Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. ágúst 1972 ÞJ6DVILJINN — StÐA XI. Heilir og vanheilir Framhald af 5. siðu. úthellt blóöi fyrir Frakkland — en ekki fólk sem meiðzt hefur i bil- slysum — hvert á þaö að snúa sér? Rannsókn min sýnir einnig aö bæklaö fólk kemur fram viö annaö innbyröis rétt eins og „nor- malt” fólk viö bæklaö. Ein bækl- un er sem sagt ffnni en önnur. Lamaöir eru litiö hrifnir af þeim sem eru vangefnir, sem eru settir neöst, og mann þekki ég, sem á erfitt meö gang, sem ekki vildi sitja til borös meö krampaveiku fólki. Svona vandamál koma jafnvel upp á meöal barna. Fyrir nokkrum árum kom upp sá vandi i sumarbúöum fyrir afbrigöileg börn, að bækluö börn meö fulla heyrn vildu ekki leika sér við heyrnarleysingjana. Þá settum við á sviö leik, og áttu þau sem heyröu aö leika daufdumba. Eftir þaö gekk allt vel. Annars er þaö yfirleitt svo, aö þaö eru börn sem koma úr nokkurri fjarlægö — úr næsta húsasundi eöa næsta bekk, sem eru meö striöni — en þau börn sem næst standa bækluðum sýna skilning.” Hvað ber að gera? — Hvernig eiga þessir tveir hópar að fara aö þvi aö læra aö skilja hver annan? Samskólar og barnaheimili fyr- ir öll börn eru ágæt. En það er ekki nóg að koma bækluöum og vangefnum fyrir þar. Þaö þarf aö kenna börnunum aö skilja vand- ann. Við veröum aö hafa þá bækl- uöu mitt á meöal okkar, leyfa þeim aö setja sinn svip á um- hverfiö. Meöal annars vegna þess aö viö þurfum i æ rikari mæli á þvi aö halda aö tileinka okkur aöra og fjölþættari mynd af manninum. Þróunin hefur sett hring i nasir okkar, og svo erum við teymdir á eftir einhverri fyr- irmynd, sem enginn okkar llkist. ■ Bæklað fólk getur boöiö okkur upp á annaö mat, önnur verö- mæti. Viö höfum þörf fyrir bylt- ingu hinna bækluöu — en þeir þora ekki sjálfir aö stiga þaö skref, þeir reyna aö vera eins og viö hin. Og viö tökum aöeins á móti þeim meö okkar eigin skil- málum. Þeir skilmálar eru: það þarf aö endurhæfa þetta fólk, það á aö vinna,og helzt á þvi aö leiöast mjög bæklunin. Ef svo er ekki, þá draga bæklaöir i efa okkar eigiö gildismat —hugmyndir okkar um gáfnafar og stööuframa og þar fram eftir götum. Samféiagiö getur oft þjálfaö bæklaö fólk til aö geta séö sér farboröa. En hinn bæklaði á þá oftast einnig aö hafa krafta til aö komast til vinnu og heim og eiga nokkuð aflögu fyrir fjölskylduna. Hann hefur verið innlimaöur i samfélagiö — en enginn spyr aö þvi, hvað þaö hafi kostað hann. . . (áb tók saman) Þættir úr sögu landhelgismálsins Framhald af bls. 4 flytja þá til Reykjavikur, ef ,,fó- getinn” óskaði þess, en hann gæti ekki sjálfur boðið honum það. En er sýslumaður heyröi þetta, sagði hann: — Ég játa ekki á neinum stað, nema Flatey, þvi að þangað átti hann að fara. Segir ekki af ferðinni út, en á fimmta degi komu þeir til Hull. Höfðu þeir félagar samband við danska ræðismanninn og sendu ráöherra tslands skeyti, en hann var þá staddur i Kaupmannahöfn. Var talsverð forvitni i borgarbú- um að sjá hina herteknu menn, eftir að blööin fluttu fregnir af at- burðinum. Birtist viðtal við R.E. West. Kvaðst hann hafa veriö á veiðum i Breiðafirði, en fjarri landhelgi, þegar „fógetinn” heföi ruözt um borð og skipað sér til hafnar. 15. október lögðu þeir félagar heim með togaranum Snorra Sturlusyni. Máliö út af atburöi þessum lá óhreyft fram á útmán- uði 1911, en þegar til átti aö taka bárust fregnir um það, að West fyrrverandi skipstjóri hefði látizt skyndilega i sporvagni fyrir nokkrum dögum. Var málið þar með úr sögunni. 1 næsta þætti segir frá þvi er Is- lendingar taka landhelgisgæzluna i sinar hendur og frá þvi er lögin voru sett um visindalega verndun fiskimiðanna 5. april 1948. Kommúnistaflokkur Italíu Framhald af bls. 7. ekki mögulegt”. En hvernig getur þetta hérað reyndar veriö einangrað? — Þangað koma til að mynda þrjár miljónir ferða- manna á ári. Ferðamannaiðnað- urinn byggir á smáfjölskyldu- fyrirtækjum; pabbi, mamma og krakkarnir reka litið hótel. Og ekkert er liklegra en allir séu kommúnistar. Smáfyrirtækin líka Her vilja menn ekki aðeins halda i smáfyrirtæki, heldur leggja út af efnahagslegum og lýðræöislegum dyggðum þeirra. „Ekkert getur komið i staðinn fyrir hlutverk litilla fyrirtækja og smáfyrirtækja i efnahagslegum framförum, segir i opinberu skjali. Kenningar um að i nútima tækniþjóðfélagi geti aöeins veriö um stórfyrirtæki að ræöa, hafa ekki verið