Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. ágúst 1972 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 3.
HM-einvígið:
BIÐSKÁKIN
ÞRÍR LEIKIR!
Það fór sem menn höfðu spáð
um fimmtándu skákina að hún
varð jafntefli eftir stutta viður-
eign. Það fór ekki á milli mála að
keppendur höfðu komizt að sömu
niðurstöðu i heimarannsóknum.
Niðurstaðan var sem sagt sú að
svartur hefði engan tima til að
reyna að byggja upp mátsókn
gegn stöðu hvits vegna hættu
heima fyrir og einnig vegna þess
að peð hvits gætu orðið honum
hættuleg ef eitthvað brygði Ut af.
Fischer tók þvi þann kostinn að
þráskáka og hefur hann þvi að
loknum fimmtán skákum 9
vinninga gegn 6 vinningum
Spasskis. Sextánda skákin verður
svo tefld á sunnudag og hefur
Fischer hvitt.
41. Hb2 Biðleikur Spasskis
Dalt
42. Ha2 Dclt
43. Hb2 Dalt
Jafntefli.
Ólafur Björnsson.
Orest Vereiski: Ég hef stundum reynt að taka þátt i þeirri svartlist sem birkibörkur skrifar....
(Ljósm. G.St.)
Yereiskí sýnir i Casa nova
Fyrsta sýning rússnesks
listamanns hér á
landi
I dag kl. 5 verður
opnuð fyrir almenning
fyrsta einkasýning rúss-
nesks listamanns á
islandi. Opnuð er í Casa
nova Menntaskó lans
sýning á verkum Orests
Vereiskís, sem hefur
tvisvar heimsótt Island
áður, og er um þriðj-
ungur myndanna til orð-
inn í þeim ferðum
Orest Vereiski sýnir i Casa
nova 64 myndir, vatnslita-
myndir, grafik, teikningar. A
blaðamannafundi i gær sagði
hann, að lif og umhverfi þjóða
tveggja landa mættust á sýn-
ingunni. Hann gerði ekki til-
kall til að sýna sovézkt mann-
lif i heild — mest ber á Ijóð-
rænni skoðun á rUssneskri
náttUru i þeim myndum sem
eru frá heimalandi hans.
Myndirnar frá Islandi —
nánar tiltekið frá Reykjavik,
Hafnarfirði, Grindavik,
Stykkishólmi, Þingvöllum,
eru byggðar á frumdrögum
sem gerð eru á ferðalagi. Að
þvi er liti varðar, sagði
Vereiski, þá treysti ég meira á
sjónminni og seinni tima Ur-
vinnslu en skyndiáhrif.
Vereiski á sæti i stjórn fél-
agsins Sovétrikin-lsland, en
hliðstætt islenzkt félag, MIR,
skipuleggur sýningu hans hér.
Sem fyrr segir er hér um að
ræða fyrstu einkasýningu
rUssnesks listamanns á
tsiandi, en Vereiski kom hér
fyrst árið 1958 með sýningu á
sovézkri grafik. Hann hefur
verið virkur i samtökum
sovézkra listamanna og er
aukameðlimur i Sovézku lista-
akademiunni. Vereiski hefur
mikið unniö að myndskreyt-
ingum bókmenntaverka —
hann hefur t.d. prýtt myndum
Utgáfur á ,,Lygn streymir
Don” Sjolokhofs, ljóðabálkum
skáldsins Alexanders
Tvardovskis, sem nýlega er
látinn, og nU siðast hefur hann
gert myndir við nýja Utgáfu á
verkum tvans BUnins.
Vereiski hefur gert myndir við
Brekkukotsannál Halldórs
Laxness og Söguna af Hjalta
litla eftir Stefán Jónsson — og
mun gera teikningar við
„Mamma skilur allt”, sem
senn verður gefin Ut á rUss-
nesku.
Auk þess vinnur Orest
Vereiski að verkefnum sem
tengd eru stórri samsýningu
sem haldin verður i vetur i
sambandi við fimmtugsaf-
mæli Sovétrikjanna.
— Þegar ég ók til Reykja-
vikur i gær, sagði Vereiski,
fannst mér ég koma á gamlar
og hugþekkar slóðir, rétt eins
og ég kæmi til Leningrad, þar
sem ég ólst upp. Og ég vona að
þessi afstaða min til tslands
komi fram i verkum minum
héðan.
Sýning Vereiskis i Casa
nova er opin kl. 2-10 til sunnu-
dagsins 27. ágUst.
Hermálanefnd Bandaríkjaþings:
VILL VELTA
HERKOSTNAÐI
YFIR Á ÖNNUR
NATÓRÍKI
WASHINGTON 17/8 Her-
málanefnd fulltrúadeildar
bandariska þingsins leggur
til i skýrslu, sem birt var í
dag, að komið verði á fót
sérstökum Natósjóði, til að
létta á útgjöldum Banda-
rikjamanna vegna her-
stöðva þeirra i Evrópu.
Nefndin leggur ekki fram itar-
legar tillögur um sjóð þennan, en
ætlast til þess, aö önnur Natóriki
taki i auknum mæli þátt i kostnaði
af dvöl bandariskra hersveita hjá
sér, og er yfirlýstur tilgangur sá
að minnka greiðsiuhalla Banda-
rikjanna við Utlönd. Þá vill nefnd-
in einnig að lönd, sem ekki hafa
hjá sér bandariskar hersveitir, en
„njóta i rikum mæli verndar frá
Natóherjum i grennd” skuii
einnig greiða til sjóðsins.
Er mál þetta hið áhugaverðasta
fyrir islenzka Natóvini sem
Áskriftasími
Þjóðviljans er 17500
.
hingað til hafa haft sinn her
ókeypis.
Orðaskipan í
dróttkvæðum
hætti
Prófessor dr. & dr. phil. h.c.
Hans Kuhn frá Kiel mun flytja
opinberan fyrirlestur i boði
Háskóla tslands mánudaginn 21.
ágUst 1972, kl. 5.00 siðdegis, Í I.
kennslustofu.
Fyrirlesturinn nefnir próf.
Kuhn:
Um skipun orða i dróttkvæöum
hætti.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
islenzku, og er öllum heimill að-
gangur.
Friðarboðinn Nixon