Þjóðviljinn - 31.05.1972, Page 7

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Page 7
Miftvikudagur 31. mai 1972-—ÞJÓÐVILJINN—SIÐA 7 Fyrir nokkru var reynt aö efna til kvikmyndahátiðar með myndum frá Kúbu í New York, en fjandskapur stjórnvalda kæfði þá til- raun í upphafi eða svo gott sem. Kúba Castros er enn í dag talin miklu háskalegri í Bandarikjum Nixons en Kína Maós formanns — því misstu New York-búar m.a. af þeim tveim ,,snilldar- verkum", sem hér segir frá á eftir. kvikmyndir Adela Legrá er einhver fremsta kvikmyndaleikkona Kúbu. Fjandmenn Castros meðal kúbanskra útlaga gerðu rækilega tilraun til að eyðileggja frumsýn- inguna með fýlusprengjum og hvitum músum, sem þeir slepptu lausum — að þvi er segir i News- week, en á þvi blaði er þessi frá- sögn reist. Daginn eftir gerðu erindrekar fjármálaráðuneytisins upptæka marglofaða mynd„ sem nefnist „Vatnsdagar” og bundu þar með endi á hátiðina,sem þeir sögðu ganga i berhögg við lög sem nefn- ast „Verzlun við óvininn”. Mey- erson, forstöðumanni „Banda- riskra heimildakvikmynda”, sem stóð fyrir hátiðinni, tókst ekki að fá þessum aðgerðum rift — ekki fremur en að fá vegabréfsáritanir fyrir fjóra kvikmyndagerðar- menn frá Kúbu. Og það kom fyrir ekki þótt Meyerson visaði óspart tilallra þeirra samninga við Kina sem verið er að gera svo til i hverri viku. Þetta er mjög miður, segir Newsweek, þvi að ýmsar mynd- anna frá Kúbu eru merkilega vel gerðar, áhugaverð verk, sem eiga það meira en skilið að Banda- rikjamenn horfi á þær. Þvi er ekki að neita, að myndirnar sýna byltinguna sem mesta atburð i heimi siðan sögur hófust, og flest- ar þeirra, einkum heimildar- myndirnar, eru mjög stækur áróður um „heimsvaldastefnu Kana”. En að minnsta kosti tvær af myndunum — „Endurminn- ingar um vanþróun” og „Lucia” voru svo frábærar, að þær eru i flokki með þvi bezta sem nokkru sinni hefur verið búið til i Suður- Ameriku. Það er eins og hvert annað kraftaverk, að Kúba, sem fyrir byltingu gerði fátt annað en klámmyndir, skuli hafa tekið svo skjótum framförum. „Endurminningar um vanþró- un” er meistaraverk, greindarleg mynd, gerð af góðu skopskyni. Leikstjórinn er Tomás Guitérrez Alea og byggir hann á smásögu er fjallar um dæmigerðan utan veltumann, borgaralegan húseig- anda að nafni Sergio. Myndin er látin gerast rétt eftir byltingu og Sergio kýs að sitja eftir i glæsi- ibúð sinni heldur en flýja til Bandarikjanna ásamt konu sinni og millistéttarvinum. Sergio er ERU KVIKMYNDIR FRÁ KÚBU HÁSKALEGRI EN KÍNYERSKAR? stokkfreðinn i fyrri afstöðu sinni; hann er rithöfundur en neitar að fylgjast ^eð i menningarstraumi byltingarinnar. ,,Ég hefi alltaf reynt að lifa eins og Evrópu- maður,” segir hann. Hann á sér ástarævintýri með 17 ára gamalli leikkonu, en handleiðsla hans og fatnaður konu hans duga ekki til að koma henni út úr þeirri „van- þróun”, sem myndin er kennd við. Svo fer að hann yfirgefur hana á skoðunarferð um villu Hemingways i Havana. f loka- atriðinu er sýnt, að meðan aðrir Kúbúbúar búa sig undir að taka á móti bandariskri árás 1962, horfir Sergio á landa sina i kiki, kaldur og afskiptalaus. Lucia eftir Humberto Solas er löng mynd, frábærlega vel tekin og borin uppi af miklum frá sagnarþrótti. Myndin er þrileikur og i hverjum kafla hennar skýrt frá hlutverki konu i þrem mis- munandi áföngum frelsisbarátt- unnar. Lengsta sagan og liklega sú bezta er hin fyrsta. Raquel Revuelta fer frábærlega vel með niutverK einmana piparmeyjar sem verður ástafangin af