sannaðar”. Mörg smá- fyrirtæki eru i eigu traustustu baráttumanna Kommúnista- flokksins. Hvernig skyldi standa á þvi? í hinum hörðu verkföllum kalda striðsins voru margir virkir flokksmenn reknir úr starfi i verksmiðjum fyrir stjórnmála- starfsemi. Þeir þurftu að lifa á einhverju, voru sjálfir duglegir menn og djarfir — þeir komu sjálfir undir sig fótum, opnuðu verkstæði o.s.frv. Þá er litið svo á, að smáfyrir- tækið sé ekki hindrun á leið til sósialisma — ef það rækir sitt efnahagslega hlutverk, ef það leggur rækt við velferð starfs- fólksins, ef þaö er rekið á sam- vinnugrundvelli. Að þviervaröar stór rikisfyrir- tæki, þá vill hin kommúniska héraðsstjórn að i þeim sé valdi meira dreift (eins og gert hefur verið i rikiskerfinu). Um þetta atriði má búast við hörðum átökum. Þá eru eftir stórfyrirtæki i einkaeign á sviði verzlunar, iðn- aðar og lánastarfsemi. Við þau vilja kommúnistar semja meö það fyrir augum að draga smátt og smátt úr völdum þeirra og hafa áhrif á stefnu þeirra. Þvi að þessir kommúnistar, þessir sósialistar, verða aö t ?a tillit til þess að þótt þeir fari „ieð pólitisk völd þá er það innan hins kap ' ’- iska kerfis. Þeir vilja ekki • „tryggir stjórnendur” kerfis, heldur beita völdum av til að þoka öllum — kaþitahstur. einnig, á leið eins nar sósial- isma á italska visu. Áskriftarsíminn er 17-500 PATPIA í) Gasbruni? Framhald af bls. 1. gass sem lak út i SR i vetur leynist enn i sementinu? Við leituðum meö þessa spurningu til rannsóknarstofu Háskólans og fengum þar það svar að mjög óliklegt væri að sinnepsgas geti leynzt i sementinu. Þó þyrfti þaö rannsóknar viö hvort hugsan- legur möguleiki væri fyrir þvi. Guömundur Guðmundsson hjá Sementsverksmiðju rikisins sagöist ekki þora að fullyrða að þetta gæti ekki verið sinnepsgas- bruni, en taldi þó, eins og þeir hjá rannsóknarstofu Háskólans, mjög litlar likur til þess. —■ „Ég held”, sagði Guðmundur, ,, að gasið rjúki úr og eyðist við þann hita sem sement er búið til við”. — Guðmundur sagðist aldrei hafa heyrt neitt þessu likt áður. „Menn vinna i sementi meö berum hönd- um i tuga ef ekki hundraöa vis en ég hef aldrei heyrt um neinn sem hefur farið þannig útúr þvi. Ég veit ekki hvað þetta getur verið. Það er lika hugsanlegt að eitt- hvað efni sé i kalkinu sem viö fá um sent að utan, en ekkert er hægt að segja um þetta fyrr en innihald sementspokans sem maöurinn notaði hefur veriö rannsakað”. Við höföum einnig samband við lækna þá á slysavarðstofu Borgarsjúkrahússins, sem tóku á móti mönnum sem brenndust af sinnepsgasinu uppi á Akranesi I vetur. Þeir sögðu að bruni vegna sinnepsgass kæmi I ljós tveim til tiu stundum eftir að maður verður fyrir gasinu. Þeir gátu ekkert um þetta mál sagt, sem eðlilegt var, en vildu að maðurinn kæmi sem fyrst til þeirra uppá slysavarðstofu. Innihald sementspokans veröur nú sent I rannsókn og kemur þá vonandi i ljós hvað olli þessum meiðslum mannsins. —S.dór. SBNDIBÍLASrÖÐIN Hf Nýr skemmtikraftur leggur leið slna á svið Loftleiðahótelsins um þess- ar mundir, Jinks Jenkins. Hann er fæddur á Trinidad, kom fyrst fram á sviði þriggja ára að aldri og hefur siðan sungið um vfða veröld. t frétt frá umboðsmönnum hans er fuliyrt að hann kunni 2000 söngva þannig að seint mun þrjóta skemmtanin. Á myndinni er Jenkins meðLouis Armstrong; maður sem er til á mynd með honum er vafalaust góður skemmtikraftur. 1 |ll1 iuiii’ir ruHn •*.’ |'l ULMllMK'Aur I r.imruin li.t kl I I ln ISiK) «».! kl |S M A') U't.'»p.miitnu h«a NfiríiamrtM^NluuKtnn S-mi 11 VEITINGAHUSID OÐAL VID AUSTURVOLL Lögtaksúrskurður Að beiðni bæjarstjóra Kópavogs fyrir hönd bæjarsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lögtak fyrir útsvörum til Kópavogs- kaupstaðar álögðum 1972, sem fellu i ein- daga 15. ágúst 1972, samkvæmt d-lið 29. gr. laga nr. 8/1972. Fari lögtak fram að liðnum átta dögum frá birtingu úrskurðar þessa á kostnað gjaldanda, en á ábyrgð bæjarsjóðs, til tryggingar ofannefndum gjöldum, nema full skil hafi verið gerð fyrir þann tima. Bæjarfógetinn i Kópavogi 16. ágúst 1972 e.u. W. Th. Möller. BRIDGESTONE NYLON hjólbarðarnir japönsku fóst hjó okkur. Allar stærðir á fólksbíla, jeppa og vörubíla. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Verksfæðið opið alla daga fró kl. 7.30 til kl. 22.00. ■gúmniívinnustofan^ SKIPHOLTI 35, REYKJAVÍK, SlMl 31055^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.