Þjóðviljinn - 25.11.1971, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1971, Blaðsíða 5
Fimmitudagur 25. nóyemiber 1971 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J bækur Lenín og Georges Simenon eru mest þýddir allra rithöfunda í þýzka blaðinu The Ger- man Tribune birtist fyrir skömmu fróðlegt yfirlit yfir þá höfunda sem mest eru þýdd- ir. Að visu nær sú sikýrsla ekkj til eintakafjölda, eða fjöl-da útgáfna, enda mætti slík skýrslugerð æra óstöðugan. Hér fer á eftir þessi listi — tölumar sýna fjölda tungumála sem þýtt er á, en í svigum höfum við bætt við móðurmáli höfunda eftir því sem við bezt munum. og svo hvaða teg- tmd bóka þeir skrifuðu. ef við höfum hugmynd um það. Vladímír Lenín (rússn- eiska. stjórnmál) ........ 222 Georges Simenon (franskia leynilögreglusögur) .... 143 Við jólatréð Fyrir síðustu jól gaf Hörpu- útgáfan út nýtt safn af jóla- vísurn eftir ýmsa höfunda. Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari, valdi efni bókar- innar, sem er myndskreytt af Halldóri Péturssyni listmálara. Þessi bók seldist u.pp fyrir jól- in. Hún hefur nú verið endur- prentuð og fæst í bókaverzl- unium. Simenon heíur Detur en Shake speare William Shakespeare (enska leikrit) ................ 111 Léf Tolstoj (rússneska, skáldsögur) .............. 94 Agatha Christie (enska, leynilögreglusögur) .... 83 Pearl S. Buck (énska, skáldsögur) .............. 79 Karl Marx (þýzka. heim- speki stjómmál) .......... 74 Grimmsbræður (þýzka, þjóðsögur) ............... 73 Ernest Hemingway (enska skáldsögur) .............. 71 Jean Paul Sartre (franska, skáldverk, heimispeki) . . 57 Charles Dickens (enska, skáldsögur) .............. 57 Jack London (enstoá, skáld- sögur ...........„...... 57 Friedrich Engels (þýzka. stjómmál ................. 56 Karl May /þýzka, indíána- sögur) ................... 55 Míkhaíl Sjolokhof (rússneska, skáldsöigur) ............. 54 Aðrir höfundar hafa ekki náð þvi að fá bækur sínar úfcgefnar á fledri tungumálum en fimmtíu. Útbreiðsla rita póliitískra höfunda er að sjálfsögðu tengd framtaki marxískra flokka víða um lönd. Velgengni leynilög- reglusöguhöfunda segir sína sögu af vinsældum þeirrar tegundar ritverka Af höfund- um fagurbókmennta sem mik- illi útbreiðslu haffa náð má nefna Graham Greene (49 tungumál) Victor Hugo (45) og Goethe (41). A£ smáþjóða- höfundum " hefur sænski bama- bókahöfundurinn Astrid Lind- gren (Lína langsokkur o.fl.) víðast farið. en hún hefur verig þýdd á 31 tungumál. Nína Björk Ný Ijóðabók eftir Nínu Björk Heimskringla hefur gefið út nýja bók eftir Nínu Björk Ámadóttur sem nefnist Börn- in í garðinum Þetta er þriðja bók skáld- konunnar, 105 bls. að stærð, og skiptist í þrjá dálka — Persónuleg ljóð, Borgaralegar athugasemdir, Og hann kom og sýndi mér. Framarlega í bókinni er svo- fellt smákvæði. sem neffnist Ráð: Á leið minni til byggða trén gáfu mér ráð þau báðu mijr að fara ekki þangað að verða öskurhlátur framan í heiminn að verða ljós sem blikkar í sífelln á skiptiborði hans undir mynd: Ný bók eftir Jón Helgason ritstióra Iðunn hefur sent á markað nýja bók efftir Jón Helgason rithiöfiund. Neffnist hún Orð skulu standa og er saga rnanns, sem með ffullri vissu má segja að var dæmalaus í forspjalli fyrir bókinni segir höflundur m.a. á þessa leið: „Þetta er saga vegfræðings, sem fæddisrt fyrir sunnan og dó fyrir norðan. í bemsku kenndi görnul kona honum ell- efta boðorðið: Ortí slculu standa. Hann gat aldrei kvænzt vegna þess að hann hafði heit- ið sjálfum sér því að eiga stúlku, sem hann sá í svip á kirkjustétt í Noregi, eða enga ella. Hann var vegfræð- ingar í tvennum skilningi:' Hann vegaði heilar sveitir og hann var sjaldgæíur vegfræð- ingur í lífi sínu og hugsunar- hætti. Spakvitur íslendingux kallaði hann mesta jafnaðar- mann á ísiandi. Það var hann aðeins af eðlisávísun, því að stjómmáJum hafði hann aldrei geffið gaum. Stærðfræði var yndi hans og eftirlæti. og einu sinni auðnaðist honum að bjargá heilli skipshöffn úr haf- villu með glöggskyggni sinni. En hann sagði. að þa@ hefði verið stýrimanninum að þakfca, að hann skyldi trúa sér Tvisv- ar gaf hann aleigu sina. Fimm- tugur gerðist bann fyrirvinna bammargrar ekkju í Biskups- tungum, því að maður hennar drufcknaði við ferjusfcað, sem hann hafði valið. Henni vann hann kauplarusit í níu ár. Átt- ræður sendi hann ríkisstjóm- inni árskaup sitt óskert, svo að hún gæti grynnt á skuld- um í kreppunni. Hann var dæmalaus. En sjálf- um fannst honum ofiurauðvelt að rafca rétta leið: Einimgis að vera haldinorður við sjálf- an sig og vilja heldur það, sem befcra var.