Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 26. júli 1972 WÓÐVILJINN — SÍÐA 11. Minning Yiti til vamaðar: Petrína Kristín Kristjánsdóttir F. 15.3. 1896. D. 19.7. 1972. Petrina var fædd að Eiði i Eyrarsveit, dóttir hjónanna Jó- hönnu Jónasdóttur, ættaðri úr Bervik, og Kristjáns Athanasius- sonar af Laxárdalsætt, lögfróðum og vel að sér. Tók hann að sér mál fyrir sveitunga sina og þótti tak- ast vel þótt ólærður væri. Sérprentun Framhald af bls. 2. nefndir verða og hvers eðlis frið- lýsingin eða verndun ætti að verða. 12. Nefndin telur nauðsynlegt að söguleg atriði verði tekin inn i náttúruminjaskrána til viðbótar við þá fimm liöi, sem náttúru- verndarnefnd Landverndar telur i bréfi sinu 3.2. ’72 til V.N. til þess að skráin verði aðgengilegri og nothæfari handbók bæði fyrir framkvæmdar- og skipulags- aðila, svo og almenning. Með náttúruminjum verði skráðar sögulegar minjar um lif mannsins i landinu að þvi leyti sem þær snerta viðskipti manns- ins við náttúruna. 13. Aðalfundur Vestfirzkra náttúruverndarsamtaka að Núpi 10. - 11. júni 1972 fagnar þvi, að tekizt hefur samkomulag milli 5 sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum að koma upp sam- eiginlegri sorpbrennslu. Væntir fundurinn þess, að uppsetning hennar dragist ekki lengur en fram á sumar 1973. P'undurinn skorar á önnur sveitarfélög á Vestfjöröum að vinda bráðan bug að þvi að koma sorpeyöingu i viðunandi horf og leita samvinnu hvert við annað um hana. 14. Vestfirzk náttúruverndar- samtök beina þeim tilmælum til þeirra aðila sem standa að meiri háttar mannvirkjagerð, að þeir kynni strax á frumstigi áætlanir sinar náttúruverndarnefndum hlutaðeigandi sveitar- eða sýslu- félags og leiti umsagnar þeirra. Að lokinni skulu þeir og senda lokauppdrætti til viðkomandi náttúruverndarnefndar. 15. Aðalfundur V.N. að Núpi 10. - 11. júni 1972 þakkar Landvernd, landgræðslu- og náttúruverndar- samtökum tslands, samvinnu á liðnu starfsári og margvislega aðstoð. Væntir fundurinn þess, að áfram haldist góð samvinna Landverndar og V.N. 16. Aðalfundur V.N. að Núpi 10.- 11. júni 1972 skorar á Alþingi að láta semja frumvarp til laga, sem kveði á um raunhæfar aðgerðir til að koma i veg fyrir offjölgun þeirra fuglategunda, s.s. svart- baks og hrafns, sem usla gera i nytjavörpum. 17. Aðalfundur V.N. 1972 beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga og búnaðarsamtaka á Vestfjörð- um að þau bregðist vel við, er til þeirra verður leitað um nokkur fjárframlög i þvi skyni að flýta fyrir gerð gróðurkorta af Vest- fjörðum og þar með rannsóknum á beitarþoli vestfirzkra búfjár- haga. Petrina var yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Elstu dæt- urnar dóu i frumbernsku, foreldr- arnir voru þá i húsmennsku og móðirin fékk ekki að fara heim úr slægjunni til þess að gefa korna- barninu brjóst. Þær voru þvi að- eins tvær systurnar sem upp komust. Ellefu ára gömul missti Petrina föður sinn og varð þvi fljótt að hefja lifsbaráttuna. Hún var alla ævi heilsuveil og átti ekki sizt ill meðferð á unglingsárum hennar þátt i þvi. Petrina var greind, vel hagmælt og hnyttin i tilsvörum og var bæði vinur manna og