Þjóðviljinn - 28.07.1972, Blaðsíða 3
Köstudagur. 28. júli 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 2,
Norrænt fóstruþing
haldið hér á landi
Yfir 600 fóstrur sitja þingið
Setning í Háskólabíói á mánudag
Norrænt fóstruþing verður i
fyrsta sinn haldið hér á landi i
næstu viku. Verða þátttakendur á
sjöunda hundrað, þar af 77 frá ts-
landi.
Þinghaldið fer fram hér i
Reykjavik, og fer setning þings-
ins fram á mánudagsmorgun i
Háskólabiói.
Aðalumræðuefni á þinginu
verður: „Fóstran sem uppalandi
— nám barna á forskólaaldri”.
t tengslum við þingið veröa
haldnar tvær sýningar:
t Norræna húsinu verður sýning
á smábarnabókum og bókum um
uppeldisfræðileg efni.
1 Hagaskóla verður leikfanga-
sýning. Verða þar sýnd ýmis leik-
föng, sem hlotið hafa viðurkenn-
ingu hjá Dansk legetöjsudvalg.
Leikfangasýningin er haldin á
vegum Fóstrufélags tslands.
Báðar þessar sýningar verða
opnar almenningi og er aðgangur
aö þeim ókeypis.
Norræn fóstruþing eru haldin á
4ra ára fresti.
Fyrirlesarar á þinginu veröa
m.a.: Professor K.B.Madsen frá
Danmörku, sem talar um kenn-
ingar um nám og markmið.
Gertrud Schyl-Bjurman lektor
frá Sviþjóð og Eva Blake skóla
stjóri frá Noregi flytja erindi um
nám barna á forskólaaldri.
Prófessor Eva Schmidt-Kollmer
frá Austur-Þýzkalandi flytur er-
indi um hvernig börn á aldrinum
0—2 ára læra. Lena Carlson
fóstruskólakennari frá Sviþjóð
ræðir um hugtakamyndun.
Adjunkt Ulla Britta Bruun frá
Sviþjóð og Hans Vejleskov
deildarstjóri frá Danmörku flytja
erindi um hvernig börn á aldrin-
um 2-7 ára læra. Vanje Karlsson
frá Sviþjóð talar um hugtaka-
mundun. Sigurjón Björnsson
prófessor flytur erindi um áhrif
umhverfisins á greindarþrosk-
ann. Prófessor Isto Ruoppila frá
Finnlandi flytur erindi um þýö-
ingu visindalegra náms-
rannsókna fyrir uppeldi ungra
barna. Egil Viken lektor frá
Noregi ræðir um umskiptin frá
forskóla til skóla. Valborg
Sigurðardóttir skólastjóri flytur
erindi um forskólann á Islandi i
gær i dag og á morgun.
Dr. Broddi Jóhannesson talar
um þjóölif, þjóðsögur og sálfræði.
M I |
’
Þingið mun m.a. fjalla um nám barna á forskólaaldri. Myndin er frá einu af barnaheimilum Sumar-
gjafar.
Meirihluti Sauðkræklinga ónægður með hóspennulínuna fró Eyjafirði
Óánægja fámennrar klíku!
,,Uppblástur Morgun-
blaðsins, þar sem það ræðir
óánægju Sauðkræklinga
vegna lagningar háspennu
linu frá Eyjafirði yfir til
Skagafjarðar, er uppspuni
sem blaðið hefur væntan-
lega fengið hugmyndina
KAUP - SALA:
Húsmunaskálinn á Klapparstig 29 kallar.
Það erum við sem kaupum eldri gerð hús-
gagna og húsmuna. Þó um heilar búslóðir
sé að ræða. Komum strax, peningarnir á
borðið. Simar 10099 og 10059.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu 2ja 80
rúmmtr. asfaItgeyma við malbikunarstöð
Reykjavíkurborgar i Ártúnshöfða.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri
gegn 1.000.00 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað föstudag-
inn 4. ágúst n.k. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
TILKYNNING
Athygli innflytjenda skal hér með vakin
á þvi, að samkvæmt auglýsingu viðskipta-
ráðuneytisins, dags. 27. des. 1971, sem
birtist i 2.tbl. Lögbirtingablaðsins 1972, fer
2. úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutn-
ingsleyfa árið 1972 fyrir þeim innflutn-
ingskvótum, sem taldir eru i auglýsing-
unni, fram i ágúst 1972. Umsóknir um þá
úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka Is-
lands eða Útvegsbanka íslands fyrir 15.
ágúst n.k.
LANDSBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
um, frá rafveitustjóranum
hér," sagði fréttaritari
Þjóðviljans á Sauðárkróki
Hreinn Sigurðsson í stuttu
viðtali við blaðið i gær.
Ennfremursagði Hreinn:
„Hann er iðinn við kolann raf-
veitustjórinn á Sauðárkróki,
Adolf Björnsson. 1 viðtali, sem
Morgunblaðið átti við hann, þeg-
ar hafizt var handa um lagningu
háspennulinu milli Skagafjarðar
og Eyjafjarðar, lætur hann hafa
eftir sér, að neytendur raforku
hér fyrir norðan myndu sætta sig
viö hærra rafmagnsverð, ef raf-
magniö kæmi frá heimaveitu.
Sannleikurinn i málinu er sá, að
það er raunar aðeins örlitil klika,
sem hefur þetta sjónarmið, en eg
þori að fullyrða það, að meirihluti
neytenda hér kýs auðvitað sem
lægst rafmagnsverð.
