Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur. 26. júlí 1972 © EVA RAMM: AAANNFALL OG MEYJAVAL se engin Kjaftakerling. Ellegar þá að hún er kjánaleg og fáfróð: — Herra formaður, hi, hi, ég hef sko ekkert vit á þessu, en hún frænka min i Moss — já, hún er gift manni frá Trögstad, en þau eiga heima i Moss — hún segir------og fleira i þá átt. Bankastjórinn sýndi mikla leik- hæfileika og karlmennirnir hlógu dátt. — Það er gott að ég er pipar- sveinn, sagði Mikalsen kennari. — Annars hefði ég trúlega orðið aö skipta um ham — fá mér gæsa- húð! — O, sagði bankastjórinn og brosti hárfint, og varir hans roðn- uðu eilitið. — Það er allt i lagi með konur — til sins brúks! Við þetta lá viö aö kjörstjórnin öll hnigi niður á gólfið af hlátri. Þegar þeir jöfnuöu sig aftur, tók Mikalsen kennari aftur til máls. Hann sagðist verða að viður- kenna að hann hefði einu sinni verið á fundi hjá Hægri flokknum. Jú, hann myndi trúl. aldrei gera það oftar, þvi áð næsta dag fékk hann svo sem aö heyra hvað hann væri ómerkilegur. Það voru flokksbræður hans sem það sögðu. En þar hafði sem sé Berta Rognerud haldið fyrirlest- ur. Og að visu hafði hún ekki sagt sérlega margt nýtt eða frumlegt, en hún talaði hátt og skýrt án þess að hixta á orðunum og leit bara öðru hverju i blöðin. Já, sagði Mikalsen kennari hrifinn, það var eins og að vera kennari i tossa- bekk og uppgötva svo allt i einu að einn þeirfa Stöö SÍg betur en vænta mátti. Jens Storhaug var kominn á vettvang, hann heyrði siðustu at- hugasemdina og tók upp þráðinn með glettnislegu brosi. — Kvenfólk hefur að minnsta kosti ekki vit á tölum! Fulltrúinn Það ætlar að sannast á Mogganum hið fornkveðna, að gömlum hundi verði ekki kennt að sitja. Þratt fyrir öfluga friðar- hreyfingu, ekki aðeins hér á landi, heldur bókstaflega um allan heim og þ. á.m. i sjálf- um Bandarikjunum, heldur Mogginn áfram sömu hernað- ar- og valdajafnvægislumm- unni, sem gert hefur þetta blað heimsfrægt fyrir áratug- um. Siðasta Reykjavik- urbréf Moggans er ein hernað- ar-messa frá upphafi til enda. Að minu máti þurfa vinstri flokkar á Islandi engu að kviða, hrun ihaldsins og Moggans er sjálfgert. Grund- völlur kaldastriðsins er óðum að molna og þá hrynur sjálft höfuðvigið á íslandi. hjá rafveitunni sagði mér skemmtilega sögu um daginn. Hann hringdi heim til húsmóður i bænum og bað hana að lesa af mælinum. Þvi miður, sagði frúin, maðurinn minn er ekki heima. En þér getið sjálfar lesið af mælin- um, sagöi Danielsen fulltrúi. — Æ, nei, ég hef ekki vit á svoleiðis, sagði frúin. En Danielsen lét sig ekki. — Reynið nú, sagði hann með bliðasta rómi. Það er ekki annað en lesa ailar tölurnar sem standa þar! Jæja, og frúin náði i kortið og las upp tölurnar. Og þegar hún uppgötvaði að það var rétt sem hún var að gera, varð hún svo hrifin að hún fór næstum að hrópa og jóðla i simann og sagði: að hugsa sér, ég gat það, þvi hefði ég aldrei trúað, ég veit ekkert um tækni! Skellihlátrar kváðu við, ha-ha, ho-ho, ha-ha! Menn slógu sér á lær og endurtóku það sem máli skipti: — Veit ekkert um tækni! — Um tækni! — Hún hafði ekki vit á tækni! — Ææææ, mér verður illt af hlátri. Hún hafði ekki vit á tækni! t þessu samtali miðju kom Henriksen bilasmiður á vettvang og smám saman dró úr hlátrinum og svipir manna uröu hátiðlegri. t þessum hópi stjórnmálamanna bar bilasmiðurinn sig til með viröulegri stillingu. Andlit hans var alvarlegt og ihugandi og hann var með hornspangargleraugu, þótt hann þyrfti eiginlega ekki á þeim að halda. F'ólki fannst stundum i návist hatlS Sém galsi væri óviðeigandi. Hann átti lengstan stjórnmálaferil að baki, — fimmtán ára gamali var hann ungkommúnisti, og var nú orðinn fjörutiu og fimm ára eftir tuttugu ára hóglátari feril i verkamanna- flokknum — og enginn stóð hon- um á sporði i stjórnmálaumræð- um. Á ótal félagsfundum hafði