Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 1
UOmiUINN
Laugardagur 19. ágúst—37. árgangur —184. tölublað
Alþýóubankinn hff
ykkar hagur
okkar metnaöur
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KROM
Sjávarútvegsmálaráðherra:
Afskipti dómstólsins draga úr
líkum á samkomulagi
50 milna landhelgin tekur gildi sem
lögsaga íslendinga frá og með 1.
september eins og ákveðið hefur verið
í viðtali við Þjóðviljann i gær sagði Lúðvik
Jósepsson, sjávarútvegsráðherra, að niðurstaða
alþjóðadómstólsins myndi ekki auka likur á þvi að
samkomulag næðist við Breta um fiskveiðar við
ísland.
Þjóöviljinn sneri sér i gær til
sjávarútvegsráöherra vegna úr-
skurðar alþjóðadómstólsins.
Ráðherrann sagði:
— Það mátti i rauninni alltaf
búast við einhverju svipuðu frá
alþjóðadómstólnum. Ég gerði
mér ekki miklar vonir um að
dómstóllinn gerði mikið til að
styöja okkur. Aðaiatriðið er það
að niöurstaöa dómstólsins getur
ekki haft nokkur minnstu áhrif á
stefnu okkar i landhelgismálina
Við höfum tekið okkar ákvörðun
með einróma samþykkt alþingis
og tekið skýrt fram að við viður-
kennum ekki rétt alþjóðadóm-
stólsins i þessu máli. Þvi eru allir
úrskurðir eða tilmæli eða hvaö
það nú heitir i rauninni gjörsam-
lega út i hött.
— Verður niðurstaða dómstóls-
ins til þess að Bretar verði enn
forhertari i sinum kröfum?
— Það er litill vafi á þvi að
togaraeigendur i Bretlandi og
Vestur-Þýzkalandi munu herða á
kröfum sinum og telja nú að þeir
hafi Iögin með sér; svo aö senni-
lega veröa enn minni möguleikar
á samkomulagi en áður eftir þessi
afskipti dómstólsins.
— Nú hafa ýmsir aðilar talið að
við ættum stuöning einhverra
dómara alþjóöadómstólsins og
ýmsir töldu að þar væri hugsan-
legur meirihluti og vildu þvl að
við sendum fulltrúa fyrir dóminn.
— Jú. Það er rétt. Það sem er
þó aðmínum dómi enn furðulegra
er það, aö þeir aðilar eru enn til
sem halda þvi fram að við hefðum
átt að mæta og láta nú liggja að
þvi, aö e.t.v. hefðu úrslit málsins
veriö önnur ef viðhefðum sent
mann tjl dómsins.
Það hefðu að minu viti verið
hrapalleg mistök að senda full-
trúa til þess að taka þátt I mála-
stappinu. Ef við hefðum mætt
fýrir dómstólnum hefðum við
viöurkennt að verulegu leyti rétt
hans til að fjalla um máliö, og þá
hefðum við átterfiðara með að
neita að beygja okkur undir úr-
skurö dómstólsins á eftir. Aðal-
atriðið er að viö getum ekki:
viðurkennt aö erlendur dómstóll
hafi vald til þess að ákveöa um
stærð fiskveiðilandhelginnar við
Island frekar en annars staðar.
— En eru allir sammála um
það núna að samningurinn frá
1961 sé raunverulega úr gildi fall-
inn?
—- Með samþykkt alþingis 15.
febrúar s.l. var gerð skýlaus
samþýkkt um að þessum samn-
ingi skyldi sagt upp og aöhann
væri ekki lengur gildur. Það er að
vísu rétt aö formenn Alþýöu-
flokksins og Sjálfstæöisflokksins
töldu sig ekki standa beinlinis að
þessari tillögu en talsmenn Sjálf-
stæðisflokksins hafa lýst þvi yfir
opinberlega á alþingi að samn-
ingurinn frá 1961 sé uppsegjan-
legur og ég trúi þvi ekki að þeir
séu okkur nú ósammála um að
það sé betra að vera laus við
þessa samninga.
I Ofsaveður
| Hvalfirði
Siðdegis I gærdag var aftaka-
veður i Hvalfirðinum sunnan-
verðum. Gekk á með skörpum og
hörðum vindhviðum og var
ómögulegt að vita úr hverri
áttinni hann stóð þvl það er mis-
vindasamt i Hvalfirðinum. Lög-
reglumaður á Akranesi sagði
okkur að hann hefði aldrei kynnzt
öðrum eins veðurofsa — „og hef
ég þó farið Hvalfjörðinn oft”,
sagði hann okkur. Lögreglu-
þjónninn sagði að sjórinn hefði
gengið upp á veginn og svo mikið
var rokið á köflum að grjótið úr
veginum gekk upp á bilana.
Ekki var kunnugt um óhöpp i
umferðinni þrátt fyrir veðrið utan
það að sunnan við brúna á
Brynjudalsá valt hjólhýsi, sem
skemmdist gjörsamlega.
— Hvert verður nú áfram-
haldið? Hefjast nýjar samninga-
viöræður viö Breta?
