Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 1
7. einvigisskákin „ÞETTAER BRJALÆÐI” — sögðu menn er Fischer hirti peðið á e4 Sjöunda skákin sém fram fór i gærkvöld er án efa ein æsilegasta skák sem tefld hefur verið i heimsmeistaraeinvigi, að minnsta kosti á siðustu áratug- um. Allt frá þvi i byrjun og fram að biðstöðu var sem borðið logaði af möguleikum. Biðstaðan sem tefld verður áfram i dag er einnig mjög tvisýn og verður mjög spennandi að fylgjast með úrslit- um hennar. Spasski hafði hvitt og lék i fyrsta leik e4. Hefur hann án efa verið búinn að fá sig fullsaddan af drottningarpeðsbyrjunum i bili. Honum tókst að visu að vinna BIÐSTAÐAN abcdefgh •4 c* 03 K ~h up | m - ■ m h*h • ■ m m ■ * • mm * m. fyrstu skákina en i þeirri þriðju og þeirri fimmtu mátti hann þola hinar verstu hrakfarir. Fischer svaraði eins og vænta mátti með Sikileyjarvörn og upp kom eitt af þeim afbrigðum sem Fischer er manna mestur sérfræðingur i, þ.e. peðsráninu á b2. Er hann lék svo i 11. leik sinum h6 var ljóst að hann hugðist einnig ætla aö næla sér i peðið á e4. Þetta erbrjálaáii, sögðu menn, er hann svo i 12. leik lék Rxe4. Hann hlýtur að skittapa þessu, Spasski fær svo ofboðslega sókn. Spasski hélt áfram i þessum sóknarstil, lét biskup i dauðann á b5, hvern svartur var eiginlega neyddur til að þiggja. Spasski tók sér góðan umhugsun- artima er hann lék 18. leik sinum og mönnum til nokkurrar undrun- ar hörfaöi hann meö riddarann til d6, en ýmsir höfðu mælt með að leika drottningunni til d7. 19. leik- ur Spasskiks bauð svo upp á drottningarkaup. Fischer var ekki ginkeyptur fyrir þeim i bili. Smátt og smátt virtist sókn Spasskis vera að renna út i sand- inn, drottningarkaup fóru fram og enn hélt Fischer peði yfir. Menn Fischers virtust einnig vera virkari og menn voru farnir að tala um enn einn Fischers sig- ur. Spasski sýndi hins vegar frá- bæra taflmennsku undir lokin og við það bættist að Fischer hefur liklega oftar en einu sinni misst af beztu leiðinni. Riddarar Spasskis héldu öllu föstu hjá svörtum og er Fischer gerði tilraun til að hrekja þá af höndum sér einfaldaðist taflið og möguleikar Spasskis jukust. Bið- staöan er eins og áður segir mjög tvisýn en ég held að flestir hafi verið á þeirri skoöun að Spasski ætti að geta haldið jafntefli sök- um þess hve menn hans eru virk- ari þrátt fyrir að hann eigi peði minna. Stórmeistarinn Najdorf lét svo um mælt eftir að fyrstu setunni lauk i gærkvöldi að Fisch- er hefði misst af vinningi að minnsta kosti einu sinni en á hinn bóginn sagði hann að Spasski hefði tefltmjög vel. Það er rétt að geta þess að lokum að mönnum þótti mjög gaman að sjá hve Spasski tefldi af miklum sigur- vilja og eru menn þvi að vona að ófarir hans siðustu daga hafi eng- in áhrif haft á hann. Biðskákin verður eins og áður segir tefld áfram i dag en áttunda einvigisskákin verður tefld á morgun. HViTT: Boris Spassky — Svart: Robert Fischer. 1. e2 - e4 2. Rql - f3 C7-C5 d7 - d6 3. d2 - d4 4. Rf3Xd4 5. Rbl - c3 6. Bcl - g5 7. f2 - f4 8. Ddl - d2 9. Rd4-b3 10. Bfl - d3 c5Xd4 Rg8 - f6 a7 - a6 e7 - e6 Dd8- b6 Db6Xb2 Db2- a3 Bf8 - e7 Framhald á bls. 11. Hamranesmálið * * i gæzlu- varð- haldi A/lálaferliniyrn orsak- ir slyssjns erlHamranes fórst standa enn yfir og í gær voru þrír menn úr- skurðaðir í gæzluvarð- hald vegna málsins. Skipstjórinn og annar eigandi togarans voru úrskurðaðir í 40 daga gæzluvarðhald, en þriðji maðurinn sem eitthvað er viðriðinnútgerð togar- ans var úrskurðaður í 14 daga varðhald. Sak- sóknari hefur nú á ný vísað málinu til bæjar- fógetaembættisins i Hafnarfirði ti! írekari rannsóknar og yfir- heyrslur munu