Þjóðviljinn - 31.05.1972, Page 13
Miðvikudagur :$1. mai 1972 — ÞJÓÐVILJINN—SÍÐA 13
Bæði sykur
og brauð
MIKILMENNI
Kennarinn bað nemendur
sína. að skrifa nöfn þeirra ell-
efu manna sem þeir teldu
frægasta í landinu. Að nokk-
urri stund liðinni nemur hann
staðar við eitt borðið og spyr:
— Ert þú búinn með list-
ann, Benni?
— Ég er rétt búinn, sagði
Benni. Markmaðurinn er einn
eftir.
VANDRÆÐI
Ég hefi enga ánægju af því
að fara með kjaftasögur. En
hvað á maður að gera annað
við þær?
Skaði.
UMHVERFISVERND
— Sem sagt, vatnið er hér
mengað. Hvaða varúðarráðstaf-
anir gerið þið við því?
— Fyrst síum við vatnið,
síðan sjóðum við það, síðan
bætum við það með ýmsum
efnum.
Stórfínt. Og hvað svo?
— Svo drekkum við bjór.
KAUPSÝSLUSORGIR
— Veiztu, að skartgripa-
verzlunin hans Jóns hefur
þrisvar verið rænd, og að lög-
reglan hefur ekkert getað gert
til að handsama þjófinn? Jón
ákvað þá að gera það sjálfur.
Hann skildi eftir í afgreiðslu-
borðinu safn af fölskum gim-
steinum, og kom fyrir ágætri
Ijósmyndavél sjálfvirkri, sem
átti að taka mynd af þjófinum
að verki.
— Tókst honum það?
— Nei.
— Af hverju þá?
— Af því að þjófurinn
snerti ekki við fölsku gim-
steinunum en tók myndavél-
ina.
VÍSINDAHYGGJA
— Ef slanga bítur mann,
hvernig eigum við að komast
að því, hvort hún er eitruð eða
ekki?
— Ef maðurinn heldur
lífi í þrjá daga eftir bitið, þá
hefur hún ekki verið eitruð.
VÍSINDIN EFLA ALLA
DÁÐ
Ég komst að því, mér til
sannrar ánægju, að húsbóndi
minn er kominn af öpum.
Hundurinn Tryggur.
ÞEGAR HAUSINN ER OF
HARÐUR
— Hann barði mig í mag-
ann. —
Kynning í Vísi d viðtali við
Albert Guðmundsson.
Waldemar. — Konan mín átti
hann en það væri synd að segja
að hún hefði verið sérlega góð
við hann. Að minnsta kosti hefur
hann apað eftir henni eina af eft-
irlætissetningunum hennar eins
og þér heyrðuð. Æ, hver fjárinn.
Fíni strákurinn Jacob hafði
goggað í fingurinn á Waldemar.
Nú liallaði hann undir flatt eins
og hann vildi aðgæta hvernig
þessi stóra manneskja brygðist
við árásinni. Hann sýndist býsna
illgjarn og ánægður með sig þar
sem hann sat.
Þacta var að sjálfsögðu aðeins
smáatvik, en það var heldur ó-
skemmtilegt. Rétt eins og Iátna
konan hefði talað gegnum páfa-
gaukinn sinn, eins og hún hefði
viljað láta hann koma fram hefnd-
um. Með nokkrum viðbjóði en
þó heilluð horfði ég á gljáandi
kúluauga fuglsins. Það var hreyf-
ingarlaust og ómannlegt og gaf
hvorki til kynna hugsanir né til-
finningar.
Waldemar sýndist líka hálf
miður sín. Hann saug fingurinn
gremjulegur á svip og stuggaði
mér næstum inn í setustofuna
aftur.
— Falskt kvikindi, tautaði
hann. — Heimskur og óútreikn-
anlegur.
Það var efns og hann væri að
verjast ásökun. Og í næstu andrá
skipti hann um umræðuefni.
— Hvaða atvinnu stundið þér?
spurði hann.
— Ég er bara húsmóðir, svar-
aði ég og lagði áherzlu á orðið
bara. — Latt sníkjudýr sem gerir
ekkert annað en gæta bús og
barna, elda mat, þvo upp og taka
cil.
— Kona á að vera heima, sagði
hann með áherzluþunga. — Þetta
nýtízku ....
— Nú byrjið þér aftur að al-
hæfa, greip ég fram í og var búin
að gleyma þeirri fyrirætlun minni
að klappi honum eftir hárunum.
Þér ætlið þó ekki að halda því
fram að samlandi yðar, frú Curie,
hefði átt að vera kyrr heima við
eld9tóna og gæta barna alla sína
ævi, eða hvað?
Fyrst virtist hann ætla að svara,
en svo sá hann sig um hönd og
brosti til mín.
— Við skulum ekki pexa um
smámuni. Þér hafið sýnt mér
mikla vinsemd með því að koma
hingað úteftir og reyna að hjálpa
mér, og nú vil ég endilega bjóða
yður mat.
— Nei, þakk fyrir, svaraði ég
ákveðin. — Það kemur ekki til
mála. Ég verð ....
