Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 12
Laugardagur 19. ágúst 1972Í Kvöldvarzla lyfjabúðanna vikuna 12.—18. ágúst er i Vesturbæjar Apóteki, Háa- leitis Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar* eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin all- an sólarhringinn. Simi 81212. Kvöld-, nætur- og helgidaga- vakt á heilsuvernarstöðinni. Simi 21230. Um Alþjóðadómstólinn: Afstaða stjórnar- andstöðuflokkanna Þjóðviljanum barst i gær eftirfarandi yfirlýsing frá miðstjórn og þingflokki Sjálf- stæðisflokksins: A fundi þingflokks og mið- stjórnar Sjálfstæöisflokksins i dag, 18. ágúst 1972, var eftir- farandi ályktað I tilefni af ábendingum Alþjóða- dómstólsins um bráðabirgöa- ráðstafanir i landhelgis- málinu: 1. Fundurinn telur ekki fært að verða við þeim ábending- um og itrekar fylgi sitt við ályktun Alþingis frá 15. febrúar s.l. um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar 1. septem- ber næstkomandi. 2. Fundurinn telur miður, að Island skuli ekki hafa átt málsvara hjá Alþjóða- dómstólnum til þess að tefla þar fram rökum og skýra mál- stað tslendinga. Þá barst blaðinu eftir- farandi frétt frá þingflokki Alþýöuflokksins. „Landhelgisnefndin hélt fund i morgun og skýrði rikis- stjórnin þar frá mótmælaorð- sendingu sinni vegna úr- skurðar Haagdómstólsins. Þingflokkur Alþýðuflokksins hélt fund um máliö siðdegis i dag. Var þingflokkurinn á einu máli um aö mótmæla bæri úr- skurði Haagdómstólsins. Þingflokkurinn taldi sérstak- lega ámælisvert, aö dóm- stóllinn skuli ákveða eriend- um þjóðum tiltekið veiðimagn á tslandsmiðum. Enn fremur' er það skoöun þingflokksins, að reglugerðin um stækkun landhelginnar eigi að sjálf- sögðu að koma til fram- kvæmda, þrátt fyrir úrskurð dómsins.” Fjöldaflótti úr sænsku fangelsi Króatisku morðingjarnir meðal strokumannanna STOKKHÓLMI 17/8. herra Júgóslava í Stokk- Króatísku ofstækismenn- hólmi á sinum tíma, eru irnir, sem myrtu sendi- meðal þeirra fanga sem NIXON VILL SEMJA FYRIR KOSNINGAK — segja heimildarmenn í Washington flúðu úr fangelsinu í Kumla í morgun. Kumlafangelsið er sérstaklega reist fyrir lifstiðarfanga og hið rammbyggðasta sem til er i Svi- þjóð. Allir sátu strokufangarnir i einangrun og lögreglan getur enn enga skýringu gefiö á flóttanum, aðra en þá að fangarnir hafi notið hjálpar utanaðkomandi aðila. Starfsliö fangelsisins segist hvorki hafa heyrt né séö neitt grunsamlegt i nótt, en fangarnir, sem allir eru sagðir hættulegir, munu hafa strokið um lágnættiö. Kaðalstigi fannst & fangelsis- múrnum, og ein tilgátan er sú, aö upphaflega hafi vinir nokkurra fanga ætlað að hjápa þeim út, en siðan hafi fleiri tugthúslimanna slegizt i hópinn. Þessi mynd er tekin f Sænska frystihúsinu f gær og segir auðvitað ekki mikið, en þarna gefur að tfta part af Vatnajökli: borkjarnann sem vfsindaleiðangurinn flutti með sér af Bárðarbungu um helgina. Bor- kjarninn er 415 metra langur. Nánar greinir Þjóðviljinn siðar frá þess- um merkilega leiðangri. Þúsundir handteknar í Marokkó RABAT 17/8. Yfirvöld í Marokkó hafa nú gripið höndum á að gizka þriðj- ung þeirra hermanna er taldir eru hafa staðið að banatilræðinu við Hassan konung á miðvikudaginn. Rösklega eitt þúsund óbreyttir hermenn og liðs- foringjar á Kenitra-her- stöðinni voru handteknir tveimur sólarhringum eftir tilræðið, en þoturnar tvær sem skutu á flugvél kon- ungs komu frá þeirri bæki- stöð. Tveir marokkanskir liðsfor- ingjar.sem taldir eru hafa átt þátt i tilræðinu við Hassan konung á miðvikudaginn, voru i dag sendir frá Gibraltar til sins heima. Mennirnir tveir komu til brezku nýlendunnar seint á miðviku- dagskvöld, aðeins fáum stundum eftir að banatilræðið hafði farið