Þjóðviljinn - 31.05.1972, Side 5
Miðvikudagur 31. mai 1972- ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5,
Hér er lýst nýrri bandarískri aðlerð til að koma í veg fyrir baraeign'ir.* Aðferðin sameinar getnaðarvarnir og fóstnreyðing
ar en væri samt e. t. v. ekki lögbrot hér á landi. • Margar konur óska eftir að losna við hormónatöflur og aðskotahluti
úr líkama sínum. • Nýja aðferðin ætti að gera þetta kleift. en hún er þó ekld laus við óþægindi og hættur.
Á okkar dögum mun flestum
finnast sjálfsagt að fólk eigi
frjálsan aðgang að getnaðar-
vörnum, þær eru ómissandi
þáttur í lífi nútíma mannsins.
Hins vegar eru fæstar tegund-
ir getnaðarvarna lausar við
nokkra ókosti og jafnvel á-
kveðnar hættur. Það er þvi
eðlilegt að leitað sé margra
mismunandi aðferða sem unnt
sé að velja á milli eftir því
sem hentar. Á síðari árum hef-
ur í vaxandi mæli verið minnzt
á fóstureyðingar sem valkost
þegar getnaðarvarnir hafa af
einhverjum ástæðum brugðizt.
Þarna hefur í umræðum verið
farið inn á svið sem til
skamms tíma hefur verið for-
boðið, en löggjöf hefur reynd-
ar í mörgum löndum breytzt í
þá átt að gera þennan valkost
frjálsan fyrir konuna hverju
sinni. En í umræðum um þessi
efni hefur jafnan verið skilið
grein fyrir því hvort frjóvgun
hafi átt sér stað eða ekki, þegar
aðeins er komið nokkra daga fram
yfir eðliiegar tíðir. Og því síður
að konan sjálf geti haft nokkra
hugmynd um það.
Legtæming með sogdælu er á-
kaflega einföld í framkvæmd og
getur farið fram í hvaða læknis-
stofu eða ráðleggingarstöð sem
er. Það fylgir henni engin líkam-
leg eða andleg áreynsla, en að vísu
nokkur óþægindi ekki ósvipuð
þeim sem ofr eiga sér stað við
tíðir. Karman, upphafsmaður að-
ferðarinnar segir þó sjálfur að ó-
þægindih séu sambærileg því
þegar gernaðarvarnalykkju er
komið fyrir. Aðferðin er væntan-
lega sársaukameiri hjá srúlkum
sem aldrei hafa árt börn vegna
þess hve leghálsinn er þröngur.
Hver læknir getur framkvasmt
iegtæmingu af fyilsta öryggi eftir
að hann hefur kynnt sér ieiðbein-
ingar með tækjunum. Það á að
vera útiiokað að gera skyssu, en
þó ber að hafa í huga tvenns kon-
Konur i fóstureyðingastarfshópl brezku rauðsokkahreyfLngarlnnar sfcoða ,JKarman cannula"
tækið. Nú þarf ef til viil ekkl lengnr & gamaldags fóstureyftiusum mefl skurðaðgerð aft halda.
mjög rækilega á milli getnað-
arvarna og fóstureyðinga.
Margt bendir til að þau skii
séu að nokkru leyti óraunhæf,
og gildir það ekki sízt í sam-
oandi við þá aðferð til að
<oma í veg fyrir barneignir
sem lýst er í eftirfarandi grein.
Þessi aðferð er tekin að ryðja
sér nokkuð til rúms vestan-
tafs en er lítt eða ekki þekkt
snn þá í flestum Evrópulönd-
jm. Hér á landi mun ekki hafa
✓erið rætt um hana opinber-
'ega til þessa. Hún virðist í
:ljótu bragði vera laus við ó-
<osti ýmissa annarra aðferða,
?n vitanlega þarf að umgang-
ast hana með varúð.
Harvey Karman er maður
nefndur, sálfrasðingur í Los Ang-
eles í Bandaríkjunum. Hann hef-
ur lagt grundvöllinn að því sem
gengur undir nafninu „Karman
cannula tæknin" þar vestra. Um
er að ræða eins konar rör (cann-
ula) sem nocað er við tæmingu á
legi kvenna. Þjálu plaströri er
9tungið inn um legháisinn en við
rörið er tengd handdregin sog-
dæla.
Aðferð þessi gefur sömu niður-
stöðu og venjuiegar tíðir, þ.e. að
slímhimna legsins er fjariægð.