“ Bókin er prentuð í prent- smiðjunní Odda h.f. og bund- in í Sveinabókbandinu Hlífð- arkápu teiknaði Atli Már. Vald ástarinnar Hörpuútgáfan hefiur sent frá sér ástarsögu efitir Bodil Fors- berg höfund bóíkanna „Ást og ótti“ og „Hnóp hjartans", sem báðar hafa komið út hjá Hörpu- útgiáfuinni. Á baksíðu bókarinn- ar segir m.a.: „Þessi nýja ásfc- arsaga er þrungin sipennu frá fyrstu til síöustu blaðsíðu“. Skúli Jensson þýddi bókina- Hún er prentuð í Prentverki Akraness hf. og bundin í Flé- lagsbókbandinu hff. OSKA- STUND Kraninn og kindurnar 199 Föstudagsmorgiun einn var splunku- OSKA- STUND UMSJÓN: NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTHl LITLI PÉTUR nýjum og nýgljáfægðum krana ekið út úr verksmiðjuporti einu. „Frá og með þessum degi lagast allt, því nú nýtur min við“, hrópaði kraninn og slve'íflaði ákafur slínum ferlegu kranaörmum. Á leið sinni til vinnustaðarins fór hann fram hjá stóru engi, þar sem verið var að taka upp rófur. „Leyfið mér að hjálpa ykkur!“ hróp- aði kraninn og lét emn arm sinn síga niður og greip eina rófuna eftir aðra og skellti þeim upp í vagn. Um miðdegisleytið hrópaði svo . kraninn: „Nú hef ég tekið upp heila, langa röð af rófum — nú verð <|g að halda áfram!“ Þá fór kraninn framhjá læk. Yfir lækinn lá lítil brú og hinu megin lækjarins stóðu 199 kindiur og jörrn- uðu: „Við viljum komast yfir lækinn“. „Það skal ég sjá um!“ hrópaði kran- inn. Og svo tók hann eina kindina eft- ir aðra og lyfti þeim yfir lækinn. Við þá 111. byrjaði kúluliður hans að stynja og þegar sú 199. var komin yfir var sólin gengin til viðar. Alveg útkeyrður diróst hann nú til hins sitóra vinnustaðar, þar sem hann átti að vera. Á vinnustaðmum var geysistór ljósvarpari sem breytti nótt í dag. Og þar unnu margir kranar sem lyftu veggjum, þökum, baðkörum og dyrum. „Þama kemur hjálp!“ hrópuðu þeir, „nú getum við aldeilis klárað húsið.“ „Já en ég get ekki meira,“ kvein- aði kraninn, „ég hef tekið upp 444 róf- ur og þair að auki lyft 199 kindum yfir læk“. „En sú vitleysa," muldraði stein- steypukraninn, „rófur og kjndur — er það nú vinna fyrir risastóran krana! Hér hefðir þú getað byggt heilt hús“. „Ja — félagi — þar eyddirðu kröft- um þínum í hugsunarleysii,“ sagði einn af hinum krönunum. „á þennan hátt bætjr maður ekki heiminn!” Þama stóð nú þessi splunkunýi, gljá- fægði krani í skugga háa hússins og skammaðist sín. En það gerði hann aðeins til morg- uns. því þá tók hann sig aldeilis tjl og með sínum hetjukröftum lyfti harm veggjum, svölum, baðkörum og dymm, svona eins og á við slíkan risakrana. Einu sinni var drengur, sem Pébur hét. Og af því að hann var minni, þeg- ar hann fæddist, en nokkurt annað bam. sem menn höfðu séð. þá var harnn aldrei kallaður annað en Litli-Pétur, þrátt fyrir það, þótt hann yrði brátt jafnmiikill vextá og jaifnaldrar hans. Honum þótti hörmulegt að vera allt- af kallaður lítjll, en hitt var þó enn sárara, að menn töldu hann vera um- skipting eða álfabam sem að réttu lagi ætti að eiga heima í einhverri jarðholu. Kerling ein stóð á þv{ fast- ar en fótunum, að svo væri í raun og veru. Hún sagði Itka. að það væri auðséð, þar sem hann væri svo dökkur yfirlitum, og allir aðrir þar í sveit- inni væru Ijósir yfirlitum. Litli-Pét- ur varð ákaflega leiður á þessum þvættingi, og loks sá hann ekki ann- að ráð vænna en að hafa sig á burt og leita hamingjunnar annarsstaðar. Það var um miðsumarsskeið, sem hann lagði af stað, og því var það, að öll hin fegurstu blóm teygðu sig upp meðfram götunni, þar sem hann gekk og kinkuðu til hans kolli. En hann eign- aði sér ekiki þann heiður, heldur vind- inum; það væri hann sem væri að vagga bláklukkunum og brennisóleyj- unum. „Ég vildi þau væru úr gulli, gulu blómin þau ama,“ hugsaði hann með sér. f sömu svifum sá hann litla og lotna kerlingu staulast á undan sér á veg- inum. Hann gat ekkert botnað í hvað- an hún væri komin: það var eins og Framhald á 2. síðu. NÆSTA ÓSKASTUND Á fimmtudaginn kernur sýnir Óskastundin ykk- ur hvernig þið getið búið til sjálf jólastjörnur, jólaskraut og jólagjafir á einfaldan hátt og án þess það kosti ykkur mikla peninga. — Það er alltaf skammtilegna að gefa jólagjafir og hafa jóla- skraut, sem maður hefur búið til sjálfur. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.