hann lært rétt svör við öllum vandamálum þjóðfélagsins, og þótt hann væri annars fámáll maöur varð honum aldrei orðfall i kappræðum um stjórnmál. — Daginn, Henriksen! Hann heilsaði þeim öllum með handabandi eftir röð. — Jæja, nú geturðu vist horft björtum augum á framtiðina, klukkan er að verða sex, sagði Mikalsen kennari glaðklakka- lega. — Og enginn kvennalisti kom- inn! sagði Sivert Kroken. Hermann brosti ánægjulega. — Já, i þessu máli hef ég svo sannarlega unnið kerfisbundið, sagði hann. Hann hafði svo sannarlega verið útsmoginn bragðarefur hann Hermann Henriksen. Strax á þriðjudag, sama daginn og Gunda hafði sagt honum stórtið- indin, var áætlun hans fullbúin. Það var augljóst, að hún haföi ekki séð auglýsingu kjörstjórnar- innar um framboðsfrestinn og hafði enga hugmynd um hvernig átti að haga sér. Og þegar hann var búinn að fela bókina um bæj- armál og imynda Gundu að hún hefði nægan tima, hringdi hann i flokksbróður sinn, Samuelsen bókavörð, og bað hann að stinga undan öllum bókum sem til væru um sveitarstjórnarmál. Svo gætti hann þess, að hún hefði nóg að gera, dag og nótt ef svo mátti segja. Allan þriðjudaginn var hann að koma með gesti heim til sin, og Gunda varð að bera fram kaffi og kökur. A miðvikudag sagði hann að það yrði að þvo samfestingana af piltunum á verkstæðinu, hún var vön að sjá um það, og Gunda hamaðist allan þann dag og hálfan fimmtudag- inn. Og svo kom hann þvi inn hjá strákunum að það væri gaman að halda garðveizlu fyrir alla strák- ana i nágrenninu og Gunda hafði ekki brjóst i sér til að segja nei, hún bjó til kókó, bakaði bollur og snerist kringum þá allan daginn. — Og ég veit svo sannarlega hvar hún hefur verið þessa daga, sagði Hermann við forsetann með ánægjusvip. — Já Hermann, þú hefur lag á kvenfólkinu, sagði Jens Storhaug hlæjandi. Einmitt i þessum svifum var dyrabjöllunni hringt heima hjá bilasmiðnum. Gunda var inni i baðherbergi að þvo hárið á strák- unum og sjálfri sér, og hún vafði handklæði um höfuðið og fór til dyra. Fyrir utan stóð Ellinor Kroken, eiginkona varaforsetans. Hún var með handprjónað sjal á höfðinu og undan þvi gægðist fölt, tauga- æst andlit og hún minnti einna mest á Onnu Pétursdóttur á flótta i galdraofsóknunum miðjum. Hún leit flóttalega um öxl og lagði höndina á arm Gundu. — Gunda, ég þarf að tala við þig um áriöandi mál; má ég koma inn? — Já geröu svo vel, sagði Gunda og leit skelkuð á fölt and- litið. Hún hafði litil kynni haft af Ellinor Kroken þótt eiginmenn þeirra væru i verkamannaflokkn- um báðir tveir; hún var afskipta- laus og sagði fátt, en á heil- brigðisnefndarfundunum var hún rös'k við að hita kaffi og skera jólaköku. — Er nokkuð að? — Sivert myndi ganga af mér* dauðri ef hann vissi þetta, sagði Ellinor Kroken og andvarpaði. Hún gekk inn i ganginn og hnykkti til höfðinu svo að sjalið féll niður á herðar. Gundu fannst sem útlend prinsessa — Ellinor var ættuð frá nágrenni Bergen — hefði flúið frá grimmum tyrk- neskum harðstjóra og leitað hælis hjá henni. — Er hann svona slæmur, hann Kroken? — Það skiptir ekki máli þótt hann lemji, sagði Ellinor. — Enda gef ég skit i hann, svei mér þá. Ég sagði við sjálfa mig( ert þú ekki kona, Ellinor? Hjálp- aðu þá kynsystrum þinum! — Já? sagði Gunda kurteislega henni var hálfkalt og hún vafði handklæðinu fastar um blautt hárið. Ellinor lagði höndina á arm hennar og horfði alvarleg i augu henni. — Eruð þið búnar að senda inn listann? Það eru nefnilega ekki nema nokkrir klukkutimar til stefnu, þá er fresturinn útrunn- inn! Sivert hringdi heim rétt i « þessu úr bæjarþingsalnum, og meðan við vorum að tala saman heyrði ég að einhver sem gekk hjá kallaði til hans: Enginn kvennalisti ennþá? Og nú er tim- inn að verða útrunninn. Það er svo sem eftir kvenfólkinu að koma of seint. — Og svo hlógu þeir ruddalega, sagði Ellinor bitur i