Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 27. águst 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5. Or nýjustu mynd Ingmars Bergmans. Agnes (Harriet Anders.son) i fangi þjónustu sinnar (Kari Sylwan). Aðalpersónurnar eru fjórar að tölu. Fjórar konur. Ég ætla að lýsa þeim stuttlega: Agnes (Harriet Andersson) er álitin eigandisveitasetursins, hún hefur búið þar frá þvi að foreldr- arnir dóu. Htín hefur aldrei látið verða af þvi að flytjast burt, hér hefur hún átt heima frá fæðingu, og hefur látið lifið liða áfram kyrrlátt og venjubundið, til- gangslaust og slysalaust. Hún hefur nokkrar listrænar tilhneig- ingar, hún málar svolitið, leikur dálitið á pianó, þetta er allt saman ofurlitið átakanlegt. Enginn karlmaður hefur orðið á vegi hennar. Fyrir henni er ástin innilokað og aldrei uppvist leyndarmál. 37 ára gömul er hún kominmeð.legkrabbamein og býr sig nú undir að hverfa burt úr þessum heimi jafn stillt og hæg- látlega eins og hún hefur lifað. Hún er i rúminu mestan hluta sólarhringsins. stóra rúminu sinu i fallegu en ofhlöðnu svefnher- bergi foreldranna. En hún getur enn farið á fætur við og við þar til sársaukinn yfirbugar hana. Hún kvartar ekki mikið og henni finnst ekki að guð sé vondur. Hún beinir bænum sinum til Krists i auð- mjúkri von. Hún er mjög horuö, en magi hennar hefur bólgnað upp eins og hún sé barnshafandi, komin langt á leið. Karin (Ingrid Thulin), systir hennar, tveim árum eldri, giftist auðugum manni og fluttist burt. Hún komst fljótt að raun um að hjónaband hennar var mis- heppnað. Eiginmaðurinn, 20 árum eldri, er henni ógeðfelldur, bæði andlega og likamlega. Hún á fimm börn, en virðist ekki bera Bergman og konurnar fjórar Það er orðið alllangt síðan ný Bergmans-mynd hefur verið sýnd hérlendis. „Stund úlfsins" frá árinu 1968 var sú síðasta, en nú er von á „Ástríðu" (69) í Háskólabíói. Þá eru ókomnar „Skömmin" (68) og „Snertingin" (70) auk 2-3 sjónvarpsmynda, sem væri mikill fengur í að fá hingað, sérstaklega „Riten" (69). Þjóðviljinn hefur áður sagt ýtarlega frá öllum þessum myndum og í dag segir Bergman sjálfur frá nýjustu mynd sinni„Viskningaroch rop", sem tekin var á síðasta ári og er ekki fullgerð enn. Upphaf kvikmyndahand- ritsins er ávarp til sam- starfsfólksins og hljóðar eitthvað á þessa leið: Kæru góðu vinir. Við ætlum nú að vinna saman að kvikmynd. Þar sem hún mun verða öðruvisi en fyrri verk okkar, þá mun handritið einnig lita öðruvisi út. Við munum reyna á það með óvenju flóknum hætti hvers kvikmyndin er megnug. Ég verð þess vegna venju fremur að tala um það sem ég er á höttunum eftir. Siðar ræðum við sameigin- lega hvernig við leysum kvik- myndaleg og listræn vandamál. Þegar ég læt hugann leika um þetta viðfangsefni, sé ég það aldrei sem lokaða heild. Það litur einna helzt út sem dimmt renn- andi vatn, andlit, hreyfingar, raddir, látbragð, hróp, skuggar og ljós, hughrif, draumar, ekkert fastmótað, ekkert raunverulega áþreifanlegt nema á einu andar- taki og þá aðeins óljóst. Draumur, þrá, eða kannski von, ótti, þar sem hið óttalega er aldrei nefnt á nafn. Ég gæti'haldið endalaust áfram að lýsa tónbiæ og lit. En við verðum engu nær af. þvi. Það væri nær að byrja. Timinn er siðustu aldamót. Kjólar kvennanna eru miklir um sig, rikmannlegir, ætlað sam- timis að fela og sýna. (Við þurfum ekki að binda okkur við ákveðin ár, þetta þarf ekki endanlega að vera upphaf