Þjóðviljinn - 19.05.1972, Blaðsíða 3
Fðstudagur 19. mai 1972 — ÞJBÖÐVIIáJEKN ~ SÍBA J
!
i
Þorskurinn hrygnir sennilega
norðar og austar en áður
I
!
Það hefur komið fram hiá
sjómönnum og útgerðarmönn-
um að heir telja að þorskur-
inn hafi hrygnt norðar í ár,
en undanfarið, vegna þess að
sjórinn hefur hlýnað. Við
ræddum þessa tilgátu við
Ingvar Hallgrímsson fiskifr. í
gær.
Arganginum frá
1964 hvergi hlíft
— Við höfurn að sjálfsöeöu
gefið þessu gaum, sagði Ing-
var. Viö bjuggumst við þvi
að uðailuppistaða veiðanna nú
yrði þorskárgangiurinn frá
1964. Þegar hann var viðupp-
haf fjögurra ára aldurs þá á-
ætluðum við stærð hans um
220 miljónir fiska, en á þeim
tveimur árum, þegar hann
var fjögurra ára og fimm ára
telst okkur til að það hafi
verið drepnir um 80 miljónir
fiska af þessum árgangi.
Hann rýrnaðd sem sagt um
rösklega þriðjung á þessum
Ingvar: Sjórinn er hlýrri og pj
flytur þorskurinn sig norðar. - .
tveimur árum. Nú áætlum við
að af þessum árgangi 1964 séu
aðeins til um 35 miljónir
fiska, sem er aðeins 16%iþess
fjölda sem var til við upphaf
fjöigurra ára aldurs.
Þetta þykir oikikur náttúr-
lega býsna mikil ásókn í
fislkinn áður en hann nær
virkilega kymþroskaaldri og
kemst í vertíðarg&ngur. Þar
sem þetta er einn bezti ár-
gangur, sem við höfum haft
hér við Island síðustu tutt-
ugu ár, hefur þetta að sjálf-
sögðu gert mikið strik í reikn-
inginn.
Hitaaukning
í sjónum
Svo kemur einnig inn í
myndina töluverð hitaaukn-
ing í haifinu frá því í haust
og sjórinn var almennt mun
hlýrri en endranær að vetr-
arlagi. Hefur það sjálfsagt
orðið til þess að hrygningar-
svæödð hefur flutzt norðar og
breiðzt út — þ.e. hrygningin
við Breiðafjörð og vestanverða
Vestfirði, sem og líka fyrir
austan land, hafi verið meiri
nú en á undanförnum árum.
og það þýðir um leið minni
hrygningu við landiið sunnan-
vert, t.d. á Vestmannaeyja-
svæðinu.
— Getið þið! kannað þetta
mál frekar í sumar, hafiði
einhverja getu til þess
að spá fyrir næstu vertíð?
— Já, við gietum gert eitt-
hvaið í þá áttina, en þess ber
að gæta að hjá okkur eru
ekki nema 19 háskólamenn:
aðir sérfræðingar í fiiskveið-
um og skyldum greinum, og
það þætti ekki mikið ef við
hefðum ekki nema 19 menn
til þess ad rannsaka burr-
lendið hjá okkur
Ef þessi hitaaukning í sjón-
um helzt næsta haust, finnst
mér líkur benda til þess
að hrygning verði meiri á
norðursvæðinu og því má bú-
ast við svipaöri útkomu næsta
haust að óbreyttum aðstæð-
um. Sú upphitun, sem varð i
sjónum allar götur frá 1930.
hefur crðið þess vaidandi að
útbreiðslusvæði þorskis í N-
Atlanzhafi hefur auikizt þann-
ig að þetta fyrirbrigði. að
þorskhrygningin flytjist til
eftir sjávarhita er efcki o-
þekfct mál, og að sú sikýrinp
muni alveg standast. — SJ.
*
I
Nýr hæstaréttar-
iögmaður
Föstudaginn 12. maí s.l. lauk
Jón Oddsson, löigfræðingur,
flutningi prófmála við Hæsta-
rétt íslands. Jón er fæddur 5.
janúar 1941 í Reykjavík, son-
ur hjónanna Odds Jónssonar,
fyrrverandi framkvæmdiastjóra
Mjólkurfélags Reykjaví-kur,- og
Eyvarar Ingibj argar Þorsteins-
dóttur. Hann var'ð stúdent frá
Verzlunarskóla .ísiands og lauk
embættisprófi í iögfræðj frá
Háskóla íslands voríð 1968 með
1. einkunn 226 stigum. 7. ágúst
1968 varð hann héraðsdómslöig-
• maður ög hefur síðan rekið mál-
flutningsskrifstofu í Reykjia-
vík.
*
erfiði
nisnn-r
Stöðugt fleiri launþegar láta
færa laun sín beint inn á banka-
reikning, annaðhvort ávísana-
eða sparisjóðsreikning. Að
sama skapi vex fjöldi þeirra
ellilífeyrisþega, er láta Trygg-
ingastofnunina færa ellilífeyri
sinn á ávísana- eða sparisjóðs-
reikning.
Með þessu er tryggt að:
— ekki þarf lengur að staiida
í biðröðum til þess að fá
lífeyri eða laun greidd,
peningarnir eru komnir í
bankann á útborgunardegi.
— þu Iosnar við að vera með
ótryggt, vaxtalaust fé á
vinnustað, í vösum eða í
heimahúsum.
— auðveldara er að fylgjast
með eigin fjárhag, þar sem
bankinn sendir yfirlit yfir
innlegg og stöðu reikn-
ingsins við hver mánaðamót.
— með því að stofna til fastra
viðskipta við Aiþýðubank-
ann Ieggur þú drög að fyrir-
greiðslu bankans á ýmsum
sviðum við sjálfan þig.
S‘
Alþýðubankónn