræðimann í lögfræði, Pál Sigurðsson. Nefnist hún Brot úr réttarsögu og geymir sjö ritgerðir, sumar langar, enda er bókin yfir 330 bls. að stærð. PáR lauik embættis- prófi í lögum frá Háskóla ís- lands vorið 1969 og fór ut- an til framhaildsináms á næsta hausti. Nam hann fyrst í Oslo, en siðan í Bonn. þar sem hann er enn við nám og fræðiiðkan- ir. Vinnur hann þar m.a. að ritverki um þróun eiðs og heit- ■ vinnings í réttarfari. Nýlega er komin út Veður- fræði eftir Markús Á Einars- son veðurfræðing. Eru þar gerð skil undirstöðuatriðum veðurfræðjnnar í máli, mynd- um og uppdráttum. Bókin er hæfilegt námsefni í mennta- skólum og öðrum framhalds- skólum, en jafnframt hand- hæg fræðslubók öllum ai- menningi og auðveldar mönn- um að skilja og notfæra sér veðurfregnir og veðurspár. Jón Helgason rithöfndur og ritstjóri sendir frá sér nýja bók. Nefnist hún Orð skulu stauda. Er þar rakin saga manns. sem í fllestu tilliti var dæmalaus — í fyllstu merk- ingu þess orðs. Nafn hans skal ekki nefnt að sinni, en ég er illa svikinn, ef hann verður mönnum ekki minnisstæður að loknum lestri bókarinnar sagði Valdimar. Þá koma út í bókarformi erindi þau. sem flutt voru í Ríkisútvarpinu sl. vetur undir hinu sameiginlega heiti Lífs- viðhorf mitt. Ber bókin sarna nafn, en höfundamir hafa hver um sig gefið sínu erindi nafn. Þetta eru tíu erindi og höfundamir eru (taldir í þeirri röð, sem erindjn voru flutt): Sigríður Bjömsdóttir frá Miklabæ. Vilhjálmur Þór, fyrr- um ráðherra. Guðsteinn Þeng- ilsson læknir, Ólafur Þ. Kristj- ánsson skólastjóri Gísli Magn- ússon bóndi, Stefán Karlsson handrítafræðingur, Margrét Guðnadóttir prófessor, Sören Sörenson fyrrum heilbrigðis- fulltrúi, frú Siguriaug Jónas- dóttir og sr. Gunnar Áma- son. Frá hendi Jóns Óskarg rit- höfundar kemur bókin Gang- stéttir í rigningu, þar sem hann heldur áfram að rekja minningar sínar um skáld og bókmenntalif í höfuðstaðnum. Um þau efni em áður komn- ar frá hendi Jóns bækumar Fundnir snillingar og Her- n ámsáraskáld. Hinar hreinskilnu endur- minningar dönskp stoáldkon- unnar Tove Ditlevsen. Gift, koma út í þýðingu Helga J. Halldórssonar cand. mag Bók þessi kom út í Danmörku snemma á þessu ári og er þeg- ar komin út á þýzku og norsku. Hefur bókin vakið mikla at- hygli og hlotið góða dóma. — Þá kemur út hin kunna bók, Dómarinn Og böðuli hans, eft- ir Friedrich Dúrrenmatt, sem er vel kunnur hér á landi eins og annars staðar. Þýðandí er Unnur Eiríksdóttir. Hin kunna sænska stoáld- saga, Sumarið með Moniku, eftir Per Anders Fogelström kemur út í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur. Saga þessi seg- ir frá sumarlangri ást tveggja ungmenna. Ingmar Bergman gerði kvikmynd eftir sögunni, og muna sjálfsagt ýmsir eft- ir henni. Þrjár sögur kema út eftir kunna brezka metsöluhöf- unda: Tataralestin eftir Ali- stair MacLean. í þýðingu Andr- ésar Kristjánssönar, Lagt til at- lögu eftir Hammond Innes. í þýðingu Magnúsar Torfa Ól- Jón Helgason afssonar, og Hin feigu skip eftir Brian Callison, í þýð- ingu Kjartans Ólafssonar Eft- ir MacLean og Rammond In- nes hefur Iðunn gefið út fjölda bóka, og eru þeir vel kunnir hér á landi. Hin feigu skip er fyrsta bók Callisons og kom út í Englandi fyrir ári. Vakti hún mikla athygli og náði óvenju- legri sölu. Eins Ocr endranær gefur Ið- unn út margt bóka banda bömum og unglingum. Handa yngstu bömunum koma út tvær fallegar bækur prentaðar í litum í HoEandi. Heita þær Prinsessan, sem átti 365 kjóla og Litla nornin Nanna. Hol- lenzkt fyrirtæki annast útgáfu þessara bóka fyrir útgefend- ur í Evrópu, Ameríku og Afr- íku. Svo miklu er til bókanna kostað. að útgáfa þeirra hér á landi væri óhiugsandi án þess- arar samvinnu. — Örnólfur Thorlacius menntaskólakenn- ari þýddi báðar bæbumar. Aðrar bama- og imglinga- bækur em þessiar: Bjössi á Tré- stöðum drengjasaga eftir Guð- mund L. Friðfinnsison, rithöf- und á Egilsá. Áróra og pabbi Framhald á 9. síðu. TÓMSTUNADAGAMAN Nú ætlar Óskastundin að sýna þér, hvemig þú getur þúið til þóndabæ með öllu tiliheyrandi, bóndakonu, bónda, börnum, ef þú vilt og auðvitað diýrum, trjá’m og girðingu. Það er mjö-g auðvelt að búa þetta alltsaman til. Fyrst teiknarðu hlutina á tvíbrot- inn pappír. Gættu þess að teikna brún- Húsið mitt Úlfur Helgi Hróbjartsson sem er 6 ára sendi Óskastund'inni þessa fínu mynd af húsinu sem hann á heima í og trjánum og blómunum 1 garðinum þar. Þakkar Óskastundin honum kær- lega fyrir. Svar við gátu irnar alveg út að brotinu og mundu að klippa ekki, þar sem þú hefur brotið saman. Það er auðvelt að láta hlútina standa, af því. að þeir hanga saman í brotinu. Konan á myndinni er búin þil á ann- an hátt. Hún er brotin saman langsum og þú klippir aðeins hálfa konuna (1 a) en þegar þú tekur hana sundur er hún heil og fín. Þú klippir af henni slæð- una öðru megin, svo hægt sé að teikna andhtið. "Síðan klippir þú á tvíbrotinni konunni eftir útlínum svuntunnar, beygir hana síðan fram og þá stendur hún stöðug 1 c). Grindverkið klippir þú úr tveim stk. af samanlögðum papp- ír, sem er lagður tvöfaldur saman (2 a). Það klippir þú út, eins og sýnt er á teikningunni. Passaðu að klippa ekki uppúr spíssunum (2b). Grenitréð býrðu til úr tveim sam- anbrotnum blöðum (3a og 3b). Áður en þú setur þau saman. klippirðu upp í annað að neðan, en niður í hitt að ofan. Síðan smeygir þú þeim saman (3 c). Þú getur skemmt þér við að mála þetta allt saman, eins og þér fínnst fallegast að hafa það á iitinn. Þú getur líka búið til dýragarð og allt mögulegt á þennan einfalda hátt og skemmt þér við þetta í marga daga og vikur. Og ef þú ert veikur og verð- ur að liggja heima. eða mátt ekki fara út, geturðu skemmt þér við þetta. Krakkar! Verið dugleg að skrifa jólasögu og senda í verð- launasamkeppni Óskastund- arinnar. Könguló.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.