Þjóðviljinn - 31.05.1972, Síða 16

Þjóðviljinn - 31.05.1972, Síða 16
DIOÐVIUINN Miðvikudagur 31. mai 1972- • Almennar upplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. • Kvöldvarzla lyfjabúða vik- una 27. mai til 2. júni er i Ingólfsapóteki, Laugarnes- apóteki og Holtsapóteki. Næturvarzlan er i Stórholti 1. • Slysavarðstofan Borg- • Tannlæknavakt i Heilsu- arspitalanum er opin allan verndarstöðinni er opin alla sólarhringinn. — Aðeins helgidaga frá kl. 5—6. móttaka slasaðra. Simi 81212. 50 þúsundir manna drepn■ ir í Búrúndi Kampala 30/5. Útvarpsstöð stjórnarinnar í smárfkinu Búrúndi skýrði frá þvl i dag, að rösklega fimmtiu þúsund manns hefðu fallið I byitingartilrauninni sem gerð var þar i siðastliðnum mánuði. Auk þess mun fjöldi manns hafa flúið land, og flestir hverjir leitað hælis i grannríkjun- um Tanzaniu og Zaire (áður Kongó). 1 útvarpsfréttinni sagði, að ekki hefðu uppreisnarmenn aðeins ætlað að steypa stjórn landsins, heldur einnig að útrýma Tutsi- kynflokknum. Tutsimenn eru um 14% íbúanna, en þeir hafa þó tögl og hagldir i stjórninni, á kostnað Hutu-kynstofnsins, sem telur 85% landsmanna. 1 fréttinni var harðlega neitað þeim fullyrðingum að óánægðir Hutu-bændur hefðu staðið að upp- reisnartilrauninni, og sagt að uppreisnarmenn hefðu hlotið hernaðarmenntun erlendis og fengið glæpamenn og úrhrakslýð til liðs við sig, enda hefðu sveitir þeirra gerzt sekar um hin verstu hryðjuverk. Umhverfisráðstefnan: PÓLVERJAR SEGJA Varsjá 30/5. Pólska stjórnin lýsti þvi yfir i gærkvcldi, að hún myndi ekki taka þátt I umhverfis- málaráðstefnunni sem hefst I Stokkhólmi i næstu viku, þar eð Austur-Þýzkaland er útiiokað frá henni sem fuilgildur aðili. Fréttamenn telja einsýnt, að önnur riki Varsjárbandalagsins muni fylgja fordæmi Pólverjá' i þessum efnum, en stjórnir þeirra hafa látið að þvi liggja að þau geti ekki tekið þátt i ráðstefnunni sak- NEI ir þess misréttis sem Austur- Þýzkaland er beitt. Allshér jarþing Sameinuðu Þjóðanna hefur ákveðið, að að- eins þau riki sem aðild eiga að einhverri sérstofnana samtak- anna fái að taka þátt i umhverfis- málaráðstefnunni. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er Austur- Þýzkaland útilokað frá þátttöku, en hins vegar fær Vestur-Þýzka- land óskoraða aðild. Skriður kemst á undirbún- ing öryggismálaráðstefnu Vestur-þýzka blaðið Der Spiegcl býst við þvi, að utan- rikisráðh.fundur NATO I Bonn, sem nú er að hefjast, muni lýsa yfir fylgi sinu við ráðstcfnu Evrópurikja um öryggismál og samstarf, sem Sovétmenn hafa mjög beitt sér fyrir siöan 1969. Þá hefst og I vikunni ráðstefna fulltrúa almannasamtaka f álf- unni I Brússel, sem mun f jalla um undirbúning Evrópuráðstefnu. Búizt er við allmikilli þátttöku i Brússelfundinum. Sovézka fréttastofan APN hefur skýrt svo frá, að þar i landi hafi um árs skeið starfaö sérstök nefnd 160 sérfræðinga og félagsmálafröm- uða, sem unnið hefur að málatil- búnaði i sambandi við öryggis- málaráðstefnu. Hefur hún boðið til sérstakra funda með innlend- um og erlendum sérfræðingum til að ræða t.d. umhverfismál, sam- starf i vísindum, efnahagsmálum o.s.frv. Þessi sovézka nefnd hefur og mjög hvatt aðila i öðrum lönd- um til þátttöku i Brússelfundin- um, sem er öllum opinn. Jákvæð afstaða Natórikja til öryggismálaráðstefnu Evrópu hefur m.a. strandað á samkomu- lagi um Þýzkalandsmál og Berlin, en nú sýnist sú hindrun úr vegi. Der Spiegel segir, að erfið- asta viðfangsefni ráðstefnunnar verði vafalaust að ná samkomu- lagi um tilhögun á gagnkvæmum niðurskurði vigbúnaðar i álfunni. En bæði APN og hinu vestur- þýzka blaði kemur saman um það, að margir möguleikar séu nú þegar á auknu samstarfi á ýms- um hagnýtum sviðum og á greið- ari samgöngum manna i milli. Nixon og sovézkir ráðamenn kiingja kristalsglösum í Kreml. Leiðtogar stórveldanna tveggja eru ánægðir með heimsóknina og sovézk blöð