Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 8
8. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN 1-augardagur 19. ágúst 1972 EVA RAAAM: AAANNFALL OG AAEYJAVAL og nefndin — sex konur —höföu verið á feröinni hér og þar og tek- iö mál af ýmsum svæðum j byrjað var að vinna að vatns- og klóak- lögn i norðurbæinn og nefnd var að kynna sér aðstæðurnar i Langavatnshverfunum. Enn eitt var f- undirbúningi samkvæmt Tottatiöingum: nýtt elliheimili. Blaðið skýrði frá þvi að forsetinn heföi orðið stórhneykslaður þegar hún komst aö þvi að ekki væri hægt aö hefjast handa i skyndi: hún hafði ekki fyrr vitað að til væri neitt sem hét húsbygginga- kvóti og byggingarleyfi, og hún áleit það synd og skömm að rikið skyldi vera að skipta sér af svona hlutum, sem komu bænum einum við, þegar hann átti peningana sjálfur. Að byggingakvótinn væri uppurinn meðal annars vegna nýja, fúna skólans og Alþýðu- hússins, orsakaði fyrirlitlegt hnuss samkvæmt frásögn blaöa- mannsins, og þær upplýsingar að við lægju sektir, já jafnvel fangelsi, ef hafizt væri handa án byggingarleyfis, urðu til þess að lorsetinn stundi i uppgjöf: Ja, þessir karlmenn! Blaðamannin- um fannst sem hún liti nánast á þetta sem hæpið spaug, þvi að i lokin sagði hún og kinkaði kolli vongóð á svip: Við sjáum nú tij. Þetta viðtal var endurprentað i höfuðborgarblöðunum, ihalds- blöðin vitnuðu i það með alvöru og vandlætingu, þetta voru góð orð á erfiðum timum; verkamannablaöið beitti hæðni og vanþóknun; var þetta þakk- lætið fyrir velvilja og stuðning? Blaðið skrifaði, að þessar kúguðu og hrjáðu konur hér á landi létu svo sannarlega ekki á sér standa að galopna munninn straxogþær fengju tækifæri til þess. Hvað Totta snerti var þetta svo sannarlega spámannlega mælt. Enginn hefði trúað þvi að konur gætu látið svo mikið að sér kveða. Konurnar i Totta flykktust fram á flóðbylgju valda og máttar, þær voru formenn i flestum nefndum og ráðum, og það var aðeins undantekning ef karlmaður var i formannssæti. En þá varð karl- maðurinn lika að vera sérlega vel gerður, dugandi og geðfelldur. F'yrrverandi forseti, Jens Storhaug, var góður og dugandi maður og jafnvel geðfelldur, ef maður var ekki giftur honum. Og hann hafði tekið sér umskiptin svo nærri, að það bitnaði á heils- unni. Fyrsta mánuðinn eftir kosn- Brúðkaup bann 27/5 voru gefin saman i Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ungfrú Rut Ander- sen og Þorsteinn Eyþór Gunnars- son. Heimili þeirra er að Lindar- götu 34, Rvk. Studio Guðmundar. ingarnar léttist hann um tiu kiló og varð magur og lotlegur maður. Þetta fyllti Lauru kviða og hjarta hennar mildaðist; þrátt fyrir allt þótti henni vænt um eiginmann sinn og auk þess bitnaði heilsufar hans á fyrirtækinu. Hann brást skyldum sinum sem framleiðandi hundafóðurs; viðskiptavinir viðs vegar að skrifuðu umkvörtunar- bréf og heimtuöu að fá að vita hvaö hundafóörinu liöi, já, póst- kassinn var bókstaflega að rifna utanaf reiðibréfum fólks sem þurfti á hundafóðri að halda. — Elsku Gunda min, sagði Laura i örvæntingu sinni við for- setann. — Geturðu ekki gert hann að einhverjum formanni, svo að hann fari ekki aiveg yfir um. Gefðu honum fundarhamar að halda um, Gunda min, gerðu það. — Ég skal gera það sem ég get, sagði Gunda forseti. Hún ihugaði málið — Hvað segirðu um að gera hann að formanni i eins konar ráðgjafarnefnd um tæknimál? Ég hef einmitt verið að hugsa um að okkur vantaði nefnd til að ráð- leggja okkur eitt og annað i tæknimálum, og