Þjóðviljinn - 12.03.1972, Page 11

Þjóðviljinn - 12.03.1972, Page 11
Sunn/udiagur 12. marz 1972 OG RÆTT VIÐ SJÓMENN OG VERKSTJÓRA Það var ekki beint létt hljóð- i3 í sjómönnum á Suðurnesj- um um miðjan febrúar, þegar blaðamaður var þar á ferð. í Grindavik voru flestir bátar í höfn, aðeins netabátar höfðu farið út um morguninn. Við gengum niður að fyrsta bátnum þar sem hreyfing var, það var Reykjaröstin GK 17 — eigendurnir þrír, þeir bræður Jón og Gestur Ragn- arssynir og Vilmundur Ingi- marsson, voru þar að vinna. Það var Vilmundur sem varð helzt fyrir svörum þegar við gáfum okkur á tal við þá, og hann sagði að þeir væru að skipta af linu yfir á net. Óskar Herniannsson, verkstjóri i Arnarvík. ■':: Jón, Gestur og Vilmuntlur við bát sinn, Reykjaröst. Þarna eru þeir að skipta um veiðarfæri, taka í land l»að sem tilheyrir línuveiðum til að koma netunum fyrir. ALDREI SVARTSÝNN — Er lítið að hafa á línu? — Já, það hefur verið anzi lítið það sem af er, aðallega vegna ógæfta. Mesti aflinn hefur verið 12 tonn í róðrinum. En um þetta leyti, og svona í byrjun marz er annars venjan að skipta yfir á netin. — Hafið þið von um skárri afla á netunum? — Ég er nú aldrei svartsýnn, sagði Vilmundur og hló, — en ef við fáum ekkert hérna við nesið, þá förum við vestur á Breiðafjörð, þar er sæmilegt fiski- rí. — Hvað yrðu það langir túrar? — Þetta er svona 12 tíma sigl- ing, og ef við drögum tvisvar ætti túrinn að taka svona tvo sólar- hringa. —- En hingað til hefur þá lítið fengizt annað en loðna á vertjS- inni? — Já, það má segja að það haft verið nóg af henni. Með það höfðu þeir komið baujunum, aðgerðarborðinu og línuspilinu fýrir uppi á bílpalli og voru tilbúnir að halda af stað til að koma því í geymslu en taka netin í staðinn og setja þau um borð. SKORTUR Á GÓÐUM MANNSKAP Við röltum þá áfram, og höfn- uðum næst við frystihúsið Arnar- vík. Af einskærri heppni hittum við þar fyrir Óskar Hermannsson, verkstjóra, en hann var á útleið, og við tókum hann tali. — Er ekki heldur lítil vinna hjá ykkur í aflaleysinu, Óskar? — Jú, það má segja það, en þó hefur verið unnið að jafnaði svona tíu tíma á dag, — stund- um hefur orðið að vinna nætur- og helgidagavinnu, en á móti hef- ur suma dagana ekkert verið unnið. — Hvernig eruð þið staddir með mannskap? — Það er nóg sem stendur, og við höfum yfirleitt nógan mann- skaþ. En það er með okkur hérna eins og önnur frystihús, að okkur gengur illa að fá góðan og traust- an mannskap. Kaupið við fisk- vinnuna er lágt, svo bezta fólkið fer þangað sem það fær yfirborg- að, en til þess höfum við ekki bolmagn. Og þegar aUtaf er ver- ið að skipta um fólk kemur það niður á afköstunum. Og það er líka einkennilegt hvað illa gengur að fá fyrir- greiðslu til að byggja upp þennan undirstöðuatvinnuveg þjóðarinn- ar. Við erum t.d. núna að reisa nýja byggingu, en fáum ekki framkvæmdalán fyrr en hún er fokheld. Aftur á móti virðist lánsfjárskorturinn ekki standa framkvæmdum eins og í Iðngörð- um fyrir þrifum, — þar þarf ekld að bíða eftir Iánunum. KAUPTRYGGINGU í FISKVINNU — En í sambandi við mann- skapinn. Bindurðu ekki vonir við Fiskiðnskólann nýja? — Jú, ég geri það, en ég segi að hans fari ekki að gæta fyrr en eftir fjögur ár — en þá kem- ur vonandi nóg af góðu fólki í fiskvinnuna. En til þess að svo Verði þarf líka að koma á kauptryggingu, t. d. einsog er í Noregi. Þar e;r starfsfólkinu tryggður átta tíma vinnudagur þó enginn afli berist Framhald á 12. síðu. PANELOFNAR LÆGRI HITAKOSTNAÐUR BETRI HITANÝTING HÆRRA HITAGILDI Leitið ekki langt yfir skammt. PANELOFNAR uppfylla allar kröfur sem gerðar eru til mið- stöðvarofna í dag. Látið PANELOFNA einnig í yðar hús. Leitið tilboða — stuttur af- greiðslufrestur. ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA. Söluumboð: HITATÆKI H.F. Skipholti 70, sími 30200 PAí\IELQFNAR HF. — ÞJÓÐVIUINN — SÍDA J | Movlon og Marlín-tóg Bezta efnið í: BÓLFÆRI NETASTEINA LANDFESTAR MÖRE- netahringir Þola 220 faðma dýpi. Beztir — Ódýrastir. HANFLO ÁL NETAKÚLUR 8” Reyndar fyrir 400 faðma dýpi. BAMBUS- STENGUR Sísal, terylene og næl- onlína. önglar. Taumar. Baujubelgir. Baujuflögg. Lóðadrekar. Lóðabelgir. Netadrekar. Netabelgir. Netakeðjur og -kóssar. Netalásar. Netaflögg. Netanálar. Netabæti- garn. Fiskstingir. Goggar. Fisk- og lifrarkörfur. GRÁSLEPPUNET KOLANET SILUNGANET PLASTNETAFLÁR Bau juluktir Flatnings- og flökunar- hnífar. — Hausingar- og beituhnífar. — Gotu- og skelfiskhnífar. Stálbrýni. Steinbrýnt. Hverfisteinar í kassa. Gotupokar. Húðir. KRANAVÍR fleiri gerðir. HRING- NÓTAVÍR 2*4” og 3” 400 og 450 fm. rúllum. TROLLVÍR 1*4”. 1*4”, 2”, 214”, 2*4”, 3” í 200 og 300 fm rúllum. Trollbúnaður Trolllásar. Trollkrókar. Gálga- og gilsblakkir. 0.ELLIN6SEN HF

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.