fara fram á næstunni. Hvaða undanþágur geta aldraðir fengið frá sköttum? I I Endurskoða þarf álagningu á hfeyrisþega sjálfsagt að kæra álagningu til skattstjóra I I Um fátt er meira rætt þessa dagana en skattaálagninguna, hefur þar sérstaklega þótt orka tvimælis hækkun skatta er fram kemur á elli- og örorkulifcyris- þegum. Stjórnarandstaðan hef- ur gripið þennan eina annmarka sem hún finnur á skattalögun- um fegins hendi og telur sig sér- stakan málsvara hinna öldruðu. Að þessu er vikið i forystugrein Þjóðvitjans i dag. Þjóðviljinn kannaði i gær, hvaða möguleika aldrað fólk ætti til að fá leiðréttingu sinna mála. samkvæmt gildandi skattalögum. Hér á eftir birtum við þau ákvæði er gefa hcimild til að fella niður eða lækka tekjuskatt eða útsvar á gjald- endum. 1 52.gr. laga um”tekju- og eignaskatt segir: „Heimilt er skattstjóra að taka til greina umsókn skatt- þegna um lækkun tekjuskatts, þegar svo stendur á sem hér segir: 1. Ef veikindi, slys, mannslát eða skuldatöp hafa skert gjaldþol skattþegns verulega. 2. Ef skattþegn hefur veruleg útgjöld haft vegna mennt- urnar barna sinna, eldri en 16 ára. 3. Ef á framfæri skattþegns eru börn, sem haldin eru lang- vinnum sjúkdómum eða eru fötluð eða vangefin og valda framfærendum útgjöldum umfram venjulegan fram- færslukostnað. Nú fellst skattstjóri á umsókn fram- færanda, og skal hann þá eiga rétt á tvöföldum barnafrá- drætti vegna barna þessara, sbr. 16. gr. 4. Ef skattþegn hefur foreldra eða aðra vandamenn sannan- lega á framfæri sinu, má veita sama frádrátt og fyrir börn. Nánari ákvæði um skilyrði fyrir framangreindum ivilnun- um skulu sett i reglugerð. Skatt- stjóri getur af eigin hvötum veitt lækkun samkvæmt þessari grein. Rikisskattstjóri skal fylgjast sérstaklega meö lækk- unum samkvæmt þessari grein og sjá til þess, að samræmis sé gætt.” Þá segir i 25 gr. sömu laga, og er það breyting sem gerð var i vetur, en þar segir: „Tekjuskatt gjaldenda, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu, að fjárhæð 5.000 kr. eða lægra, skal fella niður. Tekjuskatt sömu gjald- enda að fjárhæð 5-10.000 kr. skal lækka þannig, að lækkun réni i beinuhlutfalli við hækkun tekju- skatts.” t reglugerð um útsvör, sem gefin er út af félagsmálaráðu- neytinu segir: 15.gr. Heimilt er sveitarstjórn að lækka útsvar gjaldanda: a. sem nýtur bóta samkvæmt II kafla laga nr. 67/1971, sbr. 3.-5. gr. laga nr. 16/1972 um breyting á þeim lögum. Bætur þær, sem hér um ræðir, eru þessar: elli- og örorkulifeyrir, örorkustyrk- ur, makabætur, barnalifeyrir, mæðralaun, ekkju- og ekklabæt- ur og ekkjulifeyrir. Hliðsjón skal þó höfð af þvi, að barnalifeyrir skv. 14. gr. greindra laga, greiddur með börnum, ef annað hvort foreldra er látið, er ekki talinn til út- svarsskyldra tekna, sbr. 5. tl. 2. mgr. 10. gr. þessarar reglugerö- ar, en hefur hins vegar leitt til skeröingar á lækkun útsvars skv. 14. gr. hennar. Barnalifeyr- ir, greiddur skv. c-lið 35. gr. greindra laga, telst ekki til bóta i þessu sambandi. Fæðingarstyrkur telst ekki til bóta i þessu sambandi, enda ekki talinn til útsvarsskyldra tekna. Um fasteignaskattinn segir i lögum um tekjustofna sveitar- félaga5.gr: „Heimilt er sveitar- stjórn að lækka eöa fella niður fasteignaskatt, sem efnalitlum elli- og örorkuþegum er gert að greiða. Sama gildir um slika lif- eyrisþega, sem ekki hafa veru- legar tekjur umfram elli- og örorkulifeyri”. Þessar tilvitnanir sýna, að sjálfsagt er fyrir elli- og örorku- lifeyrisþega að kæra skatta- álagninguna, ef þeir telja að þessum heimildarákvæðum hafi Framhald á bls. 11. I 1 I £38

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.