aldar- innar, gæti alveg eins verið tveir siðustu áratugirnir fyrir alda- mótin. Það sem skiptir máli er, að kjólarnir samþýðist kröfum okkar um kvenlegan yndis- þokkaJ. Það sama gildir um hi- býlin , sem verða að vera þannig gerð, að þau gefi tækifæri til þeirra ljósabrigða sem við þörfnumst: dögun, sem ekki getur likzt rökkri, dauft skin af arineld.i, hið dularfulla óbeina ljós þegar snjóar, hinn mildi bjarmi oliulampans. Miskunnar- laust sólskin á hausti. Einsamalt ljós i næturmyrkri og flöktandi skuggar sem fara á kreik, er ein- hver sveipaður viðum náttserk hraðar sér um stór herbergin. Það er jafnframt mikilvægt, að leikmynd okkar skeri sig aldrei úr. Hún verður að falla að, vera nákvæm, hverful og þó nálæg, vekja áhrif án þess að vera of áberandi. Eitt er þó dálitið einkennilegt, öll hibýlin eru rauð, með margs konar rauðum blæ. Spyrjið mig ekki hvers vegna þetta verður að vera þannig, þvi að ég veit það ekki. Ég hef sjálfur velt þessu fyrir mér og skýringarnar eru hver annarri hlægilegri. Hin klaufalegasta en þó liklega sú réttasta er sennilega, að þetta er allt saman innra með mér og ég hef alveg frá barnæsku imyndað mér sálina raka himnu i rauðum blæbrigðum. Húsgögn, munir og annar út- búnaður á að vera einkar ná- kvæmt, en við verðum að geta notað þessa hluti að duttlungum okkar og þörfum. En þeir verða að vera fallegir og falla að heild- inni. Þetta á að vera eins og i draumi;eitthvað er til vegna þess að við óskum þess og þörfnumst þess, rétt eitt andartak. nein merki móðurhlutverksins eða ömurleika hjónabandsins. Yfirbragð hennar er lýtalaust, hún er drambsöm, fjarlæg. Tryggð hennar við hjónabandið er óhagganleg. Djúpt undir yfir- borði sjálfstjórnar dylur hún van- máttugt hatur til eiginmannins og stöðuga illsku gagnvart lifinu. Ahyggjur hennar og örvænting ná ekki fram að ganga nema i draumum sem kvelja hana annað slagið. Mitt i ólgu niðurbældrar reiði á hún til i sér mikinn inni- leika og þrá eftir náinni vináttu. Þessi auðuga uppspretta liggur ósnert og ónotuð. Maria (Liv Ullmann) er yngst systranna, hún er einnig harðgift auðugum, myndarlegum og vel metnum manni (Henning Moritzen) i góðri þjóðfélagsstöðu. Hún á fimmára dóttur og er sjálf eins og dekurbarn, blið, leikandi létt, brosmild, stöðugt forvitin og lifsglöð. Hún dáir mjög sina eigin fegurð og hæfileika likama sins til nautnar. Hana skortir allan skiln- ing á þeim heimi sem hún lifir i, hún er sjálfri sér nóg lætur ekki truflast af eigin eða annarra sið- ferðistakmörkunum. Eina hugsun hennar er að vekja að- dáun. Anna (Kari Sylwan) er vinnu- konan á bænum. Hún er um þritugt. Á unga aldri eignaðist hún dóttur og Agnes tók þær að sér. Þetta leiddi til þess að Anna tengdist Agnesi náið. Þögul og innileg vinátta varð með þessum tveim einmana konum. Barnið dó þriggjaára að aldri, en tengslin héldust á milli kvennanna. Anna er mjög þögul, afar feimin, óað- gengileg. En hún er alls staðar nálæg, hún sér allt, leitar og hlustar. Allt er þungt við Önnu, likami hennar, andlit, munn- svipur, auglit. En hún talar ekki, kannski hugsar hún ekki heldur. Þegar kvikmyndin byrjar er ástandið d þessa leið: Agnesi hefur skyndilega versnað og læknirinn (Erland Josephson) segir að hún eigi skammt eftir ólifað. Systur hennar tvær ( einu ættingjarnir ) eru komnar að dánarbeði hennar... Ingmar Bergman og Ingrid Thulin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.