bragði. Gundu hitnaði i hamsi, hún reif af sér handklæðið og sveiflaði þvi með áfergju eins og baráttufána. — En Hermann sagði, að við hefðum nægan tima, hann sagði það. Það þyrfti ekki annað en senda listann i pósti nokkrum dögum fyrir kosningar, sagði hann. — Nei, svo einfalt er það nú ekki, sagði Ellinor stillilega. — En svona eru karlmennirnir; þegar stjórnmál eru annars veg- ar, er þeim ekki treystandi. En nú má engan tima missa! Gunda rétti fram höndina og þrýsti höndina á Ellinor hlýtt og innilega. Henni var ljóst að eigin- kona Siverts Kroken hafði lagt sig f mikla hættu með þvi að koma þannig á elleftu stundu og aðvara hana. —Þökk fyrir hjálpina! En svo réð hún ekki við sig þeg- ar henni varð hugsað til Her- manns og hvæsti: — Ó, þessi þrjótur — þessi — ! Hann skal fá að finna fyrir þvi. Að hugsa sér að hann skyldi blekkja mig svona! En hvernig á maður eiginlega að bera sig að, Ellinor? Ég hef ekkert vit á þessu, — Ekki ég heldur. En ég held það standi allt saman í bæjar- málabókinni. Eigið þið ekki hand- bók i sveitarstjórnarmálum? Gunda stóð grafkyrr með hand- klæðið i höndunu'm og starði út i loftið eins og veiðihundur sem finnur þefinn af bráð. — Handbókin! Hún var horfin þegar ég þurrkaði siðast af Ger- hardsen! Ó, Hermann, hvernig gaztu — ! Hann hefur einfaldlega falið hana fyrir mér. En hvert hefur hann látið hana? Nú veit ég! Ég skildi ekki hvernig þessi litli koksmoli hafði komizt i nátt- fötin hans, en ég hugsaði ekkert út i það. Hann hefur auðvitað falið bókina i koksbingnum. t bæjarþingsalnum var ennþá verið að hlæja að klókindum Her- manns Henriksens i viðskiptum viö eiginkonuna, og sagan var endurtekin fyrir alla sem heyra vildu. — Já Hermann, þú ert sann- kallaður refur, sagði Sivert Krok- en, — það hef ég alltáf sagt. Hermann ók sér ánægjulega, hann naut þess að vera kallaður refur. — Já, i lygnu vatni er lengst til botns, sagði Jens Storhaug skáld- lega. Gamla klukkan i anddyrinu þokaðist rólega i áttina að tima- mörkunum; henni lá ekkert á og hafði ekki áhuga á stjórnmálum heldur. Fjóröung yfir sex, hálfsjö, fjórðung i sjö. — Þá gerðist það. Náungi sem átti nú kosningar- rétt i fyrsta sinn og var i hrein- ustu vandræðum með hverjum hann ætti að veita heiðurinn af at- kvæði sinu, kom inn fyrir til að lita á listana. Og svona i framhjá- hlaupi hafði hann orð á þvi, að það væri nú meiri fundurinn sem nú stæði yfir uppi á torgi. Eintóm- ar vitlausar kerlingar sem æptu og hrópuöu: Niöur með karl- mennina! og Gunda Henrikssen stæði á smjörlikiskassa og hvetti til dáða; sennilega væri þetta ein- hver mótmælafundur gegn kjarnavopnum, sagði ungi kjós- andinn. Hermann fölnaði og allir i kjör- stjórninni flykktust að unga manninum sem varð hálfklumsa yfir slikum heiðri. Með titrandi röddu bað Hermann hann að segja nánar frá. Hvað voru þær að gera, hvað sögðu þær, voru þær til að mynda að skrifa eitt- hvað? Já, mikil ósköp. Þær hrópuðu upp nöfn og svo greiddu þær atkvæði með handauppréttingu og ein sat við eins konar söluborð og skrifaði eins og vitlaus mann- eskja og Gunda Henriksen rak á eftir og sagði þeim að flýta sér og vera ófeimnar. Já, sagði ungling- urinn og hló, þetta var næstum eins og útnefningarfundur. Það varð þögn i salnum. Her- mann tók af sér hornspangargler- augun og fágaði þau með stifaöa vasaklútnum úr brjóstvasanum. Hinir mennirnir viku til hliðar fyrir honum, rétt eins og hann hefði orðið fyrir þungri sorg. Sjálfur sat hann við langborðið og huldi andlitið i höndum sér, ekk- ert komst að i huga hans nema ein einasta þjakandi hugsun: að Gunda væri óafturkallanlega komin af stað inn i stjórnmálin. Þegar klukkuna vantaði fimm minútur i átta komu þær. Hópur kvenna i uppnámi stikaði inn með Gundu i broddi fylkingar, ný- þvegið hárið flögraði niður með vöngum hennarog taglið reis eins og páfuglsstél. Hinar