Þjóðviljinn - 31.05.1972, Side 15

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Side 15
Miövikudagur 31. mai 1972-ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15. Æ sér gjöf . . . Framhald af bls. 6. ef við ekki gátum það strax hefðum við bara gert það 9einna. Hér þýðii ekkert snakk um vax- andi tilhneigingu til hófsemi í bandarískri utanríkisstefnu, sem nauðsynlegt sé að koma til móts við með auðmýkt og bugti. Eða hvar kemur sú tilhneiging fram5 Kannski í Indókína þessa dag- ana? Kannski í Suðurameríku? Eða kom hún fram í Bangla- desh? Er ekki sanni nær að hún komi aðeins fram í lúmskari að- ferðum, ef hún lastur einhvers- staðar á sér kræla? Og við gát- um afþakkað þetta gjafaboð með fullri kurteisi og án þess að það hefði verið á nokkurn hátt móðgandi fyrir þann sem bauð, hafi hann boðið undirmálalaust. Og það eitt, að afþakka, hefði verið í fuilu samræmi við þá viljayfirlýsingu þessarar ríkis- stjórnar, að herinn fari burt al- fari á kjörtímabilinu. Og þeir voru margir, sem gerðu sér von- ir um að við þessa yfirlýsingu yrði staðið af einurð og heilind- um, ekki síst hinir yngri kjós- endur, sem eru nú, sem full- veðja fólk, farnir að kunna æ verr þeirri staðreynd, að land þeirra er setið, eins og nýlenda, af útlendum stríðsher. Og þeir eru margir sem bera ugg í brjósti eftir þessu síðustu við- brögð meirihluta ríkisstjórnar: Er þeim treystandi sem hér sögðu já-takk og hneigðu sig? er þetta ekki aðeins fyrsti und- anslátturinn? hvað verður næst? Með því mun verða fylgst. Hér verður allt munað og engu gleymt. Guðm. Böðvarsson. Samstarfsnefndir Framhald af bls. 1. Jónssyni, formanni Félags járn- iðnaðarmanna. Þá er unnið að stofnun sam- starfsnefnda i Aburðarverk- smiðjunni i Gufunesi og i Sem- entsverksmiðjunni á Akranesi. Þegar hefur verið mynduð sex manna samstarfsnefnd i Áburðarverksmiðjunni og voru þrir fulltrúar úr hópi starfsfólks valdir i nefndina á fundi i Starfs- mannafélagi verksmiðjunnar ný- lega. Stjórn verksmiðjunnar hef- ur tilnefnt þrjá fulltrúa i nefnd- ina. Hinsvegar stendur á reglu- gerð frá landbúnaðarráðuneytinu fyrir þessa samstarfsnefnd og hafa ekki verið haldnir fundir i nefndinni af þeim sökum ennþá. Stjórn Sementsverksmiðjunnar er nýlega farin að fjalla um stofn- un samstarfsnefndar og er búizt við að hún taki til starfa i sumar. Ekki er búið að velja fulltrúa frá starfsfólkinu eða frá fyrirtækinu i þessa nefnd. Eru þó liðnir allt að tveir mánuðir siðan fyrstu gögnin komu upp eftir i sambandi við þessa nefnd. Fulltrúar frá Félagi járn- iðnaðarmanna hafa átt i viðræð- um við Meistarafélag járn- iðnaðarmanna um stofnun sam- starfsnefnda i vélsmiðjum og slippum almennt. Er meginverk- efnið bættur aðbúnaður á þessum vinnustöðum. gm. Innritun í 5. bekk framhaldsdeilda fyrir gagnfræðinga og landsprófsmenn, búsetta i Reykjavik, fer fram i Lindar- götuskóla, fimmtudaginn 1., föstudaginn 2. og mánudaginn 12. júni n.k., kl. 15.00- 18.00 alla dagana. Inntökuskilyrði eru þau, að umsækjandi hafi hlotið 6,00 eða hærra i meðaleinkunn á gagnfræðaprófi í Islenzku I og II, dönsku, ensku og stærðfræði, eða 6,00 eða hærra á iandsprófi miðskóla. Ef þátttaka leyfir verður kennt á fjórum kjörsviðum, þ.e. á hjúkrunar-, tækni-, uppeldis- og viðskiptakjörsviðum. Umsækjendur hafi með sér afrit (ljósrit) af prófskirteini svo og nafnskírteini. Fræðslustjórinn i Reykjavik. Yfirhjúkrunarkona Staða yfirhjúkrunarkonu Grensásdeildar Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 2. ágúst eöa eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar um stöðuna veitir forstöðukona Borgar- spítalans. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigöismálaráði Reykjavlkurborgar fyrir 20. júni n.k. Reykjavik, 30. 5. 1972. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar. frA skólagörðum kópavogs Innritun fer fram i görðunum við Fifuhvammsveg og Kópavogsbraut fimmtudaginn 1. júni frá kl. 13—17. Rétt til þátttöku hafa börn sem fædd eru á árunum 1959-1963. Þátttökugjald kr. 800,00 greiðist við innritun. Kolluhreiður Framhald af bls. 1. miklu striði bæði við veiði- bjölluna og hrafninn. Mjög mikil ásókn er i varpið á Álftanesi af þessum vargi. Yzt á nesinu, þar sem minnst er um æðarvarpið, sáum við heilar breiður af svart- bak, en hrafninn sáum við ekki, en okkur var sagt, að nn væri helzt á ferðinni snemma morg- uns, svona milli kl. 5 og 8. Þótt þessi vargur sæki mikið i eggin, þá keyrir fyrst um þverbak þegar ungar ltoma úr eggjum. Segja menn það ekki algenga sjón að sjáeinn varg drepa 5 til 6 i einu. A næstunni mun Þjóðviljinn birta ýtarlegri grein auk fjölda mynda frá þessu draumalandi náttúru- og fuglaskoðara, Alfta- nesinu. —S.dór VIPPU - BltSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smtðaðar eFtir beiðnl GLUGGASNIIÐJAN Síðumúja 12 - Sími 38220 Frá Skólagörðum Reykjavíkur Innritun i skólagarða fer fram, sem hér segir: i Aldamótagarða við Laufásveg, fimmtudaginn 1. júni kl. 9 - 11 fyrir börn búsett vestan Kringlumýrarbrautar. í Laugardalsgarða, sama dag kl. 1-3, fyrir börn búsett austan Kringlumýrarbrautar og norðan Miklubrautar. i Ásendagarða, föstudaginn 2. júni kl. 9 - 11. fyrir börn búsett sunnan Miklubrautar og austan Kringlumýrarbrautar ásamt Blesugróf. í Arbæjargarða, sama dag kl. 1 - 3 fyrir börn úr Árbæjarsókn. í Breiðholtsgarða, mánudaginn 5. júni kl. 1 - 3, fyrir börn úr Breiðholtshverfi. Innrituð verða börn fædd 1960 - 1963 að báðum árum meðtöldum. Þátttökugjald kr. 650.00. Greiðist við innritun. Skólagarðar Reykjavikur. Ungt fólk, sem ætlar sér að ráðast í byggingaframkvæmdir seinna, ætti að gefa því góðan gaum, að verðtryggð spari- skírteini eru öruggasta fjárfestingin. Þeir, sem kaupa skírteini nú geta fengið þau endurgreidd með hagstæðum vöxtum, vaxtavöxtum og verðbótum af höfuðstól og vöxtum, að.fimm árum liðnum. Auk þess eru skírteinin skatt- og framtalsfrjáls. SEÐLABANKI ÍSLANDS Verðtryggið peningana núna- byggið seinna

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.