Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 12
DIOOVIUINN Miðvikudagur. 26. júli 1972 Kvöldvarzla lyfjabúða vikuna 22.-28. júli er i Laugavegs Apó- teki og Holts Apóteki. Nætur- varzlan er i Stórholti 1. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Mikil kröfuganga hafnarverkamanna í London Samúðarverkföll breiðast enn út LONDON 25/7 Mörg þús- und hafnarverkamenn í verkfalli fóru í dag í kröfu- göngu til Pentonville-fang- elsins í London til að kref j- ast þess að fimm félagar þeirra verði látnir lausir. Ihaldsstjórn Heaths hafn- aði í gær tilmælum um að láta mennina lausa og er talið liklegt að atburðir þessir leiði til allsherjar- verkfalls. Milli fimm og tiu þúsundir hafnarverkamanna tóku þátt i göngunni. Báru þeir félagsfána og vigorð, sem lutu m.a. að þvi að réttmætara væri að Heath for- sætisráðherra sæti inni en félagar þeirra. Til allharðra slagsmála kom milli verkamanna og lög- reglumanna sem voru á verði við fangelsið. Hafnarverkamennirnir fimm voru handteknir á laugardag fyr- ir að hafa sýnt vinnumáladómstól fyrirlitningu — er þeir höfðu beitt sér fyrir andstööu gegn hinni nýju vinnumálalöggjöf ihaldsstjórnar- innar. Handtökur þessar leiddu til almenns verkfalls hafnarverka- manna og margar þúsundir manna i öörum iðngreinum hafa byrjað samúðarverkfall. T.d. hef- ur starfsfólk Heathrow-flugvallar i London boðað samúðarverkfall. Mörg verklýðssambönd vilja að efnt sé til allsherjarverkfalls þar til fimmmenningarnir hafa verið látnir lausir, en stjórn brezka al- þýðusambandsins, T.U.C., hefur enn ekki orðið við þeirri kröfu. Skarpar deilur urðu á þingi i dag um þetta mál milli Wilsons, formanns stjórnarandstöðunnar, og Heaths forsætisráðherra. Wil- son sagöi að vinnumálalöggjöf ihaldsins væri dýr striðsrekstur gegn alþýðu og hefði nú leitt til pólitisks og siðferðilegs skipbrots stjórnarinnar. öldungadeildin gegn Nixon: Vill stöðva fjár- veitingar til stríðsrekstursins WASHINGTON 25/7. And- stæðingar stefnu Nixons forseta i Vietnam fengu nýjan byr i seglin og hafa öölazt nýja von um að scttur veröi’ ákveðinn frestur fyrir þvi að Bandaríkja- menn hætti hernaðaraðgerðum þar eystra. öldungadeildin sam- þykkti i gær meö 49 atkvæöum gcgn 46 að allt bandariskt herlið verði á brott innan fjögurra mánaða ef striðsfangar i Norð- ur-Vietnam verða látnir lausir. Til að þvinga forsetann til að verða við þessari samþykkt vill deildin að allar fjárveitingar til styrjaldarrekstursins verði stöðvaðar að þessum fresti liön- um. Tillasan var sambykkt sem viðbót við frumvarp um hernr aðaraðstoð við önnur riki — en að stuttri stund liðinni var hún felld úr gildi með þvi að frumvarpið i heild var fellt. Ýmsir stuðningsmenn Nixons höfðu séð sitt óvænna og felldu stjórnarfrumvarpið i heild held- ur en að það fæli i sér ákvæði sem svo mjög ganga gegn stefnu forsetans. Samt sem áður er þetta mál talið sigur fyrir þá þingmenn sem lengi hafa reynt að fá öld- ungadeildina til að setja tima- mörk hernaðarlegum umsvifum Bandarikjanna i Indókina. Það hefur aldrei gerzt áður að deild- in samþykkti að frysta fjárveit- ingar til striðsins i Indókina — allar fyrri samþykktir i þá átt voru ekki bindandi fyrir forset- ann. Loftárásir á áveituskurði Waldheim má ekki segja sannleikann Jane Fonda komín frá Vietnam Eg 1 sa sprengjugiga stiflugörðum. . • . PARiS 25/7 Bandarískir stríðsfangar í Norður-Viet- nam óttast að þeir verði í haldi ævilangt ef Nixon forseti verður endurkjörinn i haust/ sagði bandaríska kvikmyndaleikkonan Jane Fonda á blaðamannafundi i Paris i dag, en hún var ný- komin úr ferð frá Norður- Vietnam. Hún kvaðst hafa rætt viö sjö striðsfanga sem allir hefðu beðið að skila þvi til aðstandenda sinna að þeir berðust fyrir kjöri McGoverns til forseta. Jane Fonda kom með kvikmynd, sem hún hefur gert til að færa sönnur á þá staðhæfingu sina, að Banda- rikjamenn kasti sprengjum á áveitukerfi Norður-Vietnama. Hún muna halda annan blaða- mannafund i New York innan skamms, en þar mun hún m.a. svara ásökunum um landráð sem til hennar hefur verið beint af opinberri hálfu i Bandarikjunum. Jane Fonda tiltók svæði sem hún hafði heimsótt, þar sem áveitukerfin hefðu orðið fyrir sprengingum. Tupamaros hefna sin MONTEVIDEO 25/7 Tupa- marosskæruliðar i Uruguay skutu i dag til bana yfirmann öryggis- sveita landsins, Artigas Alvarez ofursta. Er hann bróðir æðsta manns hersins i Uruguay. Tupamarosskæruliðar eiga harma að hefna þvi að lögregla landsins hefur með aðstoð pynt- ingarsérfræðinga frá Brasiliu að undanförnu haft upp úr föngum á- bendingar um nokkra felustaði skæruliða. Hafa nokkrir tugir þeirra verið handteknir. 