dýra. Aldrei varð hún fjáð af veraldarauði, en samt var hún ætið aflögufær til þeirra sem minna máttu sin. Engan hef ég þekkt sem gaf af jafn barnslegri gleði og hjartahlýju og hún Peta. Petrina var sérkennilegur Kórea Framhald af 5. siðu. mál og jafnvel einhvers konar stjórnmálasamband. Ráðstefna Rauða krossins á að fara fram i höfuðborgum beggja rikja til skiptis. Báðir aðilar eru að leggja nýtizku veg frá höfuð- borg sinni aö landamærunum. Suður-Kóreu-megin hefur á fjór- um mánuðum verið lokið við 4ra akreina braut, 50 kilómetra að lengd. Norðanmegin mun talsvert vanta á, að brautin sé fullger, enda er hún 200 kilómetra löng. Það er sagt, að Kim marskálkur hafi boðið út 200 þúsund manna liði i „áhlaupasveitir” sem eigi að ganga frá vegarlagningunni sem allra fyrst. Vegurinn er kallaður ,,Braut endursameiningarinnar” og liggur yfir „Frelsisbrú •’ við Panmunjom. Kuldinn á landa- mærunum Nú þegar Bandarikjaforseti hefur verið bæði i Peking og Moskvu, og samband er komið á milli þýzku rikjanna, þá er erfitt að halda herlúðrunum við i Kóreu, án þess að slegið sé á önn- ur hljóðfæri. Að visu er enn veriö að hengja njósnara að handan i Suður-Kóreu, og engum dylst sem sér hersveitirnar báðum megin hlutlausa beltisins að þær eru til- búnar til átaka á hverju augna- biiki. Og hlutlausa beltið tvo kiló- metra frá landamæralinunni á hvora hlið er ekki svo hlutlaust eins og nafnið segir til um og fyrirmæli visa til. Varðturnar, herflokkar i eftirlitsferð og stein- steypt skýli en yfir dynir lang- lokulestur úr ritum Kim II Sung að norðan, sem er svarað með ærandi dægurlagagargi að sunnan. En eitthvað lá i loftinu sem var af öðru tagi. Loks 4. júli sl. kom tilkynning frá rikisstjórnum Suður- og Norð- ur-Kóru að leynilegar viðræður hefðu farið fram milli þeirra og aðilar orðið sammála um mark- miðin. Stefnt skyldi að þvi, að rikin settu niður deilur sin á milli og gætu hafið friðsamlega sam- búð með endursameiningu lands- hlutanna að lokatakmarki. Þjóöareining þrátt fyrir allt Siast hefur út að dagana 2.-5. persónuleiki sem við er kynnt- umst henni munum seint gleyma. Hún gat verið bæði hörð sem stál og veik sem blóm. Hún lézt á Borgarspitalanum þann 19. þessa mánaðar úr hjartasjúkdómi, en þessa sjúkdóms hafði hún kennt i nokkur ár. Petrina eignaðist tvo syni, Harald Egilsson, giftan Heklu Sæmundsdóttur og eiga þau þrjá efnilega drengi sem ömmunni þótti mjög vænt um . Eina nöfnu átti Petrina, elsku lega litla stúlku. Hjá yngri syni sinum, Agústi Ingimundarsyni, átti Petrina heimili, en hann reyndist móður sinni einstaklega vel. Ég votta sonum hennar, sonar- sonum og tengdadóttur, systur og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúð. g.p.h. mai hafi yfirmaður suður-kór- versku leyniþjónustunnar, Lee Hu Rak , dvalið i Pjongjang, höfuðborg Norður-Kóreu og átt þar samningafundi með bróður Kim 11 Sung. Siðan hafi annar af aðstoðarforsætisráðherrum Norður-Kórverja, Pak Sung Chul, komið til Seúl i Suður-Kóreu 29. mai til 2. júni. 1 hinni sameiginlegu tilkynn- ingu frá 4. júli er fjallað um „þrjár grundvallarreglur fyrir sameiningu föðurlandsins” og þær sagöar vera: Sjálfstæð