Þjóðviljinn - 21.07.1972, Page 9

Þjóðviljinn - 21.07.1972, Page 9
Föstudagur. 21. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9, A 5. min. kemur mikil pressa á mark Fram, en án árangurs. A 10. min. sækja K R ingar, og barst knötturinn til Gunnars sem lá innii vitateig Fram. Hann var fljótur að átta sig, og hálfliggj- andi vippaði hann knettinum yfir Þorberg. Staðan orðin 1—1. Á 17. min. lék Erlendur upp kantinn og inn að marki K R. Við þetta dregur hann Magnús markv. út á móti sér. 1 stað þess að reyna markskot, gaf hann á Kristin sem hafði fylgt honum. Skoraði Kristinn örugglega i mannlaust markið. Staðan orðín 2—1 fyrir Fram. Næstu 15 min. skiptast liöin á i sókn og vörn, án þess a% nokkurt markvert bæri til tiöínda. Á 33. min. er sótt að Fram-markinu, og kom fyrirgjöf fyrir markið utan af kanti. A laglegan hátt sneiddi Atli knöttinn aðeins meö höfðinu. t netinu lá knötturinn, staðan orð- in jöfn 2—2. Þannig endaði þessi skemmti- legi ieikur með jafntefli, og máttu Fidel Castro.hinn litriki stjórnmálamaður,dvaldi i Póllandi i júni- mánuði i opinberri heimsókn. Hann gerði viðreist um landið, og þegar hann kom til Krakow, fékk hann sér fri frá stjórnmálunum og tók þátt i körfuknattleik með stúdentum. Myndin sýnir að karl er i bezta formi og fylginn sér. Framarar vel við una, þvi heldur fannst mér K.R. eiga meira i hon- um. Beztir i liði K.R. voru þeir Björn Pétursson og Arni Steins- son. Gunnar Gunnarsson, Atli Þór Héðinsson ásamt Sigmundi Sig- urðssyni áttu lika góðan leik. Hjá Fram fannst mér beztir þeir Þorbergur Atlason markv., Marteinn Geirsson og Erlendur Magnússon. Góð'an leik áttu einn- ig þeir Ágúst Guðmundsson og Kristinn Jörundsson.-f.k. Fram — KR 2:2 Hver einasta sóknarlotaKR hættuleg Spennandi leikur — enginn ruddaskapur sýndur Leikur K.R. og Fram s.l. miðvikudag var einn skemmtilegasti knatt- spyrnuleikurinn, sem farið hefur fram í 1. deild í sum- ar. Það munaði ekki miklu, að hið unga K.R.-lið hyrfi af leikvelli með bæði stigin. Var leikur þeirra mjög góð- ur og sannfærandi. Auðsjá- anlega lögðu þeirallt kapp á að vinna hann. Virðistsem klær ungu ljónanna fari nú hraðvaxandi og er ég ekki grunlaus um að þeir eigi eftir að setja strik i reikninginn i seinni umferð mótsins. Auðvelt verður það ekki fyrir önnur lið að sækja gull i greipar þeirra. Fannst mér hver ein og einasta sóknarlota þeirra vera hættuleg, og virtist sem Fram-vörnin væri ekki i rónni, fyrr en knötturinn var kominn fram fyrir miðju. Eru það þó engir aukvisar sem þar eru á ferð. Framliðið virtist haldið spennu þeirri, sem er samfara þvi að vera efst i 1. deild og að hafa ekki tapað leik það sem af er mótinu. Var leikur liðsirTs þó góður á köfl- um. Vörnin er ætið sterk, og traust- vekjandi er það að hafa Þorberg Atlason sem aftasta mann. Sóknin var aftur á móti ekki eins virk og oft áður, þrátt fyrir marga ágæta spretti. Munaði miklu um, að i liðið vantaði bæði Sigurberg og Elmar. Leikur liðsins var ekki eins á- kveðinn og oft áður, og kom þvi baráttuvilji K R inga þeim ef- laust i opna skjöldu. Leikurinn var mjög „hreinn”, litið um brot, og var eins og leikmenn hefðu skilið allan ruddaskap eftir heima. Var mikið sótt á báða bóga. Skapaðist við það mikil hætta upp við mörkin. A 5. min komst Kristinn Jör- undsson einn innfyrir vörn KR, en Magnús varði með réttu út- hlaupi. A 11. min. pressa K.R.ingar mjög að Fram-markinu. Endaði pressan með þvi að Björn Péturs- son á hörkuskot en rétt yfir. Og á- fram héldu K R ingar sókninni, en allt kom fyrir ekki. Á 19. min. reyndi Kristinn markskot á mark K.R. úr þröngri aðstöðu, en Magnús varði. Þarna heföi Kristinn getað gefið á tvo sóknarmenn Fram, en lét það ó- gert. Á 23. min komst Alti Þór einn innfyrir vörn Fram, en spyrna hans ónákvæm, og rúllaði knött- urinn i fang Þorbergs. A 24. min fengu