17 fasistar felldir BELGRAD 25/7. Innanrikis- ráðuneyti Júgóslaviu tilkynnti i Pólitískir dómar í Tékkóslóvakíu PRAG 25/7 Tékkneskur prestur og þrjár manneskjur aðrarvoru i dag dæmdar i Prag fyrir ,,undir- róðursstarfsemi”. Er þetta fjórði dómurinn á átta dögum yfir and- stæðingum núverandi valdhafa. Presturinn var dæmdur i 15 mánaða fangelsi og hin i sex til niu mánaða fangelsi — tvö þó skilorðisbundið. Var þeim gefiö að sök að hafa dreift ólöglegu flugriti fyrir kosningarnar i fyrra. Hin ákærðu játuðu að hafa dreift flugriti en neituðu að það hefði verið fjandsamlegt rikinu. Hefðu þar verið útskýrð réttindi kjósenda, m.a. að þvi er varðar útstrikanir á kjörseðlum. I gær hófust önnur réttarhöld i Brno og búizt er við nýjum réttar- höldum i Prag á mánudag. Fyrir rétti verður einn af fyrrverandi meðlimum miðstjórnar Kommúnistaflokksins og sagn- fræðingurinn Karel Bartosek. Finnar semja við COMECON HELSINKI 25/7 Tilkynnt var i Helsinki i gær að viðræðum Finna við COMECON, efnahagsbanda- lag Austur-Evrópurikja, um við- skiptasamning muni ljúka i ágúst. Tekið var fram að ekki yrði um að ræða aðild Finna að COMECON, en um allviðtækt samstarf yrði samið. Venusarflaug sovézkra: Er alltaf myrkur á ástarstjömunni? gærkvöld að öryggissveitir fellt 17 af 19 hefndarverkamönn- um sem gert hafa tilraun til aö reka skæruhernað i Króatiu. Menn þessir eru meðlimir i Ustasja, fasistasamtökum sem studdu Hitler i styrjöldinni, en þauhafa nú bækistöðvar i Vestur- Evrópu. Tveir hinna felldu eru sagðir úr hópi helztu leiðtoga þessara samtaka. Þeir tveir sem eftir lifa eru nú eltir um allt land- ið. BANASLYS t gær varð banaslys á veg- arkaflanum frá Borgarnesi að Hvitárbakka. Guðmundur Jóhannesson frá Hvitárbakka haföi stöövaö bifreið sina á veginum, að likindum til að athuga vélina,og mun bifreiðin hafa runnið yfir hann. Guö- mundur heitinn var 76 ára gamall. MOSKVU 25/4 1 gær lenti geim- farið Venus-8 mjúkri lendingu á Venusi og sendi upplýsingar frá henni um 50 min. eftir lendingu. Geimfarið hefur verið á lofti sið- an 27. marz og farið 186 miljónir km. Hylki með fallhlifarútbúnaði var losað frá burðareldflauginni og var um 109 min. á leið niður til yfirborðsins. Yfirmaður þessa geimleiðang- urs, dr. Marof, hefur lagt á það áherzlu i viðtali við APN að með Venusi-8 séu i fyrsta sinn send tæki niður á þá rönd reikistjörn- unnar sem upplýst er þegar Ven- us er i jarðnánd, en fyrri tæki hafa lent á næturhlið Venusar. Gefist nú tækifæri til að kanna birtu á yfirborði Venusar, en vel getur verið að skýjahjúpurinn um hana sé svo þéttur að sólarljós fái ekki brotizt i gegn. Þá átti að safna upplýsingum um efnasam- setningu lofthjúpsins og yfir- borðslaganna á Venusi og bera niðurstöður saman við áður fengnar upplýsingar. WASHINGTON 25/7 Bandaríkjastjórn hefur reiðzt mjög ummælum Walheims, aðalritara S.Þ., um að bandariskar sprengjur hafi hæft áveitu- kerfi í Norður-Vietnam. Ziegler blaða fulltrúi stjórnarinnar sagði í dag, að slikar staðhæfingar væru liður i þaulhugsaðri áróðursherferð stjórnar Norður-Vietnam. Walheim sagði á blaðamanna fundi i gær að hann hefði fengið upplýsingar um það að sprengjur hefðu hæft áveituskurði i Norður- i Vietnam. Hann lagði áherzlu á að hann gæti ekki fengiö fregnir þessar staðfestar og þá vissi hann heldur ekki, hvort gerðar hefðu veriö loftárásir á áveituskurðina eða þeir heföu af tilviljun orðið fyrir sprengjukasti. Waldheim hvatti Bandarikin til að forðast slikar hernaöaraðgerð- ir, vegna þess að þær hlytu að hafa i för með sér gifurlegt mann- tjón. Rogers endurtók fyrri staöhæf- ingar Bandarikjamanna um að þeir forðuðust að kasta sprengj- um á áveitukerfi i Vietnam. Standa þær gegn ummælum Waldheims og staðhæfingum sendiherra Svia i Hanoi um það gagnstæða. Þannig litur liylki það út scm látið er lenda mjúkri lendingu á Venusi. Harmonlkan efst til vinstri er fallhlifarútbúnaðurinn, en orkugjafar eru neðst á myndinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.