— Þvættingur, greip hann fram
í. — Það eina sem þér verðið
að gera er að gleðja mig með því
að snatða með mér.
Hvað stoðuðu andmæli mín við
þennan harðstjóra? Vilji hans var
lög og vilji minn lyppaðist nið-
ur. Þótt undarlegt megi virðast,
þótti mér þetta ekki með öllu
slæmt. Ef til viil hafðr garnagaul-
ið í mér sitt að segja, en það kom
fleira til. Það stafaði frá honum
einhverri karlmennsku, einhvetri
grófri alúð sem fór ögn í taug-
arnar á mér en fyllti mig líka eins
konar öryggi. Hafði Katrín leitað
eins konar föður hjá Waldemar?
— Ég elda matinn og þér velj-
ið yður plötu. Er það í lagi? sagði
hann.
Án þess að vita hvað ég átti að
velja rótaði ég í plötusafninu. Sem
snöggvast datt mér í hug að velja
eina af dægurplötunum sem gest-
gjafi minn hafði tekið þátt í að
skapa, en svo mundi ég að ég
hafði ákveðið að reita hann ekki
til reiði og því valdi ég sígilda
plötu.
Umslagið var snoturt með
mynd af píanóleikara undir stórri
kristalskórónu og kertaljósum í
forgrunninum. Ttitillinn var
virðulegur líka: Peter Tschai-
kowsky, konsert fyrir píanó og
hljómsveit nr. 1 b-moll op. 23.
Með öðrum orðum hinn frægi
píanókonsert Tschaikowskys,
þessi þarna með da-da-da-da-da-
da-da, da-da-da-da-da-da-da, da-
da-da-daj da-da-da-daj .... eða
eitthvað í þá átt. Móðir mín
elskar hann og það litla sem ég
upplifði af tónlist í bernsku auk
jæss sem útvarpið hafði að bjóða
var einmitt þessi píanókonsert
leikinn á skrámaða og rispaða
plötu af stærstu gerð.
Hreykin sýndi ég það sem ég
hafði valið. Waldemar hristi höf-
uðið og andvarpaði.
— Æ, vina mín litla, þér eruð
vonlaus. Alveg vonlaus. Þessa
plöm gaf konan mín mér í jóla-
gjöf fyrsm jólin okkar. En þetta
er skelfilega ómerkileg tónlist.
Hafið þér ekki tekið eftir því?
Án þess að segja fleira tók hann
af mér plötuna og fór sjálfur að
leita.
— Hvað gerir maðurinn yðar?
spurði hann.
I. DEILD
BREIÐABLIK - KR
leika á Melavellinum i kvöld kl. 8.00.
Knattspyrnudeild Breiðabliks
Kópavogi
Hef til sölu
Otlvru Astrad transistorviðtækin. Einnig eftirsóttu átta-
bylgjutækin frá Koyo, ásamt mörgum gerðum með inn-
byggðum straumbreyti. ódýra stereo plötuspilara meö
bátölurum. kasettusegulbönd. ódýrar kasettur og segul-
bandsspólur, notaða rafmagnsgítara, gitarbassa, gitar-
magnara, kasettusegulbönd og kassagltara.
Tek i skiptum. Póslsendi.
F. Björnsson, Bergþórugötu 2.
Siini 23KSÓ — opið eftir hádegi, laugardaga fyrir hádegi.
ÚTBOÐ
Slarfsmannafclag Keykjavíkurborgar óskar cftir tilboð-
um i smiði 1» sumarliúsa i landi Olfljótsvatns.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu félagsins að Tjarnar-
götu 12, frá og með fimmtudeginum 1. júni milli kl. 3 — 5
daglega, gegn 5000,- króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuö á sama stað fimmtudaginn 15. júni
kl. 5 e.h.
Sölutjöld í
Kópavogi á þjóðhátíðardaginn
Þeir sem hyggjast sækja um leyfi til aö setja upp sölutjöld
á |)j()ðhátiðardaginn'l7. júni n.k., snúi sór til félagsmála-
stjóra Kópavogskaupstaðar á bæjarskrifslofum Kópavogs
fyrir (i. júni n.k.
Þjóðhátiðarnefnd.
TILBOÐ ÓSKAST
i nokkrar fólksbifreiðar og sendiferðabif-
reið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, i
dag, miðvikudaginn 31. mai kl. 12-3. Til-
boðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sölunefnd varnarliðseigna.
Reiðhjólaskoðun
i Hafnarfirði, Garðahreppi, Seltjárnarnesi
og Mosfellssveit.
Fimmtudag 1. júni n.k. við öldutúnsskóla
kl. 10-12.
Lækjarskóla kl. 13-15 — Viðistaðaskóla kl.
15-17.
Föstudaginn 2. júni við Barnaskóla
Garðahrepps kl. 10-12.
Mýrarhúsaskóla kl. 13-15 — Varmárskóla
Mosfellssveit kl. 14-16.
Lögreglan i Hafnarfirði, Gullbringu- og
Kjósarsýslu.