út um þúfur. Yfirvöld i Marokkó fóru þess á leit við brezka utan- rikisráðuneytið að liösforingj- arnir yrðu framseldir, og undir miðnætti i gær voru þeir fluttir um borð i þotu Marokkóhers á flugvellinum á Gibraltar. Dayanvill skipta Sínaí SAIGON 17/8. Kissinger, ráðgjafi Nixons Banda- ríkjaforseta í öryggis- Jules Romains látinn PARIS 17/8. Jules Romains, einn kunnasti rithöfundur Frakka á þessari öld, lézt i Paris siðastliðinn mánudag. Romains átti frægðina einkum skáldsögum sinum að þakka, en auk þess orti hann ljóð og samdi leikrit. Hann var einn helzti for- vigismaður „Unianimism- ans” svonefnda, en fylgis- menn þeirrar stefnu setja á oddinn skynjun hópsins sem heildar t.d. á götum úti eða i. leikhúsi. Útför Romains var gerð i Pere-Lachaise kirkjugarð- inum á fimmtudaginn, og var andláti hans haldið leyndu þar til henni var lokið. málum, ræðir i dag við Van Thieu, „forseta" Suður- Víetnams, en þeir áttu tveggja manna tal saman í Saigon í gær. Ekki er búizt við að neitt verði látið upp- skátt um viðræðurnar að svo stöddu, en Kissinger heldur áleiðis til Tókíó i dag. Heimildarmenn innan Nixon- stjórnarinnar i Washington hafa fyrir satt, að Nixon setji allt sitt traust á að friðarsamningar náist fyrir kosningadaginn 7. október, en slikt myndi auka sigurlikur hans til mikilla muna. Ekki verður þó i fljótu bragði séð á hverju Nixon byggir þessar vonir, þvi bæði er, að Norður-Vietnöm- um er naumast akkur i að tryggja honum setu i núverandi embætti til frambúðar, og svo hitt, að þeir halda fast við kröfu sina um að Bandarikjastjórn verði að hætta stuðningi við Saigonklikuna áður en af samningum verði. Almennt er taliö að erindi Kiss- ingers til Saigon sé, að reyna að telja Thieu á að sýna sveigjan- legri afstöðu til pólitiskrar lausn- ar á styrjöldinni. TEL AVIV 17/8. Israels- menn eru reiðubúnir til að semja við Egypta um skiptingu Sína^skaga, sagði Moshe Dayan, land- varnaráðherra Israels, í gærkvöldi. Ekki gat Dayan þess nánar, hvernig skipt- ingu skagans skyldi háttað, en ísraelsmenn hernámu landsvæðið sumarið 1967 og LONDON 17/8. Á að gizka þrjátíu þúsund hinna rösk- lega fjörutíu þúsund hafnarverkamanna á Bret- landseyjum hafa nú afráð- ið að aflýsa verkfallinu. Að lokinni atkvæðagreiðslu i hafa setið þar síðan. Þessi tillaga hlýtur að fela í sér að Israelsmenn verði á brott með lið sitt frá austurbakka Súezskurðar. Tilboð Dayans sigldi i kjölfar áskorunar Goldu Meir, forsætis- ráðherra Israels, til Sadats Egyptalandsforseta, þess efnis aö taka bæri upp viðræður á nýjan leik, þótt ekki væri nema til að leysa hluta deilunnar. gærkvöld var ljóst að vinna verð- ur tekin upp að nýju i tuttugu og tveimur hafnarborgum á mánu- daginn, og i borgunum Felixstone og Belfast gengu verkamenn til starfa þegar að atkvæðagreiðsl- unni lokinni. Verkamenn i næst stærstu hafnarborg Bretlands, Egyptar halda hins vegar fast við þá afstöðu, að brottflutningur alls herliös tsraelsmanna frá her- numdu svæðunum sé forsenda þess að samningar megi takast. Sadat forseti virðist þó heldur til- kippilegri til sátta en áður, og i gær sagði hann að borttvisun Sovétmanna frá Egyptalandi heföi jákvæð áhrif á friðsamlega lausn deilunnar. „Með hrottvis- uninni komumst við úr sjálfheld- unni”, sagði egypzki forsetinn, og gat þess að ýmis riki hefðu ' sent tillögur um friðsamlega lausn deilunnar. Liverpool, ákváðu hins vegar að halda verkfallinu áfram. Þá fengust engin úrslit mála i Manchester og talið er hugsan- legt að verkamenn i Hull sam- þykki að halda verkfallinu til streitu, en þeir ganga til atkvæða- greiðslu um málið i dag. Hafnarverkfallinu lokið viðast hvar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.