Þjóðviljinn - 25.11.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.11.1971, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVIiLJiNN — Fimmtudagur 25. nóvember 1971. — Málgagn sósíalisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Sigurður Guðmundsson, Svavar Gestsson (áb.). Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Að bjarga mannslífum J^ú er morðvélaútbúnaður hernaðarblokkanna orðinn svo „fullkominn“ að komi til átaka milli þeirra er mannkynið að verulegu leyti þurrkað út á fáeinum mínútum. Það er að vísu von til þess að þeir lifi sem fjærst yrðu hernaðarátökunum og yrðu þar af leiðandi ekki fyrir beinum sprengju- eða eldflaugaárásum. Þetta er ein meginröksemd íslenzkra hemámsandstæðinga; með því að vísa hernum úr landi vilja hemámsandstæðingar koma í veg fyrir að íslenzk mannslíf verði trylltri atóm- styrjöld stórveldanna að bráð. í þessu ljósi á hverju mannsbami að skiljast að í setu bandaríska herliðsins á íslandi felst engin vörn — með her- setunni eru íslendingar að kalla yfir sig morðtól vitfirrtrar styrjaldar. |jað atriði, sem hér hefur verið gert að umtals- efni, er ein margra rök’semda gegn því að ís- land sé hernumið. Auk þessarar röksemdar koma til margar aðrar — til dæmis sú þýðingarmikla röksemd að það sæmir okkur "ékki ‘ef 'i7fð"tiljUm vera sjálfstæð þjóð í sjálfstæðu landi að hafa hér herstöð. Það sæmir íslendingum heldur ekki- sem vopnlausri smáþjóð, sem hefur háð alla sína sjálf- stæðisbaráttu gegn erlendu valdi, að gerast banda- maður bandaríska risans sem um allan heim heldur fátækum og arðrændum þjóðum kverkataki. |slenzkir sósíalistar telja að herinn eigi að fara úr landinu og að ísland eigi að segja sig úr hem- aðarbandalagi. í samningi stjómarflokkanna er ákveðin brottvísun hersins, en það er a'ð dómi sósí- alista lágmarksákvæði, sem verður að uppfylla, ef allir aðilar stjórnarsáttmálans eiga að njóta sannmælis. Nakin endileysa |Jugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins byggist á stríði. Ef ekki væri stríð einhvers staðar í heim- inum hryndi stefna Sjálfstæðisflokksins í her- námsmálunum gjörsaimlega í rúst. En allir heil- skyggnir menn sjá hversu fallvölt sú hugmynda- fræði er sem á sér homstein í ófriði — og síðasta tilraun íhaldsins til röksemdafærslu á þessu sviði er það afkáralegasta af öllu afkáralegu: Jóhann Hafstein og Geir Hallgrímsson héldu því fram í ræðum á alþingi á dögunum að hér á landi yrði að vera bandarískur her. Ástæðan er að þeirra dómi sú að nú ver stríð á landamærum Indlands og Pakistans og það er*stríð í Víetnam. Með öðr- um orðum telja þeir íslendingum skylt að búa í nábýli við bandarískan her vegna þess að helzti leppur Bandaríkjastjómar í Asíu, forseti Pakist- ans, er að láta fremja fjöldamorð á tugþúsundum Bengala og vegna þess að Bandaríkjamenn heyja útrýmingarstyrjöld gegn fátækri bændaþjóð í Víetnam. Þannig verður röksemdarfærsla aftur- haldsins á íslandi nakin endileysa þegar málið er athugað niður í kjölinn. •— sv. ÞINGSJA ÞJOÐVILJANS Frumvarp ríkisstjórnarinnar: 10 stunda vinnuvika! 