við- leitni af kórverskri hálfu án ytri ihlutunar. Afsölun á valdbeitingu i samskiptum rikjanna. Þjóðar- eining þrátt fyrir allan mismun á hugmyfdafræði og þjóðfé- lagskerfi. Þá var ákveöið að hætta öllum rógburði og vopn- uðum ögrunum á báðar hliðar. Gera skal ráðstafanir til að koma i veg fyrir árekstra milli herj- anna á landamærum rikjanna. Hefja skal viðskipti á mönnum og verðmætum milli landshlutanna, og flýta Rauða krossviðræðunum eftir megni. Koma skal á beinu simsambandi milli Pjongjang og Seúl, og sett verður upp nefnd til samræmingar á sjónarmiöum aðila i framantöldum efnum. Hvernig bjartsýnis- maður talar Þrátt fyrir 27 ára aðskilnað og styrjöld, bæði heita og kalda, hefur vonin um endursameiningu haldizt lifandi meðal Kórverja. Engum dettur i hug að árangur náist frá einum degi til annars. En bjartsýnismaður telst til dæmis sá sem sagði erlendum blaðamanni frá hinum þremur konungsrikjum,Silla, Paekche og Koguryo, sem stóðu á Kóreu- skaga fyrir 1.500 árum. Það tók þá 120 ár að skapa úr þeim konungsrikið Kóreu. „Ef til vill þurfum viö ekki einu sinni 120 ár núna”. (Byggt á Zeit). ísafjörður — Seyðisfjörður Þjóðviljinn óskar eftir að ráða umboðs- menn til að annast dreifingu til áskrifenda og innheimtu á ísafirði og á Seyðisfirði. Upplýsingar gefur skrifstofa blaðsins í Reykjavik, simi 17500. ÞJÓÐVILJINN Innilokaður í lyftu í 16 klst. Tiu ára gamall blað- söludrengur , Trausti Sigursson til heimilis að Grettisgötu 66 Rvik, lenti i þvi óhugnanlega ævintýri, að vera lokað- ur einn inni i lyftu i Domus Medica i 16 klukkutima. Trausti ætlaði sér upp á 6. hæð hússins til að selja blöð og tók lyftuna upp. Þá var klukkan 5 síð- degis á mánudag. Þegar hann kom á fimmtu hæð- ina stanzaði lyftan og hreyföist ekki eftir það næstu 16 klukku- tima. Trausti hringdi bjöllu sem nota á i neyðartilfellum slikum sem þeim er hann var nú skyndi- lega komin i. Einhver mun hafa heyrt neyð- arhringinguna, þvi skilaboð þess efnis að lyftan i Domus Medica væri biluð, komust á skrifstofu viðgerðarmanna lyftunnar, en fyrir einhvern misskilning fóru boðin framhjá viðgerðarmannin- um, sem ekki varð þeirra var fyrr en hann mætti til vinnu morgun- inn eftir. Foreldrar drengsins höfðu beð- ið lögregluna um aðstoð, og voru leitarflökkar að störfum kvöldið og nóttina við að leita Trausta, en fundu hvergi. Svo var það klukkan 9 i gær- morgun þegar viðgerðarmaður- inn kom til staðar að hann varð var við drenginn i lyftunni, og hleypti honum að sjálfsögðu út þá þegar. Trausta mun ekki hafa orðið verulega meint af dvölinni inni- j 11 sækja um 5 stöður Nýlega rann út umsóknarfrest- ur um tvö héraðsdómaraembætti við bæjarfógetaembættið i Hafn- arfirði og þrjú störf borgardóm- ara við yfirborgardómaraem- bættið i Reykjavik. Um héraðsdómarastörfin sóttu: Jón P. Emils hrl., Guðmundur Jóhannesson fulltrúi, Kristján Torfason fulltrúi, Birgir Már Pét- ursson fulltrúi, Sigurður Hallur Pétursson fúlltrúi, Steingrimur Gautur Kristjánsson fulltrúi. Um borgardómaraembættin sóttu: Gisli G.tsleifsson hrl., Jón P. Emils hrl., Auður Þorbergsdóttir fulltrúi, Björn Þ. Guðmundsson fulltrúi, Hrafn Bragason