hafa birt fjölda mynda af forsetanum og fyigdarliði hans og helgað atburðinum dágott rúm á siöum sinum. Nixon gerir víðreist Nixon Bandarikjaforseta var tekið með pompi og pragt i Teheran, höfuðborg Irans, i dag, er hann kom þangað i tuttugu stunda heimsókn, að lokinni reisu sinni i Sovétrikjun- um. Forsetinn hóf viðræður við transkeisara tveimur stundum eftir komuna, og munu þeir einkum hafa rætt gang mála á Indlandshafi og i Persaflóa, sáttmála trans við grannrikið trak og oliuhagsmuni Irans- stjórnar. Nixon er sagður hafa fullvissað keisarann um, að Bandarikin myndu halda áfram pólitiskum stuðningi við stjórn- ina i Teheran, enda hefur hún alla tið verið höll undir bandarisk sjónarmið i alþjóða- málum. Nixon forseti heldur til Pól- lands að Iransheimsókninni lok- inni, til skrafs og ráðagerða við pólska ráðamenn. Bandarikja- forsetar hafa aldrei heimsótt Pólland, og skýtur Nixon þar fyrirrennurum sinum ref fyrir rass, enda mikill ferðalangur. Víetnam: VÍGSTAÐAN SÖM VIÐ KONTUM Og sonur mun rísa gegn föður sínum... Þegar Nixon forseti kom til Salzburg á dögunum i boði Kreiskys, kanslara Austurríkis, var efnt til mikilia mótmæla gegn heimsókninni af hálfu and- stæðinga Vietnamstriðsins. Sá sem stóð fyrir mótmælunum var sonur kanslarans, Peter Kreisky, 28 ára gamall lögfræð- ingur. Sézt hann hér á mynd- inni. Norður-Vietnamar sökuðu enn i dag Bandarikjastjórn um að gera loftárásir á flóðgarða og vatns- veitur i landinu. Fréttastofa Norður-Vietnams sagði i dag, að markmið árásanna væri bersýnilega að gereyða lífi og mannvirkjum i þéttbýlustu hér- uðum landsins. Talsmenn Bandarikjahers segja, að i loft- árásum síðustu daga hafi aðal- járnbrautarstöðin i Haiphong eyðilagzt, sem og sextán mikilvægar brýr i Norður-VIet- nam. Enn i dag geisuðu harðir bardagar i Kontumborg á mið- hálendinu, og bandariskar sprengjuþotur héldu uppi hörðum loftárásum á stöðvar þjóðfrelsis- herjanna i útjaðri borgarinnar. Norðurhverfin eru á valdi þjóðfrelsisherjanna, en Saigon- hermenn halda velli i suðurhluta borgarinnar, og þar gengur lifið sinn vanagang, að sögn, þrátt fyr- ir sprengjuregn og stórskotahrið skammt frá. Sveitir þjóðfrelsis- aflanna hafa barizt i návigi við andstæðinga sina á götum Kontum i fimm daga. Þær sækja einkum fram að næturlagi, en á daginn reyna Saigonhermenn að hrekja þær úr stöðvum sinum, með misgóðum árangri. Að sögn herstjórnar Saigonmanna féllu 146 „kommúnistar” i bardögum i borginni í gær, en af liði Saigon- manna féllu 22 og 70 særðust. Saigonhermenn beita óspart skriðdrekum á götunum og stór- skotahrið dynur dag og nótt yfir stöðvar beggja styrjaldaraðila. Thieu til Kontum Saigon 30/3. Thieu, höfuðieppur Bandarikjastjórnar i Saigon, flaug I dag til hinna umsetnu borga Hue og Kontum og staldraði þar við stundarkorn, til að „hressa upp á móralinn” meðal hermanna sinna. Ekki fer sögum af árangri fararinnar. Vinstri armur IRA: HERNAÐAKAÐGERÐUM HÆTT Myndin er frá Belfast á Norður Irlandi og sýnir herskáa mótmæl- endur húka undir steinvegg, með alvæpni og við öllu búna. Kaþólikk- ar, mótmælendur og brezkir her- menn hafa marga hildi háð sin i millum að undanförnu, og ef þróun mála tekur ekki aðra stefnu: er gild ástæða til að ætla að upp úr sjóði „fyrir alvöru”. Hinn opinberi marxiski armur Lýðveldishersins IRA hefur ákveðið að hætta öllum hernaðaraðgerðum á Norður-lr- landi, og að sögn talsmanna hans er ástæðan sú að þeir vilja ekki stuðla að þvi, að borgarastyrjöld brjótist út. Hægri armur IRA, „The Provisionals”, kveðst hins vegar ætla að halda vopnaðri baráttu á- fram, allt þar til brezka stjórnin gangi að kröfum hans. „The Provisionals” hafa ekki látið sitja við orðin tóm, og i gærkvöldi skutu þeir enn einn mann til bana, aðeins þremur stundum eftir að opinberi armurinn hafði gefið út yfirlýsing- una.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.