1 gær fóru fram umræður í efri deild Alþingis um frum- vörp ríkisstjómarinnar, um 40 st. vinnuviku og 4 vikna orlof. Hannibal Valdimarsson, félags- málaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu. Sagði hann í upp- hafi ræðu sinnar, að í málefna- samningi ríkisstjórnarinnar væri að finna ýmisieg ákvæði um kjaramál. Ríkisstjórnin hefði þegar efnt þau atriði er sneru að vísitöluleiðréttingum og lagfæringum, en nú kæmu þessi tvö frumvörp fyrir Al- þingi um styttingu vinnutíma í 40 st. og lengingu oriofs í 4 vikiu-. Taldi ráðherrann líkur á því að flestir þingmenn gætu verið sammáia um efni slíkra frumvarpa. Opinberir starfs- menn hefðu nú 40 st. vinnuviku eftir síðustu kjarasamninga við þá. Síðan rakti ráðherrann til- búning frumvarpanna, og gat þess, að ekkert hefði verið auð- veldara, en leggja frumvöirp um þetta efni fram í þingbyrj- Bygging leiguhúsnæðis á vegum sveitarfélaganna Þingtmenn úr öllum stjóm- málaflokkunum hafa lagt fram á alþingi tillögu til þingsályktunar um byggingu leiguhúsnæði á vegum sveit- arfélaga. Flutningsmenn eru Steingrímur Hermannsson, Ragnar Amalds, Karvel Pálmason, Jón Snorri Þor- leifsson og Eysteinn Jónsson. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar, að gera beri hið fyrsta ráðstafanir til þess að bæta úr þeim alvar- lega skorti á leiguhúsnæði, sem ríkjandi er í flestum Ragnar Arnalds. ÍH§p þorpum og kaupstöðum lands- , ins, og felur í því skyni rík- ' ' ' • ' isst]ommm: 1. að láta fara fram könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í sveitarf élögum um land allt; 2. að leggja fyrir Alþintgi fmmvarp tii laga um út- vegun fjármiagns og útlán þess til sveitarfélaga, þann- ig að þeim sé gert fjár- hagslega kleift að byggja og rekia leiguhúsnæði, þar sem þess er þörf“. Frumvarp ríkisstiórnarinnar: Fjögurra vikna orlof FéHagsmiálairáðherra mælti í gær fyriir frumvarpi rikisstjórn- arinnar um lengingu orloís 14 vikur. Fór ráðherrann orðum um þær helztu breytingar sem frum- varp þetta felur i sér, en ví.s- aði að öðru leyti til athuiga- semdamna sjálfra við frura- varpið. I athugasemdiuinum við frumvarpið segir m.a.: Með bréfi, dags. 29. sept. 1971, skipaði félagsmál aráðh. nefnd á- til þess að endurslkoða lög nr. 16/1943 um orlof, einkutn með tillliti til þess, að orlof skuli lengt í fjórar vikur og fram- lcvæmd orloÆslagamma auðveld- uð. 1 nefndinmi eru þessirmenn: Snorri Jónsson, Guð'mundurH. Garðarsson óg Hermamm Guð- rrmindssiom, tilnefndir af Alþýðu- samibandi fslands, Jón H. Bergs og Kristján Ragnarsson, tilm. af Vimnuveitemdiasambamidi fslanös og Hairry Frederiksen, tilnefnd- ur af Vimmumálasambandi saim- vinnufélaganma. Form. nefndar- innar var skipaður Hjálmar Vilhjálmsson án tilnefinimgar. Vegna fjairveruforfallla einstákira nelflndarmainma hafa eftirtaldir teildð sæti í nefindimni: Björn Þórhallsson, Björn Jónsson og Júlíus Valdimarsson. Helztu breytingar frá gild- andi löggjöf um orlof, sem fel- ast í þessu frumvarpi, eru þess- ar: 1. Gert er ráð fyrir lengingu orlofstímams í 4 vikur, þ.e. úr 21 degi virtoum í 24 daga virka og haskkum orlofsfjár úr 7% í 8‘/S%. 2. Lagt er til, að ákvæði um orlofismerki, orlofsbækur og vottorðagjafir í sambondi v;ð töku oriofs verði sett msð reglugerð, sem tryggi það, að orlofsþegi fái orlofsflé í hendur, þegar hann fer í orlof. Nefnd- in hefiur enin ekki gert frum- varp að þessari reglugerð, en hún stefmir að því, að reglu- gerðdm verði sett þegar eCtir gildistöku laganna. 3. Gert er ráð fyrir lengingu orlofstímabilsins og sfciptimgu orlo'fis, sbr. 4. gr. frv. 4. Nýmæli er varðandi töfcu orlofs, þegar orlof er veitt öllu starfsfólki fjrrirtækis samtímís, sbr. 9. gr., en slík atvik gerast nú æ tíðari. 