Þjóðviljinn - 27.08.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. ágúst 1972 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
Fiskveiðisjóhernaöur brezka flotans við íslaiul. — Myndin er úr so-
vézka blaðinu Krokodil. Teikning M. Abramoff.
„Hún var aðhrekkja mig” — Gisii J. Astþórsson.
Átökin 1958 í teikningum
Deila íslendinga og Breta 1958 vakti heimsat-
hygli.og mikið var skrifað og myndað i sambandi
við þorskastriðið.
Og það voru fleiri en fréttamenn, ljósmyndar-
ar, rikisstjórnir, sjómenn og útgerðarmenn sem
voru önnum kafnir i þorskastrlðinu svonefnda.
Hið sama var að segja um teiknara blaðanna.
Teiknararnir lögðu okkur Islendingum gott lið i
landhelgisdeilunni einfaldlega með þvi að gera
aðför Breta og griðarstórra brezkra herskipa að
aðhlátursefni meðal almennings um alla Evrópu.
Hér birtast teikningar úr þýzkum, enskum
dönskum og islenzkum blöðum sem teiknaðar
voru og birtar i tengslum við þorskastriðið 1958.
Brezkir embættismenn voru sendir meö sumum brezku togurunum á
tslandsmið. — Myndin sýnir „baráttu” embættismanna á borðstokkn-
um. — Teikningin birtist ienska blaðinu „The Evening News.”