K Ringar fri- spark. Vargefið á Björn Péturss. sem átti hörkuskot á mark af um 25 m. færi. En Þorbergur sveif efst i markhornið og varði frá- bærlega. Gott skot og vel varið. Á 27. min. eiga Framarar mikla pressu á K R markið, en Magnúsi tókst að bægja hættunni frá. Á 29. min. fá Framarar horn- spyrnu. Var knötturinn gefinn fyrir markið, en Marteinn skall- aði aðeins yfir. A 40. min. á Hörður Markan góðan sprett upp hægri kant en enginn K R ingur hafði fylgt eftir og þvi enginn til þess að taka við góðri sendingu hans fyrir markið. Á 41. min. komst Árni innfyrir vörn Fram og gaf á Björn, sem skaut framhjá. A 44. min fá Framarar horn- spyrnu, sem Eggert tók. Gaf hann á Erlend sem skallaði á mark, en Árni varði á marklinu. Þannig lauk fyrri hálfleik, án þess að nokkurt mark væri skorað. A 1. min. seinni hálfleiks mynd- aðist þvaga við K R -markið. Barst knötturinn til Kristins, sem var ekki seinn á sér að afgreiða hann i markið. Staðan 1—0 fyrir Fram. K R ingar voru fljótir að hefja sókn, og komst Atli einn innfyrir, en Þorbergur bjargar með út- hlaupi. Hann kann að staðsetja sig drengurinn sá. ísland — Bandarikin 20:15 Taugaóstyrkur einkennandi Jón Hjaltalín og Axel markhæstir Eitthvaö viröist hrjá landsliðsmenn okkar í handknattleik. Því miður lifa þeir ekki á fornri frægð, og því í lagi fyrir þá aðhalda lipurðinni og þeim votti af samleik, sem þeir áður höfðu. Aðsigra þetta bandaríska landslið ekki með meira en 5 marka mun ber vott um afturför. Taugaóstyrkur sá, er var einkennandi á liðinu í fyrri leiknum, var ennþá meira áberandi nú í þeim síðari. Það vissu allir leikmennirnir, að hópinn átti að minusa um þrjá leikmenn, en að sú staðreynd valdi þetta lélegum leik er erfitt að trú^. Máske er það afsökun fyrir þa, hve gróft og ruddalega bandariska landsliðið lék, en hingað til hafa Islendingar átt svar við þvi. Mörg er búmanns raunin, og veröur það erfitt verk hjá lands- liðsnefnd, að velja þá þrjá sem eftir eiga að verða, þá er félagar þeirra halda til Múnchen. HSf fannst óþarft að leika þjóð- söngva landanna fyrir landsleik- ina. Vist talið slikt „húmbúkk” eitt. Og að gefa út leikskrá, áhorf- endum til glöggvunar, það var af og frá. Auðvitað er ég að tina til smáatriði ein, þvi stærsta atriðið, það neikvæöa, var hve lélegt landsliðið var. Það hefði mátt ætla, að hið sigursæla lið úr Spánarreisunni sýndi landanum örlitinn vott af leikgleði þeirri, er þá einkenndi það. Bandariska liðið lék af mun meiri hörku en i fyrri leiknum, og heföi mátt ætla af leik iiðsins, að leikmenn þess væru vel færir glimumenn. Byrjunin var mjög slök hjá landsliði okkar, og var það ekki fyrr en á 12. min. sem þeir skor- uðu og var það Einar Magnússon sem þar var að verki. Hann skoraöi einnig næsta mark. Smám saman fóru okkar menn að siga framúr, og munaði þar mest um framlag Jóns Hjalta- lins við að skora mörk. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 10 mörk gegn 6 íslandi i vil. 1 seinni hálfleik virtust okkar menn aðeins vera farnir að jafna sig á taugum, og varð leikur þeirra aðeins betri. Þó var spila- mennskan ekkert til að státa af, enda geröist Kaninn nú grófur mjög. Þegar islenzka liðið misnotaði svo 3 vitaköst, var farið aö fara um áhorfendur, enda hafði sú litla breyting til batnaðar, er virtist vera á liöinu i upphafi hálfleiksins, algjörlega horfið. Að skora ekki svo tugum min. skipti, gagnvart liði sem það bandariska er, það er torskilið áhugamanni um hand- knattleik. Er þvi bezt að hafa sem fæstorðum þennan leik, þau bera minnstu ábyrgðina. Mörkin fyrir lsland skoruðu: Jón Hjaltalin 5, Axel Axelsson 5, Einar Magnússon 3, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Gunnsteinn Skúla- son, Stefán Jónsson, Stefán Gunnarsson og Viðar Simonarson 1 hver. — a.j.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.