Það eru þvi orðnar skrýtnar
röksemndirnar hjá rafveitustjór-
anum eins og oft áður, þvi þegar
verið var að bauka við hönnun
Svartárvirkjunar, voru það aðal-
forsendurnar, að rafmagnið yrði
svo ódýrt frá þessari veitu. En nú
þegar á að fara að bjóða okkur
rafmagn á enn þá lægra verði,
kemur hann fram með þá rök-
semd að fólk muni sætta sig betur
við hærra rafmagnsverð ef það
aðeins kæmi frá heimaveitu, svo
nú er hringavitleysan algjör.
Unnið að
lausn karfa-
deilunnar
Nokkur frystihús innan
SH hafa nú hótaö aö stööva
alla karfavinnslu vegna
tapreksturs. Myndu þau þá
um leið stööva alla gömlu
togarana, sem svo til ein-
göngu stunda þessar veið-
ar.
Þjóðviljinn haföi sam-
band viö sjávarútvegs
málaráöuneytið um þetta
mál og fékk þær upplýs-
ingar aö unniö væri nú að
lausn þess á vegum ráöu-
neytisins og viöbúið aö
sjávarútvegsmálaráðherra
leysi það mjög bráðlega.
Þetta er hinsvegar ekki
mál, sem leyst verður meö
einu pennastriki.
Allur uppblástur i blöðum
um málið er þvi algerlega
út í hött.
Leikur nú Sauðkræklingum hugur
á að fá að vita frá hverjum þetta
sjónarmið er raunverulega komið
öörum en Adolf.
Það er þvi fullkomin ástæða til
að andmæla þessum ummælum
Adolfs rafveitustjóra.
Annars er það haft að gaman-
máli hér nyrðra, að andriki
Morgunblaðsmanna skuli ekki
vera meira en svo, að ummæli
Adolfs séu tekin upp i leiðara
Morgunblaðsins.”
oöo
Rétt er að benda á það, að þann
tima sem Alþýðubandalagið átti
fulltrúa i bæjarstjórn á Sauðár-
króki, var sá fulltrúi andvigur
Svartárvirkjun, og lét bóka mót-
mæli á bæjarstjórnarfundum. Svo
mun einnig hafa verið um
Alþýðuflokksmanninn. —úþ.
Y innuveitenda-
sambandið undir-
býr málsókn
Vinnuveitendasamband tslands
er nú að undirbúa stefnu á hendur
Félagi islenzkra rafvirkja, sagði
Bjorgvin Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri VSt, er blaðiö hafði
samband við hann i gær. Sagði
Björgvin, að stefnunni yrði þing-
lýst eins fljótt og auðið er.
Eins og sagt hefur verið frá hér
i blaðinu höfðar Vinnuveitenda-
sambandið þetta mál á hendur
Félagi isl. rafvirkja. vegna
fundarsamþykktar félagsins þess
efnis að rafvirkjum sé óheimilt að
vinna að nýlögnum og meiri
háttar breytingum nema i
ákvæðisvinnu. — Stjórn Félags
isl. rafvirkja hafnaði kröfu
Vinnuveitendasambandsins um
að draga samþykktina til baka og
skirskotaði til þess, að lausn
verkfallsins hefði grundvallazt á
þessari samþykkt og um það
hefði atvinnurekendum verið
kunnugt er samningar voru
undirritaðir.
Þar sem hér er um að ræða
ágreining um gildi vinnusamn-
ings eða tiltekins atriðis varðandi
sammnga, þá er það félagsdóms
að dæma i þessu máli.
A.A.-samtökin taka
símsvara í notkun
Simsvari hefur verið tek-
inn í notkun af A.A.-sam-
tökunum. Er síminn 16373,
sem er jafnframt simi
samtakanna. Er simsvar-
inn í gangi allan sólar-
hringinn, nema þegar við-
talstími er, sem er alla
virka daga nema laugar-
daga, kl. 6—7 e.h. Eru þá
alltaf einhverjir A.A.-
félagar til viðtals í
Tjarnargötu 3c, sem er litla
rauða húsið á bak við Hótel
Skjaldbreið.
Fundir A.A.-deildanna eru sem
hérsegir: Reykjavik: mánudaga,
miðvikudaga, fimmtudaga og
föstudaga að Tjarnargötu 3c kl. 9
e.h. og i Safnaöarheimili Lang-
holtskirkju á föstudögum kl. 9 e.h.
og laujgardaga kl. 2. e.h.,Vest-
mannaeyjar: að Arnardrangi,
fimmtudaga kl. 8.30 e.h., simi
(98) 2555. Keflavik: að Kirkju-
lundi kl. 9 e.h. á fimmtudögum,
simi (92) 2505. Viðines: fyrir vist-
menn, alla fimmtudaga kl. 8. e.h.
— Fóstbox samtakanna er 1149 i
Reykjavik.
Miðvikudaginn 2. ágúst n.k. er
fyrirhugaður kynningarfundur
A.A-samtakanna á Selfossi, með
stofnun deildar i huga fyrir Sel-
foss og nágrenni. Mun þ.essi kynn-
ingarfundur hefjast kl. 8.30 e.h. i
Skarphéðinssal, uppi. Er öllum
sem hafa áhuga á að kynnast
starfsemi A.A.-samtakanna boðið
á þennan fund.
Mallorcahiti
á Akureyri
Eindæma gott veður hefur
verið á Akureyri i gær og
fyrradag. Sunnan gola var á,
en sólarlaust. Hitinn klukkan (i
i gærkvöldi var 20 stig, cn i
fyrradag komst hann upp i 21
stig.