Þess vegna er aðferðin notuð þeg-
ar kona hefur haft nokkra daga
yfir mánaðarcaiið og grunsemdir
eru um þungun. Hafi egg setzt
að á slímhimnunni, þá hefur átt
sér scað frjóvgun og má því 9egja
að tæmingin jafngildi fóstureyð-
ingu. En hafi slímhimnan verið
egglaus, er hér aðeins um var-
úðarráðstöfun að ræða og í mesta
lagi hægt að tala um getnaðar-
vörn. Jafnvel ekki læknir getur
með rannsókn á tæmingunni gert
ar hættu. Annars vegar væru þau
mistök að dælunni væri beitt til
inngjafar í staðinn fyrir að sjúga.
Þó gæti loftbóla komizt inn í
blóðið og það, et lífshærrulegt.
Koma má í veg fyrir þetta með
öryggisventli á sogdælunni. Hin
hættan er fólgin í því að sýklar
berizt með rörinu inn í leggöng-
in og valdi ígerð og sjúkdómum.
Það verður því að gæta fyllsta
hreinlætis og sótthreinsa áhöld-
in mjög vel fyrir notkun. í þessu
sambandi segir dr. Potts, þekktur
kvensjúkdómalæknir í Bretiandi:
„Ég held þrátit fyrir það hvað að-
ferðin er einföld — að ekki eigi
að halda útbúnaðinum að almenn-
ingi eins og Coca Cola".
Hingað til hefur flestum fund-
izt vera mikið djúp staðfest milli
getnaðarvarna og fóstureyðinga,
en í raun og veru sýnir „Karman
cannula tæknin" hve þar getur
verið mjótt á munum. En einnig
eldri aðferðir til að takmaxka
barneignir hníga tll sömu áttar.
Hormónatafla sú sem kölluð er
„pillan" í daglegu taJi hefur
þrenns konar verkanir. Tvær
koma í veg fyrir frjóvgun, en sú
þriðja hefur þau áhrif á slím-
himnu legsins að frjóvgað egg
festist ekki við hana. í strangasta
skilningi er þarna um fóstureyð-
ingu að rasða. Sama er að segja
um lykkjuna að hún gerir miklu
frekar að erta slímhimnuna en
girða fyrir sjálfa frjóvgunina.
Legsog með aðferð Karmans
kemur lögfræðinni í þeim lönd-
um þar sem fóstureyðingar eru
bannaðar í nokkurn vanda. Vissu-
lega getur hér verið um fóstur-
eyðingu að ræða, en sé aðferðinni
beitt innan 14 daga frá réttu
tíðatali er ekki hægt að fullyrða
í hverju einstöku tilfelli hvort
svo var eða ekki. Að svo miklu
leyri sem aðferðin hlýmr út-
breiðsiu, má ætla að jafnvel hin
strangasta fóstureyðingarlöggjöf
muni sætca sig við hana þegar frá
líður.
Eins og áður gemr er „Kar-
man cannula tæknin" upprunnin
í Bandaríkjunum, og þar er hún
orðin talsvert þekkt. Læknarnir
Goldsmith og Margolis gerðu
grein fyrir vísindalegri tilraun
með hana á ráðstefnu í Detroic
í aprílmánuði sl. Þeir höfðu séð
um framkvæmd á legsogi hjá 100
konum á venjulegum hvílubekk
í viðtalsstofu læknanna. Engin
vandkvasði vom á aðgerðunum og
engar kvartanir bámst.
Kvenfrelsishreyfingar („Wo-
men’s Lib") í Bandaríkjunum
hafa tekið aðferðina upp á sína
arma. Þær hafa þegar þjálfað á
þriðja hundrað konur í að beita
henni og komið upp um 20 mið-
stöðvum til slíkrar „sjálfsbjargar"
um öll Bandaríkin, einnig í þeim
fylkjum þar sem fósmreyðingar
em bannaðar. Sumir formaelendur
þessara hreyfinga halda því meira
að segja fram, að með þjálfun
geti kona tileinkað sér aðferðina
svo vel að hún þurfi ekki á ut-
anaðkomandi hjálp að halda frek-
ar en við að koma fyrir hettu.
(Byggt á grein eftir Patriciu
Ashdcnvn-Sharp ).
Onæmisaðgerðir fyrir fullorðna,
gegn mænusótt
Ónæmisaðgerðir gegn mænusótt fara fram i Heilsuverndarstöð
Reykjavikur frá 1. til 15. júni, kl. 16-18, alla virka daga, nema
laugardaga. Þeir, sem eiga ónæmisskirteini eru vinsamlega
beðnir að framvisa þeim.
Ónæmisaðgerðin er ókeypis. Inngangur frá baklóð.
Heilsuverndarstöð Reykjavikur.
SÓLAÐIR NYLON-hjólbarðar til sölu á
SKODA-bifreiðir, ó mjög hagstæðu verði
Full óbyrgð tekin á sóluninni. Sendum um allt land
ÁRMÚLA 7 SlMI 30501 REYKJAVlK.
SKIPHOITI 35, REYKJAVlK, SlMI 31055