5. Nýmaali er um flutmiin,g orlofsfjár milli orlofisára, þamn- ig að ef orlofsiþegi hefur ekld tekið orlofsfé innan árs frálok- um ortafsárs, renmur það, sem aukaiðgjald til lífeyrissjóðs hams, sbr. 13. gr. 6. Lidks má gdta þass, að efnisskipun frumwarpsiins er í verulegum atriðum á anmianveg en nú er í orlofslöguíniuim. un, en sjálfsagt hefði þótt, að hafa samráð við aðila vinnu- markaðarins. Þess vegna hefði verið komið á fót samstarfs- n^fnd aðila. Frumvörp þessi væru árangur þeirra samvinnu aðila. Sagði hann. af þessu til- efnd, að allar ásakanir dagblaða um tregðu ríkisvaldsins í þess- um málum, væru tilhasfulausar meb öllu. Síðan fór ráðherrann orðum um frumvarpið um 40 st. vinnuviku og kom m.a. fram í ræðu hans, að með 40 st. vimnuviku værum við að kom- ast í röð fremstu þjóða, hvað vinnutíma snerti, og reynslan hefði sýnt, að slík vinnutíma- stytting hefði ekki í för meðsér minni afköst. Þá kom fram hjá ráðherran- um, að ríkisstjórnin hefur emg- in plön um það að grípa inní kaupgjaldsdeiluna á sama hátt. Hér fara á eftir fyrstu tvær greinar frumvarpsins: 1- gr. Lög þessi táka til allra laun- þega, annarra en þeirra, sem hér eru taldir: a. Sjómenm á fiskdskipum. b. Kaupafólk og vinnuhjú. c. Laumiþegar, sem vinna heimavinnu eða önnur störf, sem vinnuvedtandi hefur ekki aðstöðu til að fylgjast með. d. Forstöðumenn og sérstakir fulltrúar í störfium sem eru þess eðlis, að eftirliti með vinnutíma verði ekki við kom- ið. Þar sem rætt er um aðila í lögum þeissum er átt við aðila vinniumarkaðarins. 2. gr. 1 hverri viku sbulu ekki vera fleiri en 40 dagvinnutímar, sem vinna ber á því da'gvinnutíma- bili á virkum dögum vikumnar, sem aðilar koma sér saman um. Heimilt er að semja um sfcemmri vinnuviku. Að jafnaði skulu ekki unnar fleiri en 8 klUkfcustundir í dag- vinnu á degi hverjum nema annar vinnutími henti betur af sérstökum ástæðum, og um það sé samið af aðilum. Heimilt er að semja um til- færslu á dagvinnutímum, þann- ig að dagvinnutímar verði fleiri en 40 á tilteknum árstíma og færri á öðrum, en að meðaltali á ári hverju ekki fileiri en 40. Þetta gildir þó aðeins í þeim tilvilcum þar sem slíkur héttur ' hefur verið á hafður fyrír gild- istöbu laga þessara. SjúHvirk radíéJufí í íslenzkum skipum Sl. máinudag lögðu þauBjam- fríður Leóisdóttir og Garðar Sig- urðsson fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um sjálfvirk Bjarnfríður Leósdóttir. radíódufl í íslenzkum sikipum. Tillagan er svo: Alþingi ályktar að skora á rikisstjómina að beita sér fyr- ir því, að sett verði inn í reglu- gerð um eftirlit með skipum á- kvæði um, að öll ísleinzik skip skuli hafa um borð sjálfvirk radíódiufl til neyðarkaMssend- iniga. I Grcinargerð Það er óþarfi að taka það fram, hvert gildi það hefur fyr- ir íslenzku þjóðina, að öryggi sjómanna sé treyst eins og framast er unnt. Þess vegma þarf að fylgjast vel með á tækmiöW, hvort ekki komi fram ný tæki, sem mundu verða til aukins öryggis, ef notuð væru. I fyrra var reynd á Gísla Johnsen ný gerð af sjálfvirku radíódufli. Tækið reynidist með afbrigðum vel, og merki frá því heyrðust um allt land á neyðair- bylgjuinni 2182 kílóriðum. Þetta dufil flýtur upp, ef steip- Garðar Sigurðsson. ið sekkur og byrjar að sendia eftir 30 sekúndur. Það sendir þá neyðarmarkið SOS í sífellu ásamt kallmerki skipsiins og tón til miðunar i þrj'ár mínútur samfellt. Þannig halda sendi'nigar áfram í 72 klukikustundir með 12 mínútna millibili. Sendikraftur diuflsins er svo mákill, að það útilokar allar aðrar sendtogar á neyðar- bylgjunni. öllurn ætti að vera Ijóst, hversu mikið öryggi slíkt tæki muiradi veita sjómönnum, og einnig, hversu mikdð það rnunái auðvelda leit að skipum í sjáv- arháska og bjarga mörgum mainnslífluim.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.