þar getum við haft Isaksen ráðunaut, þú veizt, sérfræðinginn i hreinsitækjum. Og Gundersen frá Bodö, og jafn- vel Haldorsen verkfræðing — og bæjar — verkfræðinginn —.Hvað segirðu um að gera hann for- mann i þess konar nefnd, Laura? Hann er indæll og þægilegur mað- ur. — Það væri sending af himnum ofan, sagði Laura þakklát og fegin. Og svo varð Jens Storhaug lormaður i TTR, Totta tækniráði (hann fann sjálfur upp á nafn- inu), og þegar hann sat aftur fyrir framan hóp alvarlegra manna með fundarhamar i hendinni, var eins og hann vaknaði til lifsins á ný, rétt eins og tré að vori eftir harðan og þungbæran vetur. — Það er gott að þú gerir eitthvað að gagni, sagði Hermann fýlulega við Gundu. En það voru ýmsir bæði innan kvennaflokksins og utan sem voru agndofa yfir útnefningu þessarar karlmannanefndar, og einkum var hið pólitiska hjarta i Rigmor Hammerheim öldungis forviða. — Nú held ég að forsetinn sé alveg að tapa sér, sagði hún einn daginn við Merete Bang og Britu. — Það er ekkert samræmi i þessu. Fyrst berst hún fyrir þvi Þann 3. júni voru gefin saman i hjónaband af séra Arngrimi Jónssyni ungfrú Elsa Aðalsteins- dóttir og Helgi Skúlason. Heimili þeirra er aö Mariubakka 6, Rvk. Studio Guðmundar. LAUGARDAGUR 19. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund harnanna kl. 8.45: Guðjón Sveinsson les framhald sögu sinnar um „Gussa á Hamri” (4). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Laugardagslögin kl. 10.25. Stanz kl. 11.00: Árni Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 öskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 í hágir.Jökull Jakobsson leggur leið sina út úr bæn- um. 15.00 Fréttir. 15.15 i liljómskálagarði. a. ,,Donna Diana”, forleikur eftir Reznicek. Fil- harmóniusveit Vinarborgar leikur: Rudolf Kempe stjórnar. b. Atriði úr Sigenabaróninum ”, óperettu eftir Johann Strauss. Karl Tekarl, Erich Kunz, Hilde Guden o.fl. syngja með kór Tónlistar- vinafélagsins i Vinarborg og Filharmóniusveitinni. Stjórnandi: Herbert von Karajan. c. Þættir úr „Hnotubrjótnum”, ballett- músik eftir Tsjaikovský. Filharmóniusveit Vinar- borgar leikur: Herbert von Karajan stj. 16.15 Veðurfregnir. A nótum æskunnar, Pétur Stein- grimsson og Andrea Jóns- dóttir kynna nýjustu dægur- lögin. 17.00 Fréttir. Heimsmeistara- einvigið i skák. 17.30 Ferðabókarlestur: Frá eyðimörkum i Mið-Asiu. Rannveig Tómasdóttir les úr bók sinni „ANDLIT Asiu” (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Söngvar i léttum dúr. Franskir listamenn syngja og leika. 18.30 Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Þjóðþrif. Gunnlaugur Ástgeirsson sér um þáttinn. 19.55 Hljómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn, 20.40 „Tefldu . í tðni” Þor- steinn frá Hamri tekur saman þátt um tafliþrótt i islenzkum bókmenntum og flytur ásamt Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. 21.20 A listabrautinni.Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 19. ágúst að koma konum i bæjarstjórn, fær meira að segja meirihluta, og þegar hún hefur tækifæri til að setja konur i allar stöður, þá skip- ar hún mikilvæga nefnd eintóm- um karlmönnum. Skilji það hver sem getur, ég get það ekki! — Nei, það er undarlegt, sagði Merete Bang ihugandi. — Og að hafa svo Jens Storhaug fyrir for- mann! Hún er kannski ástfangin af honum! — Hverjum þá? spurði Brita undrandi. — Af Jens Storhaug! — Nei hættu nú, sagði Brita gröm. — Gunda er þeirrar skoð- unar að mestu máli skipti að fá