spænsk- menntuðum Kúbumanni meðan á stendur sjálfstæðisbarátta Kúbu gegn Spáni 1895. Hann reynist vera njósnari sem notar hana til að finna felustað uppreisnar- manna. Uppreisnarmenn eru murkaðir niður, þrátt fyrir eftir minnilega liðveizlu nakinna rið- andi manna, vopnaðra sveðjum Lokasaga myndarinnar er allt að þvi eins góð. Hér er á ferð spaugi leg samtiðarsaga um andstöðu afbrýðisams eiginmanns gegr laglegum kennara, sem er af reyna að kenna konu hans að lesa og skrifa. Sagan er að verulegu leyti sögð i skopvisum við lagif Guantanamera og Adela Legrá stendur glæsilega fyrir sinu hlutverki eiginkonunnar ofvernd uðu. Það er ljóst, segir Newsweek að ekki geta allir kúbanskir leih stjórar gert myndir eins og Lucia En það er jafnljóst að afstaðt fjármálaráðuneytisins kemui ekkert við listum. Sú stofnun var þegar frásögnin er skrifuð, að at huga, hvar Meyerson, sem kom sjálfur með myndirnar fr£ Kanada, fékk þær upphaflega, oj hvort að hugsanlegt sé, að eitt hvað af þvi fé sem inn kemur rat aftur til Kúbú — en þá væri verii að brjóta lögin sem nefnas „verslun við óvininn”. Meyersor sjáifur var hinn bjartsýnasti þeg ar siðast fréttist. Guttuso og Busch hlutu friðar- verðlaun Nýlega var úthlutað hinum árlegu friðarverðlaunum Lenfns i Moskvu. Meðal verðlaunahafa í ár er próf. Eric Burhop, brezkur prófessor, kjarneðlisfræðingur, sem hefur lagt mikið af mörkum i sambandi við baráttu fyrir banni yið kjarnavopnum. Annar er Renato Guttuso, þekktur italskur listamaður og kommúnisti, einna nafn- kenndastur þeirra manna sem reynt hafa að tengja saman pólitiskan boðskap og myndlistir. Ernest Busch er i þessum hópi, þýzkur þjóðlagasöngvari og leikari. Hann barðist i borgara styrjöldinni á Spáni, var hand- tekinn af nazistum á striðs- árunum. Eftir strið hefur hann túlkað margar af frægustu per- sónum landa sins, Bertolts Brechts i Berliner Ensemble,og fáir hafa með jafn eftirminni- legum hætti og hann flutt baráttu- söngva evrópskrar verkalýðs hreyfingar. Pýramidi Pereira i San Fran- cisco Skýjakljúfasmiðir i Banda- rikjunum hafa rcyndar ekki verið sérlega hugkvæmir. Allt frá þvi að hinn ágæti húsa- smiður Mies van der Rohe gerði Seagramshúsiö hafa hátimbraðar verzlunarhailir Bandarikjanna (og ekki aðeins þeirra) verið hver öðrum firna- likar — rétt eins og langir skókassar upp á rönd. Það er ekki nema von að margir séu afskaplega leiðir orðnir á þessum ferhyrninga- eyðimörkum i borgum, sem þóttu vist nógu sálarlausar fyrir. En nú hafa þau tiðindi gerzt fyrir skömmu, að menn hafa fundið ráð til tilbreytingar. Ráðið er að visu ekki nýtt fremur en annað undir sólinni. Húsin eru einfaldlega höfð uppmjó. Það er arkitekt að nafni Gordon Bunshaft sem stendur fyrir þessari nýbreytni. Hann hefur m.a. á samvizkunni tvær spánýjar skrifstofu- byggingar i New York, sem lita ut eins og mátrósabuxna- skálmar. Pg aðrir ganga lengra eins og Pereira sá, sem gerði nýlega 260 m háan pýramída i San Francisco fyrir auðhringinn „Transamerica Corporation”. Er sú bygging 5.000 fermetrar neðst og 48 hæðir. Arkitektar hæla þessum ný- mælum — tala um „náttúrlegan léttleika” og „aukna hæð” sem slik hús fá vegna lögunar sinnar. Skipuleggjendur borga eru minna hrifnir — þeim finnast upptyppingar ógna flugsamgöngum og spilla út- linum borganna: „Það er eins og brotnar hafi verið tennur i götukjaftinum," segir einn þeirra. Matrósabuxur Burnshafts i New York húsageróarlist NÝ FEGURÐ - EÐA BROTNAR TENNUR

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.