Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 6
6. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 26. júll 1972 SfrÖmmu áður en tanginn á myndinni hér fyrir ofan brotnaði af stóð þar maður og kvikmyndaði hlaupið. Svo brátt kom sprungan og siðan jarð- brotið að hefði maðurinn ekki verið nýfarinn, þá hefði hann fallið í ána. Myndirnar hér til vinstri sýna ham Skaftár mjög vel. SKAFTÁ] Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum hið mikla hlaup er kom i Skaftá um og fyrir siðustu helgi. Að segja frá slikum hamförum i máli er varla hægt, en hins vegar er hægt að gefa dálitla innsýn i ósköpin með myndum. Blaðamaður Þjóðviljans var á ferð þar eystra s.l. laugardag og tók þá þessar myndir er hér fylgja. Myndirnar eru teknar við brúna yfir Eldvatn við þjóðveginn, en þar var vatnselgurinn ægilegur ásýndum. Vatnið liktist fremur sementsleðju en jökulvatni og þykir það þó aldrei fagurt ásýndum. Rétt fyrir neðan brúna beygir áin til hægri og þar braut stanzlaust úr árbakkanum eins og glöggt má sjá á myndunum. Það var þvi ekki hættulaust fyrir ferðafólk, sem var mjög margt þar eystra um helgina, að fara niður á árbakkann. Staðurinn þar sem fólkið stóð gat farið þá og þegar. Viða meðfram þjóðveginum frá brúnni austur að Kirkjubæjarklaustri var vatnið alveg við veg- kantinn og hafði þegar skemmt veginn á stöku stað. Simastaurar voru viða umflotnir vatni og i hrauninu stóðu sumstaðar aðeins hæstu drangar uppúr. Uppi i Skaftárdal urðu nokkrar vega- skemmdir, en þar var vatnsflaumurinn ekki eins ægilegur ásýndum og niður við brúna, enda rann vatnið mun viðari farveg þar efra. Nú er áin i rénun og þegar tekið að lækka veru- lega i henni. Að sögn fróðra manna er þetta eitt mesta Skaftárhlaup sem menn muna eftir, enda hlýtur svo að vera. Hefði hlaupið verið meira hefði brúin á Eldvatni farið af, en hinni nýju brú sem þar er hefur ekki verið hætt fyrr en nú. Hjá Kirkjubæjarklaustri gékk litið sem ekkert á og að sögn heimamanna hækkaði vatnsborðið i Skaftá ekki nema um 30 cm hjá Klaustri. En látum þá myndirnar segja frá.—

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.