konurnar biðu frammi við dyr meðan Gunda gekk til forsetans og lagði blað á borðið fyrir framan hann. — Þetta er framboðslisti við kosningarnar, sagði hún óform- lega. — Og ég tók með mér nokk- ur vitni að þvi, að honum er skilað á réttum tima. Um leiö sló gamla klukkan i anddyrinu átta þung og titrandi högg eins og hún hefði ekki heldur þolað ögrunina. Gunda sneri sér að Hermanni og augnaráð hennar var svo nistandi reiðilegt að hann hörfaði aftur á bak i stólnum. — Óþokkinn þinn, sagði hún af sannfæringu. — Og þessu er mað- ur giftur. Þú þóttist vera að hjálpa mér. Já, sér var nú hver hjálpin. Hermann stakk gleraugunum i brjóstvasann og reyndi að setja upp alúðlegt bros. Hvort heldur hann leit á hana sem eiginkonu eða nýborinn pólitiskan andstæð- ing, gaf það augaleið, að nú þurfti að beita lempni og varfærni. — Ég — hm — hvað áttu við? Nú, vissirðu ekki að það var MIÐVIKUDAGUR 26. júli 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00 8.15, og 10.10. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dagbl) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Einar Logi Einarsson les sögu sina „Strákarnir við Straumá” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25:Maureen Forrester syngur með Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Vin Kantötu nr. 35 eftir Bach; Hermann Scherchen stj. Fréttir kl. 11.00 Tónleikar: Eugenia Uminska og Sinfóniuhljómsveit pólska útvarpsins flytja Konsert nr. 1 op 35 fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Szymanovsky; Grezegorz Fitelberg stj. / Filharmóniusveitin i Vinar- borg leikur Sinfóniu nr. 5 i e- moll ,,Frá nýja heiminum” eftir Dvorák; Rafeal Kubelik stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan : „Eyrarvatns-Anna” eftir Sigurð Helgason. Ingólfur Kristjánsson les (24) 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 islenzk tónlist.a. ,,Fimm stykki fyrir pianó” eftir Hafliða Hallgrimsson. Halldór Haraldsson leikur. b. Lög eftir Skúla Halldórs- son. Sigurveig Hjaltested syngur. c. „Canto elegiaco” eftir Jón Nordal. Einar Vigfússon og Sinfóniuhljóm- sveit tslands leika, Bohdan Wodiczko stjórnar. d. „Unglingurinn i skóginum” eftir Ragnar Björnsson. Eygló Viktorsdóttir og Erlingur Vigfússon syngja ásamt Karlakórnum Fóst- bræðrum. Gunnar Egil- son, Averil Williams og Carl Billich leika með; höfundurinn stjórnar. e. „Ymur” eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Sinfóniu- hljómsveit Islands flytur; Páll P. Pálsson stjórnar. 16.15 Veðurfregnir. „Hreynng er lif, kyrrstaða dauði”, Bjarni Tómasson málara- meistari flytur erindi. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Nýþýttefni: „Heimför til stjarnanna" eftir Erich von DSniken. Loftur Guðmunds- son rithöfundur les bókar- kafla i eigin þýðingu (3) 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál.Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti. 20.00 Einsöngur i útvarpssal; Inga Maria Eyjólfsdóttir syngur lög eftir Schubert, Schumann, Wolf, Strauss og Grieg. Agnes Löve leikur á pianó. 20.20 Sumarvaka a. Fornar ástir og þjóðlegt klám. Fyrri hluti frásöguþáttar eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Pétur Sumarliðason flytur. b. Lausavisur eftir Andrés H Valberg. Höfundur kveður. c. Sæluhús. Þorsteinn frá Hamri og Guðrún Svava Svavarsdöttir flytja. d. Kórsöngur. Karlak. Visir syngur nokkur lög; Þor- móður Eyjólfsson stj. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Dalalif" eftir Guðrúnu frá Lundi- Valdimar Lárusson les (3) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Fram- h aldsleikr i tið „Nóttin langa” eftir Alistair McLean. Endurflutningur þriðja þáttar. Leikstjóri: Jónas Jónasson. 23.10 Létt músik á siðkvöldi. Þýzkir listamenn syngja og leika vinsæl lög. 23.40. Fréttir i stuttu máli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.