Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. ágúst 1972 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 5. HEILIR OG VANHEILIR Ungur danskur sálfræðingur segir frá rannsókn- um sinum á sambúðarvandamálum bæklaðra, einkum þeirra sem ganga með andlitslýti, og „venjulegs” fólks. Hann telur m.a. að það sé rangt að leggja alla áherzlu á það að gera bæklað fólk sem likast „venjulegu” i einu og öllu: Bæklað fólk á að taka þátt i þvi að móta umhverfið, gera skilning okkar á mannfólkinu auðugri. Þörf er á byltingu hinna bœkluðu Öllum hefur okkur verið kennt að koma „rétt og eðlilega” fram við bæklað fólk, fólk með líkam- leg lýti. En þótt okkur hafi verið kennd viss hegðun getum við ekki fylgt henni eftir — framkoma okkar verður óeðlileg. Og bæklað fólk skilur alls ekki hve flókin við- brögð „venjulegra manna” eru og að þau bera fyrst og fremst vitni þeirri óvissu sem þeir eru i. Þessi er ein af niðurstöðum at- hugunar sem ungur danskur sál- fræðingur, Jörgen Hviid, hefur gert i doktorsritgerð sinni um við- brögð almennings gagnvart bækl- un og likamslýtum. Andlitslýti. Jörgen Hviid hefur einkum fengizt við vandamál þeirra sem hafa andlitslýti, en þau eru sér- staklega alvarleg vegna þess hve erfitt er að leyna þeim. Hér við bætist að i viðbrögðum almenn- ings gagnvart andlitslýtum kem- ur fram óhugnaður og ótti, sem á m.a. rætur sinar að rekja til á- hrifa ævintýra og hryllings- mynda. Jörgen Hviid kveðst hafa notað þá aðferð, að eiga viðtöl bæði við bæklaða og „venjulegt” fólk — þar sem menn fyrst sögðu frá við- brögðum sinum og reyndu siðan að skýra þau sjálfir. — Ég sýndi mönnum til dæmis myndaflokk af fólki sem bæklað var með ýmsum hætti. Ein sýndi mann með stórt ör á kinninni. Hún fékk litið á fólk — nokkrar konur töldu jafnvel, að örið gerði manninn karlmannlegri. En við- brögð við mynd af manni með stóran fæðingarblett voru miklu sterkari og mjög sterk við mynd af eineygðum manni. Sterkust voru viðbrögð við mynd af manni, sem vantaði á nefið. Seinna sýndi ég myndir af sama fólki án lýta, og það kom i ljós, að mörgum fannst neflausi maðurinn meira aðlaðandi áður en hann fékk nef. „Ég hélt að hann væri mjög laglegur ef hann hefði ekki þennan ágalla, sögðu sumir, en svo kom i ljós að andlit hans er mjög hversdagslegt”. Þetta sýnir að fyrirfram taka menn heldur jákvæða afstöðu gagnvart bækluðum. Forvitni og aðstoð. —102 menn tóku þátt i þessum viðtölum. segir Jörgen Hviid, en auk þess svöruðu mörg hundruð spurningalistum þar sem ég reyndi að komast að til- teknum hlutum. Einkum hegðun- arlögmálum hjá mismunandi hópum. Þótt að við séum alin upp i þvi að koma fram við bæklað fólk á tiltekinn hátt, þá tekst okkur ekki að gera það i raun. Við viljum gjarna hjálpa, en ekki of mikið. Kannski sjáum við gamla konu, sem á erfitt með að komast upp i strætisvagn og við viljum hjálpa, en fáum þá framan i okkur: „Ég get þetta vel sjálf”. Þess vegna vona menn að einhverjir aðrir verði til þess að hjálpa henni. Við vitum lika, að við megum ekki vera forvitnir og stara á bæklað fólk — en við megum ekki heldur láta sem það sé ekki til. Hvað ger- um við þá? Við kikjum á þetta fólk og flýtum okkur að lita undan aftur. Þetta skapar óvissu. Við- brögð eins og meðaumkun, ótti, ó- vissa, áreitni. andstyggð, dapur- leiki og sektarkennd geta og öll komið fram hjá „venjulegum” manni, þegar hann hittir bæklað- an mann. Þessi viðbrögð eru ó- sjálfráðog ekki sérstaklega þægi- leg. Þess vegna reyna margir að forðast umgengni við bæklað fólk. Við viljum gjarnan gera það sem rétt er, en okkur tekst það ekki. — Eru viðbrögðin tengd upp- eldi, og svo þvi, að ómeðvitað tengja menn saman andlitslýti og óhugnað og mannvonzku? spyr blaðamaður. — Það sem vekur hræðslu er óaðskiljanlegt frá uppeldi. Börn eru svo miklu næmari en við. Auðvitað spyrja þau — en oft er þaggað