duglegt og heiðarlegt fólk i allar nefndir og ráð, ekki endilega fólk með flokksbækurnar i lagi. Og er það ekki einmitt rétta stefnan? Eruð þið ekki alltaf að halda þessu fram i sambandi við Verka- mannaflokkinn? Nei, ekki fleiri kjaftasögur; við fengum meira en nóg af þeim meðan á kosninga- baráttunni stóð! Merete og Rigmor breyttust allt i einu i tvær skólastelpur sem ströng kennslukona hafði staðið að sluksi og ómennsku. — Kjaftasögur? kvökuðu þær i kór. — Heldurðu að við— ? — Nei, hamingjan hjálpi mér, sagði Brita hlæjandi. Svo hætti hún allt i einu að hlæja og horfði ihugandi á rjóð andlitin fyrir framan sig. — Auðvitað ekki. Nei alls ekki. Það dytti mér aldrei i hug! Og meðan hún talaði hörfaði hún aftur á bak i áttina frá þeim, eins og þær væru hættulegir ræn- ingjar, sem hún yrði að vera tal- hlýðin við og forðast eftir megni. — Gunda,sagði hún á heimleið- inni, — ég held það hafi verið Merete og Rigmor sem komu af stað kjaftasögunum um okkur! — Það held ég lika, sagði Gunda. — Með góðri aðstoð karl- mannanna. Sjáðu til, Brita, Her- mann krotar hjá sér alla skapaða hluti eins og margir karlmenn gera. Þeir þurfa alltaf að skrifa hjáséraf ótta við að gleyma ein- hverju. Og hér um daginn var ég að bursta dökku fötin hans Her- manns,og fvasanum hans fann ég nokkra biýanta og rissblað. Og þetta rissblað er rétt eins og stað- festing. Hlustaðu nú á hvað á miðanum stóð. Hvernig var það nú aftur? Jú: XFundur GrandX og svo dagsetningin. Leynilegt. Samhljóða. Orðrómur!?!? Bara pólitiskt, scgir Kroken. SAMHLJÓÐA. Skilurðu ekki? Hermanni var ekki um þetta, þvi að hann er litið fyrir allt baktjaldamakk, nema það komi flokknum að gagni. En á þessum fundi urðu þeir sam- mála um að setja i gang kjafta- sögur, og það var Sivert Kroken sem átti hugmyndina. Það gefði ég svo sem getað sagt mér sjálf. Og svo hafa þeir beitt Rigmor og Merete fyrir sig. Trúlega hafa þeir lofað einhverju i staðinn. Til að mynda stuðning við kennara- styrkina, sem er hjartans mál hjá Vinstri flokknum. Og ég veit ekki hvað þeir hafa notað á Merete Band, ef til vill hafa þau grátið saman yfir vaxandi siðleysi, hún og Sivert Kroken, ég sé þau i anda. — Já, þú þekkir lifið og tilver- una, Gunda, sagði Brita með lotn- ingu. Þann 27/2 voru gefin saman i hjónaband i Langholtskirkju af séra Sigurði Hauki Guðjónssyni ungfrú Hólmfriður Bjarnadóttir og Halldór Frank. Brúðhjónin verða búsett i Danmörku fyrst um sinn. Studio Guðmundar. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Hvc glöð er vor æska. Brezkur gamanmynda- flokkur. Rétt skal vera rétt. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Blautaþorp.Siðari hluti myndar um sjávardýralif við Bahamaeyjar. Eins dauði er annars brauð.Hér greinir einkum frá ófriðar- seggjum og herskáum vik- ingum fiskasamfélagsins. Þýðandi og þulur Oskar Ingimarsson. 21.20 Sigurgangan (The Victors). Bandarisk bió- mynd frá árinu 1963. Leik- stjóri Carl Foreman. Aðal- hlutverk George Peppard, George Hamilton, Jeanne Moreau og Melina Mer- couri. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 23.55 Dagskrárlok. Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut- hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með svartri rönd. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688 BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÖSASTILLIKGAR HJÖLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR Látið stilla i tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.