Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. ágúst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Karl Marx — plakat eftir Giuseppe Guerreschi. Jóhannes páfi og Rugambwa kardináli, myndin er eftir koramúnistann Giacomo Manzú. Meö páfa kom vopnahlé... m.ö.o. kirkjan, sem á sér kardinála i Bologniu. Fyrr var ástandið þannig, að samskipti kirkju og borgar- stjórnar i Bologniu minntu mjög á viðskipti þeirra Peppone og Don Camillo i skáldsögu Guareschis. Peppone var Dozza-ofsafenginn baráttumaður, nú þrotinn að kröftum fyrir veikinda sakir, og Don Camillo var Lercaro kardináli. Milli þessara tveggja foringja og liðsmanna þeirra rikti heitt strið. Svo kom Jóhannes páfi 23. til skjalanna, eftirlæti italskra kommúnista. Daginn eftir að hann var kosinn páfi kallaði hann fyrir sig Lercaro og sagði við hann: „Farið og berið ibúum Bologniu minar föðurlegu kveðjur — öllum ibúum Bologniu”. Þar með var komið á vopnahlé sem kommúnistar féll- ust á. Á kirkjuþinginu i Vatikaninu hreyfði Lercaro hugmyndum ,,i þágu friðar á jörðu”. Þetta fannst kommúnistum ágætt og ákváðu að borgarstjórnin ætti að taka á móti kardinálanum opinberlega, þegar hann sneri heim. Og á þeim degi fylktu biskupar sér við hlið forsprakka kommúnista á brautarstöðinni i Bologniu. Þar með var friður kominn á. Kommúnistaforingjar láta skira börn sin, og þeir eru ekki lengur kallaðir „rauðu djöflarnir” af prédikunarstólnum. Samt stendur kirkjan höllum fæti — kirkjusókn fer mjög minnkandi eins og um alla ttaliu norðanveröa, og mikill skortur er á prestum. Flokknum vegnar bet- ur; af fjórum miljónum ibúa eru um 400 þúsund flokksbundnir, en það er svipað og i öllum Kommúnistaflokki Frakklands, og það er hærri hlutfallstala af ibúum en nokkurs staðar annars staðar — og eru þá Sovétrikin og Kina meö talin. Vél sem gengur vel Emiliumenn fá lika að heyra þaö, að þeir séu svo sem ekki miklar bardagahetjur. Ýmsir lita veldi þeirra og sveigjanleika hornauga, til dæmis veröir réttrar trúar, sovézkir og franskir kommúnistar. Þvi er haldið fram, að Sovétmenn hafi ráðlagt forystu ttalska kommúnistaflokksins að taka þá félagana i Emiliu til bæna. En hvernig sem það er, þá loka for- ystumenn flokksins hlustum við slikum ráðleggingum. Þeir vilja ekki| ófrið við flokksmenn i svo öflugu héraði — og það má minna á, að þarna er seldur hvorki meira né minna en þriðjungur upplags l’Unita. Og Emiliumenn sjálfir vilja ekki aðeins draga úr miðstjórnarvaldi i rikinu heldur einpig i flokknum. ?miliukommúnistum er efling ksins ekkert sáluhjálpar- aL&iiði. Þeir segja sem svo: öflugur flokkur er flokkur i and- stöpu. Flokkur við völd er sá sem á ser bandamenn. Og er það ekki það sem við viljum — komast til valda? Ekki aðeins i Emiliu heldur ttaliu allri..vOg reyndar er hér um mál að ræða sem nær langt út fyrir Emiliu. Hér er um það að ræða að sanna, i verki, en ekki aðeins með ræðuhöldum, að kommúnistaflokkur geti stjórnað án vandræða. Kommúnistar segjast vera fylgjandi margra flokka kerfi----i Emiliu segja þeir þetta ekki aðeins, heldur fylgja þvi eftir með þvi að bjóða andstöðunni meiri völd en i nokkru borgarlegu lýðræðisriki. t borgar og héraðstjórnum sýna þeir, að þeir eru sannir stjórn- skörungar. Þeir heyja baráttu gegn skriffinnsku og fjármála- spillingu, sem andstæðingar þeirra játa að sé til fyrirmyndar. Það var Kristilegur demókrati sem sagði við mig: „Það er stað- reynd að þessu héraði er miklu betur stjórnað en þeim þar sem minn flokkur er við völd. Jafnvel kardinálinn játar það I einkavið- ræðum”. Þeir eru nokkuð góðir Með völdum sinum i héraði vill Kommúnistaflokkurinn sýna, að hægt sé að fyfgja annarri og fyð- ræðislegri stefnu i efnahags- og félagsmálum. Það verður ekki „sósialismi i einu héraði". Þeir vilja skapa borgarasamfélag sem starfar betur, þar sem meiri menningarbragur og réttlæti er, „verðugt manninum”, svo að minnt sé á eftirlætiskjörorð þeirra. Og þeir vilja aö allur al- menningur taki þátt i þessari póiitik og finni, að þaö er hann sem vinnur smásigra, hvern af öörum. „Við erum aö draga úr þeim tönn fyrir tönn þessum hákörlum,” sagði einn leigubil- stjóri viö mig, sem skýrði frá þvi að fyrirtækið sem hann vann við hefði veriö leyst upp og samvinnu félag bilstjóra tekið viö. Allt þetta gerir flokkurinn til að skapa sér trúnaðartraust. Til hvers? — Vitið þér það ekki, segir Guido Fanti. Til að framkvæma sósialiska byltingu. Ekki byltingu með byssum og sprengjum. Bylt- ingu með athöfn og hugsjónum. Ilugsjónum sem ganga i takt við fólk,en fara ekki fyrir ofan garð og neðan hjá þvf. t Emiliu rikir lög og regla með- an ofbeldisverk gerast tiöari um ttaliu. Burgeis einn segir viö mig: „Þeir eru nokkuð glúrnir þessir kommúnistar — það er þeim að þakka að hér er röð og regla, það er okkur að þakka að hér er frelsi”. Ég sagði kommúnista einum frá þessum ummælum: „Hann er nokkuö góður þessi bur- geis, sagði hann. Við viljum ekki annað en kerfið okkar hér i Emiliu breiðist út um alla ttaliu. Röð og regla táknar frið. Við viljum frið”. Vist eru þeir skrýtnir þessir byltingarmenn i Emiliu. t Bologniu segja menn án afláts við forvitna gesti — einatt sósialista úr austri og vestri: „Við reynum hvorki að búa til einangraða Rauða eyju né heldur emilfanskan sósialisma. Það er Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.