fulltrúi. Endurskoða Framhald af bls. 1. ekki verið beitt við álagningu. Þá er ljóst, að ef gamalt fólk hefur fengið útsvar á elli- og örorkulifeyristekjur einar, þá er þaö vegna þess að borgar- stjórnarihaldið hefur ekki notað undanþáguheimildirnar. Þá skal enn einu sinni minnt á það, að ihaldið i borgarstjórn Reykjavikur nýtti heimild til að hækka útsvarið um 10% og setja á fasteignaskattinn 50% álag. Þannig spennti Geir skatt- heimtuboga borgarinnar til hins ýtrasta. Reynslan af álagningu sam- kvæmt nýju skattalögunum gef- ur þeim sem vinna að áfram- haldandi endurskoðun tilefni til að taka á nýjan leik til athug- unar, það sem til umræðu kom i vetur, þ.e. hvort gera ætti greiðslur lifeyrisbóta algerlega undanþegnar skatti. Hins vegar er fólk eindregið kvatt til þess að kæra álagningu opinberra gjalda og fá þannig fram að framtal þess sé endurskoðað, en ekki látið sitja við hinn fyrsta „vélræna” dóm. Sjó ennfremur leiðara. lokaður i lyftunni, en þetta atvik ætti engu siður að leiða hugann að þvi, hvort með lyftum i borginni sé fylgzt á þann hátt aö öryggi þeirra sem með þeim ferðast sé tryggt. — úþ Skák Framhald af bls . i. n. o- o h7 - h6 12. Bg5- h4 Rf6Xe4 13. Rc3XRe4 Be7XBh4 14. f4 - f5 e6Xf5 15. Bd3- b5+ a6XBb5 16. Re4Xd6+ Ke8 - f8 17. Rd6XBc8 Rb8 - c6 18. Rc8 -d6 Ha8-d8 19. Rd6Xb5 Da3 - e7 20. Dd2 - f4 g7-g6 21. a2-a4 Bh4-g5 22. Df4 - c4 Bg5 - e3+ 23. Kgl - hl f 5 - f4 24. g2 - g3 g6-g5 25. Hal -el De7 - b4 26. Dc4XDb4 Rc6XDb4 27. Hel - e2 Kf8-g7 28. Rb3-a5 b7 - b6 29. Ra5 - c4 Rb4 - d5 30. Rc4 -d6 Be3-c5 31. Rd6 - b7 Hd8 - c8 32. C2 - C4 Rd5-e3 33. Hfl - f3 Re3 - c4 34. g3Xf4 g5-g4 35. Hf3-d3 h6-h5 36. h2 -h3 Rc4 - a5 37. Rb7-d6 Bc5XRd6 38. Rb5XBd6 Hc8 - cl 39. Khl - g2 Ra5 - c4 40. Rd6-e8+ Kg7-g6 BIÐSKÁK Ölafur Björnsson. Flugvél skotin niður yfir Súezskurði KAIRO 25/7. Egypzkt herlið var við öllu búið i dag vegna þess að óttazt er að tsraelsmenn gripi til hefndaraðgerða fyrir flugvél þeirra sem skotin var niður ná- lægt Súezskurði i gær. Flugvélin var skotin niður skömmu eftir að Sadat forseti hafði I langri ræðu gagnrýnt So- vétrikin fyrir að veita Egyptum of litinn stuðning gegn Israel. Kvaðst Sadat hafa gert itarlegar tilraunir til að fá Sovétmenn til að breyta um stefnu, en án árang- urs. Heimsmeistaramótið i Graz: Islendingar unnu austur- ríkismenn A heimsmeistaramóti stúdenta i skák i Austurriki unnu Islending* ar Austurrikismenn með 2 1/2 vinningi gegn 1 1/2. Unnu Björg- vin og Andrés sinar skákir, Jón gerði jafntefli, en Bragi tapaði. Islendingar keppa i B-riðli en efstir i A-riðli er nú sveit Sovét- rikjanna. MANILA 25/7. Hungurdauði vofir nú yfir tugþúsundum manna á eynni Luzon á Filippseyjum eft- ir mikil flóð sem urðu þar i sið- ustu viku. Tvær miljónir manna misstu heimili sin að þvi er talið er. Allmiklar birgðir matvæla hafa veriðsendar á vettvang en hvorki bifreiðar né þyrlur hafa getað komizt til svæða sem margar þúsundir manna búa. Marcos for- seti gaf i dag út skipun um að her- inn leitaði uppi faldar birgðir af hrisgrjónum, sem spekúlantar eru að reyna að selja á okurverði á flóðasvæðunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.