niður i þeim með þvi að segja „Uss, það skulum við tala um þegar við komum heim”. Þau fá afstöðuna sem sagt með móð- urmjólkinni eða svo gott sem. En heimur barnanna er i sjálfu sér svo óinnréttaður, að það skiptir ekki neinu máli fyrir þau, hvort maður hefur einn fót eða þrjá. Það erum við þessir fullorðnu sem höfum skapalónshugmyfnir um það, hvernig fólk eigi að vera. Fastmótuð mynd. — Kemur ekki máttur, auglýs- inganna, áróður fyrir þeim „ungu og friðu” inn i þetta mál? —Vist eru tengsl á milli allra þessara hluta. Samfélagið i heild með öllu þess kapphlaupi eftir virkni og afköstum. Menn verða að vera ungir og hafa tiltekið útlit til að biða ekki ósigur i samfélag- inu. Annars erum við geymdir i sérstökum stofnunum eða settir niður á eyðieyjum i afvötnun. — Hvernig bregðast bæklaðir við hinni óvissu framkomu, sem þeir mæta i umhverfinu? — Margir fara annað hvort i felur eða freistast til árásar- hneigðar, til að svara fyrir sig. Ég hef heyrt um atvik eins og það, að ungur maður i hjólastól vildi komast inn á ball á krá einni. Veitingamaðurinn stóð i dyrunum og visaði honum á brott. Hann sagði, að hingað væri fólk komið til að skemmta sér. Ef menn vilja koma í Konunglega leikhúsið i Höfn i hjólastól, þá er stóllinn hlekkjaður fastur i hliðargangi og sá bæklaði verður að horfa á sýn- inguna með höfuðið á skakk ef hann vill sjá. Það er vegna eld- hættunnar, segja menn. Ef það kviknar i leikhúsinu verða allir aðrir að komast út. Kannski brennurhinn bæklaði inni. En svo er leikhúsið opið aðeins fyrir bæklaða nokkra daga á ári. Þá eru stólarnir ekki hlekkjaðir fast- ir. . . Hér er um að ræða skuggalegar tilhneigingar. Áður fyrr var talað um réttinn til að lifa. Nú er talað um réttinn til að deyja. Við teljum okkur ekki geta tekið við nema vissum fjölda af óarðbæru fólki. Ef það er vitað að ófætt barn verður mongóli, er fóstrinu eytt. Vandkvæði bæklaðra — Ég hefi reynt að athuga, hvort ekki verða á breytingar við nánara samband milli þeirra sem bæklaðir eru og þeirra sem eru það ekki. Menn venjast ekki bækluðu fóki, en það verður þó breyting á afstöðu þeirra. Það er ekki fyrr en menn kynnast per- sónunni að menn læra að meta aðra hluti.— Bæklunin „hverfur”. Menn kynnast bækluðum eins og samborgurum sinum. En oft stöðvast samskiptin svo til við fyrstu sýn. — Hvað gerist við þessa fyrstu sýn? — Sá sem er „normal” finnur til sektar vegna þess, að hann hagar sér ekki eins og hann ætti að gera. Þetta getur leitt til dul- búinnar áreitni. Menn skopast að sumri bæklun, visa annarri frá með striðni. Maður nokkur kom á nýjan vinnustað. Andlit hans var allt i örum eftir meiriháttar plastiska skurðaðgerð. Sam- starfsmennirnir sögðu að hann hlyti að vera mesti harðjaxl, létu sem hann væri fyrrverandi box- ari. Menn ætluðust, i framhaldi af þessu, til ýmissa hluta af honum, enda þótthann leiddi menn i allan sannleika. Menn heimfærðu upp á hann ákveðna persónulega eigin- leika eða öfugt, allt eftir útlitinu. Þetta er harmleikur margra bæklaðra manna og kvenna. — Kemur það fyrir að fólk geri of mikið úr bæklun sinni? — Til eru menn sem telja að á- stæðulausu að bæklun þeirra eða lýti séu firnamikil. Einnig eru þeir margir sem spjara sig þrátt fyrir bæklun — en andlitslýti eru i raun og veru mjög alvarlegur hlutur. Ekki sizt nú orðið þegar ó- teljandi meiðsli verða i sambandi við bilslys — og við höfum undar- lega fá pláss fyrir fólk sem þarf að láta gera á sér plastiska að- gerð. Og þótt þessar skurðað- gerðir séu til bóta, þá skapa þær ekki filmstjörnuandlit, og það getur liðið mjög langur timi með- an aðgerðir standa yfir og meðan beðið er eftir þeim. Fordómar innan hópsins — I Frakklandi er til félagsskap- ur sem kallar sig „Félag ónýtra kjafta”. Þar fá þeir aðeins inn- göngu sem slasazt hafa i striði, Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.