Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.08.1972, Blaðsíða 9
Laugardagur 19. ágúst 1972|t,jöÐVILjlNN — SÍÐA 9. Danskur fimleika flokkur sýnir hér Hér á landi er nú staddur danskur fimleikaflokkur og er hér um úrvalsflokk að ræða sem er að hcfja hnattsýningarferð. Hér - mun flokkurinn sýna bæði á Ak- ureyri og viðar úti á landi og einn- ig mun hann halda sýningar i Reykjavlk. Hér er um sérstak- lega vel æfðan flokk að ræða.enda eru Danir frægir fyrir fimleika- flokka sina. 507 þátt- takendur frá Sovét- 125 hafa verið fengist um þessa helgi Fjórir mjög mikilvægir leikir fara fram í 1. deildarkeppninni um þessa heigi og svo getur fariö að úrslit um sigurog fall fáist nú þegar. Það er að visu heldur ótrúlegt að úrslit verði þannig,en þó alls ekki útilokað. Þó má kalla leik Víkings og Breiðabliks úr- slitaleik fyrir Víking um fallið. Tapi Vikingur hon- um er liðið endanlega fallið niður i 2. deild. I dag fara fram tveir leikir. KR- ingar fara til Vestmannaeyja og leika þar við heimamenn og hefst sá leikur kl. 16. Eyjamenn eiga möguleika á að ná 20 stigum i 1. deild með þvi að vinna alla þá leiki sem þeir eiga eftir. Tapi þeir fyrir KR i dag eru möguleikar þeirra til sigurs i deildinni senni- lega úr sögunni og jafnvel þótt leikurinn endaði með jafntefli. Eftir hina frábæru frammistöðu Eyjamanna gegn IBK um siðustu helgi á maður von á að þeir vinni KR-ingana og sennilega stenzt ekkert islenzkt lið fyrir tBV þegar það leikur eins og um siðustu helgi. Þá leika Vikingur og Breiðablik á Laugardalsvellinum og hefst sá leikur einnig kl. 16. Hér er um lif eða dauða að tefla fyrir Viking i 1. deild. Siðasta hálmstráið. Til þess að halda enn i þá veiku von sem þeir eiga að halda sér uppi i deild- inni verða þeir að vinna þennan leik. Þessi staðreynd verður sjálfsagt neikvæð fyrir Vikingana og gerir þeim erfiðara um vik, en ella. En hvað um það, Vikingur verður að vinna leikinn, annars er liöið fallið niður i 2. deild. Á morgun leika svo Valur og Skagamenn á Laugardalsvellin- um og hefst leikur þeirra kl. 16. Leikurinn er afar þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Valur verður að vinna hann til að komast af þvi fallhættusvæði sem liðið er á núna og Skagamenn verða einnig að vinna, ef þeir ætla að halda i von- ina um sigur i deildinni. Jafntefli dugar Valsmönnum mun betur.en segja má að það eyði siðustu möguleikum IA um sigur i 1. deild i ár. Og svo er það á mánudags- ríkjuimm Sovétrikin senda 507 keppendur á Ölympiuleikana i Miinchen sem hefjast eftir eina viku. Þjálfarar, læknar og fararstjórar eru 100 eða fimmti hluti keppenda. Það þýðir það sama og að Islendingar hefðu sent 6 menn með okkar keppendum i stað 14. kvöldið sem Fram og IBK leika á Laugardalsvellinum og hefst sá leikur kl. 19, eða klukkustund fyrr en leikir hafa vanalega hafizt i sumar. Fyrir IBK skiptir þessi leikur engu máli. Liðið getur hvorki unnið 1. deildina né fallið. En fyrir Fram er hver einasti leikur héðan af þýðingarmikill. Vinni Fram þennan leik, hefur það hlotið 17 stig og á eftir að leika 3 leiki og má þvi segja að sigur þess gegn IBK gulltryggi Is- landsmeistartitilinn. En verði jafntefli eða tapi Fram verður mótið aftur dálitið tvisýnt, eink- um ef Fram tapar. Viðþað aukast möguleikar 1A og IBV til muna, ef þau vinna sina leiki um helgina. Efþau tapa þeim, getur eiginlega ekkert komiö i veg fyrir sigur Fram i mótinu hvernig sem leik- urinn við IBK fer. — S.dór. Þótti miklum tiöindum sæta er Iþróttakonan J. Balas, Rúmenlu, stökk 1.91 m. i há- stökki áriö 1961. Lengi vel ógn- aði engin kona meti hennar en nú er heimsmetið 1.92 m. og það á I. Gusenbauer Austur- riki (1971). Á þessu ári hafa tvær konur til viðbótar stokkiö 1.90 m, en það eru R. Schmidt, A-Þýzkalandi Og J. Blago- jewa, Búlgarlu. Sú siðastnefnda náði ár- angri sinum i fyrstu tilraun á Balkanleikjunum og bætti persónulcgt met sitt um 4 sm. Blagojewa er 25 ára gömul og „aöeins” 1.74 m á hæð. Þá hafa sjö konur stokkiö 1.86 m til 1.88 m I hástökki. Hér á myndinni má sjá hina glæsilegu hástökkskonu I. Gusenbauer frá Austurriki, og eins og vel má sjá er hún ekki einungis góö iþróttakona, heldur er hún einstakiega glæsileg i útliti. bókaðir Eftir aðeins 4 leikdaga 1 ensku knattspyrnunni hafa 125 leikmenn verið bókaðir og 8 leikmönnum hefur verið visaö af leikvelli. I leikjunum sl. miðvikudag var 51 leikmaður bókaður og 4 reknir útafjOg er þetta versti dagur hvað þetta snertir i ensku knattspyrn- unni sem vitað er um. Magnús Guðmundsson markvörður KR fær scnnilega nóg að gcra i Eyjum i dag. Úrslit um fall og sigur í 1. deild geta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.