Þjóðviljinn - 31.05.1972, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikuciagur 31. mai 1972-
Frá þingi Veríkainannasambandsins.
KAUPMÁTTUR
LÁGLAUNA
ALDREI BETRI
Kér fer á efíir ályktun um
!:;j/amjl er samþykkt var a
G. þingi Verkamannasam-
bands íslands núna um helg-
ína.
5. þing Verkamannasambands
íslands fagnar þeim tveim mikJu
áföngum, sem verkalýðssamtök-
in liafa náð frá því er síðasta
þing sambandsirtó var haJdið í
okt. 1969. Hinn fyrri áfanginn,
samningarnir í júní 1970, réttu
mjög verulega hlut verkafólks
eftir það undanhald varðandi
vísitölugreiðslur, sem atvinnu-
rekendur og ríkisvaJd knúðu
fram í samningunum 1968 og
1969 studdir af mjög ólragstæðri
þróun viðskiptakjara og mildu
atvinnideysi. Svo alvarlegt var
þetta undanhaJd að þrátt fyrir
það að samningarnir í júní 1970
tryggðu einar mestu kauphækk-
anir í krónutölu, sem náðst hafa
í einum samningum, náðist ekki
að fulJu sá kaupmátnir verka-
mannalauna, sem beztur varð á
áratugnum frá 1960—1970.
Með samningunum frá 4. des.
1971 voru þau met hins vegar
jöfnuð að fullu, þannig að kaup-
máttur tímakaups almenns
verkafóJks hefur ekki í annan
ríma orðið mciri en um þessar
mtindir né hcldur vikukaupsins.
Þingið fagnar sérstaklega því
ágæta samstarfi, sem tókst við
undirbúning síðusru kjarasamn-
inga og gerð þeirra með öllum
aðildarsamtökum innan A. S. í.
og liakkar sérstaklega samtökum
iðnaðarmanna fyrir þeirra mik-
ilsverða hlur að mótun þeirrar
stefnu að lilurur hinna lægst
launuðu vrði nokkru meiri en
liinna sem betur mátru.
Þingið relur þó að sú srefnu-
rnótun um Iaunajöfnuð, sem
sigraði með samningum 4. des.,
hafi enn ckki nándar nærri skil-
að þeim árangri, sem nauðsyn-
Iegt er að tryggja, ef iáglauna-
stéttirnar eiga að geta Jifað
mannsæmandi Jífi af hóflegum
vinnudegi. Telur þingið því höf-
uðnauðsyn að stefna aukins
launajafnaðar verði um nokkra
framtíð, a. m. k. Iiin ráðandi
stefna innan verkaJýðshreyfing-
arinnar sem heildar, og fulJ-
treystir því, að um slíka stefnu
verði ekki síður samstaða én
reyndin varð í síðustu samn-
ingum.
Þingið telur þá nýbreytni
mikilsverða og merka að semja
ril lengri tíma en áður og
tryggja þar með nokkurt friðar-
tímabil, sem ætti að geta orðið
undirstaða aukinnar festu og ör-
yggis í efnahagskerfi þjéiðarinn-
ar ef rétt er á haldið og í kjöl-
far þess öruggum og árvissum
kjarabótum vinnustéttanna,
leggja verður þó áherzlu á að
sú tilraun til langtímasamninga,
sem nú var gerð, reynist því að-
eins til hagsbóta og farsældar
fyrir vinnustéttirnar að stjórn-
völd nái fullu vaJdi á verðlags-
þróuninni og takist að hemla þá
verðhækkanaskriðu, sem dunið
hefur yfir að undanförnu og
þingið telur háskalega hagsmun-
um vinnustéttanna, heilbrigðum
atvinnurekstri og öllu efnahags-
kerfi þjóðarinnar.
Þingið brýnir fyrir einstökum
verkalýðsfélögum og heildarsam-
tiikum þeirra, að nota til hins
ýtrasta það friðartímabil, sem nú
er fram tmdan á almennum
vinnumarkaði, til þess að styrkja
aila innviði sína félagslega, á
sviði fræðslumála hreyfingarinn-
ar, tryggja tiryggi, hollustuhærri
og bærtan aðbúnað á vinnustöð-
um, fjárhagslega og með því að
auka áhrif sín með hverjum
eðlilegum og tiltækilegum hætti
gagnvart stjórnvöldum sérstak-
lega varðandi áætlanagerðir um
framtíðaruppbyggingu atvinnu-
veganna • og á öðrum sviðum
efnahagsmála. Verði allt þetta
starf miðað við það að verka-
lýðshreyfingin í heild, standi
sem sterkust að vígi, þegar
næsta latinauppgjör og allsherj-
arendurskoðun á öllum kjara-
samningum fer fram síðari hluta
næsta árs. Væntir þingið þess
sérstaldega að næsta þingi A. S.
í. takist. að Ieggja sem tra'ust-
astan og raunhæfastan grundvöll
að stefnu og starfi samtakanna í
þessum efnum. FeJur þingið
sambandsstjórn sinni að leggja
allt sem hún megnar af mörkum
til þess að svo megi verða.
Útboð Akranesi 1972
Stjórn verkamannabústaða á Akranesi
leitar eftir tilboðum i byggingu 18 ibúða
fjölbýlishús.
Útboðslýsinga má vitja á Verkfræði- og
teiknistofunni s/f, Kirkjubraut 4, Akra-
nesi, gegn tiu þúsund kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð sama stað þriðju-
daginn 20. júni 1972 j. 11 f.h.
Stjórn verkamann. ■ aða á Akranesi.
_________:_____________________________
FELUR AÐFERÐIN
í SÉR
FÓSTUREYÐINGU?
Höggmyndir eftir
ungverska listamanninn
Miklós Melocco