— Viö höfum sem kunnugt er
gert Bretum nýtt tilboð. En um
viðræður get ég ekkert sagt.
— Ríkisstjórnin lýsir þvl yfir I
yfirlýsingu sinni að fylgt veröi
fast fram þeirri ákvörðun að
landhelgin verði færö út I 50
milur.
— 1. september gengur reglu-
gerðin um 50 mílna landhelgi um-
hverfis ísland i gildi og þá byrjum
við strax aö verja hana meö sama
hætti og hingaö til og við munum
nota það afl og þá aðstöðu sem viö
höfum til að halda uppi okkar
lögum innan okkar landhelgi.
Frá okkar ákvöröun veröur
ekki vikið. 50 milna mörkin gilda
sem lög frá 1. september að telja.
Norskir
bíða átekta
ÞRANDHEIMI 17/8. Stjór'n
norska fiskimannasambands-
ins samþykkti á fundi sfnum I
gær að biða átekta hvað snert-
ir útfærslu islenzku fiskveiði-
lögsögunnar. Fundurinn lýsti
stuðningi við yfirlýsingu
norsku rikísstjórnarinnar um
málið, og stjórnin fór fram á
að hið opinbera hæfi viðræður
við stéttarfélög fiskimanna,
um ráðstafanir til verndar
norskum hagsmunum.
Stjórn sambandsins hcfur
enn ekki tekið til umræðu
hugsanlega útfærslu norsku
landhelginnar, en einstök
félög fylkjanna hafa farið
fram á aö hún verði færð út.
Óbreytt afstaða Islendinga:
Landhelgin færð út 1. sept,
Rikisstjórnin sendi i gær
Alþjóðadómstólnum i Haag eftir-
farandi ályktun, er hún gerði á
fundi sinum i gærmorgun:
, „lslenzka rikisstjórnin mót
mælir harðlega bráðabirgðaúr-
skurði Alþjóðadómstólsins I mál-
um þeim sem Bretar og Vestur-
Þjóöverjar hafa höfðað á hendur
Islendingum. Hún lýsir undrun
sinni yfir þvi, að dómstóllinn skuli
telja sér fært að kveöa upp slikan
úrskurð á meðan hann hefur enn
ekki tekið ákvörðun um lögsögu
sina i málunum, en henni hefur
SENNEPS-
GASBRUNI?
„Ég hef handfjatlað og unnið
með sement I 00 ár og aldrei vitað
af þvf, en svo ailt i einu núna þá
fer ég svona útúr þvi”, sagði full-
orðinn maður úr Hveragerði sem
var að vinna I eina 3 tima með
sementi, blönduðu til helminga
ineö finpússningarsandi, og þeg-
ar hann fór aö þvo sér á eftir var
hann með sár á handarbökunum
og fingurgómunum.
Þessi atburður gerðist i Hvera-
gerði s.l. miðvikudagskvöld.
Maðurinn var að einangra hitarör
sem vafið hafði verið fyrst með
grisju, en siðan smurði hann
sementsblöndunni á rörið. Hann
var að þessu i eina 3 iima, en var
eitt sár á handarbökunum og
fingurgómunum er hann fór að
þvo sér á eftir.
Strax daginn eftir fór hann til
læknis sem sótthreinsaði sárin og
gaf honum græöandi smyrsl.
Þessi læknismeðferð virðist
ekkert hafa haft að segja, þvi I
g.ær var liðan mannsins aö
versna.
Hvað hefur þarna gerzt? Getur
verið að hér sé um sinnepsgas-
bruna að ræða? Er hugsanlegt að
einhverjar lei'far þess sinneps-
Framhaid á 11. siðu.
Eins og giöggt má sjá eru handarbök mannsins illa farin en þó voru
fingurgómarnir verri.
frá upphafi og hvaö eftir annað
verið eindregið mótmælt af
islenzku rikisstjórninni, er telur
samkomulagið við Breta og
Vestur-Þjóðverja ekki lengur i
gildi, en á þvi samkomulagi er
málshöfðunin byggð af hálfu
nefndra þjóða. Þá lýsir islenzka
rikisstjórnin furðu sinni yfir þvi,
að Alþjóöadómstólinn skuli telja
sig þess umkominn að bjóða eins
konar kvótakerfi i fiskveiðum við
tsland.
Islenzka rikisstjórnin telur
þessi afskipti af deilumáli, sem
enn er á samningastigi ákaflega
óheppileg og til þess fallin að tor-
velda samninga. En islenzka
rikisstjórnin hefur alltaf lýst vilja
sinum til þess að leysa þetta
deilumál með bráðabirgðasam-
komulagi. Var dómstólnum um
það kunnugt.
Eins og áður mótmælir islenzka
rikisstjórnin allri lögsögu
Alþjóðadómstólsins i þessum
málum og mun ekki telja þennan
úrskurð hans á neinn hátt
bindandi fyrir sig.
Mun rikisstjórnin eftir sem
áður fylgja fast fram þeirri
ákvörðun að stækka fiskveiði-
landhelgi i 50 sjómilur, frá og með
1. september n.k.